Þjóðviljinn - 04.01.1956, Qupperneq 5
Miðvikudagur 4. janúar 1956 .tt- ÞJÓÐVIIjJINN 7— (5
Þeir sem ekki ná áttræðis-
afdri devja fvrir afdur fram
„Sálarpenisillin'1 læknar
ástarsorg og ofdr^kkju
Segja má a'ö allii- þeir sem deyja fyrir áttrætt deyi of
snemma. Ef aldrað fólk nyti þeinar aðhlynniögar og
læknishjálpar sem hægt er aö veita þvi í dag, mjmdi að-
eins brot af þeim % allra karla og % alira k.veima sem
nú ná ekki níræðisaldri deyja fyrir þann aidur.
Við vitura enn lítið um hver
er hinn lifeðlisfræðilegi aldur
manna, þ.e. sá aldur sem þeir
myndu ná ef sjúkdómar grönd-
uou þeim ekki, en víst. er að
aðeins örfáir menn deyja eðli-
legum ellidauða í dag, allir
hinir verða sjúkdómum að
bráð.
Þetta segir norski yfirlækn-
irinn Viktor Gaustad í desem-
berhefti sænska tímaritsins
Sosialmedieinsk tidskrift. Þetta
hefti er allt helgað vernd gam-
almenna og’ hinum mörgu
vandamálum sem enn eru óleyst
i sambandi við hana.
Öryggi framar öllu
Hvað er það sem gamla fólk-
ið þarfnast einkum? Dr. Gau-
stad leggur megináherzlu á
fimm atriði: örugga fjárliags-
afkomu, rétt til vinnu við sitt
hæfi, góð húsakynni, virðingu
og vLnarhug meðbræðranna og
nákvæma heilsugæzlu.
Gamalmenni hafa sömu hús-
næðisþarfir og yngra fólk, en
hættan sem er samfara léleg-
um og óhentugum húsakynn-
um eykst með aidrinum, vegna
þess hve menn eiga þá örð-
ugra með að hreyfa sig. Gau-
stad bendir á, að það er bæði
þjóðfélaginu og gasnalmennun-
um sjálfum fyrír be-ztu að þau
hafi sín eigin heimili eins lengi
og þess er nokkur kostur.
EUiheiinili neyðarÚFraeði
í sama tímaritshefti skrifar
sænski Iæknirinn dr. Kind-
strand, sérfræðingur i félags-
legri læknisfræði, um áhrif fé-
lagslegra aðstæðna. á heilsufar
eldra fólks. Það er oaiikið and-
legt áfall f\TÍr fjölda fastra
starfsmaima. þegar þeir komast
á eftirlaunaaidur. Örj'ggis-
kenndin sem er þvi samfara að
Sprengjutilræði
við alþýðnsam-
baná
Lögregian i Róm handtók 35
menn um daginn, eftir að
sprengja hafði spnmgið i and-
dyri skrifstofubyggingar Al-
þýðusambands ítalíu, Stúlka
særðist víð sprenginguna. og
töluverðar skemmdir urðu á
húsinu.
Talið er að nýfasistar hafi
verið þama að verki.
gei'a gagn með starfi sínu
hverfur og sömuleiðis örvandi
áhrif félagslifsins innan starfs-
mannahópsins. Við þetta bætast
merki um dvínandi afkastagetu,
andlega og likamlega. Loks ótt-
ast margir dauðann og sökkva
sér niður í ýmisskonar heila-
brot.
Þegar alls þessa er gætt
ætti ölhun að vera Ijóst, að
það er mikill ábyrgðarhluti
að flyt.ja aldraða manneskju
gegn vilja heunar frá, liennar
eigin heimili á elliheimili eða
aðra slíka stofnun. Það er
margreynt að gamalmenm
sem beitt liafa verið slíku of-
ríki fyllast, oft örvilnan, og
veslast upp á nokkrum dög-
um eða. viknni og deyja þrátt
fyrir það að þeim sé veitt
bezta læknislijálp sem völ
er á.
Frumstæðari aðhlynning á
heimUi sjúklings, sem máske er
óhagkvæmt og ekki sem þrifa-
legast en þó hans eigið, hefði
ekki aðeins lengt líf hans, sem
máske þykir ekki svo miklu
máli skipta þegar svona er kom-
ið. En það skiptir meginmáli að
sjúklingurinn hefði ekki verið
ræiidur manngildi sínu og
sjálfsvirðingu, liann hefði feng-
ið að vera kyrr í umhverfi sem
hami þekkti og það er oft eina
haldreipið sem liann getur reitt
sig á, segir dr. Kindstrand.
Bandarískis læknar segj&st hafa fundið
undralyf við geðtruflunum
Nokkrii' læknar og sálfræöingar skýrðu fulltrúum á
þingi bandaríska vísindaframfarafélagsins skömmu fyrir
áramót frá nýjum lyfjum, sem kölluö hafa veriö „pen-
isillín sálarinnar" og eiga aö bæta alls konar sálarmein,
ástarsorg, þunglyndi, fjárhagsáhyggjur og áfengissýki.
Lyfin exu mörg, enda meinin
margvísleg, og hafa nokkrum
þeirra þegar verið gefin nöfn:
frenquel, reserpine, chlorproma-
zine, meratran og miltown.
Einn læknanna, Nina Toll,
skýrði frá því að sjúklingar
sem áður höfðu verið taldir ó-
læknanlegir hefðu fengið bata
þegar þeim var gefið lyfið
frenquel, þeir gátu gert sér
grein fyrir sálarástandi sínu og
lífsviljinn gerði aftur vart við
sig. Sérstaklega hefði góður ár-
angur náðst í notkun þessa lyfs
við lækningu manna sem þjáð-
ust af ofsjónum og hugklpfn-
un.
Tveir aðrir læknar skýrðu frá
því að tólf ofsafengnir geð-
sjúklingar hefðu fengið fullan
bata eftir að þeir höfðu fengið
lyfin reserpine og chlorproma-
zine.
Loks skýrði fjórði læknirinn,
Richard Proctor, frá því að 20
af 26 sjúklingum hans, sem
reynt höfðu að drekkja áhyggj-
um sínum og sálarstríði í á-
fengi, liefði nú tekizt að standa.
gegn áfengisástríðunni í allt að
sex mánuði með hjálp meratran.
. Þegar drykk jufysnin gerir
ivart við sig taka þeir inn eina
Itöflu af lyfinu.
I Loks er lyfinu miltown beitt
við sjúklinga sem æstir eru á
taugum.
Bretar hýða
6 skóiapiifa
Herréttur Breta í Famagusta
á Kýpur dæmdi í gær sex
skólapilta til hýðingar. Sök
þeirra var, að því er segir ‘ í
dómnum, „þátttaka í ólöglegum
mamisöfnuði.“
Hatofama rill
hittaSfú
Hatojama, forsætisráðherra
Japans, skýrði frá þvi í gær
að sig fýsti mjög að liitta
Sjn Enlæ, forsætis- og utan-
ríkisráðherra Kína. Kveðst
Hatojama vera fús til að
l'ara til Peking ef með þurfi
til að fundum þeirra getí
borið saman.
I
HAPPDRÆTTI HÁSKQLA ÍSLANDS
Sala til 1. flokks er halin.. Númemm hefir verið fjölgað úr 35000 í 40000. Vinningar
/ hækka ur kr. 5.880.000 i 6.720.000. Vinningum fjölgar ur 11333 í 12533. Hæsti vinningur 300.000 kr.
70% af söluverði happdrættismiðanna e úthlutað í vinninga. — Vinningar eru
skattfrjálsir (tekjuskattur og tekjuútsvar).
GuÖlaugtir og Einar G. Einarssynir,
Aöalstræti 18. Sími 82740.
Hélgi Sivertsen, Austurstræti 10.
Sími 3582.
Þórey Bjarnadóttir, Ritfangaverzlun
ísafoldarprentsmiöj u,
Bankástræti 8 — Sími 3048.
l ITmboðsmenn í Reykjavík:
Amdís Þoi'valdsdóttir kaupkona,
; Vesturgötu 10 — Sími 82030.
i Elís Jónsson kaupmaöur,
Kirkjuteig' 5. Sími 4790.
Prímann Frímannsson, Hafnarhúsinu,
Sími 3557.
(ÁÖur P. Ármann VarÖarhúsi).
Guörún Ólafsdóttir og Jón St.
Amórsson Bankastræti 11. Sími 3359.
(Áöur Verzlunin Happó Laugaveg 66)
Sérstaklega skal bent á, að umboðíö sem verið hefur í Varðarhúsinu er nú í Hafnarhúsinu hjá Frímanni Frímannssyni, og
umboðið sem verið hefur á Laugaveg 66 er nú í Bankastræti 11 hjá Guðrúnu Ólafsdóttur og Jóni St. Amórssyni. Viðskiptja-
menn þessara mnboða em beðnir að kaupa og endumýja miða sína lúð fyrsta, með því að seinna gengur afgreiðsla fyrst
í stað hjá nýjum umboðsmömium.
Dregið werður í fyrsfa flokki 16. janúar
í HafnarfirÓi:
Valdimar Long kaupmaöur,
Strandgötu 39 — Sími 9286.
Verzlun Þorvaldar Bjamasonar,
Strandgötu 41. — Sími 9310.
Nýtt umboð.
I Kópavogi:
Baldur Jónsson kaupmaður,
Verzlunin Miöstöö,
Digranesveg 2. — Sími 80480.
&