Þjóðviljinn - 25.01.1956, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.01.1956, Qupperneq 7
Miðvikudagur 25. janúar 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Það er í mörg horn nð lítn i Sjómannaskóíanum þar sem tveir ungir piltar keppa um skákmeisfaratitil Norðurianda Það leyndi sér ekki á þriðju- dag'skvöldið laust fyrir hálf átta, þegar . fréttamaður Þjóð- viljans var á leið á skákeinvíg- ið, að eitthvað óvenjulegt var á seyði í Sjómannaskólanum. Alla gafnan er Háteigsvegurinn fyrir ofan Lönguhlíð fáfarin gata, <akki sízt á þessum tíma dags. 5En nú brá svo við, að hver iúxusbíllinn á fætur öðrum beygði af leið og stefndi upp Guðmundur Arnlaugsson skýrir leiki keppendanna jafnóðum og peir berast. Háteigsveginn og inn á afleggj- arann, sem liggur heim að Sjó- mannaskólanum. Þótt svæðið fyrir framan Sjómannaskólann sé aiírúmgott var slíkur fjöldi . biía þegar kominn að ekki virt- ist pláss fyrir fleiri og má .hamingjan vita, hvar þeir sem Síðar komu, gátu komið bílum sínum fyrir. Þegar Guðmundur Amlaugs- son setti mótið fyrir hönd .Skáksambands íslands, var þegar töluvert af áhorfendum komið, svo að mótið hefði mátt teljaíst sæmilega sótt, þótt á- _ horfendur hefðu ekki orðið Eleiri. En eins og kunnugt er dreif að slíkan fjölda fyrsta hálftímann, að stjórnendur mótsins sáu þann kost vænstan ,að ioka húsinu. . , Guðmundur setti mótið með nokkrum orðum, bauð kepp- endur velkomna og þá sér- staklega hinn erlenda gest, Bent Larsen og ambassador Dana hér á landi, frú Bodil Begtrup, sem var viðstödd fyrsta keppniskvöldið og lék fyrsta leik einvígisins (Rf3) fyrir landa sinn. En það mun nú vera að komast í tízku, sbr. Hastings-mótið, að erlendir sendiherrar opni slík mót með þvi að leika fyrsta leikinn. Guðmundur lét þess enn- fremur getið um leið og hann . rakti aðdraganda þessa móts, . að Bent Larsen liefði sýnt mik- inn drengskap, er hann skoraði strax á Friðrik til þessa ein- vígis, þegar hann hafði prðið honum jafn að vinningum á Osló-mótinu, en hærri en hann að stigatölu. Lögin um Norður- landameistaratitilinn kveða svo á um, að einvígi skuli háð í svona tilfellum, „ef kostur er“. Og er það þá ,að sjálfsögðu lagt á vald þess, sem fleiri hef- ur stigin, hvort hann telur sig geta háð einvígið. Sem sagt: Bent Larsen vildi ekki „taka“ titilinn á þann auðvelda hátt, heldur kaus að heyja einvígið. Þama voru að sjálfsögðu mættir skákstj., Áki Péturs- son, og mótstjóri, Jón Einars- son og margt annað starfslið, svo sem dyraverðir, aðstoðar- menn til að sjá um sýningar- borðin, skákskýrendur og fleiri. — Síðast en ekki sízt ber svo að geta keppendanna, Bents Larsens og Friðriks Ólafssonar. Báðir eru þeir ungir menn og geðugir piltar, þótt ólíkir séu. Larsen fremur lágur vexti, hvikur í hreyfingum og ein- beittur, en Friðrik hár og grannur, hægur í framkomu og ekki líklegur til að flasa að neinu. Því er ekki að leyna að ým- islegt fór öðruvísi úr hendi en ákjósanlegt hefði verið varð- andi tilhögun og aðbúnað sýn- ingargesta og jafnvel kepp- enda fyrsta kvöldið. En ekki er rétt að áfellast svo mjög mótstjórnina íyrir það, því að með réttu er ekki hægt að segja annað en að mót þetta sé um undirbúning og allan aðbúnað með meiri og betri myndar- brag heldur en hér hefur þekkzt fyrr. Það, sem á skortir að fyllstu kröfum sé fullnægt, ber því að skrifa á reikning ófullnægjandi húsnæðis, og er þó vafasamt að annað betra hafi verið fáanlegt en þetta. Því má ekki gleyma, að að- sóknin að þessu móti og þá sérstaklega fyrsta kvöldið, þegar meira en 1000 manns lögðu leið sína á keppnis- staðinn, er svo margfalt meiri heldur en nokkurntíma hefur þekkzt hér á landi fyrr, að það var varla von að mótstjómin hefði gert ráð fyrir slíkum ó- sköpum og' allar aðstæður þannig, að ekki er fært að taka á móti svo miklum fjölda gesta og .veita öllum viðunandi af- greiðslu. Keppendurnir, sem eru að sjálfsögðu miðdepill alls, sem þarna fer fram, sitja á hækkuð- um palli í einu horni matsalar Matsveina- og veitingaþjóna- skólans sem þarna er til húsa. Þarna eru stólar fyrir um 100 gesti og stæði fyrir 100 —200 til viðbótar. Að sjálf- sögðu geta ekki nema örfáir áhorfendur fylgzt með skák- inni á borði því, sem keppend- urnir nota. Þess vegna er fyr- Ingi R. Jóhamisson, Jón Einarsson mótstjóri og Guð- mundur Pálmason athuga taflstöðuna á vasatafli. langur tími milli leikja, koma þeir stundum í gusum, svo að hann verður að hafa sig allan við til að geta haft sýningar- borðið í lagi. Skákstjórinn hefur einnig að- Hundruð manna horfa á keppendurna á hverju kvöldi, hugleiða leiki peirra og reyna að raða fmmháldið. irkomið stóru sýningarborði í enda salarins, sem aliir geta auðveldlega séð. Einnig eru á sama vegg klukkur, sem jafnan sýna hvað tíma keppendanna líður. Ungur maður hefur þann starfa að færa mennina á sýningarborð- inu og stilla klukkurnar. Krefst það starf bæði árvekni og ná- kvæmni, því að þótt oft líði sétur á pálli képpendanna. Sér hann úm að engar skákreglur séu brotnár. Fylgist hann með tíma keppenda og fellir úr- skurði, ef ágreiningúr kynni að risa miíli 'keppenda. En mesta starf hans hing'að til virðist hafa verið fólgið í því að reyna að halda kyrrð í salnum, því að áhorfendur þurfa að gera margar athugasemdir sín á Friðrik Ólafsson og Bent Larsen sitjayfir fjórðu skákinni, sem lauk meö jafntefli. Þá hafði Bent 2Vz vinning, Friðrik lVz. (Ljósm. Sig. GuÖm ). milli við taflmennsku meist- aranna. Á næstit hæð fer svo íram skákskýringin. Það starf má heita ný atvinnugrein hér á skákmötum. Þó var hún fram- kvæmd að einhverju leyti á Norðurlandamótinu 1950. Skák- meistararnir Guðmundur Arn- laugsson, Guðmundur Pálmason Jón Þorsteinsson, Arinbjörn Guðmundsson og' ingi R. Jóhannsson hafa fram til þessa séð um þennan þátt mótsins. Þetta er mikið nauðsynjaverk og til mikils hagræðis og á- nægju fyrir áhorfendur, því að þar fá þeir ekki aðeins svör við ýmsum „duttlungum11 og „brögðum" keppendanna, held- ur geta þeir einnig komið fram með ótal spumingar og borið undir álit manna ýmsar tilög- ur, sem flestir luma á, og óska að fá svör við. Þetta starf er þó ekki öfundsvert né öllum fært að leysa vel aí hendi, þvi að áhorfendur óska ekki aðeins að fá skýringar á hverjum leik, sem leikinn er, heldur helzt eínnig sagða og skýrða út væntanlega leiki, sem þeir ým- ist leggja til sjálfir eða krefja skákskýranda um. Fram til þessa hefur hin ágætasta sam- vinna átt sér stað í efri saln- um þótt keppendurnir hafi oft brugðið af þeirri leið, sem kannski hefur verið „sam- þykkt“ sú bezta meðal áhorf- endanna. Og er það aðeins ein sönnunin enn fyrir því, hversu lýðræðinu er áfátt, þeg- ar á herðir! Þá má ekki gleyma því, að í neðri salnum geta áhorfendur keypt sér ágætar veitingar, og kemur það sér vel, þvi að það iiggur í augum uppi, að þegar menn eru búnir að standa upp á endann þetta frá 3 upp í 5 klukkustundir og hugsa einhver lifandi ósköp, þá fer svo að mörgum er nauðsyn að fá ein- hverja hressingu. H$f ég það fyrir satt, að allar bírgðir hafi brotið í eldhúsi um það er lauk fyrsta kvöld mótsins. Eins og áður hefur verið vikið að eru það ekki keppend-^ urnir, sem hafa komið mest á óvart á þessu móti, heldur á- horfendurnir. Og þó ekki fyrir það, að þeir hafi sýnt einhver sérstök skákafrek, heldur hitt hversu margir þeir eru. Þess Framhald 4 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.