Þjóðviljinn - 03.12.1955, Blaðsíða 4
!4) — ÞJÖÐVTLJINN — Laugardagur 3. desember 1955
iUm dægurlög og texta — Kaíli úr bréíi — Sýnis-'
horn — Ástarvella og brennivínsþankar
BÆJARPÓSTINUM hafa enn
borizt nokkur bréf um óslca
lagaþáttinn, en við höfum
ákveðið að ræða það mál ekki
frekar hér í „Póstinum" að
svo stöddu, og vona ég, að
höfundar fyrrnefndra bréfa
taki þá ákvörðun ekki illa
upp. Aftur á móti fjalia sum
bréfin um dægurlögin og text-
ana við þau, og er vel þess
vert að ræða það mál dálítið
nánar. Hér er t. d. kafli úr
ágætu bréfi frá G.G. — „Um
lögin sjálf og textana má
vissulega alltaf deila, enda
eðlilegt. En íslcnzkir textar
við íslenzk lög eru tvímæla-
laust mikil framför frá því
sem áður var, er öll dægur-
íög voru sungin á erlendum
málum, enda þau lög eriend
að uppruna. Hitt er svo að
sjálfsögðu staðreynd, að text-
arnir eru mjög misjafnir að
gæðum, það eru lögin reyndar
j hka. En á það verður jafn-
framt að líta, að ísl. texta-
gerð og dægurlög eru ung að
árum og eiga framtiðina fyr-
ir sér, og eiga vafalaust eftir
að þroskast mikið og mótast
á komandi tímum. Að lokum
vil ég segja það, að allir,
'sem íslenzkri menningu unna,
geta verið á einu máli um það
að allir þeir aðiljar, er unnið
hafa að ísl. texta- og dægur-
lagagerð, hafa unnið þjóðhollt
brautryðjendastarf, og eiga
að launum fyrst og fremst
þakklæti allrar alþýðu þessa
lands.“ — G.G. hefur tvímæla-
laust mikið til síns máls, og
afstaða hans til dægurlaga og
! texta við þau er að mínu á-
liti skynsamleg. En ég er hór
með lítið kver, sem ber heitið:
30 nýjustu danslagatextarnir,
og undirtitill er: Urvals dans-
lagatextar. Við lauslegan yf-
írlestur kversins, komst ég að
jþeirri niðurstöðu, að G.G.
Ihefur, því miður, alveg rétt
fyrir sér, þegar hann segir,
að textarnir séu mjög mis-
jafnir að gæðum. Eg leyfi mér
að birta hér einn texta, sem
ber lieitið: Eg bíð þín. (Höf-
unda lags og texta er ekki
getið).
„Þótt öðrum þú lofist, ein
ást mína átt.
Þig ávalt ég elska, því treysta
þú mátt.
Þú kannt mér að gleyma, ég
samt hugsa um þig.
Líttu um öxl þér, þá sjá
muntu mig.
Þó að ég kyssi snót, lítt það
gleður mig.
Það er mín eina ósk að kyssa
og faðma þig.
TIL
Hvar sem í veröld þig ber
vina mín,
veiztu að ást mín er óbreytt
til þín.
Og svo ef að lífið þreytt hef-
ur þig.
Líttu um öxl þér, þá sjá
muntu mig.“
□------------------□
ÉG FÆ EKKI séð, að þessi
harmkvælafuila ástarjátning
verðskuldi fyrst og fremst
þakklæti allraf alþýðu þessa
lands, og í annan stað virðist
mér einu gilda, á hvaða tungu-
máli skáldskapur af þessu
...tseLfit rauiað.ur. Hinsvegar lái
ég engum, þótt honum leiki
nokkur forvitni á að sjá þá
texta, sem ekki náðu því að
kallast „úrvals danslagatext-
ar“. Hins er skylt að geta, að
í þessu sama kveri eru margir
liprir og skemmtilegir text-
ar, t. d. nokkrir eftir Loft
Guðmundsson, Vilhjálm frá
Skáholti o. fl. En uppistaðan í
alltof mörgum danslagatext-
um virðist mér vera lítt frum-
leg ástai’vella, og ívafið leið-
inlegir brennivínsþankar. —
Skemmtilegri kímni bregður
sárasjaldan fyrir, og skáldleg
tilþrif eru því nær óþekkt fyr-
irbæri. Vonandi stendur þetta
til bóta, og einstaka höfundar
hafa sýnt, að þeir geta ort
prýðilega dægurlagatexta, sem
tvímælalaust er nokkur feng-
ur að, og eiga þeir vissulega
þakkir skildar fyrir það. Sem
sagt: Góðum textum þarf að
fjölga, hinum þarf að fækka.
8
Tékkneskt bvggingareíni úr
asbest-semenSi
Ódýrt
Varanlegt
Oruggt gegn eldi
Veggplötur, þilpiötur, bámplötur, þakhellur,
þrýstivatnspípur, frárennslispípur og tengistykki
EÍNKAUMBOÐ:
MARS TRADING COMPANY
Klapparstíg 20 — Sími 7373
CZECH0SL0VAK CEKAMICS. PHAC. TEKKÖSLÖVAKÍU
• •■••luammiiiiiuaiai
ÍIMIIIIIIIIII
Bílahappdrœtti Þjóðviljons er vinsœlasta
happdrœtti órsins
regið nm tvo bíla 23.
ÁSSIr eru jofn réffháir gngnvart heppn&nnl
Drætti ekki frestað
LIGGUR LEIÐIN
Aðeins 10 kr. miðinn