Þjóðviljinn - 31.01.1956, Page 9

Þjóðviljinn - 31.01.1956, Page 9
ÍÞRÓTT RITSTJÓRJ: FRÍMANN HELGASON Þriðjudagur 31. janúar 1956 — ÞJÓÐVHJINN — (S Grisjin mm 500m 5000m - Austurrikismaiur stórsvigiS i Sovézka stúlkan Iíosyreva siguiTegari í 10 km skíða- göngu kvenna — ítaíir bobsleðameistarar Keppnin í 500m skautahlaupi á OL í Cortina sl. laugardag fór svo að Rússar áttu fyrsta og annan mann. Var það Ev- geni Grísjin sem hljóp á nýju heimsmeti og OL-meti, 40.2. Eldra OL-metið var 43,2 en heimsmetið 40,8. Annar í þessu hlaupi varð Rafael Gratsj á 40.8. Árangur varð annars mjög góður og fjöldamörg met; margir hlupu undir gamla OL-metinu. I lOkm göngu kvenna sigr- aði Luboff Kosyreva á 38,11 min. Kosyreva er 26 ára gömul, stúdent, og hefur síðustu árin staðið í fremstu röð kvenna í skíðagöngu. Hún varð sovét- meistari 1953 í lOkm göngu kvenna og við það tækifæri vann hún 3 gullverðlaun. Sem sé: fyrir lOkm göngu á 14,12, 5km á 21,28 og svo var hún með í boðgöngusveitinni. Árið eftir varð hún sovétmeistari i 5km gögu á 21,24 og önnur í lOkm á 39,39. Það ár varð hún heimsmeistari í lOkm á 40,14 og í sovétliðinu sem sigr- aði í boðgöngunni. Kosyreva varð sovétmeistari 1955 í 5km á 19,07 og nú hefur hún bætt OL- gullverðlaunum við. .# Evgení Grisjin hefur um nokkurt skeið verið einn af fremstu hraðhlaupaköppum heims. Bezti árangur hans þar til nú var 41,1 sem var næst bezti tími í heimi. Heimsmetið átti landi hans Sergeéff. Grisjin var einnig heims- methafi í 1500m,; á lengri vegalengdum er hann ekki eins góður. Samt sem áður varð hann í þriðja sæti samanlagt á HM í Japan 1954. Áður en hann fór til Cortina setti haxm brautarmet á Dyna- mo-leikvanginum í Moskva, hljóp 500m á 42,7 sek. Tveggja manna bobsleða- keppnina unnu ítalir. Á sunnudaginn var keppt i 5000m skautahlaupi. Sigurveg- ari þar varð Boris Sjilkoff frá Sovétríkjunum á 7.48.7 mín. Annar varð Sviinn Sigge Erics- son á 7.56.7 og þriðji Oleg Gontsjarenko, Sovétríkjunum, á 7.57.5. Norðmaðurinn Roald Aas varð í sjötta sæti og Hjalmar Andersen í 11. Tími Hjallis var 8.06.5 mín. I stórsvigi karla báru Aust- urrikismenn af, skipuðu sér í fyrstu þrjú sætin. Olympiu- meistari varð Toni Sailer en Sehuster, sem einnig er mjög kunnur skíðamaður, varð þriðji. Frakkar skipuðu fjórða og fimmta sætið, en bezti Norð- maðurinn varð 27. Boris Sjilkoff Nánaii fréttir frá Cortína 30km gonga - stórsvig kvenna Eins og áður hefur verið skýrt frá hlaut Finninn Veikko Hakulinen fyrstu gullverðlaun- in á vetrarolympíuleikjunum í Cortina d’Ampezzo sl. föstu- dag, er hann sigraði í 30km skíðagöngunni. Fyrir gönguna var hann af flestum talinn lík- legastur til sigurs, en almennt var búizt við að Vladimir Kús- ín frá Sovétríkjunum mjmdí veita honum harða keppni. — Kúsín varð hinsvegar óhepp- inn, er hann dró rásnúmer sitt, og varð að láta sér nægja fimmta sætið, á eftir tveim löndum sínum. Er gengnir höfðu verið 10 km var Svíinn Sixten, Jemberg með beztan tíma, 6 sek. betri tíma en Hakulínen og 17 sek, betri tíma en Rússinn Sjeljuk- hin. En á næstu 10 km tók Hakulinen að vinna á og þeg- ar 20 km voru að baki hafði hann ekki aðeins unnið upp forskot Jernbergs heldur náð 5 sek betri tíma. Þá var einn- ig ljóst að sigurmöguleikar Keppnin í Cortina í dag: Kl. 9.00 Ganga í tvikeppni. Kl. 9.00 Listhlaup kvenna á skautum. Kl. 10.00 3x5km ganga kvenna. Kl. 10.30 lOOOOm skautahlaup. K.l. 11.00 Svig karla. Meistarar frá byrjun: Tvíkeppni: áður getið . Listhlaup kvenna: áður getið. 3x5km ganga kvenna: Fyrst keppt í Ósló 1952: Sig- urvegari: Finnland. ÍOOOOm liraðhlaup: 1924 Chamonix: J. Skutnabb. Finnland. 1928 St. Moritz: Ekki keppt. 1932 Lake Plaeid: J. Jaffee, Bandarikin. 1936 Gann. Partenk: I. Ballan- grud, Noregi. 1948 St. Moritz: Á. Seyffarth, Svíþjóð. 1952 Ósló: Hjalmar Andersen, Noregi. Svig karla: 1936 Garm. Partcnk: F. Pfn- ur, Þýzkaland. 1948 St. Moritz: H. Oreiller, Frakkland, 1952 Ósló: O. Schneider, Aust- urríki. Kúsins voru úr sögunni þar1 sem hann var með mínútu lak- ari tíma, en Hakulinen. Sið- ustu 20 km jók Finninn enn hraðann og tryggði sér sigur- inn. Lokaúrslitin urðu þessi: Veikko Ha.kulinen, Finnland, 1.44.06; 2. Sixten Jernberg, Svíþjóð, 1.44.30; 3. Pavel Kolt- jín, Sovétr., 1:45.45; 4. Sjelju- kMn, Sovétr., 1.45.46; 5. Vladi- mir Kúsín, Sovétr., 1.46.09 ; 6. Terentéff, Sov., 1.46.43; 7. Per Erik Larsson, Sviþjóð, 1.46.51; 8, Lennart Larsson, Svíþjóð, 1.46.56; 9. OIvi Latsa, Finnh, 1.47.30; 10. IIja Matous, Tékk., 1.48.12. Norðmönnum gekk mjög illa í þessari göngu. Bezti maður þeirra varð Hallgeir Brenden í 14. sæti, en 15. varð Martin, Stokken, sem Norðmenn höfðu tengt nokkrar sigurvonir við. Óvænt úrslit í stórsvigi lvveima Á föstudaginn var einnig keppt í stórsvigi kvenna og þar sigraði 30 ára gömul þýzk stúlka, Ossi Reichert að nafni. Kom sigur hennar mönnum mjög á óvart, þar sem hún hafði rásnúmer 1, en það hefur aldrei áður skeð á vetrarol- j'mpíuleikjum að keppandi með það númer hafi unnið keppni Austurrískar stúlkur urðu ó- vænt í öðru og þriðja sæti, en olympíumeistarinn frá Ósló 1952, Andrea Mead-Lawrence, varð fjórða og fimmta ásamt svissnesku stúlkunni Madeleine Berthod. Sú síðastnefnda var mjög óheppin. Hún fór fram hjá einu hliðinu og varð að snúa við. Þegar hún átti ófama um 80 metra að marki varð hún enn fyrir því óhappi Framhald á 11. síðu. I. KAFLI S. í þessari sögu verður dokað við í Vegleysusveit, sem þrátt fyrir allt er og verður bezta sveit í heimi, og Játœkleg tilraun gerð til að greina frá viðburðum, sem eiga eftir að reynast framtíð hennar háskasamlegir Þegar Jónsi í Bráðagerði opnaði bæjardyrnar átti sól- in ennþá lángt í land aö leggja blessun sína yfir Veg- leysusveit. Fjöllin austan sveitarinnar sáu fyrir því að rismál hennar voru í seinna lagi þegar hallaði a'ð skammdegi. Dagur átti þó að heita um allt loft og sýnt að morguninn lofaði góðu. Logn og léttskýjaður him- inn. Jörðin var grástirnd af hélu eftir nóttina, nokkur kuldi í ásýnd hennar sem þó hlaut að lúta í lægra haldi fyrir grómlausri fegurð og hreinleika sem mildaöi allfe yfirbragð hennar þennan morgun. Jónsi stóð litla stund á dyrahellunni og pírði útí feg- urð morgunsins án þess aö láta sér nokkuö finnast um tilhaldssemi náttúrunnar. Neri stírur úr augrnn og átti að heita vaknaður til fulls. Rétti svo úr sér, þandi út brjóstið og fyllti lúngun af tárhreinu svalandi loftinu, sem blátt áfram hafði tekið hann í faðminn um leið og hann opnaöi bæinn. Þegar hann hafði sopiö drjúgum á veigum loftsins labbaði hann útfyrir bæjarhornið til að framkvæma fyrstu athöfn morgunsins. Sú athöfn hindraði hann þó ekki í því að virða nánar fyrir sér öll sýnileg teikn lofts og láðs ef ske kynni aö mætti lesa úr þeim nokki-ar spár um aðvífandi veöurbreytingar til vérri vegar. En á hinni forkláruðu ásýnd náttúrunnar uröu ekki sén nein þau teikn sem áhyggjuefni voru um sinn, svo Jónsi gat horft rólegur framá komandi dag. Eftirað Jónsi hafði létt á sér með allri hentisemi gekk hann til fjóss til að gefa kúnum morgungjöfina. Var bústofn þeirrar tegundar með færra lagi í Bráöa- geröi, ein kýr mjólkandi, en auk hennar kvíga að fyrsta kálfi er væntanlega kæmi til nytja um þrettándeléytið. Þegar hann opnaði fjósdyrnar bauð Ljómalind hann vel- kominn með vingjarnlegu hauli og fékkst ekki um þó hann svaraði ekki í sama tón. Jónsi sneri sér að því að moka flórinn, stráði moðsalla í básana, sótti síöan út- troöna pokaskjatta útí hlöðugánginn og fyllti jöturnar. Ljómalind lét ekki gánga á eftir sér áð gera gjöfinni skil, enda hyglað til að halda í henni nytinni. Hupp- óttu kvígunni þótti afturámóti fnykur úr jötu sinni og’ vék ólystarlega að því sem fyrir hana var borið, enda blandað rekjum frá veggjum og gólfi. Hlaut hún að gjalda þess aö vera. ekki fullveðja kýr. Þaö hefur stundmn lyktað betur tööuhárið í Bráöa- gerði, tautaði Jónsi einsog hálfgerða afsökun á meöan. hann strauk á þeim belgina með hrísvendi. Hann hefir víst ekki mátt vera aö því, skaparinn, að muna eftir ykkur, bjálfarnir í smnar, þegar hann lét rigna nótfe sem nýtan dag svo aldrei móáði af strái. Þegar Jónsi kom inní eldhúsiö að loknum fjósverkum, var móöir hans þar að hella uppá könnuna. Það lítur út fyrir að guð ætli að vera okkur innan handar með góða veörið, sagði hún við son sinn um. leið og hann skákáöi sér inná koffortið við endann á eld- húsborðinu. Vonandi spillist ekki fyrren pabbi þinn er kominn heim. Það væri ógaman að vita hann einhver- staðar fyrir sunnan í misjöfnu veðri og færð. Hann virðist halda sig við landáttina ennþá, ansaði Jónsi, og á meðan er sosum ekkert að óttast. Þaö kem- ur sér líka betur að geta sparað heyin, ekki er ásetning- urinn svo beysinn. Ég er farin að verða hugsandi útaf pabba þínum, hélfe móöir hans áfram. Það er orðinn óratími sí'öan hann fór að heiman, og ekkert frá honum heyrst. Ég fer að verða hrædd um áð eitthvað hafi komið fyrir hann. Það er ekki einsog að skjótast hérna á milli bæjanna aö fara til Reykjavíkur, ansaði sonur hennar. Og hvað pabba snertir er sosum eingin ástæða til að óttast «m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.