Þjóðviljinn - 06.01.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1956, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 I. „Ofstækisriillur blaðamaður við Þjóðviljann" skrifaði snenuna í vetur smágrein um fyrra bindi af Heimsbók- menntasögu Kristmanns Guð- mundssonar, er þá var nýkom- ið út. Greinin fjallaði aðallega um þá „meginávirðingu sem höfundur hefur gert sig sek- an um við samningu" bókar- innar: hann hafði endursagt, og stundum þýtt nær orðrétt, kafla úr heimsbókmenntasögu Francis Bull, prófessors í Ósló — án þess að nefna nafn hans, án þess að víkja einu orði að tilkomu bókarinnar. Studdi blaðamaðurinn mál sitt nokknnn tilvitnunum í Bull og Kristmann, og þótti ýms- um hafa lækkað íslenzkur rit- hróður frá þeim tíma er Snorri gaf löndum prófessors- ins sögu þeirra. En þótt nokkrar auðtrúa sálir tækju mark á geipi blaðamannsins, létu hinir op- inberu fulltrúar menningar á íslandi ekki hlunnfara sig. Er þar skemmst af að segja að þeir sóttu nú fram hver af öðrum, og slógu skjaldborg um bókina. Gekk þar fyrstur fram fyrir skjöldu maður að nafni S.E.B., í Tímanum, og kallaði Heimsbókmenntasögu „nýstárlega bók og merki- lega“;, hann sagði að blaða- maðurinn væri ofstækisfullur, að baki grein hans lægi „skoð- analegur öfuguggaháttur' ‘ og ætti „slikt ofstæki sínar sál- fræðilegu skýringar“. Þor- steiirn Jónsson sagði daginn eftir í Morgunblaðinu að sér fyndist „Kristmann Guð- mundsson hafa unnið gott og þarflegt. verii", enda vseri hann „ákaflega lærður ðlaður og lesinn". Að lokum gerði hann þó athugasemd við þá skoðun Kristmanns að Bern- ard Shaw hafi ekki verið vitur maður. „En ég held nú að hann hafi verið það“. Þessú liæst sagði E. S. í Tímanum: „Þótt út sé komið aðeins fyrra bindi verksins, er ljóst, að hér er rétt og vel af stað farið". Að því búnu skýrði sjálfur höfundur Heimsbók- ménntasögu frá þessu í Morg- unblaðinu: „Það eru milli 30 og 40 heildarrit, sem ég hef stuðst við, og verður að sjálf- sögðu skrá yfir þau í síðara bindinu. Ég hef haft mikla ánægja af þessu verld, samn- ingu heimsbókmenntasögunn- ar, en verkið hefur verið miklu viðameira, heldur en ég gat ímyndað hiér í byrjun“; — og er leturbreytingin Morgun- blaðsins. Þá lýsti G. G. Haga- lin yfir óskóraðri ánægju sinni með bókina, einnig í Morgun- blaðinu. Bókin er „góður al- þýðlégur leiðarvísir um er- lendar bókmenntir", sagði hann. „Enginn maður skrifar slíka bók af eigin raun eða frá eigin brjósti, svo að vio snúum okkur af skrifum Þjóð viljans", bætti hann við. Helg' Sæmundsson sagði í Alþýðu blaðinu að bókin reyndisi „skemmtileg aflestrar, því ao höfundur er hugkvæmur og ó- feiminn að setja íram skoðan ir sínar, auk þess sem hann skrifár fjörlega". Lýsti síðan mikilli vanþóknun á hinu jafn- vægislausa skrifi blaðamanns- ins og boðaði þessa aðferð við ' sagnritun: „Verkefnið er að ; „stela" frá sem flestum, meta upplýsingar og skoðanir margra manna". Síðustu at- löguna að hinni marghröktu grein kommúnistans greiddi svo Þorsteinn Ó. skáld Thor- arensen (Bjarnargryfjan í Bern) í Stefni. Lýsti hann þar undrun sinni „yfir því úr- illa hljóði" sem dagblað eitt í Reykjavík rak upp „í heillar síðu níðgrein um Kristmann Guðmundsson fyrir þetta merkilega starf hans". „Krist- mann. ... er orðinn hafsjór af fróðleik og þekkingu á bók- menntum nútíðar og fortíðar". Islenzka þjóðin tekur sem kunnugt er sérstakt mark á orðum þessa unga snillings, síðan 2. apríl í vor er hann lýsti því yfir í blaði sínu að liann væri einn af „speking- um“ veraldar. II. Árið 1943 voru Kvæði og sögur Jóhanns Gunnare Sig- urðssonar gefnar út í annarri útgáfu; annaðist það verk ungur piltur, Helgi Sæmunds- son að nafni. Fyrri útgáfu nefna nafn Benedikts Bjam- arsonar, hvað þá geta þess með einu orði, að neitt sé til hans sótt (leturbr. höf.) VerkiS reyndist viðameira en ég gat ímyndað mér. .... Slíkt athæfi sem þetta ber ekki aðeins vitni um hirðu- leysi að vinna verk sitt sam- vizkusamlega, heldur um ein- Bóbmenntir OA olíusnln hafði annazt Benedikt Bjarn- arson, er birti í bókinni rit- gerð um vin sinn og skóla- bróður. t jólahefti Helgafells 1943 birtist ýtarlegur ritróm- ur um hina nýju útgáfu. Eru þar rakin í löngu máli „mis- smíði þessarar útgáfu", ensíð- an segir: „En út yfir tekur þó annað. Starf Helga Sæmunds- sonar hefur (auk prófarka- lestrar og algjörlega ónýts efnisyfirlits) verið í því fólg- ið, að hann lætur endurprenta úrvalið, eins og Benedikt Bjamarson gekk frá því, jafn- vel úrval af prentvillum þeim, sem komizt höfðu inn í fyrri útgáfuna, *— og harin styðst fast við ritgerð Benedikts í ritgerð sinni, aflar sér nauða- lítillar annarrar vitneskju um Jóhann og ævi hans, tekur upp lítt breyttar setningar, eins og þegar var sýnt með einu dæmi. En frá því er alls tnginn skrifar bókmenntasögu frá eigin brjósti. ekki börið við að skýra, hver sé afstaða þessarar útgáfu til hinnar fyrri. Helgi Sæmunds- son lætur eliki svo litið að hverskonar siðferðilegt skyn- leysi, sem .... ætti að spoma við, áður en það nær að gagnsýkja bókmenntalífið". „í hverju öðm siðuðu landi en á tslandi mundi þetta mál þegar hafa komið fyrir dóm- stólana". Höfundur þessa rit- dóms var enginn ofstækisfull- ur blaðamaður, heldur prófes- sor í bókmenntasögu við Há- skóla tslands: Sigurður Nor- dal. S.E.B. í Tímanum átti „sin- ar sálfræðilegu skýringar" é atferli hins ofstækisfulla blaðamanns við Þjóðviljann Sjálfur taldi blaðamaðurinn skrif sitt sprottið af um- hyggju fyrir íslenzkum sóma. Hánn var minnugur þessa rit- dóms Sigurðar Nordals, er hann reit greinarstúf sinn; hann þóttist sanna að Krist- mann Guðmundsson hefði „tekið upp lítt breyttar setn- ingar" og jafnvel heila kafla úr bókmenntasögu Francis Bull; hann sá að Kristmann „lét ekki svo lítið að nefna nafn" hans, „hvað þá geta þess með einu orði, að neitt væri til hans sótt". Blaða- manninum þótti atferfl þetta bera vitni „um einhverskonar siðferðilegt skynleysi, sem.. . ætti að spoma við, áður en það nær að gagnsýkja bók- menntalífið". Og tillögur hans . í greinarlok voru m.a. bomar fram til þess að vandamenn hinnar norsku bókmenntasögu fæm ekki að setja „þetta mál .... fyrir dómstólana". Það virðist áður hafa verið regla Helga Sæmundssonar að „stela" sem mestu frá einum manni í senn. Nú boðar hann það verkefni að „stela" frá sem flestum. Væntanlega tekst honum sjálfum að hagnýta sér kenningu sína í æ ríkari mæli; og er batnandi manni bezt að lifa. Ekki er ljóst hvað þessum sirinaskiptum mannsins nm ritþjófnað veld- ur, en vera má að hinn hvassi ritdómur Sigurðaf Nordals hafi valdið einhverju um þau. Hann hefur þá ekki reynzt einbert vindhögg. Hinsvegar viðurkennir blaðamaður Þjóð- viljans fullkominn og algeran ósigur sinn í Jzessu nýja máli. Nokkrir helztu menningar- frömuðir þjóðarinnar hafa lokið óskoruðu lofsorði á Heimsbókmenntasögu Krist- manns. Hér er rétt og vel af stað farið, segir einn; bókin er skemmtileg aflestrar, segir annar; hinum þriðja verður tíðrætt um listræn tök höf- undar á vandasömu viðfangs- efni; hinn fjórði er fullur undrunar á úriííú hljóði er rekið hafi verið upp út af bókinni. Og útgefandi hennar auglýsti hana af kappi í jóla- kauptíðinni. Aðeins einn mað- ur hefur komið til liðs við blaðamanninn. Nú beygir haim sig fyrir meirihlutanum. Hann hugði í grunnfæmi sinni að það væri ekkert fallegra að gerast fjölþreifinn um ann- arra manna bækur en t.d. ann- arra manna yfirhafnir; en honum skjátlaðist: enginn maður skrifar slíka bók frá eigin brjósti, verkefnið er að „stela". Sigurður Nordal var ögn á eftir tímanum 1943. Blaðamaður Þjóðviljans var snöggtum lengra á eftir hon- um 1955; þróuninni hafði fleygt fram. Það er komið nýtt siðferðismat á íslandi. Við getum kallað það sið "erð- ismat olíusalans: sem mestan ■ ■Wi'hta v.~.‘ v-x Verkefniff er a5 „&tela“ frá sem ffestum gróða fyrir sem minnsta vinnu. Að skrifa bókmennta- sögu á Islandi — það er svip- að og að selja olíu: maður þýðir einn kaflann hér og ann- an þar úr erlendum bókum og kallar útkomuna sitt verk, maður leggur 200% á olíuna og kallar það sannvirði. Við þessari siðgæðisþróun er ekk- ert að gera, annað en láta sér hana vel líka. Allt annað er „skoðanalegur öfuguggahátt- ur“. Þetta er nútíminn; mað- ur verður að fylgjast með honum; það dugar ekki að daga uppi í úreltum kreddum. Þetta er það sem koma skal á íslandi. Vér eigum ekki að vænta annars. Næsta skref menningarfrömuðanna verður að láta þýðá Heimsbókmennta- sögu Kristmanns Guðmunds- sonar á norska tungu. m. Nú skulu að lokum tekin tvö dæmi úr bókmenntasögu Francis Bull og önnur tvö úr bók Kristmanns. Þessi dæmi sýna almenningi í land- inu hvemig skrifa skal bók- menntasögu handa honum; þau gefa íslenzkum rithöf- undum bendingar um þaö hvemig þeir eiga að vinna í framtíðinni fyrir öruggu lofi þeirra sem kjörnir em til að úthluta því. Það er hið nýja siðgæði í verki. Fyrra dæmið er um skozka skáldið Robert Burns, sem allir þekkja. Francis Bull: „Robert Burns (1759-96), Skottlands störste lyriske dikt- er, var sönn av en gartner, en begavet og initiativrik mann som etter evne lijalp sine barn til kunnskaper og dannelse. Robert Bums del- tok med iver i sin hjembygds folkeliv og dens religiöse og politiske stridigheter. Han for- sökte seg som forretnings- man og jordforpakter — og skrév dikt fra han var 16 ár gaminel. I 1786 var han blitt trett av ökonomiske vansker r' og ville utvandre. For á skaffe seg reisepenger offentliggjor- de han et iitvalg dikt, „Po- ems, chiefly in the Scottish Dialect," og ble med ett slag en landskjent dikter. Samtidig traff han „Highland-Mary“, en ung pike sem döde like etter og som han skrev noen av sine skjönneste dikt til... . Med árene vant han en ene- stáende stilling i sitt folks bevissthet. Har hadde likevel ökonomisk motgang, og pa sine eldre dager henfalt han til misbmk av alkohol, som knekket hans kraftige konst- itusjon". Kristmann Guðmundsson: „Eitt mesta Ijóðskáld Skot- lands er Robert Bums (1759- 1796). Faðir hans var garð- yrkjumaður, vel viti borinn. sem reyndi eftir megni að styðja böm sín til menhta, Róbert hóf ungur að yrkja og tók jafnan mikinn þátt í þjóð- lífi Hálandanna, þar sem hann ólst upp. En hann var að því leyti líkur öðmm brag- smiðum, að honum gekk illa að afla sér fjár. Þreyttist hann loks á fátæktinni heima fyrir og ákvað að flytja tiJ Ameríku. Ekki átti hann þö ferðapeninga, en tók það ráð að gefa út úrval Ijóða sinna,, ef verða mætti, að þau seld- ust fyrir fargjaldinu. Þetta varð reyndar til þess, að hanii fór hvergi, því að ljóðakverið gerði hann þjóðkunnan þegar í stað. Nefndist það „Kvæði aðallega á skozkri mállýzku''' („Poems, chiefly in the Scott- ish Dialect"). Um þessar mundir hitti hann einnig „Há- landa-Maríu", unga mey og fríða, er hann orti til nokkur af fegurstu kvæðum sínum, Hún dó stuttu síðar. . . Bums var elskaður og dáður af þjóö sinni, en f jár var honum vant jafnan; sleit fátæktin og ýms- ir fylgifiskar hennar, svo sem ofdrykkja, kröftum hans fyrir aldur fram....“. Hér sýnist viðeigandi að minna á orð höfundar um starf sitt: „Ég hef haft mikla. ánægju af þessu verki, sarnn- ingu heimsbókmenntasögunn- ar, en verkið herur verið miklu viðameira, heldur en ég gat ímyndað mér í byrjun"., Frh. á 10 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.