Þjóðviljinn - 20.01.1956, Síða 10

Þjóðviljinn - 20.01.1956, Síða 10
10)— ÞJÓÐVILJINN — Pöstuðagur 20. janúar 1956 Réthir en ekki ölmusa Framhald af 6. síöu. skömmtunarstjórar þess kunni að bregða eitthvað út frá á- kvæðum framfærslustigans í einstaka tilfellum. Hér er um að ræða spuminguna um rétt eða ölmusu. íhaldið hefur allt- af viljað koma þessum málum þannig fyrir að framfærslu- eyrir frá bænum væri eins- konar náðarbrauð sem félli úr hendi bæjaryfirvaldanna á borð styrkþeganna og þeim bæri að þakka og muna. Það hefur viljað auðmýkja fólkið sem lent hefur á framfæri bæjarins og helzt af öllu inn- ræta því þann hugsunarhátt að íhaldið héldi í því lífinu af náð og miskunn! Hefur íhaldið álitið að þannig mætti hafa af framkvæmd fram- færslumálanna flokkslegan hagnað sem um munaði þegar mikið lægi við. En framfærsla hins opin- bera er réttur en engin ölm- usa. Þegar heilsan bregzt eða aðrar óviðráðanlegar ástæður valda því, að maður getur ekki séð fjölskyldu sinni far- borða á hann skýlausan laga- legan rétt á aðstoð bæjarfé- lags síns. Og þegar svo er komið er það mikilsvert mannréttindamál að fram- færslueyrir bæjarins sé ákveð- inn af sanngimi og við það eitt miðaður að sómasamlega sé séð fyrir þörfum styrk- þeganna. Hin leiðin er ófær og óverj- andi að ætla sér að halda framfærslustiganum óbreytt- um árum saman á tímum óstöðugs verðlags og rök- styðja þá ráðstöfun með því að þeira sem undan slíku kmrta sé liðsinnt með auka- greiðsliun þegar framfærslu- fulltrúarnir telji þess þörf. Með því fyrirkomulagi er framfærsluöryggi styrkþeg- anna stefnt í hættu. Fram- færslufulltrúamir eiga ekki að vera neinir skömmtunar- stjórar eða náðarútdeilendur, heldur er verkefni þeirra að sjá um framkvæmd þessara mála á grundvelli gildandi laga og samþykkta um þau. Þetta útilokar á engan hátt að ekki geti til þess komið eða talizt réttmætt að breytt sé út frá framfærslustiga*> sem er sanngjamlega ákveð- inn og í samræmi við ástand- ið í verðlagsmálum. Alltaf em til undantekningar sem óhjákvæmilegt er að taka til- lit til. En að gera það að reglu að framfærslufulltrú- arnir skammti hverjum ein- um að mestu að eigin geð- þótta er óhafandi og má ekki þolast. Það er spor aftur á bak til þeirra tíma þegar sjónarmið íhalds og hroka- Bifreiðar fluttar inn fyrir um 95 millj. króna á 11 mánuðum s.l. árs Inníiutningur fisks og fiskmetis nam á sama tíma- bili rumlega hálfri milljón króna Flutningatæki voru flutt imt fyrir samtals 122,2 mill- .iónir, þar af bifreiðir fyrir 95 millj. króna, 70 milljón- um meira en á sama tíma- bili 1954. Á sama tíma sem bifreiðainnflutningurinn hef- ur aukizt svona gífurlcga, hefur innflutningur annars- konar flutningatækja minnk- að úr 48,9 milljónum króna 1954 í 27,3 milljónir s.I. ár. Þriðji stærsti innflutningslið- urinn er gam, álnavara, vefnað- armunir o. þ. h. Þessar vörur voru futtar inn fyrir 104,1 millj. gikksháttar var allsráðandi í afstöðunni til þurfamanna á Islandi. Hækkun framfærslustigans til samræmis við þá dýrtíðar- aukningu sem orðið hefur síð- an 1952 er orðin knýjandi nauðsyn. Að sofa á því sann- gimismáli lengur er óverjandi og þeim til óafmáanlegrar skammar sem fyrir því standa. kr. á fyrrgreindu 11 mánaða tímabili. Aðrir innflutningsliðir eru lægri, t. d. vélar, aðrar en rarmagnsvélar, 87 millj., maim- vörur 54,6 millj., ódýrir málmar 51,2 millj., rafmagnsvélar og á- höld 48,8 millj., trjáviður og kork 45,8 millj., kom og korn- vörur 43,0 millj. króna. Þá má geta þess, að sam- kvæmt þessari skrá Hagtíðinda, höfum við íslendingar — sjálf fískveiðaþjóðin — flutt inn á tímabilmu fisk og fiskmeti fyr- ir rúmlega hálfa milljón króim, eða 561 þús króna. Verðmæíi innflutts kjöts og kjötmetis oem- ur á tímabilinu 162 þúa. kr. og mjölkurafurða, eggja og hun- angs 124 þús. Eitt þús. krónur hafa farið til kaupa á lifandi dýrum (ekki til manneldis eins og stendur í yfirliti Hagtíðind- anna). Aðalf undur Slysavamadeildar Ingólfs í Reykjavík veröur haldinn n.k. sunnudag 22. þ.m. í fundar- sal Slysavamafélagsins Grófin 1. Fundurinn hefst kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kosnir 10 fulltrúar á 8. landsþing Slysavarnafélags- ins. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Fullkomið hreinlæti æitu allir að tileinka sér og 1313 sápan eykur á vellíðan yðar vegna hinna bakteríudrepandi. ÞjóðviSjann vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda við Blesugróf og á Seltjarnarnesi. Talið við afgreiðsluna. Sími 7500. *■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■- «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• •■■■■■■■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■I «■■■■■«■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.