Þjóðviljinn - 25.01.1956, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. jánúar 1955
|I1Ö«VIUINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýöu
— Sósíalistaflokkurinn —
Sókn vinstri
aflanna
Atburðir síðustu helgar voru
um margt táknrænir fyrir þá
þróun sem nú setur svip sinn á
þjóðlífið. Vinstri menn í verka-
lýðshreyfingunni unnu tvo mikil-
væga sigra: íhaldið tapaði meiri-
hluta sínum í stjórn Vörubíl-
stjórafélagsins Þróttar sem það
hefur haft s.l. sex ár til stórtjóns
og vanvirðu fyrir þetta stéttar-
félag og alla verkalýðshreyfing-
una. Starfandi sjómenn unnu og
irnjög mikilvægan sigur í mark-
vissri baráttu sinni fyrir því að
heimta Sjómannafélag Reykja-
víkur í eigin hendur. Fylgis-
aukning þeirra nam rúml. 33%
frá síðustu stjómarkosningu og
nú skortir aðeins herzlumun til
að sjómenn vinni þann úrslita-
sigur að verða sjálfir húsbænd-
ur í stéttarfélagi sínu.
Bæði þessi kosningaúrslit eru
augljós vottur um þá öruggu og
þungu sókn sem vinstri öflin eru
nú í innan verkaiýðshreyfingar-
ínnar. I>au eru ánægjulegt á-
framhald þeirrar sóknar eining-
araflanna sem leiddu til stjóm-
arskiptanna í Alþýðusambandi
Isiands fyrir rösku ári þegar
vinstri menn í verkalýðsfélögun-
iim sameinuðust um að afmá
smánarblett íhalds og afturhalds
af heildarsamtökum íslenzks
verkalýðs en fá þeim hæfa
stjórn og stéttvísa til forustu um
málefni alþýðunnar og hagsmuni
' verkalýðsstéttarinnar. En hið
sama gerist víðar en hér
Reykjavík. í hverju verkalýðsfé-
>aginu af öðru úti á landi
verða nú einingarstjórnir vinstri
manna sjálfkjömar. Verkalýður-
irin fylkir sér hvarvetna um ein-
ingarstefnu sína en vísar á bug
fálmkenndum sundrungartilburð-
um afturhaldsins.
Við hlið þessara mikilsverðu
staðreynda kemur svo hinn
glæsiiegi fundur Fulltrúaráðs
verkalýðsféiaganna í Gamla
biói s.l. sunnudag, þar sem full-
trúar allra andstöðuflokka í-
haldsins túlkuðu nauðsyn þess
að vinstri öflin sameinist um
nýja stjórnarstefnu og rikish
stjórn sem alþýðusamtökin gætu
treyst og veitt brautargengi i
starfi. Fundarsóknin og undir-
tektir í'jöldans sem þar var sam-
ankominn sýndi einhug og áhuga
réykvískrar alþýðu fyrir því að
sánifylking vinstri aflanna megi
verða að veruleika og binda
endi á það skefjalausa arðrán
á alþýðu manna og atvinnuveg-
um þjóðarinnar sem skipulagt er
af auðvaldi og braskarastétt
með fulltingi ríkisstjórnar þess-
ara afla. Alþýðan í Reykjavík
hefur sýnt og sannað að hún
fylkir sér af festu og framsýni
um kröfuna um vinstri ríkis-
stjórn sem leysi núverandi ó-
stjóm braskaranna af hólmi.
Þessari sókn vinstri aflanna,
bæði utan og innan verka-
lýðshreyfingarinnar, þarf að
halda áfram af fullum þunga. Og
þar eiga allir að leggja krafta
sína fram sem skilja nauðsyn
þess að rétti og hagsmunum hins
vinnandi fólks verði skipað til
öndvegis í íslenzku þjóðfélagi.
Jiiila plágan” verdur lífæð
Gulá er uppspretta allra
nauða! — svona er vitnisburð-
ur Kínverja um þetta stórfljót,
og svona hefur hami verið frá
alda öðli. „Ef Gulá yrði tær
mundi himinninn hrynja“.
Þessu trúa menn í Kína. En nú
mun „gula plágan“ verða beizl-
uð, vatnið í henni verða tært,
og þvi mun verða veitt á rækt-
arlandið, látið knýja aflstöðv
ar, og áin mun verða sam
gönguæð. Þessi áætlun er n
á döfinni og kallast Hin fjö1
þætta áætlun um varanlegp
hagnýtingu vatnsafls í Gulr
og var hún samþykkt á öðn
þingi alþýðustjórnarinnar.
Gulá kemur upu í Chinghr
héraði og er u*n 5000 km lönr
farvegurinn er ákaflega bug’
óttur. Hún rennur um Kansr
Inmi Mongólíu, Shansi o-
Honan, og fellurl liaf útnor?
ur af Shantung. Framræslv
svæði árinnar nær yfir 730.00
ferkílómetra, og eru þar 4
af hundraði af öllu ræktar
land í Kína; eru þar ræk'
aðar korntegundir, tóbak c
bómull, og þar eru líka auðu.r
ar kopamámur, alúmíníum c-
aðrir málmar, kynstur af olí
og kolum. Þarna stóð vagg
kínverskrar menningar, og í
búarnir eru 180 milljónir.
Sagan segir, að á síðust-
þrjúþúsund árum, hafi komi'
ekki færri en 1500 flóð, o'
skörð í varnarmúra, við Gulá
Tuttugu og sex sinnum hefm
hún skipt um farveg. Tjón af
flóðum var tiltakanlega mikið
á stjómartíma Kuomintang,
því þá var vanrækt að halda
varnargörðunum við. En eftir
1946 tóku Kínverjar, undir
stjóm Kommúnistaflokksins
og alþýðustjómarinnar, að sér
viðhald vamargarðamia, og
síðan hefur verið gert við um
1800 km lengd, langir flóð-
garðar steinsteyptir í stað
hinna, sem gerðir voru úr
bambusvöndum, það hafa ver-
ið fylltar 8000 holur og skörð
í garðana, og mælt fyrir mörg-
um flóðvarnasvæðum. Árang-
urinn hefur orðið sá, að tekizt
hefur að varna. flóðum á átta
flóðatímum að sumri og hausti
á láglendinu. Þar að auki hef-
ur verið komið í veg fvrir
skemmdir á jarðvegi af völd-
um vatnavaxta á löss-svæðun-
um, sem eru um miðja vega frá
upptökum til ósa árinnar, frá
því árið 1950, og árið 1953
var framkvæmd áætlun í hér-
aðinu Honan, sem var í því
falin að bi-eyta farvegi árinn-
ar Wei þannig, að hún yrði
skipgeug og jafnframt að
fært vrði að veita henni á
ræktarlönd.
Þrátt fyrir þessar fram-
kvæmdir er ennþá mikil hætta
á flcðum i Gulá, að stíflur
brotni eða áin breyti um far-
veg. Áin er ákaflega gruggug
neðatitil, og stafar þetta frá
löss-svæðunum, en þaðau ber
hún árlega um 1380 milliónir
tonna af íeðju. Þegar þessi
leðia fer að safnast fyrir í
farveginum á sléttlendinu,
hækkar botn árimiar um 12
sm og flæðir áin þá vfir bakk-
ana. Það getur þó valdið miklu
meiri hættu, þegar leðjan
setz± við árósinn,
Síðan stjómarháttum var
breytt og alþýðustjórnin tók
við og tekið var til að vinna
markvisst að því að gera þessa
gömlu „gulu plágu“ að upp-
sprettu lieilla og hagnaðar
handa landi og lýð, hafa ýms-
ar stærri og smærri þverár
Gulár verið rannsakaðar á
16.000 km kafla, og 85 þús.
hverfa, í öðru lagi munu hinir
40 stíflugarðar í aðalánni á-
orka því, að unnt verði að sjá
iðnaði, landbúnaði og sam-
göngum í héruðunum, sem að
ánni liggja fyrir 23 millj. kíló-
vatta af rafmagni, í þriðja
lagi: vatnsveitusvæðið mun
stækka úr 11 millj. hektara í
Meðal annarra stórframkvæmda sem nú standa yfir í Kína er
lagning járnbrautar frá Lansjá til Sinkiang og liggur hún yfir
Gulafljót, Verður lögð brú yfir fljótáð þar sem það fellur fram
um hið hrikalega Ljúhjá-skarð. Myndin sýnir fyrsta undirbún-
ing að brúarsmíðinni: verkfræðingar hafa strengt stálvíra í
mikilli hæð yfir vatnsborði árinnar.
ferkílómeti'ar lands. Á 27 stöð-
um hafa verið undirbúnir
stíflugarðar, vatnsrannsókna-
stöðvum fjölgað, og þær hafa
verið endurbættar, og óliemju-
miklu efni um vatnsrannsóknir
var safnað. Með ágætri að-
ferð sovézkra sérfræðinga
tókst ráðuneytum þeim, sem
fara með vatnsmálin, eldsneyt-
isframleiðslu og jarðfræði-
rannsóknir og aðrar stjómar-
deildir, sem þetta varðar, að
leiða til lykta, í árslok 1954,^.—
undirbúning að þeim f jölþættu
framkvæmdum, sem nú eru að
hefjast.
I þessari nýju áætlun er
margt falið, og er hún til 15
ára. Það er tilætlunin að
byggja margar stíflur, eða 46
alls, og skulu þær ná frá
Lungyang gljúfri yfir Kuc-
itch í Chinghai héraði til Lok-
on í Tsinan í Shantunghéraði,
og situr áin að því lokriu í
uppistöðum, sém líkjast. risa-
vöxnum stiga. Auk þess verða
byggðir vatnsgeymar, hvar
sem þess er þörf, við ármót
Gulár bg þveránna og jarð-
vegsvemd og vatnsgæzlu kom-
ið á í stórum stíl á svæðunum
í lösshéröðunum Shansi,
Shensi og Kansu, en þar hef-
ur áin grafið sér djúpan far-
veg og rennur í gljúfmm.
Framkvæmd þessarar stór-
kostlegu áætlunar mun valda
gífurlegri byltingu. Fyrst og
fremst mun hættan á flóðum
60 millj. hektaria vegna nýrra
stíflugarða, vatnsveituskurða
óg annars, sem til þarf. í
fjórða lagi, þá er stíflugarðar
og stíflur eru fullgerðar, mun
500 tonna dráttarbátur geta
siglt frá ósnum á Gulá til
Lansjá. Engin leðja mun ná
að safnast fyrir úr þessu, eða
þá er áin hættir vegna þess-
ara aðgerða. að épilla landi í
lösshémðunum.
Það mun taka marga ára
tugi að framkvæma til fulln-
ustu allar þessar mörgu áætl-
anir, og mun hinn fyrsti þátt-
ur þeirra eiga að gerast fyrir
árið 1967. Hann er í þvi fal-
inn að gera tvo risavaxna
stíflu- og áveitugarða við aðal-
ána. Önnur þeirra, Sanmen-
gljúfraáætlunin, sem hafin
verður árið 1961, mun gera
fært að hafa hemil á mestöllu
vatnsmagni árinnar. Stein- :
steypt stífla, sem verður 100
m há og vatnsgeymir, sem tek-
ur um 38 þús. milljónir rúm-
metra, munu draga svo úr
mætti flóðanna, að hámarks-
flóð sem getur numið 40 þús.
rúmmetrum á sek., mundi
minnka niður í 7 þús. rúm-
metrá á sek. Eftir að byggðir
hafa verið geymamir, sem
takmarka skulu flóðin í þrem-
ur þverám Gulár — Yiho,
Syðri Loho og Chinho —
verður engin flóðahætta fram-
ar á sléttlendinu. Einn þáttur
þessara áætlana er milljón
kílóvatta raforkustöð. Við
Linchiagljúfur er áætlað að
byggja vatnsgeymi, sem taki
5200 millj. rúmmetra. Þar mun
verða unnt að framleiða
milljón kílóvatta, þegar mest
er. Geymirinn þama mun
draga svo úr flóði, að nema
mun 4600 rúmmetrum í stað
7500 rúmm. áður.
Framkvæmd fyrsta þáttar
þessara áætlana mun gera
skipgenga hálfa leiðina af
miðkafla og neðsta kafla
fljótsins. I þeim þætti áætlun-
arinnar er falið að gera tíu
litla geyma við árriar Ching,
Wuting og Yen og aðrar af
þverttm Gulár ofar Samnen- :
gljúfri, og mun þetta stuðla
að því að minnka flóðahætt-
una og jarðvegssnjöllin. Það
fylgir einnig áætluninni að
byggja þrjár stífliu- og
marga vatnsveituskurði við
Chingtung gljúfur, Tukou-
tang og Taohuayu við aðal-.
ána, svo að vantsveitusyæðið
mun stækka um 2000.000
hektara. Af þessu paun leiða
að ræktað mun verða 2735.000
tonnum meira af komi en nú,
er gert á þessu svæði og
200.000 tonnum meira af bóm-
ull. Svo sem sýnt er fram á
Framhald á 11. «íðu. >
Athugasemd um
stofnræktun útsæðis
Morgunblaðið ber landbúnað-
arráðherra Steingrím Stein-
þórsgon fyrir því í dag, að
Grænmetisverzlun ríkisins hafi
„brugðizt skyldu sinni um að
stuðla að stofnræktun kart-
aflna“.
Hér er rangt með farið.
Grænmetisverzlun ríkisins hef-
ur á árunum 1941—1955 að
báðum árum meðtöldum bein-
línis lagt fram sem næst 600
þús. króna til stofnræktarinn-
ar.
Stofnræktun hefur verið og
er framkvæmd í samráði við
og eftir tillögum tilraunaráðs
jarðræktar og hafa tilrauna-
stöðvamar á Akureyri, Reyk-
hólum, Skriðuklaustri og Sáms-
stöðum annast hana. Jafnframt .
hefur á þessu tímabili verið
samið við einstaka kartöflu-
framleiðendur, að fara með
framhaldsræktun útsæðis. Eins
og sjá má af þessu og kunnugt
er fjölda manna hefur Græn-
metisverzlun ríkisins innt þetta
hlutverk af hendi. .
Ummæli blaðsins eru því
fjarri hipu. rétta.
Hins skal svo jafnframt get-
ið, að fjárráð Grænmetisverzl-
unar ríkisins hafa verið. og eru
takmörkuð. Verzlun með kart-
öflur hefur reynzt lítil tekju-
lind.
Reykjavík, 24. jan. 1956.
Jón ívarsson