Þjóðviljinn - 14.01.1956, Side 7
— Er ég tókst á hendur að
setja upp Jónsmessudraum í
jÞjóðleikhúsinu ykkar, gerði ég
mér engar tyllivonir um að það
yrði auðvelt starf; þeim leik-
stjóra hlýtur einmitt að vera
mikill vandi á höndum sem
kann ekki orð í því tungumáli
sem leikendur hans tala. En
hér hef ég komizt að raun U’n
það sem mig grunaði áður: að
leikarar eru sjálfum sér líkir
hvar sem þeir eiga heima; hóp-
ur manna, sem vinnur að sama
takmarki, verður fljótt sam-
stæður og samhuga — og þann-
ig höfum við leyst öll vandamál
í eindrægni. Nú þegar starfinu
er lokið finnst mér það hafa
verið auðvelt.
Þetta segir Walter Hudd,
leikstjórinn enski er kom hing-
að til lands um 20. nóvember
og heldur aftur heimleiðis á
þriðjudaginn. í millitíðinni hef-
ur hann sett upp Jónsmessu-
draum Shakespeares í Þjóð-
leikhúsinu; kalla sumir þá sýn-
ingu hina fegurstu er þar hafi
sézt. Það blésu kaldir vindar
í fyrradag er við mæltum okk-
ur mót, og Walter Hudd kom til
íuaadarins í nýrri VÍR-úlpu
sem er séríslenzk framleiðsla.
Er hann snýr heim mun hún
bera því vitni hvar hann hefur
dvalizt um skeið. Það kemur
á daginn síðar í viðtali okkar
að ísland hefur orkað sterkt á
hjarta hans; hugur hans mun
einnig í framtíðinni vitna um
vist hans á þessum yztu nesj-
um.
— Allir þeir leikarar sem ég
hef haft skipti við hér, heldur
Walter Hudd áfram, hafa
reynzt mjög áhugasamir og
námfúsir í starfi; og ég vildi
sízt drága dul á að þeir hafa
einnig kennt mér sitthvað. Hitt
skyldum við horfast í augu við
að íslenzka leikara skortir ýms
tækifæri til að þroska hæfi-
leika sína, gera þá sem fjölhæf-
asta. Starfsemi þeirra er nær
eingöngu bundin við leikhúsin,
og að nokkru við útvarpið. í
Englandi höfum við að auki
kvikmyndir og sjónvarp. Fjöl-
Jhæft starf eykur reynslu og
þekkingu.
— Mig langar að koma því
á framfæri, bætir Walter Hudd
enn við, að ég hef haft hér-
staka gleði af börnunum sem
voru með okkur í Jónsmessu-
draumi. Eg geri orð þýzks
vinar að mínum orðum. Það
var í stríðinu. Hann var flótta-
maður og dvaldist hjá mér um
skeið. Eitt sinn að vetrarlagi
vorum við úti að ganga; það
var snjór og börn að renna sér
á sleðum niður dálitla hæð.
Þá sagði vinur minn upp úr
eins manns hljóði: Börn eru
beztu mennirnir í veröldinni;
— jáj hann sagði „mennirnir“.
j
— Hvernig fellur yður við
Þjóðleikhúsið sem leikhúsbygg-
ingu?
— Það er á ýmsan hátt mjög
gott leikhús. En það virðist
einkum stílað fyrir stórar og
viðamiklar sýningar; innilegir
og lágværir leikir mundu helita
því miður. Það er sem önnur
leikhús teiknað af arkitekti
sem ekki hefur haft nána per-
Sónuiega þekkingu á þörfum
eða störfum leikhússfólksins
sjálfs; en það er mín skoðun
að fullkomið leikhús verði ekki
rei9t nema til komi ráð og á-
Laugardagur 14. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7
bendingar þess fólks sem í hús-
inu mun starfa — leikhússtjóra,
fatageymslukvenna, svo og allra
annarra. Sannleikurinn er sá að
leikhúsasmiðir gæta að jafnaði
betur hagsmuna væntanlegra
áhorfenda en starfsfólks. Eg
hygg að ýmislegt mætti betur
fara í sambandi við svið Þjóð-
leikhússins; ljósakerfið er þó
mjög gott. Og sem sagt: þetta
er myndarlegt og mikið hús, og
þið megið vera stoltir af því.
Eruð þér ekki á sama máli?
— Þér ætluðuð að ferðast
eitthvað um landið; hafið þér
gert víðreist?
— Eg komst því miður ekki
neitt út á landsbyggðina; veðr-
áttan að undanförnu hefur séð
fyrir því. En mig langar að
koma aftur að sumri. Eg skal
nefna eina orsökina til þeirr-
ar löngunar: málverk Jóhann-
esar Kjarvals. Eg sá sýning-
una hans; hún snart mig djúpt;
hún töfraði mig. Mér virðist
sem Kjarval sýni áhorfandan-
um inn í sjálfan frumkjarna
■ náttúrunnar. Mig fýsir að sjá
eigin augum þá náttúru sem
túlkuð hefur verið af þvílíkri
dýrð. — Hér hef ég notið ein-
Walter Hudd
(Ljósm. frá Sig. Guðm. tók myndina í fyrradag).
gfúndvöil. Þá má" ekki gléýma
Christopher Fry. Hann er töfr-
andi rithöfundur og grundvall-
ar vérk sín á siðfræðilegum
sjónarmiðum; mannhygð er
grunntónn þeirra. Roger Mac
Dougal er rithöfundur með
hjartað á réttum stað. Hann
hefur mikinn áhuga á öllum
málefnum friðar í heiminum,
og er óhræddur að fjalla um
vandamál nútímans í verkum
sínum. Ég vil nefna leikrit hans
The Delegate, er við sýndum
á síðastliðnu ári. Aðalpersón-
urnar þrjár eru Englendingur,
Rússi og Bandaríkjamaður.
— Þér þekktuð Bernard
Shaw?
— Eg vann eitt sinn undir
stjórn hans. Undir handleiðslu
lians bauðst mér eitt fyrsta
meiriháttar tækifærið á leik-
ferli mínum. Það er að bera i
bakkafullan lækinn að segja
hér á íslandi að hann hafi ver-
ið merkilegur maður. Leikrit
hans gáfu mér nýja sjón.
★
Nú vikur talinu að öðrum
efnum um hríð; en þar kemur
að ég spyr Walter Hudd hvað
honum virðist um horfurnar
í heimsmálunum.
— Andrúmsloftið hefur orð-
ið mildara að undanförnu,
svarar hann. Næstliðin ár hef-
ur það ennþá einu sinni orðið
bert að auðvelt er að villa um
fyrir fólki um stundarsakir
með nógu hörðum áróðri. En
það hefur einnig komið á dag-
inn að það er ekki hægt að
drepa sannleikann. Á vorum
tímum skiptir friðurinn öllu
máli. Ef við fáum varðveitt
hann, munu öll önnur vanda-
mál leysast að auki. Eg vona að
við séum sammála um það.
Vitið þér hvað fer fyrst í rúst-
ir í styrjöld? Sannleikurinn.
stæðrar gestrisni og alúðar. Eg
flyt öllum hugheilar þakkir, og
þó einkum starfsfólki Þjóðleik-
hússins — fyrst og fremst
þjóðleikhússtjóra sem átti upp-
tökin að komu minni hingað
og hefur sýnt mér frábæra vin-
semd. Eg vildi gjaman mega
leggja hönd að verki í Þjóð-
leikhúsinu öðru sinni.
★
— Þér hafið farið eitthvað
um meginlandið sem leikari og
leikstjóri?
Ég hef leikið með Old Vic
í Kronborgarkastala í Dan-
mörku. Við sýndum þar Hamlet
1950; ég fór með hlutverk Pol-
oníusar. Einnig hef ég leikið
í Sviss. í Hollandi hef ég
stjórnað tveimur leikritum, er
sýnd voru í einu lagi: Ætlar
konan að deyja? eftir Crist-
opher Fry og Man of Destiny
eftir Shaw. Mér finnst leik-
stjórn hugtækust allra verk-
efna í leikhúsi; hún gefur ó-
venjulegt tækifæri til að kynn-
ast persónuleika manná.
★
— Hvaða verkefni bíða yðar
fyrst, þegar heim kemur?
— Kennsla í skólanum sem
ég starfa við; einnig mun ég
undirbúa sjónvarpsdagskrá þar
sem sýnt verður hvemig
kennsla í leiklist fer fram,
hvemig ungir leikarar eru æfð-
ir. í þessari dagskrá verða m.
a. fluttir kaflar úr Hamlet.
— Er mikill áhugi á sjón-
varpi í Englandi?
— Já; og það hefur mikil
áhrif, eins og margar nýung-
ar — meðan þær eru nýungar.
Það hefur um sinn dregið
nokkuð úr aðsókn að ýmsu
öðru efni. Eg hygg þó að það
muni ekki til langframa spilla
fyrir leikhúsum, hvað þá
leggja þau í eyði eins og sum-
ir óttast. Það ætti að geta
komi?t á heillhdrjúg samvinna
með leiklist og sjónvarpi.
— Hvað um áhuga almenn-
ings á leiklist?
■— Hann er mikill, og jókst
mjög á stríðsárunum frá því
sem áður hafði verið; hið
sama gilti raunar um hvers-
konar aðra skemmtun. Eink-
um urðu hinir klassísku höf-
undar aðnjótandi mikils dá-
lætis á ný. í stríðinu var ég
á sífelldu leikferðalagi þrjú
og hálft ár samfleytt, aftur og
fram um landið. Við sýndum
ekki aðeins í byggðum þar
sem engin leikhús voru, held-
ur einnig í vopnaverksmiðj-
um sem fluttar voru úr borg-
unum til leyndra staða úti i
sveit: það voru sem sé verka-
menn og annað alþýðufólk sem
við sýndum list okkar, og
verkin sem við fluttum voru
til dæmis eftir Shakespeare,
Shaw og Iþsen. Margt af
þessu fólki hafði aldrei kom-
ið í leikhús áður, né haft nein
kynni af leiklist; og ég vil
ekki halda því fram að við
höfum hvarvetna haft mikinn
framgang í fyrstu. En áhorf-
endur okkar mátu okkur þeim
mun meira sem lengra leið.
Að síðustu voru þessir strit-
andi alþýðumenn orðnir dá-
samlegir leikhúsgestir.
— Býr enska ríkið vel að
listum?
— Síðastliðin ár hafa 780
þúsund pund verið veitt árlega
á fjárlögum til lista í Englandi.
Slík fjárveiting er alger ný-
lunda í enskri sögu, en sem
þér sjáið hverfur þessi upphæð
sem dropi í hafið. í stríðslok
fóru samtök listamanna fram
á miklu hærri fjárveitingu, en
við þetta sat. Leikhús í Eng-
landi eru í einkaeign; og það
er okkar 45 milljónum til jafn-
mikillar smánar að eiga ekkert
þjóðleikhús sem það er hinum
160 þúsund íbúum íslands til
heiðurs að hafa komið sér upp
þessu svipmikla Þjóðleikhúsi.
— Eru margir góðir leikx
ritahöfundar í Englandi um
þessar mundir?
— Við eigum marga mæta
höfunda. Sean O’Casey, sem
er raunar íri, þekkið þið hér j
á landi af Júnó og páfuglinum.
Hann er frábært skáld, en er
nú orðinn aldraður maður.
Hann er vandleikinn; fyrir
nokkrum árum sýndum við
leikrit hans Purple Dust, en
það tókst ekki vel. N. C. Hunt-
er skirlfar leikrit í stíl Tsékoffs
og er mjög.jákvæður höfundur.
Terence Rattigan er ágætt
skáld; Þjóðleikhúsið sýnir ein-
mitt eitt leikrita hans síðar
í vetur. Jolm Whiíihg er mjög
góður rithöfundur. Ég vildi þó
segja að hann hefði ekki kom-
izt enn á fástán heimspekilegan
★
— Eg fer héðan á þriðjudaginn,
mjög ófús, sagði Walter Hudd
að lokum. Það var ætlun mín
að fljúga, en nú hef ég breytt
þeirri ákvörðun. Eg fer með
-Gullfossi. Mér geðjast ekki
lengur að þeirri hugmynd að
borða morgunmat í Reykjavík
og kvöldverð í Lundúnum. Um-
skiptin væru of snögg; ég hef
átt svo góðar stundir á ís-
landi.
Þannig talaði Walter Hudd,
Englendingurinn sem kom hing-
að til þess að við mættum
njóta enn betur en ella dýrrar
listar þess landa hans er hæst
hefur risið. Það er gleðiefni að
hann skuli bera ísland í hug
sér til heimkynna sinna. í stað-
inn skilur hann eftir hluta af
hjarta sínu
B.B
Kjarasamniegar
i ðviþjoo
Samningar standa nú yfir í
Svíþjóð milli alþýðusambands-
ins og vinnuveitenda um nýja
samninga. Verkalýðsfélögin
krefjast 6—7% almennrar
kauphækkunar, en vinnuveitend-
ur hafa ekki viljað fallast á
meiri hækkun en 3%, og hafa
reyndar ekki viijað lofa neinu
ákveðnu um það. Hafa samn-
ingsaðilar snúið sér til rikis-
stjómarinnar og beðið hana um
að skipa nefnd til að miðla
málum.