Þjóðviljinn - 24.12.1955, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Síða 9
Laugardagiir 24. desember 1955 —•. ÞJÓÐVILJINN — (9 Það vakti ekki mikla at- hygli í önnumköfnu síldar- þorpf, þegar spurðist lát gam- allar konu einn sólskinsdag í sumar. — Fram í þorpinu blöktu fjórir fánar í hægum sunnan- þeynum ofan við skarkala þorpsins og runnu saman við bláan fjallgarðinn út með ströndinni. — En fannhvít sildarskipin ösl- uðu inn á höfnina. — Það var ys og þys á öllum síldarplön- um. — Og verksmiðjan spúði hvítum reykjarmökkum yfir þorpið — það var sannarlega mikið að gera. — — Enginn virtist hugsa um þessa gömlu bóndakonu, er var horfin af sjónarsviðinu. — En mitt í þrotlausu erf- íði sólarhringanna leitar þó hugurinn til Laugu gömlu. — Maður er kannski að velta síldartunnu og allt í einu skýtur minningin upp kollinum og þetta er í fyrstu veikur ómur, en hann verður sterkari og sterkari og að lok- um situr eftir lilý minning um gamla konu, er átti gott hjartalag. — — Það var sama þrotlausa erfiðið, viku seinna, þegar gamla konan var borin til grafar. — — Mér er þó ekki grunlaust um, að gamla konan hafi ylj- að fleirum, með sinni hóg- væru og hiýju minningu, þar eð þorpskirkjan var þétt skip- uð fólki, þreyttu og syfjuðu fólki, sem sat stirt og dofið á kirkjubekkjunum, eftir erf- iði og vökur undanfarna sól- arhringa. — Allir vildu kveðja þessa gömlu konu hinztu kveðju.— Þó var þetta aðeins gömul sveitakona, án tignar, auðs og metorða, en hún var búin svo sönnum mannkostum — tryggðin, góðvildin og hjálp- semin í garð náunga síns og það er kannski vegna þess, að maður vill ekki gleyma Laugu gömlu. — — Kristlaug Guðjónsdóttir var fædd 24 maí 1872 að Sult- um í Kelduhverfi. — — Foreldrar hennar voru Þorbjörg Sigmundsdóttir og Guðjón Jóhannesson, bæði ætt- uð innan úr Aðaldal og Reykjahverfi — suðurþing- eyskur uppruni. — — Kristlaug var næst yngst þeirra systkina en önnur voru Kristín gift Guðmundi H. Guð- mundssyni, bjuggu lengstum í Kötlu' í Presthólahreppi, Sveinn og Elísabet, fóru til Ameríku, og Stefán, er drukkn- aði ungur í Ásmundarstaða- vatni. — — Kristín og Guðmundur eignuðust þrjú böm, er upp komu6t. — Friðjón, verka- maður, var kvæntur Valgerði Stefánsdóttur —- dó fyrir þrem- ur árum, Kristmunda, býr í Krossavík, — móðir hinna mörgu Krossavíkursystkina og Halldóra gift Ingva heitnum Guðjónssyni, jámsmið — bú- sett hér á Raufarhöfn. — Á unga aldri missti Lauga móður sína og flutti þá til Kristínar systur sinnar, er bjó þá í Grasgeira — núna eyðibýli fyrir ofan Raufarhöfn. — Það var gaman að hlusta - á frásagnir Laugu gömlu frá þessum árum, þegar aðeins voru . tvö hús hér á Höfninni — Búðin og Lúndshúsið eldra. Gömul minni ur uppmkin við antUát Kristiaugar Guð' fán&dóttur. Hnufarhöfn Fædá 24. maí 1872 — Dáin 14. júlí 1955 — Þá var Gránufélagið til húsa í Búðinni og mundi hún þá tíð, þegar hún stóð sem unglingsstúlka, með systur sinni, fyrir framan búðarborðJ ið og virti fyrir sér faktorinn og fábreyttar vörur þessara hörðu ísára, sem reyndar var heil auðlegð í augum fátækr- ar sveitastúlku. — — Og svo var drukkið kaffi i Lúndshúsinu — þá vaeð henni stundum starsýnt á fölan og grannholda vinnupílt, er geispaði langt úti í einu horninu. — Og húsmóðirin sagði sem svo: „Ósköp er að sjá þig, tötr- ið mitt“. Síðan snéri hún sér að þeim systrum. Það er talið hér fyrir norð- an, að Presthólar í Núpasveit sé fyrirmynd að prestsetrinu í Höllusögum Jóns Trausta, bæði að innri húsaskip- un og ytri staðháttum. — dregið úr Ameríkuför, er var komin á fremsta hlunn. — Eíina ménntun .hlaut Lauga öðrum fremur í þriggja ára Garðsvist. — Það var iæknislistin. — „Nú hefur hann drollað yf- ir bók í nótt. — Hann þykist sosum lesa og skrifa, blessað- ^JgJI ur hálfvitinn“. — Það var Guðmundur Magnússon, er síðar kallaði sig Jón Trausta. — Sextán ára réði Lauga sig sem vinnustúlku til séra Halldórs Bjarnasonar í Prest- hólum og vann þar hjá klerki í sjö ár. — Séra Halldór var bróðir Guðrúnar Bjamadóttur, er lengi sat í bæjarstjóm fyrir íhaldið í Reykjavík, og Páls Bjamasonar, er lengi gekk undir heitinu elzti stúdent á landinu. — — Þótti klerkur einna mest- ur málaflækjumaður í allri Þingeyjarsýslu og stóð í eilífum erjum við sóknarböm sín. — — Bændum í Núpasveit og VestursléttU var flest bet- ur gefið en hin kristilega auð- mýkt, þegar landskikar og jafnvel heilar jarðir voru í húfi fyrir boðskap kristindóms- ins. — Það fór svo um Sigurð heitinn á Snartarstöðum, að klerkur stefndi honum á lík- börunum — — — Spunnust þessi málaferli í fyrstu út af beitarréttindum milli Presthóla og Efrihóla og var Sigurður heitinn áreiðar- maður í heiðinni, og dæmdi Efrihólabændum í vil. — — Síra Haildór taldi eign kirkjunnar fomari að rétti og gekk á ýmsu í sókn og gagn- sókn, hafði . Snartarstaðabóndi m. a. óviðurkvæmilegt orð- bragð um guðsmanninn og kallaði hann undir vitnum „slúbbert" — — Þá tók drottinn af skar- ið — en klerkur vildi ekki bíða hins himneska dómstóls — „Mikið samdi annars séra Hall- dóri vel við vinnufólk sitt“, sagði Lauga gamla. „En hann var harður í við- skiptalífinu, blessunin". Kristlaug með fyrri manni sínum Þórarni og elzta syni pfiirra Halldóri, er dó ungur. — Myndin tekin á Akureyri 1898. Það staðfesti gamla kon- an. — En hver var þá klerkur- inn? — Þá brosti gamla konan dulárfullt í barm sinn. Það var ekki meira um það. — I^nginn skyildi i^Ieyma vist Laugu hjá Baldvin hómó- pata i Garði í Aðaldal. ■— Það var merkilegt menn- ingarsetur og vann Lauga þar þrjú ár og lærði dönsku. Þar var þá ungur og fjör- mikill Möðruvellingur er stund- aði bamakennslu og kankaðist á við stúlkurnar — GuðmuncV ur skáld á Sandi. -— Hann eignaðist siðar fyrir konu Guð- rúnu Oddsdóttur, bróðurdóttur hómópatans, en það var mikil æskuvinkóna Laugu og skrif- uðust gömiu konurnar á fram- í andlátið. — * Ekki er mér grunlaust, að þessi vinskapur iiaíi siðar Svo var hún innan handar hjá þessum gamla lækninga- meistara, að ein fékk hún að- gang í eldforna kompu, þar sem lyfin voru brugguð og meistarinn sat dúðaður fram á nætur við flöktandi kerta- ljós og nam listina af gömlum hauskúpum og rykföllnum, þykkum ritum á framandi tungum. — Þó var hann svo fastheldinn á helgidóminn, að nánustu ættingjar fengu ekki aðgang. — Þama nam Lauga leyndar- dóma lijá þessurn þingeyska Faust — enda brást ekki læri- sveinninn. — Þau voru orðin mörg handarvikin hjá önnum kaf- inni bóndakonu fyrir sjúka og sorgmædda og var það ekki ætíð efnaða fólkið, er naut þessarar aðstoðar ríkulega. — Sérstaklega var henni sýnt um sinnisveikt fólk. Sterk lífs- gleði, létt kímni og umhyggju- söm mannelska óbrotinnar ..^veij.akonu. Það var kannski leyndar- dómurinn ásamt nokkrum for- múlum yfir íslenzka jurtar- drykki frá hinum aldna fræða- þul. — Tuttugu og sex ára giftist Kristlaug Þórarni, elzta syni Guðna bónda Kristjánssonar á Hóli og einbirni fyrri konu hans Helgu Þórarinsdóttur. Það er sagt að Þórarinn hafi verið hægur maður og athugull, verkhygginn og bók- elskur svo sem hann átti kyn til. — Guðni faðir hans var elzti sonur Kristjáns Þorgrímssonar í Hraunkoti í Aðaldal og fyrri konu hans Halldóru Guðna- dóttur og er mikil ætt komin af þessum þingeyska bónda, , sérstaklega í norðursýslunni. Kristlaug og Þórarinn hófu búskap i Efrihólum og bjuggu þar þrjú ár. — Þar fæddist þeim sonur, er • var skírður Halldór, en dó > ungur. * Sama ár gerðust þau tiðindi á Hóli, að Guðni bóndi eign- aðist dóttur, Guðrúnu; er hún sæmdarkona og búsett á Húsa- vík, en hvað gerist þá ekki inn í Hraunkoti í Aðaldal —• hálfáttræður eignaðist Kristján ganili son — er það Helgi bóndi í Leirhöfn, — — Þannig eignuðust þrir lið- ir barn á sama árinu og hafa minni tíðindi gerzt ættfræðing- um. — Næst flytja þau Kristlaug og Þórarinn búferlum að Sigurð- arstöðum og búa þar tvö ár. Flytja síðan í Kollavík, en þar undu þau búskap í 17 ár. Það hafa sagt mér gamlir menn, að Kollavík hafi verið í miðri þjóðbraut milli Mel- rakkasléttu og Þistilfjarðar og mikil gestanauð gjarnan mætt á Þórarni bónda í Kollavík. En þar var ætíð slík gest- risni og alúð við þreytta göngumenn, að slíkt var haft að orði á þeim árum. Þó hef- ur líísbaráttan verið hörð hjá þessum einyrkjum með stóran barnahóp í nyrztu harð- indasveit okkar óblíða lands. — Þórarinn dó árið 1925. Þeim hjónum varð tíu barna auðið. Sex dætur komust upp auk ^innar fósturdóttur, er gamla konan tók að sér þriggja mánaða. Þær eru Friðný — gift Árna . bónda Pálssyni á Hóli — Helga — gift Einari Borgfjörð, verkamanni á Rauf- arhöfn — Þorbjörg — gift Birni Haraldssyni, hreppstjóra í Austurgörðum í Kelduhverfi — Rakel — gift Tryggva Þor- steinssyni, á Akureyri — Ilulcla — búsett inni í Reykjahverfi — Sigríður — gift Sidney Foster, skrifstofumanni í Southend-On-Sea í Suður-Eng- landi og að lokum fósturdótt- irin Kristin Stefánsdóttir — gift Kristni Ágústssyni, vél- stjóra á Kópaskeri. Eftir lát bónda síns hætti Kristlaug búskap í Kollavik og flutti sig innar á strönd- ina og hóf búskap í Vogi. — Árið 1928 giftist hún Pétri Björnssyni og bjuggu þau í Vogi til 1938. , . Þau fluttu þá til Raufarhafn- ar og byggðu lítið hús uppi á fallegri klöpp, er þaú kölluðu Kveldblik og er áfast við húsbyggingu tengdasonar iienn- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.