Þjóðviljinn - 09.12.1955, Page 1

Þjóðviljinn - 09.12.1955, Page 1
 FöstuilaKiir 9. desember 1955 — 20. árgangur — 280. tölublað Sósíalistar flytja frumvarp um a3 stofna lífeyrissjóð togarasjómanna Mundi iryggja afkastamestu starfsstétt þjóðfélags- ins mikilsverðar réttarbætur Einar Olgeirsson, Sigurður Guðnason og Gunnar Jó- Jiannsson flytja frumvarp á Alþingi um stofnun lífeyris- sjóðs togarasjómanna, er tryggi þeim veruleg ellilami og veíti þeim hagkvæm lán til íbúðabygginga, — Nokkur höfuðatriði frumvarpshis: ★ 1. gr. kveður svo á: „Stofna skal sérstakan sjóð til þess að tryggja togarasjómönnum, er láta af störfum vegna elli eða van- heilsu, geymdan lifeyri, svo og lífeyri ekkjum þeirra og börnum. ftétt er og að lána togarasjómönn- um úr slíkum sjóði til íbúða- bygginga handa þeim sjálfum með góðum kjörum. Ríkissjóður leggur lífeyrissjóði togarasjó- manna sem stofnfé tvær milljón- ir króna, Landsbanki íslands tvær milljónir króna og Útvegs- banki Islands eina milljón króna“. ★ Réttindi samkvæmt lögum þessum skerða ekki rétt togara- sjómanna til lífeyris eða bóta samkv. öðrum lögum, heldur bætast við slik hlunnindi. Ekki skal heldur .skerða rétt þeirra til lána á móts við aðra, þótt þeir fái lán úr þessum iífeyrissjóði. ★ Sjóðsfélagar, sem eru allir þeir íslenzkir ríkisborgarar, sem starfað hafa 12 mánuði eða leng- ur á ísl. togurum, skulu greiða til sjóðsins 1% af heildarkaupi sínu á togurum yfir árið. Launa- greiðendur greiði 3% og ríkis- sjóður 6% af heildarkaupi sjóðs- félaga. ★ Við útlán til íbúðabygginga skal taka tillit til ómegðar, starfsaldurs og aldurs. Ekkjur togarasjómanna, sem rétt hafa til lífeyris, eiga og rétt til lána. ★ Sjóðfélagi, sem unnið hefur á ísl. togara í 10 ár eða lengur, þar af a. m. k. 5 ár eftir að lög þessi öðlast gildi og annaðhvort er orðinn 60 ára eða hefur unnið á ísl. togurum í 30 ár eða leng- ur, á rétt á árlegum lífeyri úr sjóðnum. Brezkir hermenn brjóta upp klaustur á Kýpur Níu munkar 09 prestar handteknir fyrir að hafa vopn 09 sprengieíni í fórum sínum Vopnaðir brezkir hermenn brutu upp klaustur á allri Kýprn-1 dögun í gær og gerðu leit að vopnum og sprengi- efntun. Hersveitir sem í voru samtals um 1000 manns umkringdu i fyrrinótt 24 klaustur á eynni og í dögun réðust hermennirnir inn Pólska stjóniin tilkynnti í gærkvöld að frá næstu ára- mótum myndi hafinn heim- sending þýzkra stríðsglæpa- manna sem afplána refsingu í Póllandi, og verða 600-1000 stríðsglæpamenn sendir heim til Þýzkalands mánaðarlega. í klaustrin. Var þar leitað hátt og lágt að vopnum og sprengi- efnum, brotnar upp hirzlur og helgiskrín, og segjast Bretar hafa fundið nokkrar vopnabirgðir. Níu menn voru handteknir, m. a. munkur sem hafði tvær vand- aðar skammbyssur undir kufli sínum. Árásir voru gerðar á brezka hermenn á Kýpur í fyrrinótt og særðust fjórir í þeim árásum, en enginn beið bana. V' erklýðsfélaganna á Ak- nreyri kynnir verk nóbelsskáldsins ★ Upphæð lífeyris miðast við starfstíma og meðalárstekjur sjóðfélaga síðustu 10 starfsárin. Eftir 10 ára starfstíma er lífeyrir 12,5% af meðalárstekjum, eftir 21 ár 40% og eftir 30 ár 70%. Lengri starfstími og frestun á töku lífeyris getur þó enn hækk- að lífeyrinn. ★ Hver sjóðfélagi, sem verður ófær til að gegna starfi eða missir af iaunum vegna varan- legrar örorku, á rétt á örorku- lifeyri, ef örorkan er meiri en 10%. Ef örorkan er vegna starfs á togara, er hámark hins árlega örorkulífeyris jafnháft lífeyri eftir 30 ára starfstíma. ★ Ekkjur togarasjómanna skuiu njóta lífeyris eftir nánari ákvæð- um í frv. Ein merkustu nýmæli í seinni tíð Þetta eru nokkur helztu at- riðin í þessu stórmerka frum- varpi. Verður ýtariegar sagt frá ýmsum öðrum ákvæðum þess síðar. Enginn vafi er á því, að þetta eru einhver merkustu ný- mæli, sem komið hafa fram í seinni tíð hvað kjör sjómanna snertir. í greinargerð frumvarpsins rekja flutningsmenn hver und- irstaða það er undir öilum þjóð- arbúskap vorum, að til starfa á togurunum veljist beztu og liæfustu menn og að þeir sjái sér fært að stunda þessa at- vinnu að staðaldri og til fram- búðar meðan aldur og heilsa leyfir. Samskonar réttindi og ríkisstarfsmenn og þó lieldur meiri Þetta frumvarp miðar að þvi, að veita togarasjómönnum sams- Rentan og •( áhrif hennar á veralniynetMia konar öryggi um eftirlaun, eili- og örorkulífeyri og fjölskyldum | þeirra um dánarbætur og starfs- menn ríkisins hafa nú, og þó að tvennu leyti meiri: Togarasjó- menn skulu njóta réttinda al- mannatrygginganna auk þessara réttinda og greiða iitið gjald, 1%, en ríkið greiðir aðalgjaldið. Rök- in fyrir þessu eru sú þjóðamauð- syn, að gert sé vel við þessa afkastamestu starfsstétt þjóðfé- lagsins, sem auk þess stundar Framhald á 3. síðu. Mendes-France Halldór Halldórsson, arkitekt, skrifar grein sem birt er á 7. síðu í dag um rentuna og n- hrif hennar á verðniyndunina í landinu. Sýnir Halldór fram á það ineð Ijósum rökum hve gífurlegan þátt hinir óeðiilega háu vextir sem hér er krafizt, eiga í dýrtíðinni og verðbólg- unni. Telur Halldór að miðað við heildartölur frainfærslu- kostnaðar sé hlutdeild rent- unnar í verðlagsinynduninni milli 25-40% af heildarverði, eða um þriðjungur framfærslu- kostnaðar. Eru lesendur blaðs- ins eindregið hvattir til að lesa þessa grein með athygli, því hún hefur mikinn fróðleik að geyma, er snertir þau inál sem nú eru efst á baugi. Mendes-France og Guy Mollet gera með sér bandalag Leggja til að næsta þing breyti kosninga- lögunum, síðan verði þing aftur rofið Þeir Pierre Mendes-France, varaforseti Róttæka flokks- ins franska, og Guy Mollet, leiötogi sósíaldemókrata, til- kynntu í gær aö flokkar þein’a myndu haía meö sér banda- lag í þingkosningunum 2. janúar. Þeir Mendés-Franee og Moll- et komu saman á fund árdegis í gær og gáfu út þessa til- kynningu að honum loknum. Bandalag flokka þeirra sem nefnist Lýðveldisfylkingin stendur opið öðrum flokkum, sem styðja vilja sameiginlega stefnuskrá sem þeir hafa gefið út. Helztu atriði hennar eru að þingið sem kjörið verður 2. janúar semji ný kosningalög, síðan verði það rofið og efnt til nýrra kosninga hið bi-áð- asta. Þeir Mollet og Mendés- France komu sér einnig saman um grundvöll að málefnasamn- ingi væntanlegrar ríkisstjórnar sem þeir munu mj nda ef banda lag þeirra fær þingmeirihluta. f yfirlýsingu þeirra er einn- ig ráðizt harðlega á Edgar Faure og stuðningsmenn hans, „mennina sem áttu sök á Dien- bienphu, óförum Frakka í N- Afríku og í utanríkismálum." Gerið skil fyrir selda miða — Takið miða til sölu — Skrifsiofur happdrættisins eru að Tjarnargötu 29 og Skélavörðjstig 19 Nú eru aðeins rúmar tvær vikur þar til dreg- ið verður í síðara sldptið í bílahappdrætti Þjóð- viljans. Það þýðir, að síðari sóknarlotan er haí'- |in af fullunr krafti. Fyrri áfanginn gekk ágætlega eins og áður Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. | hefur verið teltið fram, og sá árangur sýhir Fulltrúaráð verkalýösfélaganna á Akureyri gengst fyr- jokkur hversu mikla miiguleika við höfum tii að ir kynningu á verkum nóbelsverðlaunaskáldsins, Halldórs Laxness, á sunnudaginn kemur og veröur hún í sarnkomu- húsinu kl. 4 síödegis. Gísli Jónsson menntaskóla- cennari mun þar flytja erindi ím skáldið og verk hans. Jón 'íorðfjörð leikari stjómar flutn- ngi á kafla úr íslandsklukkunni, Jóhann Konráðsson syngur ljóð eftir skáldið. Þeir Guðmundur Gunnarsson, Kristján frá Djúpa- læk og Jónas Jónasson les upp úr verkum skáldsins. uá þeirri heildarútkomu, sem við þuríum á að jhaida til þess að Þjóðviljanum sé borgið næsta jár. Þjóðviljinn treystir því, að allir, sem bera hag hans fyrir brjósti, og vilja veg hans og gengi, taki nú þegar þátt í þessu síðasta átaki happdræfctismiðasölunnar. Þið, sem litið hafið aðhafzt, til þossa, dragið ekki undir neinum kringumstæðum að leggja höml á plóginn. Og þið, sem þegar hafið gerfe skil, skoðið hug ykkar vandlega um það, livorfe þið getið ekki gert ennþá betur. Peningar fyrir liappdrætti Þjóðviljans liggja. á lausu hjá fólki úti mn allt land. Það sýnip oltkur reynslan. Þeir peningar ern öruggari en í nokkrum banka, því að fólkið er sá eini banki, sem aldrei liefur brugðizt Þjóðviljanum. Við þurfum aðeins á góðu starfi að halda tii að (ætta le komi blaðinu til góða. Hjálpumst öll að þessu verki þemian hálfa mánuð sem eftir er uudir kjörorðinu: Ilapp- drættismiðarnir út til fólksins, peningarnir inn til blaðsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.