Þjóðviljinn - 31.01.1956, Qupperneq 3
Þriðjudagnr 31. janúar 19ö<> — ÞJÖÐVILJINN — (3
¥erða þær felldar eða samþykktar?
Breytingartillögur við fjárlögin
Atkvæðagreiðsla um fjárlögln fer væntanlega fram í dag og koma þá
m.a. tii atkvæða eftirfarandl tiilögur:
Hér í blaöinu hefur áö'ur veriö getiö nokkurra- tillagna j ilasjóðs 1 milljón.
uni ýmis menningarmál, sem Einar Olgeirsson flytur viö Áður heiur verið sagt fiá
fjárlagaafgreiösluna. Þessum' tillögum er þaö sameigin-
legt, að flestar snerta þær stórmerka þætti menningarlífs
þjóöarinnar, sem óhjákvæmilegt er aö verði siirnt og því
fyrr því betra, en hinsvegar eru þær fjárupphæðir, sem
um ræðir hreinir smámunir í útgjöldum ríkissjóös.
Tillögur þessar liggja nú
fyrir við 3. umr., sumar endur-
fluttar, en sumar voru teknar
aftur til 3. umr. Skal þeirra
nú stuttlega getið.
TiL háskólaráðs, 100 þús. kr.,
til þess, í samráði við rann-
sóknarráð ríkisins, að veita
stúdentum, er nema vilja
hverskonar efnafræði, sérstaka
styrki, svo að þjóðfélagið hafi
síðar meir næga sérfræðinga á
því sviði.
Til vísindarannsókna í ís-
lenzkri sögu, bókmenntum og
t.ungu, svo og íslenzkri jarð
fræði, skv. ákvörðun háskóla-
ráðs, er hafi hvað jarðfræði-
rannsóknir snertir samráð við
rannsóknaráð ríkisins — kr.
100 þús.
Til íslenzkra námsmanna er-
lendis, hækki úr 875 þús.
1050 þús.
Til Taflfélags Reykjavíkur
til þess að taka á leigu eða
eignast fastan samastað, er sé
skákheimili þeirra, er íþrótt þá
iðka — 80 þús. kr.
Tii þess að bjóða tveim fær-
eyskum stúdentum ókeypis
dvöl við Háskóla íslands til að
nema íslenzk fræði — 75 þús.
Til Þjóðminjasafns, til
hljómplötusafns og upptöku á
stálþráð, hljómband eða annað
varanlegt efni á ýmiss konar
alþýðlegum fróðleik, frásagn-
arhætti og kveðskap — kr. 50
þús.
Til upptöku á stálþráð,
hljómband eða annað varam
legt efni á einni skáldsögu
Halldórs Kiljans Laxness, val-
inni í samráði við hann og les
inni af hoi/úm sjálfum — kr.
25 þús.
Til viðhalds Viðeyjarstofu i
samráði við eiganda, en tryggt
sé að engu sé breytt frá göml-
um stíl hússins -— kr. 100 þús.
Til þess að kvikmynda dag-
legt líf á íslenzkum kotbæ
eins og það er, og skal valinn
kotbær byggður í gömlum stíl
— kr. 150 þús.
Laun skálda, rithöfunda og
listamanna verði greidd með
verðlagsuppbót.
TII sumardvalarheimila, í
Stað 125 þús. komi 150 þús.
Til orlofs og sumardvalar
fyrir húsmæður frá barnmörg-
um heimilum á vegum mæðra-
félaga, mæðrastyrksnefnda og
annarra samtaka, en félags-
málaráðuneytið úthluti fénu til
samtakanna •— kr. 75 þús.
Til almennra síysavarna, í
stað 150 þús. komi 175 þús.
Til umferðaslysavarna, í stað
50 þús. komi 125 þús.
Þá flytur Einar tillögu um,
íþróttasamband — Rómar-
sýning.
Lúðvík Jósepsson flytur til-
lögur um:
Að fjárveiting til Iþrótta-
sambands íslands verði 100
þús. í stað 75.
Að greiða. Félagi íslenzkra
myndlistarmanna vegna nor-
rænu listsýningarinnar í Róm
þær 100 þús. kr., sem veittar
voru á fjárlögum fyrir árið
1955.
Tilíögur minnihl.
f járveitinganefndar.
Lúðvík Jósepsson og Hanni-
bal Valdimarsson flytja tillög-
ur um:
Að fjárveiting til læknisbú-
staða, sjúkraskýla og sjúkra-
húsa hækki úr 2000 þús. í 2800
þús. kr.
Að fjárv. tíl íþróttasjóðs
hækki úr 1200 þús. í 1800 þús.
kr.
Að fjárv. til Alþýðusam-
bands íslands verði 150 þús.
í stað 75 þús.
Að fjárv. til flugvallagerða
verði 4 millj. í stað 2,5 millj.
Að lagt verði til félagsheim-
brtill. við tekjubálkinn.
\restmaimaeyjar
Karl Guðjónsson flytur til-
lögu um að framlag til hafnar-
innar í Vestmannaeyjum hækki
úr 350 þús. í 1 milljón.
Þá flytur Karl ásamt Jóh.
Þ. Jósefssyni tillögu um að
styrkur til Lúðrasveitar Vest-
mannaeyja verði 12 þús. í stað
8 þús. og að ef rekstur flug-
mála verði hagkvæmari en
gert er ráð fyrir, sé heimilt að
nota þann mismun til flug-
vallagerðar á þeim stöðum,
sem þjóðvegakerfi landsins nær
ekki til.
Siglufjarðarhöfn.
Gunnar Jóhannsson flytur á-
samt Einari Ingimundarsyni
tillögu um að framlag til
Siglufjarða.rhafnar hækki úr
200 þús. í 300 þús.
Kópavogur, Saudgerði.
Finnbogi R. Valdimarsson
flytur ásamt Guðmundi í. Guð-
mundssyni og Tómasi Árna-
syni tillögur um, að í stað
þess, sem segir í tillögum
meirihluta fjárvn. um framlög
til skólahúsa: Kópavogur (á
Kársnesi) kr. 200 þús., komi:
Kópavogur, skólahús á Kárs-
Framhald á 5. síðu.
400 sekúndulítra stækltun
á Vatnsveitunni ákveðin
Bæjarráö sam.þykkti sl. föstudag eftirfarandi ráöstuf-
anir til aukningar vatnsveitunnar.
A. Bæjarráð fellst á tillögu
vatnsveitunefndarinnar um að
gerður v’erði 2000 seklítr. vatns-
veitustokkur frá Helluvatni að
Árbæjarstíflu og að lögð verði
400 seklitr. vatnspípa þaðan til
bæjarins. Er borgarstjóra og
vatnsveitustjóra fahð að láta
gera nákvæmar kostnaðaráætl-
anir og tillögur um fjáröflun
til þessarar aukningar.
B. Jafnframt samþykkir bæj-
arráð, eftir tillögu vatnsveitu-
nefndar, að gera nú þegar ráð-
stafanir, í þvi skyni að ráða að
nokkru bót á vatnsskortinum,
sem nú er:
1. Að selja vatn til atvinnu-
reksturs eftir mæli.
2. Að láta gera allsherjarleit að
lekum og göllum í vatnsæðum
Aðalfundnr
£s|u í Mjós
Aðalfundur verkalýðsfélagsins
Esju í Kjós var haldinn siðast-
liðinn sunnudag. Stjórn félagsins
er þannig skipuð:
Brynjólfur Guðmundsson for-
maður, Páll Helgason varafor-
maður, Njáll Guðmundsson rit-
ari, Sveinn Þórarinsson gjald-
keri, og Magnús Bjarnason með-
stjórnandi.
Samþykkt var að hækka úr-
gjald félagsmanna úr 80 kr. i
150 kr.
jómarliðlð gjörsamlega rökþrota
Umzæðumar um skatlkúgunma einkenndust a£ markvissri sókn
sósíallsta en varnarleysi stjórnarliðsins
Lúðvík Jósepsson gerði glögga
grein fyrir tillögum Sósíalista-
flokksins sem hann ber fram á-
samt Karli Guðjónssyni. Er sagt
frá þeim annarsstaðar hér í blað-
inu.
Vilja spenna
skattboganm sem hæst
Lúðvík bénti á hvemig rikis-
stjórnin þrátt fyrir þetta frum-
varp heldur áfram á þeirri braut,
að meirihluti stuðningsins við
útgerðina, bátagj aldeyriskerf ið,
er ennþá utan við verksvið Al-
þingis. Ríkisstjómin vildi hafá
þar öll ráð i sinni hendi. Þvínaest
sýndi hann fram á hvemig heild-
arútgjöldin, sem skattaklyfjarnar
eru miðaðar við, em ranglega
áætluð, beinlínis í þeim tilgangi
að hægt sé að spenna skattaupp-
hæðina sem hæst. í rauninni
væru það ekki nema 85 milljónir,
sem afla þyrfti, þótt annars
væri tekið gott og gilt það sem
að í stað þess sem segir í til- ríkisstjórnin segir um þörfina.
Íögnm meirihluta f.iárveitinga-
nefndar: Ný skólahús: Reykja-
vík —• kr. 435 þús., komi:
Reykjavík: a. skóli við Bú-
staðaveg kr. 435 þús., b. skóli
við Hamrahlíð kr. 435 þús.
Þingmerm Sósíalistaílokksins tættu í sundur ,,rök-
stuöning“ stjómaxinnar fyrir Iiinum risavöxnu neyzlu-
sköttum, þegar fnunvarpiö um framleiöslusjóö var til 2.
umræöu í neöri deild í gær. Sýndu þeir fram á hver bjaxn-
argreiði þessar ráöstafanir era fyrir útgeröina um leiö og
þær eru hiö ægilegasta rán á öllum almenningi í landinu.
Eina skynsamlega leiöin er að láta auðklíku milliliöanna
bera byrðarnar.
Lúðvík gerði síðan grein fyrir
tekjuöflunartillögum Sósialista-
flokksins. Færði hann fram ó-
hrekjandi rök fyrir þeim svo
að Ólafur Thors, sem talaði á eft-
ir bar ekki við að hrekja eitt
einasta atriði þó að hann sýni-
lega hefði löngun til þess. f sam-
bandi við olíufélögin Upplýsti
Lúðvík m. a. að fyrir þá oliu,
sem þjóðin notar, verði hún að
greiða 50 millj. meira en ná-
grannaþjóðir okkar. Þá nefndi
hann einnig' óvéfengjanlegar töl-
ur um gróða vátryggingafélag-
anna, bankanna, skipafélaganna
og verktakanna hjá ameríska
hemum. Upplýsti hann, að nú
væru yfirvofandi nýjar hækkan-
ir á oliu til útvegsins og láta
myndi nærri að hækkun olíu til
togaranna, sem orðið hefur og'
er að verða, mundi nema um
þriðjungi þess sem nú ætti að
leggja þeim. OHufélögin hefðu
lag á því, að fá hækkun i hvert
sinn, sem olíuverð erlendís næði
hámarki, hitt væri ekki eins víst,
að olían lækkaði hér þótt hun
lækki erlendis. En þetta mætti
aldrei rannsaka.
Þar lægju raunar engar skýrslur
fyrir frá stjórninni og væru það
stórvítaverð vinnubrögð. Ábyrgð
á þessum tölum verður algjör-
lega að skrifast hjá ríkisstjóm-
inni.
Verðbólgan
gleypir aftsíoðina
í heild mætti segja, sagði Lúð-
vík, að það væri fyrirsjáanlegt,
að dýrtíðin sem orsakaðist af
þessum nýju sköttum og allri
verðbóigustefnu ríkisstjórnarinn-
ar, muni innan mjög skamms
tíma gleypa alla þá aðstoð, sem
nú á að veita útveginum. Mér
kæmi ekki á óvart, þótt allt. yrði
komið í strand í sepember n.k.
Vill ekki eitast.
víft efnamennina
Ólafur Thors gerði tilraun til
að svara ræðu Lúðvíks, en lítið
varð úr andmælum. Kvað hann
skorta skýrslur um hag þeirra
fyrirtækja og aðilja sem sósíal-
istar legðu til að skattleggja og
lét sem sér kæmi ó óvart, ef
þar væri einhvern gróða að
finna!! Annars sagðist hann vera
andstæftur þessiun eilífa eltinga-
leik vift þá, sem kæmust i ein-
hver efni. — Það er þá einhver
munur að eltast við þá efna-
lausu!! —Bankarnir væru of fá-
tækir, en ekki of ríkir. Að öðru
leyti sagðist hann ekki vera
búinn að átta sig' á þessum til-
lögum, en væri þeim samt and-
vígur.
Háskalegt stjómarfar
Einar Olgeirsson sagði að sér
kæmi ekki á óvart þótt Ólafur
væri þessum tillögum andvígur,
Framhald 4 8. síðu
í bænum, bæði vatnsveituæðum
og húsæðum, og bæta úr þeim.
3. Að auka eftirlit með vatns-
lögnum og vatnsnotkun, m. a.
með því að sett verði nákvæm
reglugerð fyrir Vatnsveituna.
4. Að leggja aðaldreifiæð fyrir
Vesturbæinn. svo fljótt sem unnt
er, sbr. álitsgerð Rögnvalds Þor-
kelssonar verkfr., dags. 10. maí
1955,
5. Að iáta gera heildaráætlun
urn dreifiæðar Vatnsveitunnar.
6. Að hafin verði bygging
vatnsgeyma.
Jón Rafnsson
Munið fræðslu-
fund ÆFR í kvöld
Eins og sagt hefur verið frá
efnir ÆFR til annars fræðslu-
fundar síns eftir nýárið nú í
kvöld. Jón Rafnsson les tvo
kafla úr bók sem hann hefur
í smíðum um íslenzka verklýðs-
hreyfingu siðustu áratugi; en
hann er henni flestum mönnum
kunnugri og einn þeirra sem rík-
astan þátt hafa átt í mótun
hennar — og sigrum. Jón er
einnig skemmtilegur rithöfundur,
og er ekki að efa að frásögnin
verður í einu fróðleg og fjörug.
Að því búnu verður sýnd kvik-
mynd. í ráði var að sýna myncl
um rússneska tónskáldið Glinka,
en nú hefur önnur styttri mynd
verið valin.
Ef dæmt skal eftir aðsókn að
fyrsta fræðslufundinum verður
vússara að koma stundvíslega til
að fá sæti, en öllum er heimill
aðgangur.
Kvöldvaka um
bindindismál
Þingstúka Reykjavíkur og
Góðtemplarastúkumar hafa á
undanförnum vetrum efnt tii
útbreiðslufundar með kvöld-
vökusniði hér í bænum. Auk
þess, sem þar hafa verið flutt
erindi um hinar ýmsu hliðar
áfengismálanna, fóru fram
margvxsleg skemmtiatriði. Sam
komur þessar voru allar mjög
vel sóttar. f
Næstkomandi miðvikudag,
eða 4 morgun, hinn 1. febrúar,
sem bindindishreyfingin hefur
kjörið sér að útbreiðslu- og
baráttudegi, efna þessir sömu
aðilar til kvöldvöku í Góð-
templarahúsinu og verður hún
með svipuðu sniði og áður.
En það sem þama fer fram
að þessu sinni, er meðal ann-
Fi-amhald á 11.‘ síðu.