Þjóðviljinn - 15.12.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.12.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. desember 1955 f------------------------N iiiðmnuiNN tjtgefandi: Sameiningarflckkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — <________________________/ 40árafordæmi Það var rifjað upp á Dags- brúnarfundinum á mánudag að fyrir réttum 40 árum buðu verk- lýðssamtökin í Reykjavík fram til bæjarstjórnarkosninga og fengu kjörna alla þá fulltrúa sem þau buðu fram. Sömu sögu er að segja um fleiri staði, t.d. Hafnarfjörð; einnig þar stóð verklýðsfélagið sjálft að fyrstu stjórnmálaframboðum alþýðunn- ar. Verkafóik gerði sér þá þegar ljóst að kjarabaráttan yrði einn- ig að vera pólitísk; alþýðan yrði að tryggja sér ráðin í bæjar- stjórnum, á alþingi og í ríkis- stjórn ef fullur árangur ætti að nást í baráttunni fyrir betra lífi. Þróunin varð síðan sú að al- þýðusamtökin og Alþýðuflokkur- inn urðu eitt um skeið, faglega baráttan og stjómmálabaráttan voru eitt og sama skipulags- kerfið. En þetta fyrirkomulag varð smátt og smátt úrelt — sökum þess að Alþýðuflokkur- inn megnaði ekki að koma fram sem pólitiskur fulltrúi verklýðs- samtakanna í heild. Þegar verklýðssamtökin voru leyst undan yfirdrottnun Al— þýðuflokksins, reyndu ýmsir að túlka það sem sönnun þess að Alþýðusamband íslands ætti ekki að skipta sér af stjórnmál- um. Hafa auðstéttarfulltrúar auðvitað hampað þeirri skoðun í tíma og ótíma, en það er kyn- legt að heyra hana einnig af vörum sumra leiðtoga Alþýðu- flokksins, þeirra manna sem um skeið vildu einir drottna yfir stjórnmálabaráttu verkamanna. En auðvitað er þessi skoðun al- röng; það er ekki minni ástæða nú en fyrir 40 árum fyrir verka- fólk að tryggja stjómmálavöld sín, aðeins þarf að finna aðr- ar og betri leiðir en þær sem fólust í stjórnmálaeinræði Al- þýðuflokksins. Og þær leiðir eru hvorki flóknar né dularfullar; þær fel- ast í því að stjórnmálaflokkar þeir sem alþýðan hefur stofnað vinni saman að málefnum þeim sem verkíýðssamtökin berjlast fyrir. Ágreiningur um málefni þessi ætti ekki að þurfa að verða til fyrirstöðu, því ekki hef- ur stefnuyfirlýsingu Alþýðusam- bands íslands verið mótmælt í einu atriði. Alþýðusamband fs- lands hefur nú hafið sókn til að tryggja vinstri samvinnu og víða í bæjarstjórnum hefur hún verið reynd um skeið með góð- um árangri. Þetta frumkvæði Alþýðusambandsins hefur feng- ið einróma undirtektir verka- fólks um land allt, en nú þarf enn að herða sóknina. Það reyn- ir á það næstu vikurnar hvort unnt verður að mynda vinstri stjórn. Torfæran er aðeins persónulegir hleypidómar vissra stjórnmálaleiðtoga eða annarleg sjónarmið, fjarskyld hagsmun- um verklýðshreyfingarinnar. En það er ekki rangsnúin af- staða þessara manna sem úrslit- um ræður, heldur vilji og at- hafnir fólksins sjálfs. Ef alþýðah skipar sér undir merki einingar- innar bíða hennar miklir stjórn- málasigrar á sama hátt og fyrir árum. Sameiginlegar ályktunartiUögur Guðmundar Vigfússonar, Alfreðs Gíslasonar, Gils Guðmundssonar, Inga R. Helga> sonar, Petrínu Jakobsson og Þóröar Björnssonar um íbúðabyggingar, virkjun Efri-fossa, verkamannahús, skóla- byggingar, leikvelli, biðskýli, tómstundaheimili, hags- munamól úthverfanna, rekstur bœjarins o.fl. Fulltrúi hægri krata neitaði samstarfi og stendur einangraður! Sex bæjarfulltrúar minniMutaflokkanna, Guömundur Vigfússon, AlfreÖ Gíslason, Gils Guðmundsson, Ingi R. Helgason, Petrína Jakobsson og Þóröur Björnsson hafa lagt fram sameiginlegar ályktunartillögur í sambandi við fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1956. Veröa þær til um- ræöu og afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í dag samhliöa fjárhagsáætluninni, en viö hana flytja allir bæjarfulltrú- ar minnihlutans saineiginlegar breytingartillögur, eins og greint er frá á öðrum staö í Heildarsamkomulag um á- IyktunartiIIögurnar strandaði á Magnúsi Ástmarssyni, full- trúa hægri mannanna í Al- þýðuflokknum, sem ekki mun þó mæta á bæjarstjórnarfund- inum í dag heldur láta vara- mann sinn Óskar Hallgríms- son taka sæti! Man þessi af- staða Magnúsar og ofstækis- fyllstu hægri klíkunnar mæl- ast illa fyrir meðal Alþýðu- flokksmanna almennt, enda árangurinn sá einn að fulltrúi hægri manna stendur einangr- aður vegna þessarar augljósu þjónustusemi við íhaldið. Ályktunartillögur sósíalista, vinstri jafnaðarmanna, Þjóð- varnar og Framsóknar fara hér á eftir: Hukmar íbúðabyggmgar* — Samkeppni um ieikningar Bæjarstjórnin ákveður að hefja á árinu 1956 byggingu 150 íbúða í sambýlishúsum til viðbótar við þær íbúðabygg- ingar sem þegar eru sam- þykktar, og heimilar 20 millj. kr. lántöku í því skyni. Vill bæjarstjóm með þessari á- kvörðun hraða útrýmingu her- skálaibúða og annars lieilsu- spiliatUdi húsnæðis og, leggur áherzlu á að framkvæmdum verði hraðað svo sem kostur er á. Bæjarstjórnin ákveður að láta fara fram samkeppni um teikningar að íbúðum þessum og skipulagi umhverfis þær. Verkamannahús við Heykj'avíkurhöfn Bæjarstjórnin ítrekar fyrri samþykkt sína um að láta reisa verkamannahús við Reykjavíkurhöfn og ákveður að hefja framkvæmdir á næsta vori og hraða þeim svo sem unnt er. Vill hæjar- stjórn hafa sem nánast sam- starf við Verkamannafélagið Dagsbrún um allt er snertir undirbúning og fyrirkomulag byggingarinnar. Leggur bæj- arstjórn áherzlu á, að hið fyrirhugaða verkamannahús fullnægi sem hezt óskum og þörfum verkamanna um þjón- ustu og fyrirgreiðslu alla, og telur eðlilegt að í því verði m.a. ráðningarstofu ætlað hæfilegt húsrými og starfs- skilyrði. Ikn fil virkj'unar Efri-fossa Bæjarstjórnin lítur svo á að ekki megi lengur dragast út- blaðinu. vegun lánsfjár til virkjunar Efri-fossa í Sogi, þannig að framkvæmdir geti hafizt strax í vor og verði lokið eigi síðar en 1959. Að öðrum kosti er fyrirsjáanlegur almennur skortur á rafmagni, sem ekki verður mætt nema með hinni óhagkvæmu og dýru fram- leiðslu Toppstöðvarinnar við Elliðaár. Telur bæjarstjórn rétt að stjóm Sogsvirkjunar- innar fái sjálf heimild til láns- fjáröflunar til virkjunarfram- kvæmdanna. Skipulagsmál — Sfað- sefning ráðhúss Bæjarstjóm Reykjavíkur telur óhjákvæmilegt, að tekin verði hið fyrsta endanleg á- kvörðun um framtíðarskipu- Iag miðbæjarins og felur hæj- arráði að undirbúa það mál og leggja fyrir bæjarstjóm á þessum vetri. Þá vill bæjarstjóm henda á, að endanlega er ekki unnt að ganga frá skipulagi miðbæjar- ins, fyrr en væntanlegu ráð- húsi hefur verið valinn stað- ur. Er því bæjarráði einnig falið að athuga og gera til- lögu um staðsetningu ráðhúss, áður en fyrrgreind skipulags- mál verða til lykta leidd. Biðskýli og sölufurnax Bæjarstjórnin leggur á- herzlu á, að biðskýlum á við- komustöðum strætisvagna verði fjölgað að mun fyrir næsta haust. Ennfremur sam- þykkir hæjarstjóm, að þar sem henta þykir, skuli í sam- bandi við biðskýlin byggðar litlar sölubúðir (söluturnar) sem bærinn síðan leigi út til ákveðins tíma í senn, og skulu fatlaðir rnenn ganga þar fyrir öðrum. Felur bæjar- stjórn bæjarráði og borgar- stjóra að hefja þegar undir- búning þessara framkvæmda. FéSags- @g tómsfunda- heimili í úfhveríum Bæjarstjórn álítur, að ekki megi dragast lengur, að bær- inn hefjist handa um bygg- ingu félags- og tómstunda- heimila í úthverfum bæjarins, sem gætu orðið einskonar mið- stöðvar fyrir félags-, memiing- ar- og skemmtanalíf úthverfa- húa, og felur borgarstjóra og bæjarráði að hef ja þegar nauð- synlegan undirbúning og framkvæmdir. Skólabyggingar Bæjarstjórnin felur bæjar- ráði og fræðsluráði að hlut- ast til um að á næsta fjár- hagsári verði hafnar fram- kvæmdir við a. m. k. einn nýjan bamaskóla, auk skól- ans í smáíbúðahverfinu, sem nýbyrjað er á. Þá telur hæj- arstjóra að ekki megi lengur dragast að undirbúnar séu framkvæmdir í því skyni að sjá gagnfræðaskólanemendum í bænum fyrir fullkomnu skólahúsnæði og felur við- komandi aðilum einnig undir- búning þess. Leikvellir Bæjarstjórnin telur hrýna nauðsyn til bera, ekki sízt vegna hraðvaxandi bílaum- ferðar og slysahættu, að framkvæmdir verði stórlega auknar á næsta fjárhagsári við gerð nýrra leikvalla. Er leikvallanefnd falið að vinna að þeim málum og sjá um framkvæmd þeirra. Jafnframt leggur bæjarstjóm áherzlu á, að nauðsynlegar umbætur séu framkvæmdar á þeim leikvöll- um sem fyrir eru, einkum að því er snertir girðingu vall- anna, fjölbreyttari leiktæki og aukna gæzlu. Hagsmunamál úthverí- anna Bæjarstjórnin leggur áherzlu á, að framkvæmdum í út- hverfum bæjarins verði hrað- að eftir föngum, svo að séð verði sómasamlega fyrir þörf- um íbúanna þar og kröfum þeirra fullnægt í samgöngu-, heilbrigðis- og menningarmál- um. Telur bæjarstjóm að leggja þurfi sérstaka áherzlu á að hraða gatna- og leikvallagerð í úthverfunum og bæta vem- lega götulýsingu þar frá því sem nú er. tJtsvör lækki á lágiekium Bæjarstjórnin beinir því til niðurjöfnunamefndar, að gæta þess við ákvörðun útsvars- stiga á árinu 1956 að útsvör láglaunamanna og manna með miðlungstekjur lækki verulega frá því sem verið hefur. Þá telur bæjarstjóm að ekki beri að leggja á tekjur einhleyp- inga sem hafa undir 20 þús- und króna árstekjur né tekjur fjölskyldumanna undir 30 þúsund krónum. Ennfremur að taka skuli tillit til húsa- leigugreiðslu manna við á- kvörðun útsvarsins. Endurfeæfur á rekstrs S.V.B. Með því að sýnt er, að á þessu ári verður vcrulegur halli á rekstri Strætisvagna Reykjavíkur og gert er ráð fyrir auknum rekstrarhalla hjá fyrirtækinu á næsta ári, telur bæjarstjóra rétt og skylt að láta fram fara athugun á öllum rekstri fyrirtækisins og ályktar að kjósa fimm manna nefnd, einn frá hverjum stjórnmálaflokki, í því skyni. Felur bæjarstjóm nefndinni að taka sérstaklega til athug- unar hvort ekki yrði hag- kvæmt að S.V.R. kæmu upp fullkomnu viðgerðarverkstæði annaðhvort einir eða í sam- vinnu við önnur bæjarfyrir- tæki, svo og eigin verkstæði til yfirbygginga, Nýlr tekfustofnar Bæjarstjórn Reykjavíkur vill vekja athygli stjómar- valdanna á þeirri staðrejmd, að úrgjaldabyrði bæjar- og sveitarfélaga hefur á síðari ámm verið þyngd í sífellu, án þess að þeim hafi, nokkuð sem nemur, verið séð fyrir nýjum tekjustofnum til að mæta útgjöldunum. Eru þvi útsvörin svo að segja einu tekjur hæjar- og sveitarfélag- anna, en takmörk fyrir þvi hvað unnt er að leggja á al- menning með þeim hætti. Bæj- arstjórnin telur því óhjá- kvæmilegt, að bæjarfélögunum séu skapaðir nýir tekjuöflun- armöguleikar, er létt geti út- svarsbyrðamar og skorar á Alþingi að finna hið fyrsta leiðir að því marki. Viitnuaflið fil fram- leiðslusiarfa Bæjarstjóm ályktar að fela stjórn Ráðningarstofu og hag- fræðingi bæjarins að afla upp- lýsinga bæði um hve margir Reykvíkingar starfa nú við framkvæmdir hins erlenda her liðs og vinna önnur störf í þágu þess svo og hve margir em á framfæri þeirra. Enn- fremur að" gera tillögur til bæjarstjórnar um hverjar ráð- stafanir séu tiltækastar fyrir bæjaryfirvöldin til að t.ryggja þessum Reykvíkingum næga atvinnu við framleiðslustörf. tlfboð á feenzíni og oliu Bæjarstjórnin ályktar að fela bæjarráði að láta rann- saka hver er heildarbenzín- og olíunotkun Reykjavíkur- bæjar og láta síðan fara fram opinbert útboð á öllu benzíni og allri olíu, sem bærinn þarf að kaupa. Felur bæjarstjóm bæjarráði að ákveða nánari tilhögun útboðsins. Hsgkvœmari reksiur bæjas ©g bæjarstofnana Vegna þeirra stórfelldu hækkana sem verða á rekst- ursreikningum bæjarsjóðs og bæjarstofnana frá ári til árs, og með tilliti til þess, að lagt er til að útsvör bæjarbúa hækki á næsta ári um liðlega 40%, þykir bæjarstjórninni sjálfsagt og eðlilegt að allt rekstursfyrirkomulag bæjar- Frh á 10 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.