Þjóðviljinn - 09.12.1955, Síða 6
f?) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. desember 1955,
tllðeVIUINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn —
s. _______________________S
Landhelgin og
löndunarbannið
Þær fregnir, sem borizt hafa
undanfarið einkum frá París og
gegnum „Fishing News“, og
verið birtar hér í blaðinu, hafa
eðlilega vakið ugg með mönn-
um. Enn alvarlegar leit þó út,
er Morgunblaðið birti á forsíðu
fréttir um þetta undir fyrir-
sögninni ,,Sættir?“ Og nú verst
ríkisstjórnin ailra frétta á Al-
þingi um málið.
Það er því nauðsvnlegt að
iandsmenn séu betur á verði en
nokkm sinni fyrr í landhelgis-
rnálinu. Ríkisstjómin hefur
áður látið í veðri vaka að hún
sé reiðubúin að skjóta málinu
undir Haag-dómstólinn, en slíkt
nær vitanlega engri átt, því h§r
er um íslenzkt innanríkismál að
ræða, lögsögu yfir landgntnni
Islands. En skilyrði rikisstjórn-
arinnar fyrir slíku ólögiegu at-
hæfi hafa verið þau að brezka
auðvaldið aflétti löndunarbann-
inu.
En er oss íslendingum nokkur
bagur að því að Rretar afnemi
löndunarbannið ?
Vissulega var það meiningi
brezka auðvaldsins að beygja
oss með því banni Síór-Bret-
inn hélt að hann gæti leikið oss
eins og hann hefur leikið ýmsar
áðrar smáþjóðir, sem efnahags-
lega áttu undir hann að sækja.
En vopnin hafa snúizt í hendi
brezka auðvaldsins. Vér höfum
unnið úr togarafiskinum innan-
lands, gert úr honum marg-
falt meira verðmæti en ella,
tryggt atvinnu við það verk fyr-
ir mikinn fjölda fólks, sem ella
hefði skort atvinnu, — og get-
að selt allan þennan fisk og
þó meira væri. Valda þar
mestu um þau vinsamlegu við-
skiptasambönd, sem komizt
hafa á við Sovétríkin og önnur
alþýðuveldi.
Þeir íslenzkir aðiljar, sem nú
bafa mestan áhuga fvrir af-
námi löndunarbannsins, eru þeir
togaraeigendur, sem fengju þá
betri aðstöðu til gjaldeyris-
flótta, og þau yfirvöld, sem álíta
nauðsynlegt að koma hér á at-
vinnulevsi, til þess að þjarma
a.ð verkafólkinu og þrengja
kjör þess.
íslenzka þjóðin getur gjarn-
an lofað brezka auðvaldinu að
sitja við sitt löndunarbann þar
t. il brezk alþýða sjálf knýr
fram afnám þess. Vér Islend-
ingar ei.gum ekkert undir náð
Bretans, sakir þeirra öruggu
viðskipta í austurveg, sem nú
eru á komin.
En sízt af öllu kemur til mála
að á nokkum minnsta hátt sé
farið að draga úr sókn okkar
Isíendinga fram t.il víkkunar
friðunarlínunnar. En upn á síð-
kastið er það einmitt ríkis-
stjórnin, sem staðið hefur í vegi
fyrir þvi að kröfur fjölmargra
þingmanna um stækkun friðun-
arsvæðisins væru gerðar að lög-
um.
Friðrik Bjjarnason tónskáld
Einn af ágætustu listamönn-
um þjóðarinnar átti 75 ára af-
mæli hinn 27. nóv. siðastl. Það
var Friðrik Bjarnason, kennari,
organleikari, söngstjóri og tón-
skáld.
Hann fæddist í Götu á Stokks-
eyri 27. nóv. 1880. Faðir hans
var hinn kunni formaður og
organleikari Bjami Pálsson,
sem einnig var tónskáld. Var
hann bróðir ísólfs Pálssonar
tónskálds (föður dr. Páls ís-
ólfssonar) og Jóns Pálssonar
organleikara. Er ö)l sú ætt al-
kunn gáfu- og listamannaætt.
Friðrik missti ungur föður
sinn og varð snemma að sjá
fyrir sér sjálfur Efni skorti
til langskólanáms í þeim fræð-
um,. sem hugur hans stóð eink-
um til. En honum tókst að afla
sér kennaramenntunar og góðr-
ar undirstöðu í söng og organ-
leik. Varð hann fyrst kennari
austan fjalls, en síðar við
bamaskólann í Hafnarfirði.
Kenndi hann þar söng allan
og bráðlega einnig í Flensborg-
arskólanum, og var söngur all-
ur í þeim' skólum með miklum
ágætum, meðan hann kenndi
hann.
Friðrik, stofnaði karlakórinn
Þresti og stýrði honum meðan
heilsa leyfði. Einnig stofnaði
hann og stýrði um skeið
kvennakór, er nefndist Erlur.
Var söngstjórn hans mjög róm-
uð.
Þegar kirkjan (þjóðkirkjan)
var byggð í Hafnarfirði, gerðist
Friðrik þar organleikari og
hélt því starfi meðan heilsan
leyfði. Beitti hann sér fyrir
75 ára
því, að keypt var lítið, en mjög-
vandað pípuorgel til hennar.
Var það lengi notað þar, en nú
hefur verið fengið þangað mjög
fullkomið orgel.
Friðrik Bjarnason er einn
þeirra manna, sem alltaf eru
að læra og nema. Hann hef-
ur engu tækifæri sleppt til að
afla sér þekkingar og kunnáttu,
og áhugamál hans eru mörg
og fjöibreytt. En mesta áhuga-
mál hans er þó sönglistin, og
þar hefur honum tekizt að
afla sér óvenju yfirgripsmikill-
ar menntunar og staðgóðrar að
sama skapi. í organleik náði
hann mikilli fullkomnun, og
sem söngstjóri 'var hann frá-
bær. Hann var mjög vandlát-
ur og kröfuharður við sjálfan
sig, og hann ætlaðist jafnan
til hins sama af öðrum. Hann
héfir líka notið óskoraðs
trausts og virðingar allra, sem
nokkuð hafa kynnzt honum og
störfum hans.
Friðrik starfaði einnig að út-
gáfu söngmálablaðsins Heimis
ásamt þeim Sigfúsi Einarssyni
tónskáldi og dr. Páli ísólfs-
syni.
En það, sem óefað mun
halda nafni Friðriks Bjarna-
sonar lengst á lofti, eru hin
fjölmörgu sönglög hans. Hann
er afkastamikið tónskáld. Mikið
a? tónverkum hans er enn í
handritum, en mikill fjöldi laga
hans hefur náð útbreiðslu og
ákaflega miklum vinsældum.
í tónverkum Friðriks koma
allir hinir miklu kostir hans
fram: ást hans á listinni,
hæverska hans, virðing hans
fyrir þeim, sem eiga að njóta
listarinnar, takmarkalaus vand-
virkni, samvizkusemi og strang-
leiki við sjálfan sig, mikil og
óvenjugóð kunnátta og framúr-
skarandi ljós hugsun, næm til-
finning fyrir „stemningu" Ijóðs-
ins og hæfileiki til að túlka
hana með einföldum laglínum,
sem á augabragði ná tökum á
sál hvers sæmilega söngvins
manns, já hvers barns svo að
segja. Lög hans eru flest mjög
alþýðleg i bezta skilningi, ein-
föld, en jafnframt unaðsfögur.
Raddsetning er mjög vönduð
og smekkvísleg, sumstaðar
snilldarleg, en yfirleitt mjög
aðgengileg allri alþýðu manna.
Mörg þessara laga eru sann-
kallaðir dýrgripir og sum ó-
dauðlegar perlur, sem munu
lifa, meðan íslenzk tunga syng-
ur íslenzk ljóð með íslenzku
lagi: Skal cg nefna til dæmis:
„í Hlíðarendakoti", „Hafið
bláa“, „Ðjúpt í hafi“, „Á fjöll-
um friður", „Haust er á heið-
um“, „Rigning", „Haínarfjörð-
ur“, „Við skulum ekki . hafa
hátt“, „Hóladans“ og fjölmörg
önnur slík.
Ég er ekki viss um að Is-
lendingum sé það öllum ljóst,
hvílík ómetanleg verðmæti
þessi stórgáfaði og menntaði,
kyrrláti listamaður hefur gefið
þjóðinni — verðmæti, sem
þjóðin getur sannarlega verið
stolt af að eiga.
Það má vel segja, að þessi
fögru og djúpu lög séu fyrst
og fremst spegilmynd af per-
sónuleika Friðriks. B.jarnasonar,
en þau eru engu síður spegil-
nriypd af anda íslenzkrar al-
þýðu. Höfundur þeirra er upp-
runninn úr skauti íslenzku al-
þýðunnar og finnur sig jafnan
sem slíkan. Lögin hans eru
líka rammíslenzk í anda, og
þó hefur höfundurinn ekki gert
neitt til þess, að þau skuli
sýnast íslenzk, en þau eru
það samt.
Friðrik Bjarnason er óvenju
víðlesinn maður og sannkall-
aður fræðasjór, víðsýnn og'
frjálslyndur í skoðunum, en
hlédrægur að eðlisfari. Það er
sannkölluð hátíð fyrir vini hans
að hitta hann og ræða við hann
sameiginleg áhugamál. Á þess-
um tímamótum munu fjölmarg-
ir senda honum hlýjar og þakk-
látar hugsanir og óska honum
friðsæls, bjarts og fagurs ævi-
kvölds. Ekki sízt munu.bömin
hugsa hlýtt til hans, en þau
eiga honum að þakka ótölulega
margar yndisstundir.
Undirritaður hefur þekkt
Friðrik um nær hálfrar aldar
skeið, og hefur virðing hans
fyrir honum og aðdáun á list
hans farið sivaxandi með ár-
unum.
Þökk fyrir allt, kæri vinur.
Hamingja og heiður sé jafnan
með þér og þínum.
Áskell Snorrason
HANNESPETURSSON
KVÆÐA
Höfundurinn
er nímlega
tvítugur, og
þetta er fyrsta
bók hans, en
kvæði eftir
hann hafa
birzt í tímarit-
um og í
Ljóðum ungra
skálda 1954.
Hafa menn
sjaldan verið
eins samdóma um afburða hæfileika
ungs skálds — og hið óvenjulega
hefur gerzt, að útgefendur hafa
keppzt um aö fá þessa fyrstu bók
hans til útgáfu. Hannes velur sér
fjölbreytt yrkisefni, m.a. úr sögu
fslands, viðhorf hans eru frumleg
og málfarið á kvæðunum mjúktTog
fagurt. Kvæðabók Hannesar Péturs-
sonar er ungu kynslóöinni til
vegsauka og útkoma hennar merkur
viðburður í íslenzkri ljóðagerð.
Kemur i hókaverzlanir i dag!
Heimskringla