Þjóðviljinn - 04.03.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. marz 1956 —ÞJÓÐVILJINN — (ð’
*
RlTSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON
Úr skýrslu íþróttabandalogs Vestmannaeyia;
:!: ■. ■ m M
m m m m m • ::
ÁLFVR UTANGARÐSl m m m m m • ■ ■
m m ■ m m ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ : ■
• ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■
IrFooave giiram ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ : • :
<5 ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ :
Ih ■ ■ ■ ■ ii : ■ *
■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ •
Mikill áhugi var hér fyrir
knattspyrnu s. 1. sumar. Sér-
staklega voru yngri flokkarnir
áhugasamir. Þarf engar áhyggj-
Ur að hafa af þvi, að ungling-
ar kunni ekki að meta þessa
ágætu íþrótt, ef svo er í hag-
inn búið að þeir geti einhver-
staðar verið að knattspyrnu-
íðkunum Þegar nýi iþróttavöll-
urinn verður fullgerður batna
skilyrði æskunnar til íþrótta-
iðkana svo um munar og virð-
ist nv'i mega vona, að ekki verði
iangt að bíða þeirrar stundar.
Knattspymulið okkar í 1. fl.
(2. deild) mun s. 1. ■ sumar
hafa verið eitt bezta knatt-
spyrnulið sem við höfum átt
hér í Vestmannaeyjum.
Þann 19. júli skípaði stjóm
Í.B.V. sérstaka nefnd til þess
að hafa á hendi málefni knatt-
spyrnumanna í sarhráði við
stjóm Í.B.V. Nefndin var skip-
uð þessum mönnum:
Ingólfur Arnarson formaður,
Jón Kristjánsson, Óskar Har-
aldsson, Kristleifur Magnússon
og Jóhann Ólafsson.
Því miður var mjög dauft
yfir frjálsum íþróttum í Vest-
mannaeyjum s. 1, sumar. Sjálf-
sagt má að einhverju leyti kenna
slæmri veðráttu um það. íþrótta-
dagurinn mistókst hér m. a.
vegna sérstaklega óhagstæðs veð-
urs þá daga, sem keppnin átti að
standa.
í golfíþróttinhi var mikið líf
í sumar og var keppt í henni
hvorki meira né minna en 16
sinnum.
Eitt af mótunum var bæja-
keppni milli Reykjaviikur og
Vestmannaeyja, þar sem Eyja-
menn unnu með 7 vinningum
gegn 3.
Lokaorð skýrslunnar eru á
þessa leið: Stjórn Í.B.V. lítur
svo á að íþróttafélög vinni þarf-
legt starf í þágu æskulýðs og
bæjarfélags. íþróttirnar erú holl
tómstundaiðja. íþróttaféiögin
vilja gera sem flestum fært að
stunda íþróttir sér til heilsu-
bótar og aukinna mannkosta.
Met eða mikil- afrek er ekki það,
sem mestu máli skiptir. Þeir
sem vinna i íþróttafélögunum
taka ekki borgun fyrir störf
sín, þeir leggja fram vinnu sina
— oft mikla — af áhuga fyrir
málefninu. Stjórnendur íþrótta-
félaganna eru ætíð þeir, sem
ötulast vinna að framgangi £-
þróttamálanna. Það er því rang-
látt að saka einmitt þessa menn
um það að þeir eigi sök á því
þótt fáir vilji leggja stund á
íþróttir. Þess er getið hér vegna
þess, að um árabjl hefur verið
lítið um að vera á sviði íþrótt-
anna hér i Vestmannaeyjum.
íþróttafélögunum hefur ómak-
lega verið kennt um þessa deyfð.
Óhætt mun að fullyrða það,
að engir hafa innt af hendi
hér jafnmikið starf í þágu í-
þróttamálanna og einmitt þeii',
sem starfa í íþróttafélögunum,
En hitt mun sanni nær, að
of fáir hafa lagt íþróttafélög-
unum hér lið i baráttu þeirra
fyrir auknu íþróttalífi. Þetta
virðist þó vera að breytast sem
betur fer. Eitt gleggsta merkið
um það er íþróttavöllurinn.
Vegna skilnings ráðamanna bæj-
arfélagsins standa nú vonir til
þess, að hann verði að einhverju
leyti nothæfur á næsta sumrí
(1956).
ÁRANGUR í IÞRÖTTUM:
Knattsp.vrna:
Vormót 1. fi. Þór — Týr 5:1
■ — ■— 2. fl. Þór — Týr 2:1
— ------ 3. fl. Týr — Þór 5:0
Haustmót 1. fl. Týr — Þór 6:1
-----------2. fi. Týr — Þór 9:0
Frjátsar iþrótnr
Iimanhússinót:
Langstökk ári atrennu:
Friðrik Hjörleifsson . Týr 2,96
Þrístökk:
Guðm. Magriússön .. . Týr 8,87
Hástökk án. atremiu
Guðm. Mágnússön , • Týr 1,36
Hástökk með atrerimu:
Friðrik HjÖrleifsson , . Týr 1.61
Margir drengir tóku þátt í
innanfélagsmóti þessu og náðu
margir góðiím árarigri, t. d. i
flokki drengja 16 ára og yngri
stökk Dariíei Kjartansson Þór
2,75 m. Þfístökk Rikárðs Sig-
hvatssonar er lika ágætur árarlg-
ur.
Körfuknattleikur er' kominn
hér lika á dagskrá og kepptu
Þór og Týr í ölium flokkum.
Týr sigraði í 1. fl. 25:7. Úrslit
í hinurri flokkunum vantár.
Vestmaiuiaeyjamet 31. des
1955
60 m. Friðrik Hjörleifss. T. 7,1
80 — Þórður Magnúss. T. 9,3
100 — Friðrik Hjörleifss. T 11,2
200 —- Eggert Sigurláss. T 23,6
300 — sami 38,5
400 — sami 52,0
800 — sami 1,59,6
1000 — sami 2,33,7
1500 — sami 4,14,2
1 míla sami 4,37,2
2000 m. Magnús Helgas. T 6,35,6
3000 — Jón Jónsson Þ 9,38,5
5000 — sami 16,11,6
3000 hindr. Rafn Sig. 10,50,0
10,000 m Karl Sigurhanss. 34,06,1
110 m grind. Eggert Sigurl. 17,8
200 --------Eggert Guðnas. 29,7
400 ---------Eggert Sigurl. 59,9
4x100 m. A-sveit Týs 46,4 sek
1000 m. boðhl. A-sveit Týs 2,06,5
Hástökk Sig Sigurðsson Þ 1,85
— — án atrennu sami 1,39
Langst. án atr. Sv. Þórð. Þ 3,05
-----m. atr. Kristl. Magn. T 6,90
Þristökk sami 14,50
— — án atr. Friðr. Hjörl. T 9,31
Stangarst. Guðjón Magn. T 3,66
Ivúluvarp Sig Finnsson Þ 13,90
— beggja h. Ing. Árnas. Þ 22,39
Kringluk, Guðm. Magn. T 41,92
— beggja b. sami 63,74
Spjótk. Adolf Óskarss. T 59,00
Sleggjukast A. Waagfj. Þ 46,30
Fimmtarþr. Adolf Óskarss. 2823
Tugþraut Gunnar Stefánss 5553
KVENNAÐEIO) SLYSAVARNAFÉLAGSlNS
í BEYKJAVÍK
:
mámidaginn 5. marz ld. S.30 í Sjálfstæðishúsinu.
TIL SKBMMTUNAiR
Upplestur: Tömas Guómundsson skáld
D a n s
FiöImenniSI Stjórnin
Höfum fil söíu
Pappírsbolla, pappírsdiska, ísfomi og sodastrá.
Nánarí upplýsingar í skriístofunni kl. 10—12,
Sími 4944.
„ DÓS I R N:AR MEO
VÍKIN6ASHIPINU"
30. dagnr
hafði lífsreynsla hans teki'ð þvílíkt stökk að hann var
aff vonum dálítiö rínglaöur. Undir niffri lumaði hann þó
á karlmannlegri hreykni, því hugmyndir hans um eigin
manndóm höfffu fyllilega staffist reynslu næturinnar
þegar öllu var á botninn hvolft. í morgunsárinu var það
honum ríkast á hjarta hvernig stúlkan mundi líta á at-
buröi næturinnar í ljósi dagsins. Já, hvernig lítur fólk
á svona yfirleitt, sérílagi kvenfólk. Kannski sæi hún eftir
öllu saman. Eftilvill mundi hún skella allri skuldinni á
hann fyrir aff nota sér ótta hennar og einstæöingskennd
til framdráttar karlmennsku sinni, kannski liti hún á
hann uppfrá þessu meff viöbjóði og fyrirlitníngu sem
hann feingi ekki risiff undir. En hún hafffi þó kallað á
hann, og meira aö segja afsagt aff hann kveikti Ijós, svo
sökin var einganveginn öll á hans hliff, ef um sök var aff
ræffa.
Þegar hann kom inní eldhúsið aff loknum morgun-
gegníngum voru þær þar fyrir móffir hans og stúlkan, og
hann var ekki fyrr kominn í dyrnar en móðir hans kall-
aöi á hann.
Komdu og fáffu þér kaffisopa meff okkur, Jónsi. Þér
veitir víst ekki af hressíngunni, blessaffur dreingurinn!
Alltaf sami bylurinn úti. Já, þeir vara stundum leingi
byljirnir hérna í Vegleysusveit. Kannski veit maffur
ekki mikiö af þeim inni í eldhúskróknum, og únga fólk-
inu er aff minnsta kosti eingin vorkunn aff halda á sér
hita hvort heldur er á nótt effa degi þó hann sé kaldur
úti. Þaff er dálítiff annaff meff þá sem eru farnir aff eld-
ast ogverffaaf sér geingnir. Já, við gamla fólkiö munum
tvenna tímana.
Jónsi skotraffi sér inná bekkinn viö eldhúsborðið á
meðan móðir hans lét dæluna gánga. Stúlkan Úrsúla
stjórn íþróttabandaiags Vest-^ kom meff kaffikönnuna og hellti í bollann hans. Hann
leit varlega framaní hana og viff öllu búinn, en hún
mætti augnaráði hans frjálslega og opinskátt án þcss
aff þar örlaffi á blygðunarsemi effa samvizkubiti. ÖSru
nær. Kannski var hún íviff rjóöari í vaungum en henni
var eiginlegt en þaff gat stafað af hitanum frá eldavél-
inni. Svo brosti hún framaní hann kankvísu, leyndar-
dómsfullu brosi, og mitt í brosi hennar sindi'affi á hvítar
fallegar tennurnar, þessar tennur sem hann haföi svo
oft dáffst aö í laumi, en höfðu á þessari örlagaríku nótt
næstum því geingiff af karlmennsku hans dauðri.
Hvað gerir karlmaffur nýkominn uppí til stúlku? AjS
sjálfsögffu byrjar hann á því að kyssa hana, hvaff annaö.
Og fyrst hann var e’inusinni byrjaffur aö kyssa var hon-
um eingin uppstytta í hug. Varir hennar voru svo dá-
samlega mjúkar og eftirgefanlegar aö nálgaðist undur
meö svo vel tennta manneskju. Varir hennar læstu sig'
um vit hans svo nálgáðist kaffæríngu. Og þá rann þessi
skelfilega. staffreynd alltíeinu upp fyrir honum. Þarsom
tennur hemiar áttu aö vera voru alls eingar tennur svo
hann var aff kyssa algjöra. tannleysu. Þaö var nánast
einsog aö söklcva í botnlaust ginnúngagap. Hann haiði
stirðnaö upp og ekki verið þess umkominn lánga stund aff
láta frekar aff sér kveða. En þá var þaff stúlkan s m
bjargaffi öllu til betri vegar. Hún geröi sér þegar ljó . ar
orsákirnar fyiii' hinni skyndilegu hlutleysisafstöðu hc.ns
Og skýröi þaff fyrir honum aö þaff væri svo óþægilegt aff
sofa meff falskar tennur að hún tælri þær ævinlega útúr
sér á kvöldin áðuren hún færi aff sofa, en setti þær svo
aftur á sinn staff á morgnana.
Þaö er aff vonum dálítiö erfitt fyrir mann sem hcfir
allar tennur heilar og hefir aldrei fundiff til tannpínu,
aff skilja hvernig þáð má vera aff úng stúlka skuli ekki
leingur eiga eina geiflu ósvikna í munni. Og andspænis
svo hastarlegri staðreynd var honum ekki láandi þó
þær grunsemdir létu á sér kræla aff kannski væri eitt-
( hvaö fleira á stúlkunni sem ekki væri úr smiöju skap ir-
^ ans. En sá skelfilegi grunur haföi reynst meö öllu á-
< stæffulaus. Meff kvenlegri nærfærni tókst stúlkunni aff
i sa.nnfæra hann um aö hún væri meff öllu ósvikin aff
( undanskildum tönnunum svo karlmennsku hans óx aft-
ur ásmegin.
Eftir svona nótt hlýtur eitthvaff aö verffa öffruvísi en
þaff var. Það er blátt áfram ekki hægt aff láta einsog
mannaeyja var þannig skipuð<
s. 1. ár: Sigurður Finnsson for-<
maður, Tryggvi Ólafsson vara-<
formaður, Eiríkur Guðnason rit-<
ari og Sigfús J. Johnsen gjald-<
keri.
FUND
Söftinéfnd vamaEÍiðseigna
OLÍU 06 TÓMAT
fdst c ottuttis
K. J ONSSON & CO. H.
AKUREVRI