Þjóðviljinn - 15.12.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.12.1955, Síða 7
Fimmtudagur 15. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Rínnur á okkar öld Nú dregur til mikilla tíðinda hér á fslandi. í stjórnarfari og atvinnuhátt- um er von stórra hluta, og verður svo að vera ef hér á að haldast sjálfstætt ríki fram- vegis. Alþýða manna er nú að vitkast og sér glóra í gegnum svik þeirra sem ráðið hafa málum hennar til óheilla. Út- smognir menn hafa sogið þrótt- inn úr starfsgreinum okkar og menningu. Með vesældarlegum kennslubókum, óþokkablöðum og lævísum áróðri hafa svo- nefndir menningarfrömuðir af- mannað fólk begar í æsku og búið þannig í haginn fyrir þá sem lifa á heimsku annarra. Hersetan verður háskalegri en fyrr þegar til starfs er kom- in sú kynslóð, sem alizt hefur upp í herþjáðu landi. Sveitamenningin forna er bú- in að vera og kemur ekki aftur sem slík. Borgmenning er hér þroska- laus enn og mest hermisiðir. Erlend áhrif berast hingað of ört til þess að samræmast þeim þörfum og háttum sem fyrir eru. Enginn heilvita maður óskar þó afturhvarfs til þess er var, enda leitt að lirökklast á flótta úr nútíð til fortíðar. En hvert stefnir? Sjálfstæði íslendinga byggist ekki á sérlund og einangrun. Við verðum að læra störf og menningarhætti nútímans. En við eigum að miða allt við okkar eigin menningu, Þessu fylgir nokkur fastheldni á forn- ar venjur, oft meiri en hag- kvæmt virðist frá sjónarhóli þess manns er allt miðar við ábata sinn. Við eigum allrífleg- an menningararf, sem gerir kröfur til okkar, en er ekki einungis eyðslufé. Þessum arfi má ekki sóa og hann má ekki grafa í jörð til geymslu. Ég ætla ekki að gera hér skrá yfir þessar eignir, en mun ræða nánar um þann hlutann sem verðmætastur er. íslenzkt mál er að mestu sama mál og talað var um mikinn hluta Norður-Evrópu fyrir þúsund árum. Mál þetta er hart og þróttmikið en þó furðu sveigjanlegt. Eitt aðalein- kenni íslenzkunnar er að á- herzla er jafnan á fyrsta at- kvæði orðs. Þetta hefur ruglazt nokkuð hjá síðustu kynslóðum vegna áhrifa frá öðrum málum og þó e. t. v. mest vegna ijóðagerðar sem er mjög sniðin eftir Ijóðum þeirra þjóða er tala mál sem fylgja öðrum lögum í áherzlum. Málníðsla í söng hefur orðið drjúg til ó- heilla í þessu efni. Þetta má sanna með rökum, en yrði of langt mál að sinni. fslenzk ljóðagerð hefur jafn- an verið bundin stuðlum og eflaust eru það stuðlarnir sem hafa mest og bezt dugað tung- unni í iífsbaráttu hennar. Án’ stuðla verður íslenzkan fljót að missa þrótt sinn og hljóm.'' Það er öruggt. Ef spurt ev um rök má benda á Norðmenn og Dani, hversu þeir hafa týnt sínu máli og fengið ann- að í staðinn. Ljóðagerð íslendinga til forna var meir byggð á stuðl- um en rími. Síðar voru það einkum rímurnar sem héldu við stuðlastyrk málsins og skil- uðu því furðuhreinu til okkar sem nú lifum. En hvað gerum við? Margar undraverur sveima nú í menningu landsins. Ein furðan vill allt í fomum skorð- um og ekkert læra. Önnur kýs feigð á allt sem ber þjóðleg- an svip. Eins eru á ferli fáránlegar þokusálir og mega sín oft býsna mikils — þekktastar undir nafninu bókmenntaráðu- nautar. Hér verða ekki sagðar þær draugasögur sem hafa gerzt af vofum ódauðra manna en vafa- laust safnar tinhver þeim fróðleik. Og nú er spurt: verður leið- sögn þessara manna, með til- styrk blaða og tímarita, holl- ari en vegvísun rímna og sagna fyr? Er mál á venjulegu skemmti- efni nútímans hreinna og þrótt- meira en rímna- og sögumál var? Eru skólabækur okkar á glæsilegra máli en lögbækur og postillur áður — Jónsbæk- urnar? Svona má lengi spyrja og væri fróðlegt að gera greini- legan samanburð af sanngirni. En útkoman yrði neikvæð — og er sú þjóð illa stödd sem svo fer með sín verðmæti. Margt hefur verið lagað í mál- fari, fáir eru nú hljóðvilltir og málvillur ýmsar nær horfnar en reyndar aðrar komnar í staðinn. En málið er allt miklu smáleitara og veigaminna en var og veikara fyrir öllum annar- legum áhrifum. R tregcrniótum Ólafur Jóhann Sigurðs- son: Á Vegamótum. Sög- ur. Heimskringla, Rvík. Ólafur Jóhann Sigurðsson stendur ekki á neinum vega- mótum þó sögur hans heiti svo. Hann er löngu kominn inn á þann veg sem hann er líldeg- ur til að ganga sem rithöfund- ur: Hann hefur tileinkað sér fagran hnökralausan stíl með vönduðu orðavali sem unun er að lesa. Ef til vill má segja að stíll hans hæfi enn betur löngum skáldsögum en stutt- um sögum þar sem gæta þarf ýtrasta sparnaðar með orð. Þó er höfundur fullkomiega laus við málalengingar. Hann legg- ur bara minna upp úr að segja frá atburðum með stuttum markhæfum lýsingum en að skapa andrúmsloft sem gerir söguna eftirtektarverða og oft ógleymanlega. Ólafur Jóhann byrjaði mjög ungur að skrifa fyrir böm, og enn er honum einkar hugieikið að skrifa um ungmenni, þó síð- ari sögur hans um þau búi yfir hugsunum sem varða fullorðið fólk og vekja áhuga þess eigi síður en barna. Hofundur skilur og lýsir vel því sálarástandi sem ungmenni komast í þegar þau, fyrir fram- andi áhrif, verða afhuga þeim verðmætum sem ímyndunarafl þeirra og umhverfi hafa skap- að. Þau taka að haga sér eins og kjánar af því rót vöku- drauma þeirra hefur slitnað í átökunum við hið nýja, án þess nokkur kjölfesta fylgi. í sögunni Trufl er þetta efnið og meistaralega með það farið. í fyrstu sögunni: Gömul frá- sögn, víkur hann einnig að þessu, þó sú saga sé marg- þættari að innihaldi og gerð. Einna lökust þykir mér sag- an Bruni þó margt sé býsna skringilegt í henni og skemmti- legt. Aftur á móti er Hvolpur meðal uppáhaldssagna minna. Gamansemin, blæbrigðin og lýsingarnar, allt er þetta svo ósvikið að lesandinn sér ekki aðeins fyrir sér höfundinn, hvolpinn, sumarbústað og vatn heldur marga hluti aðra leynda og fróðlega. Þó Ólafur Jóhann Sigurðsson að líkindum leggi meiri áherzlu á samningu langra skáldsagna vona ég að hann afræki ekki með öllu hina styttri þætti, eins vel og honum lætur að semja þá. Hd. St. Almenn skólafræðsla er nauðsynleg en ekki einhlít í þessu efni. Þróttmikií alþýðu- menntun er undirstaða sjálf- stæðrar málþróunar. Virðing fyrir menningu fyrri tíma er megin einkenni menntunar og þroska. íslendingar eru einir um að yrkja stuðluð Ijóð, að heita má. Með stuðlunum stendur og fellur mál okkar sem slíkt. Sagt hefur verið að við getum verið án stuðlaðra ljóða um skeið, og á víst að skilja það svo að þeir yrðu síðan teknir í notkun aftur þegar þurfa þætti. Þetta er meinleg firra, því glötuð mál hafa aldrei lifnað aftur og málsérkenni verða að nemast í æsku á eðlilegan hátt en ekki er hægt að troða slíku í fólk á skólabekk, þó þar megi bæta um. íslenzkt mál er allfrægt og þó fremur líf þess og saga en orðin sjálf, því þau skilja fáir aðrir en íslendingar. Bók- menntir þjóðarinnar eru fræg- ar um heim allan, fornar og nýjar og hefur drjúgum bætzt þar á í haust. Það er því víst að okkar skömm verður uppi meðan heimur stendur ef við glötum máli okkar eða ónýtum það. Allt það sem treystir og styrkir málið eigum við að hafa í heiðri, annars er okkar heiður úr sögunni. Hnitmiðuð vísa, íslenzk, er mjög listrænt ljóðíorm og kröfufrekt. Þar má engu muna ef vel á að fara. Þannig er stakan sé hún góð og gild. ’Ekki er sanngjarnt að gera slíkar nákvæmnikröfur til heilla rímna eða ljóðaflokka, heildarsvipur og eínismeðferð móta þar kröfumar og eru þær harðar samt. Víðtæk menntun og listþekking heimt- ar fágun og þroska lausavís- um’ og rímum til handa og allri Ijóðagerð. En meðan ís- lendingar kunna að yrkja snjallar stökur og góðar rím- ur í ljósi þjóðlegrar menning- ar og við hæfi samtíðar sinnar, meðan svo fer fram er íslenzk tunga í engri hættu; hafið það til marks. Enn skapast fágað- ar vísnaperlur og hressilegar rímur þrátt fyrir lágkúruleg- an atómáróður og allskonar flatmennsku, sem auðlærð er. Rímur gegna ekki nú sama hlutverki og áður, en hafa þó mikla þýðingu til málvarnar og náms í rökréttri hugsun. Fjöldi fólks hefur gaman af slikum kveðskap þegar vél tekst. Að vísu eru til þeir menn — og þar á meðal pró- fessorar og doktorar :— sem halda að rímur séu aðeins fornmenjar og þá einkum til atvinnubóta fyrir gamla fræði- menn í hjáverkum. Nauðsynjar vegna er nú stofnað til útgáfu á sýnisbólc rímna frá okkar öld. Þetta verður allstór bók og mun * koma út á næsta ári — þjóð- legri nútímalist til ávinnings en gervilýð til hrellingar, Enn er tími til að senda efni í bókina, til Sveinbjarnar Ben- teinssonar Draghálsi Borgai* Framh. á 10. síðu Til fiskiveiða fóru TIL FISKIVEEDA FÓRU Endunninningar Geirs Sigurðssonar skipstjóra. Thorolf Smith skrásetti. Bókaútgáfan Setberg, Reykjavik 1955. Ég hygg að vandfundinn sé hérlendur maður, sem meiri vinsælda nýtur en Geir skip- stjóri Sigurðsson. Ber þar margt til, gáfur, góðvild í garð alls lifandi, víðsýni og trygg- lyndi svo af ber. Get ég manna bezt borið um það, því að Geir hef ég þekkt og fólk hans frá því að ég man fyrst eftir mér. Aldrei hef ég fyrirhitt mann, sem bar kala til Geirs, enda þori ég að fullyrða að hann hafi aldrei gert vísvitandi á hluta nokkurs manns. — Geir hefur átt heima í Reykja- vík um sjö áratugi og lagt drýgri skerf en margan grunar til þeirra miklu framfara, sem hér hafa orðið síðan um alda- . mót. Þýðingarlaust verk yrði | að reyna að telja það upp. Nokkru kynnist maður í þess- • ari bók, en af hæversku sinni 1 og lítillæti gerir Geir allt of ; lítið úr því. Ef ég ætti að finna '] að bókinni, myndi mér helzt J detta i hug að bera Geir þeim | sökum, að hann hafi ranglega J dregið úr hlut sínum og látið | meðfædda hæversku sitja í| fyrirrúmi fyrir því, sem satt C var og rétt. En svona er nú ) einmitt Geir Sigurðsson, hlé- 9 drægur um eigin hag, en vill að öðrum sé gefin sæmdin. Það er aðalsmerki góðra manna. — Bók þessi er að vísu ævisaga Geirs, en hún er jafnframt þróunarsaga Rejdcjavíkur, eink- um þó sjávarútvegsins. Geir lýsir skútuöldinni, skipum og sjómennsku þeirra tíma. Það hafa margir gert á undan hon- um, en fáum tekizt betur að draga upp stuttar en skýrar myndir af þessu merkilega tímabili í sögu sjávarútvegsins, þess sem var fordyri að stór- virkum atferðum nútímans. Auk þess bregður Geir upp myndum af ýmsum öðrum at- burðum, bæði gleðilegum og dapurlegum. Til dæmis hygg ég að enginn hafi betur lýst strandi Ingvars við Viðeyjar- tanga í mannskaðaveðrinu mikla 7. apríl 1906. Hafði hann einnig forustu í tilraunum þeim, sem gerðar voru til þess að bjarga skipbrotsmöhnum, enda þótt árangurslaust reynd- ist. Ýmsum merkum mönnum, sem markað hafa spor í sögu þjóðarinnar, lýsir Geir og af- skiptum þeirra af málum: Tryggva gamla Gunnarssyni, Hannesi Hafstein, Guðmundi Björnsson landlækni, Einari Bcnediktssyni, Magnúsi Sig- urðssyni bankastjóra og Knud Zimsen borgarstjóra, svo að nokkrir séu taldir. Eru þær lýs- ingar fróðlegar þótt stuttar séu. Einstaka smávillur hafa slæðst inn í bókina, sem ekki skipta neinu máli, en eina vil ég þó leiðrétta hér. Böðvar, faðir Haralds útgerðarmanns á Akra- nesi, var ekki Haraldsson eina og sagt er á bls. 42, heldur Þorvaldsson. Það er gott verk, er Thorolf Smith blaðamaður tók sér fyrir hendur að skrásetja endur- minningar þessa ágætismanns, Sjálfur hefði Geir getað það, en til þess var hæverska hans of mikil, að rita sjálfssögu. Thorolf hefur tekizt ýerkið vel. Málið, hvort sem það' er Thorolfs eða Geirs, er lipurt og látlaust og frásagnarstíll létt- ur. Kýnni Geirs kemur þar fram, samúð hans með mann- fólkinu og ekki hvað sízt fram- farahugur hans og lileypidóma- leysi. — Formála sínum fyrir þessari ágætu bók lýkur Thor- olf með þessum orðum: — „Gigtin er slæm í dag“ segir Geir, „en þegar ég kemst í gang er ég ágætur.“ — Kerl- ing Elli hefur ekki bugað hug þessa síunga drengskapar- manns. Yfir andliti hans er heiði og rósemi hins sterka manns, — hugurinn leitar enn út á yztu mið og augu hans eru enn skörp og snör, — blá- grá eins og hafið, sem vaggaði honum forðum. — Enn er hann þrunginn hinni fornu frásagar- gleði, — enn er hann hinn gamli raconteur, sem gleður mann með hrifandi sögum og kýmilegum atvikum liðinna daga, —■ og enn gleymir mað- ur stund og stað í návist hans.“ Á þann veg er bókin sjálf. Hendrik Ottósson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.