Þjóðviljinn - 12.02.1956, Page 5
Sunnudagur 12. febrúar 1956 — ÞJÓÐVTLJINN — (5
Hörmungarástand suður í
álfu vegna kuldanna
Hörmungarástand
er nú víöa á meginlandi Evrópu
vegna mestu fxosta sem þar hafa komið um mjög langt
skeiö.
ísinn í Eystrasalti, dönsku
sundunum, Oslóarfirði og Katt-
egat þykknar stöðugt og er nú
víða svo þykkur að jafnvel
stærstu skip komast ekki leið-
ar sinnar án aðstoðar ísbrjóta.
Um 200 skip og bátar í dönsku
sundunum hafa beðið um að-
stoð, en ísbrjótarnir geta að-
eins komið þeim til hjálpar
sem verst eru stödd. ís lokar
nú öllum helztu höfnum Dan-
merkur nema Esbjerg.
Leiðangur vísindamanna frá ýmsum pjóðum eru
nú komnir til Suðurskautslandsins til að vinna
par að rannsóknum á álpjóðlega jarðeðlisfrœðiár-
inu. Bandarískir og sovézkir leiðangrar eru vel á
veg komnir að búa um sig í bcekistöðvum, en leið-
angri brezkii samveldispjóðanna hefur gengið erf-
iðlega að koma sér fyrir vegna mikilla ísalaga par
sem skip hans lagði að landi. Á myndinni sést stór-
skipið Ob, flaggskip sovézka leiðangursins, leggja
úr höfn í hina löngu siglingu til suöurhafa.
<s>-
V.
Mælist illa fyrir að láta Brúðu-
heimili Ibsens jFara vel”
Samtök norskra rithöfunda og kvenna
mótmæla tiltæki sænsks leikstjóra
Leikritió Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen vakti haröar
öeilur fyrir 75 árum þegar þaö var fyrst sýnt, og nú hefur
fyrirhugxiö sýning á því í Svíþjóö oröið ágreiningsefni.
Leikstjórinn Per Axel Brann-
er á að stjórna sýningu á
Brúðuheimilinu fyrir. Rikste-
atern og hefur hlotið mikið
ámæli fyrir að ætla að sýna
hið fræga verk í annarri mynd
en þeirri, sem Ibsen gekk upp-
haflega frá.
iÞvdngaður til að skrifa
pýjan endi.
Branner hefur grafið upp
annan endi, þar sem leikritið
er látið „fara vel.“ Ibsen gerði
pessa breytingu sárnauðugur,
þegar þýzkt leikhús tilkynnti
jhonum, að ella yrði einhver
annar látinn skrifa nýjan endi.'
Fyrir 75 árum þorði engin
Jjýzk leiklcona að leika Nóru
eins og Ibsen hugsaði sér hana
I upphafi, konu sem yfirgefur
eiginmann og börn þegar
henni verður ljóst að hjóna-
bandið er farið útum þúfur.
Norskir ritkðfundnr
mótmæla
Fyrirætlun sænska leikstjór-
ans að taka upp þýzka endinn
á Brúðuheimilinu hefur mælzt
illa fyrir. Hefur hann sætt
ámæli í sænskum blöðum.
Norðmenn eni Branner æva-
reiðir fyrir að ætla að vekja
upp aftur gamla fölsun á einu
kunnasta verki höfuðskálds
þeirra. Noi’ska rithöfundafé-
lagið hefur farið hörðum orð-
um um tiltæki lians og hótar
höfundarréttannáli. Sömuleiðis
hafa samtök norskra kvenna
mótmælt því að Brúðuheimilið
sé sýnt afbakað.
Aðaifundur
Veizlunarmannaíélags Beykjavíkui
veröur haldinn í SjálfstæÖishúsinu mánudaginn
20. þ.m. og hefst kl. 20.30.
DAGSKRÁ:
Venjideg aðalfundarstörf
Lagabreytingar.
Fundargerð síðasta aðalfundar liggur frammi í
skrifstofu félagsins.
Félagar sýni skírteini við innganginn.
STJÓRNIN.
Brezku diplómatarnir
Framhald af 1. síðu.
leynt því, að hann hafi verið
kommúnisti á námsárum sínum
í Cambridge.
Að lokum segja þeir félagar,
að dvöl þeirra í Sovétríkjunum
hafi sannfært þá um, að þeir
hafi breytt rétt þegar þeir fóru
til Sovétríkjanna.
Háttsettir embætt-
ismenn
Þeir félagar voru báðir hátt-
settir embættismenn í brezku
utanríkisþjónustunni þegar þeir
tóku þann kost að fara til Sov-
étríkjanna. Maclean var yfirmað-
ur bandarísku deildarinnar í
brezka utanríkisráðuneytinu, en
Burgess var annar ritari í
brezka sendiráðinu í Washington.
Þeir vissu því meira en flestir
menn aðrir um hina raunveru-
legu stefnu ríkisstjórna Bret-
lands og Bandaríkjanna í utan-
ríkismálum á þeim árum þeg-
ar kalda stríðið stóð sem hæst.
Þéir hurfu að kvöldi 25. maí
1951. Burgess hafði komið heim
til Bretlands frá Washington
skömmu áður og undirbúið
ferðalagið. Samkvæmt skýrslu
sem brezka stjórnin gaf út í haust
fóru þeir með skipi frá Southamp-
ton til St. Malo í Frakklandi og
þegar þangað kom, skildu þeir
eftir mestallan farangur sinn
um borð, en komu ekki aftur
að ná í hann. Enginn varð þeirra
var í lestinni frá St. Malo til
Parísar, en síðar fréttist, að tveir
menn sem líktust þeim, hefðu
farið í leigubifreið frá St. Malo
til Rennes og tekið næturlestina
þaðan til Parísar. En síðan frétt-
ist ekki af þeim.
I
Dularfull bréf og
símskeyti
Þrem dögum síðar uppgötv-
aði' brezka utanríkisráðuneytið
hvarf þeirra og yar þegar haf-
in leit að þeim, en svo virtist
sem jörðin hefði gleypt þá.
Nokkrum dögum síðar fengu
kona Macleans og móðir hans
skeyti sem nafn hans stóð und-
ir. í ágúst fékk kona Macleans
bréf frá honum, og var hans
rithönd á því, Það hafði verið
póstlagt í þorpi einu í Englandi.
Á næstu mánuðum fengu þær
fleiri bréf sem vafalaust voru
skrifuð af honum, en leit brezku
leynilögreglunnar bar engan
árangur.
Kona Macleans
hverfur
Nokkrum mánuðum síðar fór
kona Macleans ásamt móður
sinni og börnum sínum þrem til
Genfar í Svisslandi. Brezka
leyniþjónustan fylgdist að sjálf-
sögðu með ferðum þeirra, en
ekkert bar til tíðinda fyrr en
um haustið 1953.
11. september það ár sagði
kona Macleans móður sinni að
hún ætlaði að fara með börnin
í heimsókn til gamalla kunn-
ingja sem bjuggu skammt frá
Montreux. Síðan spurðist ekk-
ert til hennar né barnanna, en
bifreið hennar fannst í Laus-
anne. Þaðan var talið að þau
hefðu farið með lest til Austur-
ríkis, en ekkert var með vissu
um það vitað.
Aðeins hlýnaði i veðri sum-
staðar á Norðurlöndum í gær,
en víðasthvar var jafnkalt og
áður og búizt við að enn kólni.
Sunnar í álfunni hefur veðr-
ið kólnað síðan í fyrradag og
víða meira frost en mælzt hef-
ur í marga mannsaldra. Þann-
ig var í gær meiri kuldi í Prag
en komið liefur þar i 180 ár, í
Sviss mældist 32 stiga frost
og hefur aldrei mælzt meira
þar, í Brennerskarði var frost-
ið 35 stig. Heldur er hlýrra
þegar vestar dregur, en þó
kaldara en venjulega á þessum
tíma árs, 7-13 stiga frost í
Frakklandi og í sólskinsbænum
Nice á Rivieraströndinni var í
gær 9 stiga frost.
Hörmungarástand ríkir viða
á meginlandinu vegna kulda og
hríðarveðra, einkum í suður-
hluta álfunnar þar sem fólk
er illa búið undir slíka veðr-
áttu. Á suðttr- og miðhluta
ítalíu var enn víða blindhríð í
gær. Þar eru mörg hundruð
þorp án sambands við umheim-
inn og hefur verið reynt að
senda íbúum þeirra,*sem skipta
mörgum tugum þúsunda, mat-
væli og eldsneyti með flugvél-
um, en hjálparstarfið hefur
gengið illa sökum slæmra flug-
skilyrða. 75 eru taldir hafa
króknað á ítaliu síðustu daga.
Svipaða sögu. er að segja frá
Grikklandi og ástandið i Frakk-
landi er víða ekki mikið betra.
Matvælaflutningar til Parísar
bæði á landi og eftir Signu
hafa teppzt.
Island var í gær eina frost-
lausa landið í álfunni að und-
anteknum Gíbi-altarskaga.
Sjómaimalélaci Reykjavíkur
Atkvæðagreiðsla
um nýgeröa togarasamninga fer fram á skrifstofu
félagsins mánudaginn 13. jþ.m. frá kl. 10-12 og 2-6.
AtkvæÖisrétt hafa allir togaramenn Sjómanna-
félags Reykjavíkur, Sjómannafélags HafnarfjarÖ-
ar og Fiskimatsveinadeildar S.M.F.
STJÓRNIN.
Ú t boð
Vafnsveita Reykjavíkur
óskar eftir tilboöum í vatnsmæla.
Útboöslýsingu má sækja á skrifstofu Vatnsveit-
unnar, Skálatúni 2.
VATNSVEITUSTJÓRINN.