Þjóðviljinn - 31.01.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1956, Blaðsíða 6
6) — ÞJuÐVILJINN — Þriðjudagar 31. janúar 1956 *—------------—-----1 þlÓOVIUlNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — : k--—---------------J Tvennir kosiir Álögurnar eru lagðar á almenning til þess að milll- liðimir gefi haldið áfram ránstarfsemi sinni Framsökn tekur á sig þunga ábyrgS meS þvi aS aSstoSa ihaldiS viS árásirnar á Hfsk’iör fólksins Margir Framsóknarmenn, bæði í stjórn flokksins, í hópi flokksmanna og fylgjenda, eru farnir að sjá allskýrt hvernig samstarfiö við Sjálfstæðisflokk- inn gefst. Þeir eru fai’nir að sjá, að hætturnar sem Framsóknar- flokkurinn stefnir í með því samstarfi, aukast með hverjum mánuði. Þeir horfa á það með vaxandi undrun og skelfingu að Eysteinn Jónsson og hægriarm- ur flokksins rígheldur í íhalds- samvinnuna á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn raðar Thorsaraliðinu í banka landsins og aðrar valdastofnanir, og læt- ur ganga bæ frá bæ í „réttum“ kjördæmum til að reyna að svæla frá Framsóknarflokknum „rétta“ tölu atkvæða til þess að úrslit næstu kosninga hallist á ,,rétta“ lilið og Sjálfstæðis- flokkurinn nái því marki að fá með rangindum og blekkingum meirihluta á Alþingi. Þeir Framsóknarmenn sem skýrast sjá og bezt þekkja til innan Sjálfstæðisflokksins vita fullvel, að verði þau úrslit næstu þingkosninga, verður Framsóknarflokkurinn ekki í öfundsverðri aðstöðu. En enda þótt Framsóknar- menn margir hverjir sjái það tiltölulega skýrt, hvert íhalds- samstarfið leiðir Framsóknar- flekkinn, er sem þeir horfi á það lamaðir og duglausir hvern- ig allt sígur á ógæfuhiiö, hafi ekki þrek til að rísa gegn þeim hægriforingjum, sem virðast of- urseldir íhaldinu svo að þeir jafnvel séu þess albúnir að að- stoða við eyðingu og útför flokks síns, Framsóknarflokks- ins. Það dugar ekki Framsóknar- flokknum lengur að tala um hættuna af ,,suðurameriskum“ stjórnarfarshugsjónum Sjálf- stæðisfiokksins, en halda áfram stjórnarsamstarfi sem gerir svartasta íhaldi og auðvaldi landsins kleift að hreiðra um sig í valdamestu stofnunum iandsins, vinna inn á kjósenda- fvlgi Frnmsóknarflokksms og ■skapa sér aðstöðu til ofsagróða. t framhaldi íhaldssamvinn- unnar bíður Framsóknárflokks- ins einungis hrun, og það hrun verður mikið. En jafnskjótt og flokkurinn af þorí og heilum hug snýr til heilbrigðrar sam- vinnu við verkalýðshreyfingu landsiné, við verkalýðsflokka landsins, er hægt að vænta mik- illa og skjótra umskipta í ís- lenzkum stjcrnmálum. Hvergi annarsstaðar en í verkalýðs- hreyfingunni, í verkalýðsflokk- um landins, er það atl. sem sigrazt getur á íhaldsófreskj- unui, kveðið niður einræðisbrölt S.jálfstæðisflokksins, og tryggt farsæla þróun efnahagslífs og sjáífstæðismála íslenzku þjóðar- innar. Kjósi Framsóknarflokk- urinn að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, hlýtur það að hefna sín grimmilega, stefna flokknum í það hrun og áhrifa- leysi sem margir flokksmenn hans sjá nú gína vlð augum. Rikisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar liefur nú gert kunnugt í hverju „bjarg- ráð“ hennar „til stuðnings at- vinnuvegunum“ eru fólgin. Það á að hækka allt verðlag i land- inu um 230—240 milljónir króna. Þessar nýju álögur nema nær 50% af þeirri upp- hæð sem heildartekjur ríkis- sjóðs námu til skamms tíma. Mun mörgum verða á að hugsa að minna megi nú gagn gera. Og efalust gætu slíkar skattaálögur hvergi í nálægum löndum náð fram að ganga án þess að tO stórtíðinda drægi á stjómmálasviðinu. En stjómarherrum okkar verður ekki bumbult af nein- um „smámunum“. Þeir bjóða almenningi þessar nýju álögur án þess að blikna. Og í trausti hvers? Fyrst og fremst í trausti þess að öllu sé óhætt, að fólkið í landinu muni bera sínar byrðar möglunarlaust og að fylgi og tiltrú flokka þeirra bíði ekki varanlegan hnekki þrátt fyrir þetta. Um það skal ekkert fullyrt hvort stjórnarflokkunum verði að trú sinni. En það er athygl- isvert fyrir fylgjendur þeirra úr alþýðustétt að allar nýju álöguraar á að taka með neyzlusköttum, ranglátasta skattafyrirkomulaginu sem þekkist. Stórgróðafélögin og braskarastéttin eiga að sleppa með allan ránsfeng sinn. Það er almenningur í landinu, vinnandi fólkið til sjávar og sveita, sem á að leggja fjár- magnið fram, bæði það sem fara á í hina óseðjandi skatta- hit Eysteins Jónssonar og eins það sem veita á í styrki til út- gerðarmanna. Þannig em réttlætishug- myndir ríkisstjómarinnar og stuðningsmanna hennar. ÖUu skal bætt á bök alþýðunnar en auðkýfingunum sleput. Og hver er svo raunveruleg for- senda skattheimtunnar nýju? Hún er einfaldlega sú að afla f jár til þess að einokunarvald- ið og aðrir milliliðir geti í næði haldið áfram að ræna arðinum af framleiðslunni. Hlut olíufélaganna, banka- anna, vátryggingarfélaganna, flutningaskipafélaganna og annarra slíkra sem raka til sín arðinum af framleiðslunni má í engu skerða samkvæmt kokkabók ríkisstjómarinnar. Þessir „fátæklingar“ mega ekkert missa að mati ríkis- stjórnarinnar en almenningur hefur nógu breið bök til að bera byrðamar! Þannig er hugsanagangur ríkisstjóraar- innar og í samræmi við hann em tillögur hennar mótaðar. Boðskapur ríkisstjómarinn- ar er um 7003 króna nvj-m neyzluskatt á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Þann skatt er þér og mér ætl- aðað inna af hendi til þess að auðfélög Iandsins og millilið- ir geti haldið áfram iðju sinni. Þennan skatt er al- menningi ætlað að greiða beint í hít milliliðanna og braskar- anna. „Tap“ útgerðarinnar orsak- ast nefnitega af því, og því einu, að einokunarauðvaldið og milliliðirnir hafa algjörlega frjálsar hendur til þess að rýja atvinnuvegina. „Bjargráðum“ ríkisstjórnarinnar er þannig fyrir komið að þessi starfsemi milliliðanna geti haldið áfram hindrunarlaust og farið vax- andi. Þess er vandlega gætt að þeirra skerfur sé óskei’tur. Allt skal sótt í vasa almenn- ings. Hér er verið að hrinda í framkvæmd hótunum thorsar- ans í forsætisráðherrastólnum. Við tvenn áramót hefur Ól- afur Thors haft í frammi ruddalegar hótanir í garð al- þýðu manna, um að allt se: verkalýðsbaráttan kynni a’ færa henni í auknum tekjum skuli aftur af henni tekið með, ráðstöfunum ríkisvaldsins. Með þessu átti að ógna verka- fólki og öðmm Iaunþegum til | að sæta sig við kjaraskerðing- 1 ar stjómarvaldanna án þess mögla eða gera tilraun til að rétta hlut sinn. En þegar það ekkf tekst em hótanirnar gerð ar að veruleika með tilstyrk þingmeirihluta stjómarflokk- anna. Herferðin sem nú er hafin gegn alþýðu er skipulögð af gjaluþrota yfirstétt sgm notar ríkisvaldið út í æsar til þess að níðast á almenningi til hags- muna fyrir fámenna stétt gróðamanna og milliliða. Til þess að skipuleggja á- rásina notar yfirstéttin Sjálf- stæðisflokkinn, þetta auð- sveipa stjórnmálatæki sem hún hefur komið sér upo og kostar í baráttunni fyrir sér- réttindum sínum en gegn hags munum alþýðunnar í landinu. En með honum gerist Fram- sóknarflokkurinn samábyrgur fyrir þessari árás á kjör fólks- ins. Ríkisstjórnin stendur öll að hinni gífurlegu tollaá.lagn- ingu, einnig ráðherrar Fram- sóknarflokksins. þegar öruggan meirihluta á Alþingi og geta tekið ráðin af milliliðaflokknum og leyst vandamálin í samræmi við þjóðarhagsmuni. Það er vilj- ann sem vantar en ekki þing- meirihlutann. Framsóknar- flokkurinn vill heldur vinna með flokki milIOiðanna og braskaranna en taka upp heið- arlegt samstarf við verkalýð- inn í landinu og þá stjórn- málaflokka sem hann styður. Það er mergur málsins. Söngur „Tímans" um „kommúnista" er hjáróma. og máttlaus við hlið þeirrar þungu ábyrgðar sem flokkur hans tekur á sig með því að samþykkja með Sjálfstæðis- flokknum hinar gífulegu tolla- álögur. Álögumar miklu snerta ekki aðeins verkamenn við sjávar- síðuna, þær koma einnig af fullum þimga niður á öðru vinnandi fólki í landinu, einnig því sem Framsókn telur sig fulltrúa fyrir, Þetta fólk hefur áreiðanlega nú ætlast til annars af Fram- sóknarflokknum en að for- ingjar hans krypu að hnjám í- haldsins og milliliðanna og að- stoðuðu við að velta öllum byrðunum yfir á veikari bök- in. En þennan kost valdi F ram- sókn. Með því kallar hún yfir sig þungan dóm almenningsá- litsins. Hún hefur gerst sam- ábyrg íhaldinu um árásina á lífskjör alþýðunnar og tekið með þvi á sig ábyrgðina. á að reisa eina þá mestu öldu verðbólgu og dýrtíðarflóðs sem yfir þjóðina hefur gengið. Og slíkt verður eklri afsak- að með órökstuddu blaðri um að landinu verði ekki stjómað af viti nema af einhverri þoku- kenndri miðfylkingu sem eng- inn grundvöllur er fyrir með þjóðinni. Framsókn átti valið. Hún hefur valið samstarf við í- hald og milliliðavald til ó- þurftar allri alþýðu. Uppskera hennar mun verða eins og hún hefur til sáð. á 3 — 12 ára í miklu úrvali. Verð írá kr. 395,00 MARKAÐURINN Hafnarstrœti 5 Sameiginlega taka því stjómarflokkamir á sig þá þungu ábyrgð að setja dýrtíð- arhjólið að nýju á slíka fleygi- ferð að við ekkert verður jafnað nema gengislækkun- ina miklu sem sömu flokkar stóðu að fyrir örfáum árum. Það gagnar lítið Framsókn þótt málgagn hennar, „Tím- inn“ reyni að bera fram þær afsakanir um leið og hann við- urkennir fánýti þessara „biargráða“, að Framsókn eigi ekki annars úrkostar en stjórna með íhaldsflokki milli- liðanna og braskaranna og að ganga í öllu inn á „úrræði“ hans. Að öðmm kosti blasi við hreint stjómleysi. Almenningur sér í gegnum þessa blekkingu. öll þjóðin veit að andstöðuflokkar 5 Sjálfstæðisflokksins hafa nú * TILKYNNING Hér með tilkynnist heiðruðum viðskipta- I vinum vorum, að frá og með 1. febrúar n.k. | verður I SMURSTÖB ■ ■ vor við Suðurlandsbraut lokuð um óákveðinn | tíma vegna breytinga. Þeir, sem viðskipti hafa \ haft við stöðina eru vinsamlegast beðnir að 1 beina þeim til smurstöðvarinnar við Reykja- | nesbraut (gegnt Blönduhlíð), þar sem kapp- | kostað verður að veita þeim góða og fljóta af- greiðslu. Virðingarfyllst, Reykjavík, 30. janúar 1956. Olíufélagið Skeljungur h.í.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.