Þjóðviljinn - 14.01.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.01.1956, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 r fá nýtt í barátt B S S oi uhnn nýja lyfiS bœfir úr reynzf Nýtt lyf hefur gefið mjög góða raun viö lækningu á sykursýki. Með því er glúcagon-hormóninu, sem brisiö gefur frá sér, haldið í skefjum í blóöinu og sykurinnihaldi blóðsins um leið haldið niðri. Sænskur læknir. dr. Bo And- ersson, birti nýlega grein í Svenska Liikartidningen, þar sem hann segir frá reynslu sinni af þessu nýja lyfi. Sykursýki hefur verið talin stafa af því að bris- ið framleiddi of lítið insúlín, sem nauðsynlegt er til að líkam- inn geti hagnýtt sér sykurinn í hlóðinu. En brisið framleiðir einnig hormónið glúcagon og læknar hafa upp á síðkastið ver- ið að komast á þá skoðun, að of mikið glúcagon i blóðinu geti verið höfuðorsök sykursýkinnar. I Góður árangur Nú segir þessi sænski læknir, að á sjúkrahúsi því sem hann Starfar á hafi hið nýja lyf, BZ 55, sem er þýzkt og súlfanomíd- tegund, verið gefið tíu sykur- sjúkum mönnum með góðum ár- angri, en það dregur úr glúcagon innihaldi blóðsins, sem áður seg- ir. Ekki fullnægjandi skýring Þegar kanadísku læknunum Branting og Best tókst að fram- lelða fyrsta nothæfa insúlínið á árunum 1921—1922, héldu menn að fullnægjandi skýring væri fengin á orsökum sykursýkinnar og afleiðingum og einnig full- komið læknislyf við henni: Sjúk- dómurinn stafaði af insúlínskorti. En brátt kom í ljós að þessi skýring var ekki fullnægjandi. Það gerði t. d. strik í reikning- inn, að áhrif insúlíngjafar á Sjúklinga voru mjög mismun- andi. Sjúklingar sem þurftu Stóra skammta af insúlíni, gátu t. d, hætt að nota insúlín án þess að missa meðvitund. Hins- vegar voru einnig dæmi um það, að menn sem gátu haldið sjúk- dómnum í skefjum með mjög litlum skömmtum af lyfinu, þoldu ekki að vera án þess og misstu meðvitund þegar þeir tóku það ekki. Uppgötvun sem mönnum sást yfir Þegar skömmu eftir að insú- íínið var framleitt, eða árið 1923, var gerð merk uppgötvun, sem læknum sást þó yfir þá. í •■■■■■■■■■■■■■■■■■■aMauBaaaaaaaaftMBBavuaaMsa Enn f jölgar glæpum í USA Á siðasta ári voru framdir í Bandaríkjunum 2.255.000 meiri háttar glæpir — þ. e. fjórir á mínútu að jafnaði. Frá þessu segir í skýrslu frá yfirmanni sambandslögreglunnar FBI, J. Edgar Hoover. Ofbeldisárás- um, þifreiðaþjófnuðum og umferðadrápum hefur fjölgað i mjög frá árinu áður. «■■■■■■■■ ■«■■■! brisinu fannst efni sem verkaði andstætt við insúlín, þ. e. jók blóðsykurinn i stað þess að minnka hann. Það var ekki fyrr en á árunum 1928—1937 að gerð- ar voru ýtarlegar rannsóknir á þessu blóðsykuraukandi efni, sem kaliað var glúcagon og reyndist síðar meir vera hormón. Það líktist mjög insúlíninu að kemískri byggingu og það var því mjög erfitt að skilja efnin í sundur. Árið 1946 tókst þó dönskum vísindamönnum að framleiða insúlín, sem var al- gerlega laust við glúcagon og nú hafa Svíar t. d. framleitt glúca- gon, sem er alveg laust við insúlín. Breytingar í brisinu Insúlínið er framleitt af frumu- hópum í brisinu sem kallaðir eru „Langerhans-eyjar“. Þetta eru svonefndar: beta-frumur, en aðrir frumuhópar, sem svonefnd- ar alfa-frumur mynda, framleiða aftur á móti glúcagonið. Komið hefur í Ijós að hlutfallið milli þessará tveggja frumutegunda er nær alveg fast í heilbrigðum mönnum, en í sykursjúkum breytist það og fjölgar þá alfa- frumum á kostnað beta-frum- anna. Skýringin er talin 'vera sú, að offramleiðsla af glúcagoni valdi því að betafrumurnar auka fram- leiðslu sína af insúlíni. Þetta aukna álag á betafrumurnar ríð- ur þeim að fullu og afleiðingin verður að líkamann fer að vanta insúlín. Þessi efnaferli virðast taka skamman tíma i börnum, enda hefur komið í ljós, að í fuHnœgjandi, jbess sykursjúkum börnum finnas' stundum aðeins alfa-frumur. Insúlínbirgðir í eldra fólki Hinsvegar virðist roskið fóll og gamalt þola þessi efnaferl án þess að verða meint af og m því ætla, að það liafi mikla varabirgðir áf insúlíni, segir di Andersson. Þetta nýja lyf hefu sama mátt og kóbolt til að Ú1 rýma alfafrumunum, en hinsvep ar ekki eiturverkanir þess. Þa er því hægt að nota það t.il þes að koma á aftur jafnvægi mil1 alfa- og beta-frumanna í bri: inu og þar með stuðla að jafr vægi milli alfa og beta-frumann í brisinu og þá um leið at jafnvægi milli insúlíns og glúca- gons í blóðinu. Kemur ekki í stað insúlíns Það er ekki hægt að nota hið nýja lyf í staðinn fyrir insúlín, sykursjúkum mönnum verður að gefa insúlín eftir sem áður. En BZ 55 er nýtt vopn gegn sykur- sýkinni og getur orðið upphaf þess að hún verði algerlega sigr- uð. Houand /cejur nyceya yejiö Sameinuou pjoounmii svo- nefndan Foucault-pendúl, sem sýnir snúning jaröarmnar. Pendúllinn er 100 kílóa pung gyllt kúla sem hangir i 17 metra löngum stálprœði og sveiflast í síféllu yfir rafsegli sem vegna snúnings jarðar snýst hœgt réttsœlis. Hann fer eina umferð á 36 klukkustundum og 45 mínútum og er pað í samræmi við hnattstöðu New York borgar par sem aðalbœkistöðvar SÞ eru. Rafsegullinn myndi fara umferðina á nákvœmlega einum sólarhring á heimskaut- unum, en hreyfast hins vegar ekki á miðbaugi jarðar. Pendúllinn er nefndur eftir franska eðlisfrœðingnum Jean Foucault, sem sannaði með slíkum pendúl árið 1951 í Pantheon í París ,aðjörðin snýst um öxul sinn. ISB'i' Hvetur þá til oð láta af andstöSu sinni gegn alþýSustjórninni og leggja henni US Titul Petrescu, fyrrv. formaður sósíaldemókrataflokks- ins í Rúmeníu, hefur ritað blaðinu Scanteia í Búkarest bréf, sem það birtir. í bréfinu skorar hann á fyrri flokks- félaga sína, sem nú dveljast í útlegð, aö snúa heim og taka þátt í uppbyggingu sósíalismans. Það mun ekki líða langur tími, varla meira en tvö-þrjú ár, þar til tannlæknar geta bor- að í tennumar én þess að sjúk- lingurinn finni fvrir því. Þetta segir danskur tann- læknir, Dreyer Jörgelisen, í við- tali við Land og Folk. Hann skýrði frá því að smíðaðir hafa verið nýir harðir málmborar sem vinna mildu fljótar en þeir sem nú eru notaðir svo að sjúk- lingurinn verðúr minna var við þá. Hann sagði ?ð menn væru að hverfa frá tilraunum með hina svonefndu „köldu bora“, en leituðu í aðrar áttir. M.a. hefði verið reynt að blása dufti á tannflötinn, svonefnd „air dent“ aðferð, og gerðar hafa verið tilraunir með plötu sem látin er titra svo ört að sveifl- umar verða 30.000 á sekúndu. Þessar tilraunir hafa gefið svo góða raun, að búast má við að kvalalaus tannborun verði al- menn eftir tvö-þrjú ár. í blöðum sósíaldemókrata á vesturlöndum hefur það marg- sinnis verið fullyrt, að Petres- cu væri ,,fórnarlamb“ kommún- ista. Hann barðist á sínum tíma ■ gegn alþýðustjórninni í Rúmeníu og sameiningu verka- lýðsflokkanna og var þá rekinn úr sósíaldemókrataflolcknum. Hann kemst m.a. svo að orði í bréfi sínu: — Sem sósíalisti verð ég að viðurkcnna þann árangur sem náðst hefur í Rúmeniu, enda þótt við hefðum heldur kosið að aðrar leiðir hefðu verið farnar. Eins og allir aðrir ólilutdrægir áliorfendur verð ég að viður- kenna, að afrek verkalýðsins í iðnaðinum, rafvæðjugunni og uppbyggingunni leggja grund- völl að nýrri, auðugri og ham- ingjusamari tilveru. „Kemur ykkur sjálfsagt á óvart“ Verkamenn og bændur Rúm- eníu hafa sýnt i verki, að kleift var að byggja á skömm- um tíma upp sósíalismann í landi okkar, enda þótt margir okkar hefðu talið það ófram- kvæmanlega draumsýn. I dag hlýt ég að fallast á að Verka- lýðsflokkur Rúmeníu hefur fylgt réttri ste'nu. Þessi breytta afstaða mín gagnvart núríkjandi stjórnar- fari í Rúmeníu kemur nokkrum af fyrri félögum rnínum sjálf- sagt á óvart — þar á ég fyrst og fremst við þá vini mína, sem dveljast hinum megin landamæranna. En ég held ekki að það geti talizt furðulegt að sósíalisti taki slíka afstöðu, miklu heldur er sá stórfelldi sósíalistíski árangur furðuleg- ur sem hefur n"ðst í Rúmeníu. Það er eina skýringin á þess- ari nýju a stöðu minni, sem ég mun ekki hvika frá. Ég beini orðum mínum til j vina minna í útlöndum, sem ef til vill hafa búizt við annars konar orðsendingu frá mér. Ég vænti þess að þeir láti sér •skiljast, að þjóð okkar er núj að byggja upp nýtt þjóðfélagj án okkar, og að það er skylda þeirra að snúa heim til föður- landsins til að leggja þjóð sinni lið í þessari baráttu hennar. Sem sósíalisti og föðurlands- vinur sný ég mcr til ykkar, vina minna og flokksfélaga, og skora á ykkur að hætta við þá iðju sem þið hafið stundað hingað til og engan árangur getur borið. Hún brýtur í bága við hagsmuni þjóðar okkar nú og í framtíðinni. Ég skora á ykkur að snúa baki við þeim sem skilja eklri rás sögunnar. Stjórnarvöld alþýðulýðveldis- ins bera engan hefndarhug i ykkar garð eða annarra. 1 ykkar hópi eru menn sem hafa orðið fyrir miklu mótlæti, stundum að óverðsku'duðu. En manni verður að skiljast, að Við slíkar sögulegar aðstæður, þegar gífurlegar breytingar em að eiga sér stað, eru mistölc óhjákvæmileg. Við skulum gleyma því sem liðio er. Við skulum hor'a fram á veg, fram til sósíalismans, sem öreigarn- ir í landi okkar eru að fram- kvæma. Ég lýk máli mínu með því að skora enn á ykkur, vini mína og félaga, að snúa aftur heim til ættmanna ykkar og átthaga og fullvissa ykkur um, að þið þurfið ekki að óttast neina hefnd. En haldið þið á- fram starfi ykkar gegn landi okkar, þá hafið þið vitandi vits og án nokkurs vafa geugið í lið með ^apítalistunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.