Þjóðviljinn - 14.01.1956, Side 6

Þjóðviljinn - 14.01.1956, Side 6
WKIUIIY' - M 6) — ÞJÓÐVTLJINN — ‘|iaugarda|fur 14. janúar 1956 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — V_------------------------- Gestir í landi sínu Blað utanríkisráðherrans, Tíminn, hefur þessi ummæli eft- ír ráðlierra sínum um hafnar- gerð þá sem rikisstjórnin hefur nú heimilað Bandaríkjamönn- um í Njarðvík: „íslendingar hafa rétt og möguleika á að koma upp bryggjum í höfninni til af- nota fyrir útgerð. Ennfrem- ur fá íslenzk skip afnot af aðalhafnargarðinum, sem um leið verður bryggja fyrir stór skip.“ Og Morgunblaðið bætir þessu við: „islendingar mega nota mannvirki hafnarinnar, m. a. hafa not af aðalliafnar- bakkanum.“ Þetta eru ákaflega lærdóms- rík ummæli. Það er verið að tala um höfn á íslandi, höfn sean gert er ráð fyrir i lands- hafnarlögum frá Alþingi og átti að efla mjög sjávarútveg á suð- urnesium. Og nú hafa íslending- ar „rétt á“ að koma unp bryggj- um, og þeir „fá afnot“ af hafn- argarðinum, og þeir „mega nota“ mannvirki hafnarinnar. Þetta er nákvæmlega það orða- lag sem notað myndi um menn sem fá að athafna sig í landi eriendrar þjóðar, hér eru það íslendingar sem orðnir eru gest- ír og aðskotadýr í landi sínu. Ef til vill er það ömurlegast af öllu að íslenzkur utanríkis- ráðherra skuli geta komizt þannig að orði — og liefur hann eflaust borið orðavalið undir samráðherra sina og þá sér- fræðinga sem um málið f jölluðu. Það hefur ekkert stungið þessa herra að tala um að íslendingar „hafi rétt á“ og „fái“ og „megi“ gera sjálfsögðustu hluti í landi sínu. Þessir menn eru hættir að hugsa og finna til eíns og frjálsbornir íslending- ar, þýlyndið er orðið samgróið þeim, þeir hafa hreiðrað um sig í skugga herveldisins og sjá ekki út fyrir hann. Eu það er fleira sem utan- rikisráðherra og ríkisstjóm hafa gleymt: réttindum þeim sem Alþingi íslendinga hefur. Samningurinn um Njarðvík hef- ur ekki verið borinn undir Al- þingi og þingheimi er ekki einu sinni sagt frá honum f>Tr en hann er gerður. Utanríkisráð- herra virðist imynda sér að hann geti gert hverja þá samn- inga um landaafsal sem honum sýnist við Bandaríkjamenn; mcð íslendingseðlinu virðist hann hafa glatað þekkingu sinni 4 lögum og stjórnarskrá lands- manna. Ráðherran mun bera það fyr- ir sig að með hernámssamn- ingnum hafi islenzk stjómar- völd tekið að sér að afhenda Bandaríkjamönnum land til starfsemi sinnar. En hver slík ráðstöfun er auðvitað eftir sem áðui1 háð samþykki Alþingis; — eða ímyndar ráðherrann sér t.d. að hann geti afhent Reykja- víkurhöfn upp á sitt eindæmi?! Slík vanþekking á lögum og stjómarskrá er skiljanleg hjá erlendum mönnum en ekki hjá ráðherra sem enn á að heita að þ.ykist vera íslenzkur. Gunnar M. Magnúss: ABENDING til yíirmanns herþrælanna á Islandi. John W. White á Ketlainkarflugvelli M' lflv IX. Ieð Morgun- blaðsgreininni birtið þér mynd af þremur Nissen-bröggum. Og þjónn yð- ar við blaðið setti þessi lát- lausu orð undir myndina: — í þessum lágkúrulegu bröggum á Keflavikurflugvelli situr her- stjórnin. — Eftir þetta þurfa Rússarnir og þeirra útsendarar svo sem ekki mikið að hafa fyrir því að njósna um hinar mikilvægu herstöðvar. Þarna getið þið séð, hvar verið er að brugga launráð „gegn hættunni úr austri“, eins og þér orðið það. Ef svo heldur fram sem nú er stefnt, má gera. í’áð fyrir að næsta tiltekt yðar verði að biðja Morgunblaðið að birta mynd af hernaðarkortum yðar með hinum nákvæmlega teikn- uðu strikum, hringum og punktaiínum, ef þér þá ekki sendið Rússum þetta í pósti. Að öðru leyti mun myndin eiga að hafa tvíþætta merk- ingu: Hún mun vera sneið frá Morgunblaðinu og yður í sam- einingu til þeirra 2500 íslend- inga, sem liafast við í bröggum en hafa sumir verið svo ves- ældaríegir að nöldra við og við út af íverustaðnum. Lítið til fuglanna í loftinu, — litið til herstjómar Bandaríkjamanna á 'Sslandi, þeir velja sér slika bragga til ívistar við öll störf sín í þágu „vemdarinnar" og þykir heiður að. Nei, þetta er of barnalegt og augljós blekking, hr. John White. Lítillæti yðar í sam- bandi við íveru yðar í Nissen- bröggunum snertir ekki með- aumkvUnarþel íslendinga. Þeir brosa að þessu. Þetta er yf- irborðslítillæti, sem hroka- gikkir bregða yfir sig, en fer þeim illa. Þér talið digurbarkalega um að „skattborgarinn banda- ríski“ myndi taka í taumana við óþarfan f járaustur til her- stöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Sennilega myndu vopnasalamir í heimalandi yð- ar, sem jafnframt eru vafa- laust miklir „skattborgarar“ ekki gera sér miklar rellur út- af þeirri lúsarögn, sem færi til þess að byggja svolítið reisulegri húsakynni yfir áróð- urshershöfðingjann, svo að hann gæti flutt úr hálftunnu- húsinu, — og forðað lionum þannig frá háði og spéi hinna umkomulitlu eyjarskeggja á kríuskerinu. Þetta mættuð þér hugleiða úr því að myndin og Morgunblaðsgreinin framköll- uðu ekki hina umbeðnu með- aumkvun íslendinga. W lagans á „þessari eyju ykkar í Atlanzhafinu", svo að tekin séu upp orð, sem Morgunblað- ið segir að andinn hafi gefið yður að mæla. I þessu sam- bandi er rétt að fræða yður á því, að íslendingar eru næmir á ýmis hljóðbrigði í náttúr- unni og skilja því vel tóninn í þessum orðum yðar til lands og þjóðar. Skal þá aftur víkja örlítið að byggingaframkvæmdum á Keflavíkurvelli. Fjárausturinn frá „skattborgurum“ Banda- ríkjanna fer ekki eingöngu til þess að byggja flugvélaskýli, birgðaskemmur, hótel, kvik- myndahús og skemmtistaði. íslendingum -er ekki með öllu ókuxmugt um uppdrátt af stór- framkvæmdum á Keflavíkur- velli. Það þarf vitanlega ekki að fræða yður á því, að þar er gert ráð fyrir 30 stórhýs- um, er reist verði í fyrstu lotu. Það er að vísu ekki búið að fullgera nema 12 af þessum stórhýsum, en í hverju þeirra eru 70 til 80 herbergi, auk ýmissa aiuiai'ra salarkynna. En auk þessara stórhýsa hafa verið byggð smærri liús, sem þér munuð telja vel sæmandi mannabústaði. Samt sem áður er farið að hugsa. um stór- framkvæmdir í næstu lotu. En þér berið fram undirförulslega kvörtun vegna seinagangsins. „Það hefði verið æskilegt að gera fleiri framkvæmdir hér til þess að stvrkja herfræði- lítillátir að tilkynna áform yðar. Hin gersamlega þýðing- arlausu hervirki, sem þér streitist við að koma hér upp, notið þér sem skálkaskjól meðan þér leitið í hvívetna færis að eyðileggja viðnáms- þrótt þjóðarinnar og grafa undan sjálfstæðisvilja hennar. Þegar Island hlaut fullveld- isviðurkenningu eftir alda- langa og harða sjálfstæðis- baráttu, greypti þjóðin á skjöld sinn tvær setningar, sem skyldu marka stefnu hennar til heilla um alla framtíð. Það voru orðin: ævarandi hlutleysil og vinátta við allar þjóðir. Þessi orð voru síðan gróður- sett í hug og hjarta hvers barns, sem borið var til þéss að erfa þetta land. En þér komuð hingað, Bandarikja- menn, til þess að svívirða og fótumtroða hinar helgustu gjafir, sem forfeður vorir gáfu niðjum sínum. 1 stað vinar- þels í garð annarra þjóða krefjist þér að sáð sé hatri í hugarfar íslenzkra barna, í stað hlutleysis krefjist þér á- rásar, í stað friðsamlegra starfa krefjist þér auðmjúkrar þjónustu í þágu vopnavalds- ins. Og hið hryggilega er, að til liðs við yður hafið þér um sinn fengið íslenzka valdhafa, jafnvel nákomna þeim er fyrr- um mörkuðu hin gullvægu stefnumið. En það skuluð þér vita, að þér eruð hér allir óvelkomn- | ið fyrir herþrælum vopna- valdsins, gerðist hann mesti uppspunamaður sinnar sam- tíðar hér á landi. Þér her- námsmenn eigið tryggan þjón þar sem hann er. En slíka menn köllum við leppa hér norðurfrá. Og þótt lepp- ar séu notalegir og gagnlegir um sinn, bíða þeirra allra ó- umflýjanleg og lítt ákjósanleg örlög. Með atferli sinu liafa Banda- ríkjamenn orðið þess valdandi að stjórnarstefna sú hér á landi, sem byggist á herset- unni, hefur leitt þjóðina í meiri ógöngur en hún hefur áður komizt í síðau hún fékk sjálfsforræði. Þér Bandaríkja- menn hafið sogið vinnuaflið frá lífrænum atvinnuvegum þjóðarinnar, svo að nú riðár allt til falls. Þrátt fyrir millj- ónir dollara, sem þér sogið að íslendingar hafi hreppt fyrir aðstoð við herinn, hefur þjóð- in aldrei verið skuldugri en nú út á við. Öll störf bandamanna yðar hér á landi markast af fálmi og fumi eftir einhverju hálmstrái til að fleyta sér á frá degi til dags: Þér munuð brosa í kamrinn yfir því, hvernig yður hefur tekizt að smeygja fjötrum á þjóðina, en þó kann sú gleði yðar að verða skammæ. Það er von allra þjóðhollra íslendinga, að þeir dagar nálgist hraðfara, sem stytti leiðindadvöl yðar og herþræla yðar hér á landi, svo að úr íslenzku andrúmslofti hverfi harmakvein yðar yfir hinu ógestrisna landi. XII. Skal yður þá veitt skýr- greining á því, hversvegna al- fvfý..-:. ■ .‘.0þsrpi'■'' - ■, : .,1% arn •« í . ■ mam ,í p,essum lágkúrulegu bröggum á Keflavíkurflugvelli situr herstjórnin“. lega aðstöðu vamarliðsins“, segið þér. „En hér verður að sjálfsögðu ekkert gert nema íslenzka rikisstjómin leggi samþykki sitt á það.“ XI. F|ér megið gjam- * an heyra X. finsvegar segið þér ekki frá þvi, að þér liafið kirkju yðar í bragga, en látið búa yður lystisemdanna íveru í hinum veglegustu húsakynnum á ís- landi, eins og þér hafið gum- að af. I þeim stórfenglegu og glæsilegu salarkynnum félags- heimilanna verðið þér að reyna að bæta yður upp í-aunir út- það við þetta tækifæri, herra John W. White, að allur fer- ill Bandaríkjamanna liér á ís- landi síðustu 10 árin hefur markað skuggalegan kapítula í sögu þjóðarinnar. Þjóðin hef- ur í einu og öllu verið beitt ofríki vegna hersetimnar. All- ar hinar „æskiiegu framkvæmd • ir“ bandaríska hervaldsins hafa verið ákveðnar vestur í Bandaríkjunum án nokkurs samráðs við islenzka valdhafa. En það skal viðurkennt, að þér hafið jafnan niátt treysta á þjónkun núverandi valdhafa, þegar þér loks hafið verið svo ir af þjóðarheildinni. Þér komuð hingað í fyrstu sem of- ríkismenn, án nokkurrar laga- heimildar eða fullgildra samn- inga þar um. Utanríkisráð- herra íslands, sá, er undirrit- aði hernámssamninginn, hafði ekkert umboð til þess, hvorki frá þjóðiimi né af hálfu Al- þingis. Hami setti innsigli sitt undir samninginn í fullkomnu heimildarleysi, því að 5. maí 1951, þegar samningurinn var undirritaður, liafði ekki verið leitað til Alþingis um sam- þykkt hans. Þetta er óhagg- anleg staðreynd í sögunni. Þessi staðreynd hefur verið borin fram á Alþmgi að við- staddri ríkisstjórn, en við- komandi ráðheiTa sá sér ekki fært að hreyfa andmælum. Þögnin á að hylja ódæðin. En eftir að sá ráðherra hafði framið slíkt gerræði gegn þjóð sinni, að opna land- þýða manna á íslandi kallar menn yðar 4 Keflavíkurvelli herþræla og yður, hr. John W. White, yfirmann herþrælanná. íslenzkur heimspekingur, dr. Helgi Pjeturss kemst svo að orði á einum stað, að her- mennska sé sú tegund af þrælahaldi sem menn þekki lægsta. Nóbelsverðlaunahöf- undurinn Halldór Kiljan Lax- ness tekur undir þessa álykt- un með svofelldum orðum: „Ég held, að fáar almennar skilgreiníngar á hlut eða á- standi séu jafnfullkomlega tal- aðar út úr hjarta sérhvers íslendíngs. Oss hrýs hugur við að heyra um menn, sem verða fyrir þeim ókynjum að falla í ánauð og vera seldir mansali til nauðúngarvinnu, ellegar þegar konur eru veiddar af þrælasölum og seldar til ólifn- aðarhúsa í þeim hluta heims- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.