Þjóðviljinn - 10.02.1956, Blaðsíða 1
Kyrrstaða í landhelgismálmu yfirlýst
stefna ríkisstjórnarinnar
Karl GuSjónsson mófmœlir I nefndarállti braski Sjálf-
stœSisflokksins og Framsóknar með landhelgismáliS
Brynjólfur Jóhannesson
í hlutverki Jóns Hreggviðssonar
(Sjá frétt á 12. síðu um sýn-
ingu íslandsklukkunnar í Þjóð-
ieikhúsinu).
í neíndaráliti sem birt var á Alþingi í gær, írá
minnihluta allsherjarneíndar neðri deildar, er því
harðlega mótmælt að ríkisstjórnin skuli lýsa yíir
kyrrstöðustefnu í landhelgismálinu og leyfa sér að
braska með það l'ífsbjargarmál þjóðarinnar.
Sjómenn á Akranesi unnu
Sjómenn á Akranesi unnu deiluna við útgeröai'menn
og var verkfallinu aflýst í gærkvöldi.
Minnihlutaálitið er frá Karli
Guðjónssyni, fulltrúa Sósíal-
istaflokksins í nefndinni, og
er um þingsályktunartillöguna
um stækkun friðunarsvæðis
fyrir Vestfjörðum. — Segir þar
meðal annars:
Meiri hlutinn leggur til í
nefndaráliti á þskj. 271, að
málinu verði vikið frá umræðu,
og nefnir til þá forsendu, að
fiskveiðatakmörkin við ísland
séu fyrir tilstuðlan ríkisstjórn-
arinnar til athugunar hjá þjóð-
réttamefnd Sameinuðu þjóð-
anna (International Law
Commission) og muni málið
koma á dagskrá næsta þings
Sameinuðu þjóðanna. Telur
meiri hlutinn því rétt, að Al-
þingi lýsi yfir þeirri afstöðu,
að ekki sé heppilegt að stíga
ný skref um útfærslu fiskveiði-
takmarkanna, fyrr en séð verð-
ur, hvaða árangur þar fæst.
Ég er meiri hlutanum öld-
ungis ósammála, bæði að þvi
er varðar tillögu hans um af-
greiðslu málsins og ekki síður
rök þau, er hann ber fram.
★ ★ Hættuleg afstaða
Tillögu hv. meiri hluta til
rökstuddrar dagskrár svo og
nefndarálit það, er tillögu hans
fylgir, tel ég mjög varhugaverð
gögn í landhelgismálum íslend-.
inga, ef þau fengju samþykki
Alþingis.
Tæplega þarf að efast um,
að afstaða hv. nefndarmeiri-
hluta er tekin í samráði við
ríkisstjómina, og má raunar
telja, að nefndarálitið á þskj.
271 sé fyrsta opinbera vitn-
eskjan, sem þingmönnum berst
í hendur um stefnu stjómar-
valdanna í landhelgismálum ís-
lendinga nú hin síðustu árin.
Sannast hér, að uggur stjóm-
Hólmaborg, sem er 90 lesta
bátur, lagði af stað frá Eski-
arandstæðinga um það, að um;
stefnubreytingu og uppgjöf
væri að ræða af hálfu ríkis-
stjómarinnar, átti við fyllstu
rök að stvðjast.
★ ★ Braskið með land-
helgismálið
En þótt fram komin tillaga
og nefndarálit á snærum rik-
isstjómarinnar kveði að vísu
upp úr um það, að kyrrstaða
i landhelgismálum sé hennar
stefna, þá má ætla, að hin
raunverulega ástæða fyrir
kyrrstöðumii sé önnur en sú,
sem til er visað i margnefndu
áliti hv. liðsmanna ríkisstjórn-
arinnar í allsherjarnefnd.
Ekki er mér kunnugt um,
að sérfræðingar ríkisstjórnar-
innar hafi skipt um skoðun,
Framhald á 3. siðu.
firði 30. janúar sl. og ætlaði
til Peterhead i Skotlandi, átti
að setja þar nýja vél í bátinn.
Síðast heyrðist til hans of-
viðrisdaginn fimmtudaginn 2.
febrúar. Heyrði togarinn Aust-
firðingur þá að Hólmaborg var
að kalla á loftskeytastöðina í
Þórshöfn í Færeyjum. Nú er
komið í ljós að Þórshöfn heyrði
aldrei kallið. — Fjögurra
manna áhöfn er á Hólmaborg.
1 fyrrakvöld buðu sjómenn
að þeir mundu sætta sig við ó-
breytt fiskverð ef þóknun til
landformanns hækkaði úr 400
kr. í 800, útgerðarmenn kost-
uðu að öllu leyti flutning fisks-
ins frá aðgerð og að vigtin
væri höfð opin svo lengi fram-
eftir sem bátamir þyrftu á að
halda, svo þeir þyrftu ekki að
hætta uppskipun aflans og bíða
næsta dags.
í fyrrakvöld höfnuðu útgerð-
armenn þessu, en í gær lýstu
margir yfir því að þeir gengju
að þessu, hvað sem hver segði
firðingur 65 gr. 27 nbr. og 11 vl.,
stefndi norðnorðaustur. Veður-
skip sem hefur bækistöð all-
langt fyrir sunnan land er
komið á suðurhluta þess svæð-
is sem Hólmaborg gæti verið á.
Þegar siðast heyrðist til Hólma
borgar er talið að hún hafi
Framhald á 12. síðu.
og höfðu bann Vinnuveitenda-
sambandsins að engu. Aðrir út-
gerðarmenn gengu þá einnig að
þessu boði sjómanna.
f -v
Japansþing móti
frekari kjarn-
orkutilraunum i
Neðrideild japanska þings-
ins samþykkti í gær að
skora á SÞ að gera ráðstaf-
anir til að koma í veg fyr-
ir allar kjarnorkutilraunir
meðan ekki hefur verið
komið á fót alþjóðlegri
eftirlitsstofnun með þeim.
v._____________________>
37 barnaskólum
lokað á Kýpur
Svo til öllum æðri skólum
hefur verið lokað á Kýpur og í
gær liafði auk þess verið lokuð
37 bamaskólum og njóta nú
13.000 börn á eynni engrar
skólakennslu. Til uppþota kom
í Famagusta í gær, skólafólk
fór tun göturnar og tætti sund-
ur fána og myndir af brezku
konungsfjölskyldunni, Ekki er
getið um manntjón.
Blóðugir bardagar
á götum í Madrid
Háskólastúdentar neita að ganga í stúd-
entasamtök falangistaílokksins
Rugvélar og skip leita Hólmaborgar
Leita þarf á viSáttumiklu svœSi norS-
austur af Fœreyjum og austan Islands
Austfjarðatogaramir Goöanes og Austfiröingur hafa
byrjað leit aö Eskifjarðarbátnum Hólmaborg er var á
leið til Skotlands frá Eskifirði, en til hans hefur ekkert
spurzt í viku.
Einnig stendur til að flugvélar verði sendai' héðan til
leitar.
Undanfarna þrjá daga hafa verið róstur á götum
Madridborgar og í gær var skotvopnum beitt, og lét a.m.k.
einn maöur lífið, en tugir særöust.
Það eru andvígir hópar stúd-
enta við háskólann í Madrid sem
leitt hafa saman fylkingar á
götum úti og lögregla hefur ver-
ið send á vettvang til að skakka
leikinn. Öllum fyrirlestrum við
háskólann hefur verið aflýst.
Rekja má upphaf óeirðanna
til ræðu, sem menntamálaráð-
herra Francos hélt í Salamanca,
en í henni lýsti hann yfir, að
stjórnin væri staðráðin í að
knýja alla stúdenta til að ganga
i stúdentasamtök falangista.
Stúdentar andvígir
Franco
Francostjórnin heíur lengi
haft grun um að stúdentar væru
henni andvigir. Hún lét því fyr-
ir skömmu framkvæma skoðana-
könnun í Madridháskóla þar sem
400 manna úrtak var spurt ým-
issa spurninga um aístöðuna til
stjórnarvaldanna.
Mikil meirihluti stúdenta eða
85% lýstu yfir andúð sinni og
fyrirlitningu á valdhöfunum,
90% sögðu herforingjana fávísa,
duglausa og siðspillta og 70%
lýstu sig andvíga stefnu ka-
þólsku kirkjunnar.
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar voru ekki birtar i spænsk-
um blöðum, en þær virðast háfa
komið valdhöfunum á þá skoð-
un, að nauðsyn beri til að beita
stúdentana þvingunum.
Gæti liafa rekið 300 mílur
Talið er að hafi vél Hólma-
borgar bilað eða báturinn orð-
ið stjórnlaus, hafi hann getað
rekið um 300 sjómílur til norð-
austurs, og því mjög víðáttu-
mikið svæði sem leita þarf.
í fyrradag svipuðust milli-
landaflugvélar Loftleiða nokk-
uð um eftir bátnum er önnur
var á leið austur, en hin hing-
að til lands.
Austfjarðatogararnir og
flugvél strandgæzlunnar
I gær fóru Austfjarðatogar-
arnir í leit að Hólmaborg. Kl.
8 í gærkvöld tilkynntu þeir
Slysavarnafélaginu stefnu sina.
Var Goðanes þá statt 65 gráð-
ur 26 mín. norðurbreidar, 10
gr. 50 min. vestui’lengdar og
stefndi í norðaustur, en Aust-
frá íhaldi og Framsókn
Ei'ns og kunnugt er lögðu Eysteinn og íhaldið
alveg sérstakan okurskatt á ávexti,og áhrifin eru
pegar komin í Ijós; bananár kosta nú kr. 23.80
kílóið en kostuðu seinast kr. 18.30. Nemur hœkk-
unin kr. 5.50 eða 30%.
Þá hafa nú verið hœkkuð fargjöld á flestum sér-
leyfisleiðum bifreiða, og er pað bein afleiðing af
benzínskatti, bílaskatti og gúmmískatti. Ncrnur
hœkkunin frá 6.5% og allt upp í 33.7%.
MikiL brögð hafa verið að pví undanfarna daga
að fólk hefur reynt að birgja sig upp í verzlunum,
og hefur sumstaðar verið svipuð ös og fyrir jól.
Það er skammgóður vermir; einá skynsamlega
svarið er að heitstrengja aö losa pjóðina við pá
ríkisstjóm sem leggur ofurbyrði verðbólgunnar á
almenning en hlífir bröskurunum og gróðamönn-
unum.
U