Þjóðviljinn - 04.01.1956, Blaðsíða 1
Inni í blaðinn
Kvikmyndaf réttir:
4. síða
Hernámsliðið á að „hatcBft
uppi lögum og rétti“: ;
6. síða
Sálmurinn um blómið:
7. síða ■ '
Miðvikudagur 4. janúar 1956 — 21. árgangur — 2. tölublað
Glæsilejíur sisfur íranskra kommúnista
Juku þingstyrk sinn um
meira en helming
Kommúnistaflokkur Frakklands vann glæsilegan
sigur í þingkosningunum í fyrradag.
í öllum kosningum síðan heimsstyrjöldinni síð-
ari lauk hafa kommúnistar verið stærsti flokkur
Frakklands og þeir styrktu nú enn þá aðstöðu sína.
Þingstyrkur franskra kommúnista efldist þó miklu
meira en atkvæðaaukningunni nam, um rúman
helming.
í þessum kosningum kom á-
kvæði kosningalaganna, sem
heimilar kosningabandalagi sem
fær meirihluta atkvæða að hirða
öll þingsætin sem um er kosið,
til. framkvæmda í mjög fáum
kjördæmum, en í síðustu kosn-
ingum bitnaði þetta ákvæði hart
á kommúnistum.
Hugsjón Mendés-France
úr sögunni
Sigur kommúnista verður enn
meiri þegar þess er gætt, að
fyrir frumkvæði Mendés-France
fyrrverandi forsætisráðherra var
nú gerð ■tilraun til að taka af
þeim forustu vinstri aflanna í
Frakklandi. Mendés-France
myndaði kosningabandalag af
þeim hluta Róttæka flokksins
sem honum fylgir, sósíaldemó-
krötum, vinstri mönnum í hópi
Gaúliista og nokkrum smáflokk-
um, í þeim yfirlýsta tilgangi að
skapa „vinstrimeirihluta án
kommúnista“. Kosningaúrslitin
sýna, að það er vonlaust verk.
Bandalag Mendés-France hafði
til samans fengið 153 þingsæti
þegar síðast fréttist, eða ein-
um tveim sætum meira en
konunúnistar einir. Allir flokk-
arnir sem að því stóðu töpuðu
þingsætum, en komúnistar uku
þingmannatölu sína um lielming.
Poujade heggur skörð
í raðir ílialdsmaiuia
Það var frá upphafi ljóst að
bandalag Mendés-France gat alls
ekki unnið meirihluta á þingi.
Hinsvegar töldu ýmsir líklegt
að bandalag íhaldsflokkanna,
undir forustu þeirra Faure for-
sætisráðherra og Pinay utanrik-
isráðherra, gæti náð meirihluta
í skjóli ránsákvæða kosningalag-
anna. Það fór á annan veg.
Einungis 13 menn úr þeim
MAURICE THOREZ
foringi Kommúnistaflokks Frakklands, tek-
itr nú aftur virkan pátt í störfum flokks-
stjórnarinnar eftir langvarandi veikindi.
..--------
armi róttæka flokicsins sem fyigdi
Faure í deilu hans við Mendés-
France hafa náð kosningu.
íhaldsflókkur Pinay hefur einnig
"goldið mikið afhroð. Veldur því
"hinn nýi flokkur Poujadista, sem
-~rW'
Áíall fyrir
A-bandaladð
Fréttamenn í París segja
að hvergi hafi úrslit frönsku
kosninganna vakið annan
eins harmagrát og tanna-
gnístran og í stöðvum yfir-
herstjómar Atlanzhafsbanda
lagsins. Öttinn við Alþýðu-
fylkingarstjórn, sem myndi
gera verulegar breytingarl
á stefnu Frakklands í utan-
ríkismálum og landvama-
málum, heltekur bandaríska
yfirhershöfðingjann Gruent-
er og aðra æðstu menn A-
bandalagsins.
í Washington og London
létu bandariskir og brezkir
ráðamenn í ljós þungar á-
hyggjur vegna þeirra áhrifa
sem kosningaúrslitin kunna]
að hafa á samstarf Vestur-
veldanna.
Poujade á móti öllum en
veit ekki hvað hann vill
„Ef nýjar kosningar fæm
fram á morgun myndi ég fá
300 þingsæti,“ sagði Pierre
Poujade í gær við fréttamenn-
ina sem eltu hann á röndum
hvar sem liann fór í París.
Þetta nýstimi á himni
franskra stjórnmála er *eitt-
hvert kynlegasta fyrirbæri sem
þar hefur sést, og er þá langt
til jafnað. Fýrir tveim árum
Pierre Poujade í rœöustól
var Pierre Poujade óþekktur
bóksali í smábæ í Suður-
Frakklandi. 1 kosningunum í
fyrradag vann hreyfing sem
hann hefur stofnað og stjómað
með einræðisvaldi 49 þingsæti.
Hvernig má slíkt ske? Ekki
einn einasti fréttamaður í
Frakklandi telur sig enn hafa
svarað þeirri spurningu til
hlítar, en hér skal rakið það
helzta sem þeim ber saman
um.
Síðan heimsstyrjöldinni síð-
ari lauk hafa orðið djúptækar
breytingar á frönsku atvinnu-
lífi. Stórfyrirtæki og smásölu-
hringir hafa þrengt kosti smá-
fýrirtækja, handverksmanna og
smákaupmanna. Jafnframt hafa
öþinberar álögur þyngzt vegna
hérvæðingarinnar, og nýlendu-
stýrjaldaiina i Indó Kína og
Norður-Afríku.
Franski smáborgarinn hefur
alltaf álitið skattheimtumenn
ríkisvaldsins erkióvini sína.
Poujade fann púðrið þegar
honum datt í hug að smáat-
vinnurekendur ættu að bindast
samtökum um að hindra endur-
skoðendur og uppboðshaldara
Frh. á 10. siðu.
kom öllum á óvart. Poujade
'sjálfur sagði fyrir kosningarnar
’áð hann gerði sér í hæsta lagi
'vonir um að koma að 30 mönn-
um, en flokkur hans telur nú 49
menn á þingi.
Kaþólski flokkurinn, sem
éinnig stóð að hægribandalaginu,
tapaði einnig verulega. f fyrstu
kosningunum eftir stríð hafði
hann næstum því jafn mikið
fylgi og kommúnistar.
Framhald á 12. síðu.
Alger óvissa ríkir
um stjórnarmyndun
Fréttaritari brezka útvarpsins
í París, Thomas Cadet, var dauf-
ur í dálkinn í gær. Hann sagði
meðal annars: •
„Kosningaúrslitin sýna að
franska þjóðin er klofnari en
nokkru sinni fyrr. Allar getgátur
um það, hvernig hægt verði að
koma saman þingmeirihluta til
að styðja ríkisstjóm, eru jafn
mikið út í bláinn.“
Annar fréttaskýrandi í brezka
útvarpinu, Eric Ashcroft, kvað
Atkvæði, þingsæti
Hér fara á eftir siðustu tölur sem bárust í gær um þingstyrk
og kjörfylgi frönsku flokkanna. Þingsætatölurnar ná til kjör-
dæma þar sem kosnir voru 553 þingmenn. Atkvæðatölumar sýna
hvernig atkvæði skiptust þegar búið var að telja 17 milljónir af
um 22 milljónum atkvæða sem greidd voru í Frakklandi sjálfu,
Ókunnugt er nm úrslit í nýlendum þar sem kosnir eru 43 þing-
menn. Kosning fór ekki fram í Alsír, en 30 menn þaðan eiga
sæti á franska þinginu. 1 svigum eru til samanburðar endan-
legar hlutfalls- og þingsætatölur úr síðustu kosningum, sem
fram fóru 1951.
Þingsæti
Kommúnistar 151 (98)
Sósíaldemókratar 93 (105)
UDSR (í bandalagi
Vinningur
eða tap
Unnið 53
Tapað 12
Atkvæði
4.300.000 25% (26%)
2.800.000 16% (14%)
M-Fr.)
Mendés-France
róttækir
Faure róttækir
Kaþólskir
Gaullistar
Ihaldsmenn
Poujadistar
Aðrir
7 ( 23) Tapað 16
53
( 76) . Tapað 10
1.500.000 9%
13
68 ( 85)
16 ( 72)
96 (139)
49 ( 0)
7
(11.5%)
400.000 2,4%
Tapað 17 2.000.000 12% (12%)
Tapað 56 800.000 4,2% (17%)
Tapað 43 2.500.000 14% (18%)
Unnið 49 2.000.000 12% ( 0%)
þrjá möguleika fyrir hendi. í
fyrsta lagi að breyta kosninga-
lögunum, taka upp einmennings-
kjördæmi, rjúfa þing og kjósa
á ný. Hann taldi útilokað að
meirihluti fengist á þessu þingi
fyrir einmenningskjördæmum
úr því að fyrra þing felldi það
fyrirkomulag.
í öðru lagi kvað Ashcroft
hugsanlegt að kommúnistar, sós-
íaldemókratar og fylgismenn
Mendés-France mynduðu nýja
Alþýðufylkingu. Ekki taldi hann
líklegt að af því ýrði í bráð, en
vildi engu spá um það sem
gerast kynni eftir nokkra mánuði.
í þriðja lagi er sá möguleiki
að Faure og Mendés-Fraice éti
ofan í sig stóru orðin sem þeir
hafa viðhaft hvor um annan í
kosningabaráttunni og fylkingar
þeirra, eða það af þeim sem
nægir til að mynda stjóm, taki
höndum saman. Á þvi að slíkt
megi ske eru mikil vandkvæði.
ekki er hægt að gera sér í hugar-
lund hvemig sósíaldemókratar og
íhaldsmenn, sem báðir yrðu að
standa að slíkri stjóm, gætu
komið sér saman um stjómar-
stefnu. Nú verður innan skamms
að taka úrslitaákvörðun um
stefnuna í Alsír. Annaðhvort
verður að hefja algera styrjöld
gegn sjálfstæðishreyfingunni þar
eða taka upp samninga Við hana.
Franskir landnemar í Alsír og
íhaldsmenn á franska þinginu
mega ekki heyra samningaleíðina
nefnda. Hinsvegar hafa sósíal-
demókratar og aðrir stuðnings-
menn Mendés-France svarið þess
Framhald á 12, síðu.