Þjóðviljinn - 05.01.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.01.1956, Blaðsíða 7
Itilefni af því sem lesa má í blöðum undanfama daga, að búið sé að ákveða stað fyr- ir væntanlegt ráðhús Reykja- vikur í Tjörninni norðanverðri, finn ég mig knúinn til að senda þeim aðilum sem að þessu standa fáein aðvörunarorð i fyilstu vinsemd, meðan það enn er ekki of seint. Ég býst reynd- ar við því, að sprenglærðir sérfræðingar og sómakærir valdamenn telji sig ekki þurfa að gefa gaum orðum leikmanns í þessu efni; einnig að þeir andstæðingar „kommúnista“, sem standa fyrir Tjarnarhug- myndinni, þykist of reyndir í faginu til að ljá eyru aðfinnsl- um „úr þeirri átt“. En því er til að svara, að ég fæ hvorki séð að mál þetta þurfi að vera Jlokkspólitískt né sé það í eðli sínu, enda sný ég orðum mín- um alveg eins til þeirra sósíal- ista sem annarra, er veitt hafa samþykki sitt ofangreindri ráð- stöfun. ’jC’g vil þá fyrst og fremst biðja hina hugsjónaríku Tjamarráðhúsmenn að reyna að skyggnast andartak fram í tímann, staldra við stutta stund undir suðurvegg Alþing- ishússins og ímyrda sér, að bú- ið sé að reisa húsbákn það sunnanvert við Vonarstræti, sem ráðgert er með samþykki þeirra. Gerum ráð fyrir, að þetta sé á sólbjörtum sumar- degi og borgin og umhverfi hennar í sínu fegursta skrúði. Hvað blasir þá við augum okk- ar, sem stöndum þarna innan um leifarnar af þinghúsgarð- inum? : ; Jú; margt hefur breytzt frá því sem áður var — og sumt til batnaðar, mikil ósköp. Búið er að rífa öll hús fyrir sunnan Alþingishúsið og Dómkirkjuna; gcmla Gúttó er horfið, sömu- leiðis Iðnó og aðrir nálægir timburhjallar. Svæðið milli Oddfellowhússins og Lækjar- götu er óbyggt (Er þó ekki sem okkur sýnist Iðnaðarbank- inn gnæfa þama?); nokkuð af því er slétt og hellulagt torg, en sumstaðar grasreitir og blómabeð, auk áðurnefndra leifa af þinghúsgarðinum. Mest- an hlutann hafa menn þó neyðst til að taka undir bíla- stæði. Allt er þetta kannski gott og blessað svo langt sem það nær. Gömlu byggingarnar máttu svo sem hverfa, og einhverstaðar verður að hafa bílana. En hvað er það sem blasir við fram- undan okkur og veldur því, að þrátt fyrir sumarblíðuna og sólskinið er engu líkara en við stöndum hér í forsælu? — Það er steinbáknið sunnan við Von- arstræti, þetta blessaða ráðhús, pi*ýðilegasta bygging út af fyr- 3r sig (vonandi), en af skamm- sýni og næsta furðulegi'i fljót- fæmi sett á stað, þar sem aldrei hefði átt að reisa hús. — Sólin blindar augu okkar, þeg- ar við vilju-.n athuga það nán- ar, því enda þótt skuggarnir af byggingunni nái næstum al- veg þangað sem við stöndum, er birtan þó það mikil ofanvert við húsið og á bakvið það, að húsið sjálft, forhlið þess og línur .(„með öndvegissúlur í svipnum“ samkv. tillögu borg- arstjórans), hverfur í sinn eig- inn skugga, því það snýr und- an sólu — gegnt norðri. Torg- ið framanvið, þar sem áður var Fimintudágur 5. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Bæjarstjorn Reykjavíkur hefur nú ákveðið einróma að velja væntanlegu ráðhúsi stað við norðurenda Tjarnarinnar. Ekki eru pó allir jafn ánœgðir með pá ákvörðun eins og sjá má af grein peirri sem hér birtist. — Reykjavík er eina höfuðborg Norðurlanda sem ekki hefur ráðhús, og pau eru hvarvetna hinar veglegustu byggingar. Myndin sýnir ráðhúsið í Osló. Vonarstræti, garðar og fáein hús, er einnig í forsælu; sömu- leiðis leifarnar áf Alþingishúss- garðinum. En óhagganlegt stendur ráðhúsbáknið úr því sem komið er; og tjóar ekki lengur að deila um það, hvorki útlit þess og innréttingu né á sem beztum stað? Svarið hlýtur vissulega að verða já- kvætt. En í því sambandi þarf margt að athuga. Ég efast ekki um, að sérfræð- ingar bæjarins og ýmsir aðr- ir viðkomandi aðilar hafa velt þessu fyrir sér á marga lund, Thames — og veitingaskálar Tívolígarðsins í Kaupmanna- höfn standa út í síkið og eru uppljómaðir öll kvöld, svo dæmi séu nefnd. Þetta er „af- skaplega sætt“. Og það væri svo sem nógu gaman að eiga myndarlegt hús við tjörn, MAR: _ Forhliðin í skugganum - ákvörðun bæjarstjömarmnar hvemig það sé í sveit sett, því þarna er það niður kom- ið og mun standa þar bjarg- fast um aldur og ævi. En okkur langar til að virða húsið betur fyrir okkur (það hafði nefnilega verið svo anzi fallegt frá Tjörninni séð), og göngum því norðurfyrir þing- húsið og nyrzt út á Austur- völl til að athuga „prófíl“ þess þaðan. Og hvað sjáum við? — Að þrátt fyrir ýms mistök og fljótfærni hafa ráða- menn bæjarins haft vit á að varðveita (alltént ennþá) forn- menjar eins og Dómkirkjuna og Alþingishúsið, og við reyn- um að gera okkur ánægða með það. — En hvernig njóta þau sín nú, þessi gömlu lágreistu hús í skugga ráðhússins, —og hvernig nýtur sjálft ráðhúsið sín að baki þeim? Kannski vefst okkur tunga um tönn. En svo mikið er víst, að í hjarta okkar sannfærumst við um það, þótt seint sé, að hús- bákn sem þetta .hefði aldrei átt að reisa norðanvert við Tjörnina, hvorki ráðhús né annarskonar hús. En hrindum frá okkur þess- ari leiðinlegu draumsýn um stund og minnumst þess, að enn — á áramótiim 1955—’56 — hefur ekkert hús verið reist á staðnurh, þrátt fyrir nýgerða samþykkt; að enn er hægt að snúa við frá þeirri afleitu hug- mynd. Menn munu spyrja: Hvað skal þá taka til bragðs? Eru ekki allir sammála um, að ráðhús þurfi að reisa og það enda hafa komið fram tillög- ur um ekki færri en 16 staði fyrir þetta væntanlega tákn og sentralbyggingu sjálfrar höf- uðborgarinnar. Einhverntíma var líka í dagblöðum birtur úr- dráttur úr greinargerð skipu- lagsnefndar fyrir því, hvaða staðir kæmu til múla, og bent á kosti þeirra og galla. En það væri ekki vanþörf á að fá þá greinargerð birta aftur, og helzt óstytta. Fleiri en jafnvel ráða- mennina grunar hafa áhuga á þessu máli, og of seint er fyrir bæjarstjórnina að koma með einhverja slíka greinargerð sér til afsökunar, þegar byrjað er að reisa húsið eða jafnvel bú- ið að því og engu verður um þokað lengur. Hvað Tjarnarhugmyndina snertir hefur hún tvímæla- laúst eitthvað sér til máls- bóta, endaþótt fleira sé hitt, sem mælir á móti henni, eins og ég hef þegar bent á að nokkru leyti og mun gera bet- ur sxðar. Það er ofur skiljan- legt, að menn langi til að byggja glæsilega höll á vatns- bakka (Flestir sem hugsa sér ráðhús í Tjörninni sjá það víst ekki nema frá þeirri hliðinni, því miður), og segja má kannski, að ekki sé nema til- tölulega iítill hluti Tjarnarinn- ar skertur þótt stórbygging sé reist í vikinu norðanvert. Erlendis tíðkast að reisa hús við tjarnir, ár og jafnvel sjáv- arstrendur: ráðhúsið í Stokk- hólmi steildur við Malaren og er upplýst með kastljósum á kvöldin; Westminsterhallirnar í London standa á bökkum sömuleiðis uppljómað á kvöld- in (kannski með gosbrunni í tjörninni). En er ekki fleira, sem gefa verður gaum í þessu sambandi, virðulegu herrar, hvort sem þið nú eruð heldur íhaldsmenn, sósíalistar eða eitthvað þar á milli? — Gef- ið ykkur tóm til að hugsa málið nánar, og ég hygg, að þið mynduð ekki samþykkja Tjarnarhugmyndina öðru sinni. rátt fyrir allt sem bollalagt hefur verið og athugað í máli þessu á undanförnum ár- um, jafnvel áratugum (a.m.k. annað slagið), kemur hin nýja samþykkt bæjarstjórnarinnar manni fyrir sjónir eins og bráð- lætiskennt flan: allt í einu skal ákveða, hvar ráðhúsið skuii standa, og allt í einu skal það standa einmitt þarna. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, sem af ýmsum er talinn hafa list- rænan sans, svo sem hann á kyn til, er forgöngumaður tillögunnar nú. Verkfræðingar hafa sagt já og amen: undir- staðan er nógu traust; húsið mun ekki sökkva, ekki einu- sinni hallast; Tjörnin mun að visu minnka, en það verður bætt upp með því móti að stækka hana annarsstaðar; ekkert er auðveldara en að leggja niður Vonarstræti og Skothúsveg, tvær af þeim sára- fáu umferðaræðum milli Aust- ur- og Vesturbæjar; — en auk þess stóð bær Ingólfs Arnarson- ar á þessum slóðum!! Flest er nú tínt til. Ég veit ekki betur en að ósannað sé með öllu, hvar bær Ingólfs stóð; sumir nefna Grjótaþorp- ið, aðrir Arnarhól, enn aðrir „kvosina milli Tjarnarinnar og sjávar“, og er þá ekkert lík- legra en að hann hafi staðið þar sem nú er Sjálfstæðis- húsið. Og er það ekki gott og blessað? Eigum við ekki alveg eins að segja það? Er nokkuð sennilegra, að hann 1 hafi verið þar sem nú er' tjörn — og verið ’nefur tjörn, svo lengi sem sögur fara af? Ef þeim ágætu mönnum, sem bera svona fyrir brjósti sögu- helgi þess bæjarhluta sem þeir vilja eyðileggja, tækist að ,-Janna það óhrekjanlega að Ingólfur Arnarson hafi reist bæ sinn einmitt á Tjamar- bakkanum, þá skyldi ég bera mikla respekt fyrir þeim, senni- lega ljá þeim atkvæði mitt við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar. — En í alvöru talað: Ég held, að hæpin og uppáþrengd sögu- 1 frægð eins bæjarhluta sé ekki heppilegur röksemdagrundvöll- ur, þegar um skipulag nútíma- borgar er að ræða. Og er þá röðin komin að öðrum „röksemdum" þeirra Tjamarmanna. , . Iræðu á fundi bæjarstjórnar s.l. fimmtudag rakti borg- arstjóri allýtarlega sögu ráð- hússhugmyndar, allt frá Tóm-, ási Sæmundssyni og fram á þennan dag. Þetta hefur áreið- anlega verið mjög fróðleg tala„ en að sama skapi raunajeg hvað það snertir, að enn ér ekkert ráðhúsið reist. Eftir sögulega greinargerð sem þessa, sem óefað hefur verið prýði- lega flutt eins og borgarstjóra er von og vísa, er ekki að undra þótt bæjarfulltrúar rumskuðu og fyndist nú þurfa að hraða ráðhúsbyggingu „mál- ' ) .JvVíl. efnisins vegna“, eins og einn ■ i':íí :ri fulltrúinn komst að orði. með leyfi að spyrja: Er svö bráðnauðsynlegt að hraða þeim framkvæmdum, að grípa þurfi til þess að velja stað þar sém fyrst þarf að rífa 4—5 hús (síðar fjölmörg önnur til að rýmkva umhverfið) og fylla upp vatn — til þess síðan að grafa grunn (!?) — heldur éh reisa húsið t. d. á áður ó- byggðu svæði? Ég held ekki, þrátt fyrir ágreining hingaðtil um aðra staði. Ég held, að all- ir hljóti að vera því mótfalln- ir aðrir en þeir sem eru sama sinnis í verkhyggju og þeir óforsjálu molbúar, sem reistu gluggalaust hús og reyndu að bera sólskinið inn í trogum, og kannski þeir „verkfræðing- ar“ sem hvað eftir annað þurfa að lála rífa upp nýlagðai göt- ur sökum þess þeir hí>fa „gleymt“ að ganga frá leiðsl- um í þær í tæka tíð. Það er einnig mikill missldln- ingur að ætla að gott og blessað sé að reisa ráðhús i Tjarnar- vikinu endaþótt verkfra >ing- um komi saman um að undir- staðan þar sé nægilega traust. Segjum, að það sé rétt reikn- að. En það eitt er enganveg- inn fullgild ástæða fyrir að velja þann stað — og engin afsökun heldur, þegar urn aðra staði er að ræða. Sný ég þá nánar að umræð- um fulltrúanna. Alfreð Gíslason kveður of þröngt vera fyrir ráðhiis Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.