Þjóðviljinn - 15.04.1956, Side 3

Þjóðviljinn - 15.04.1956, Side 3
Sumuidagur 15. apríl 1956 — ÞdÓÐVILJINN — (S Áburðarverksmíðjan framleiðir á þrem árum jafn* mikið gjaldeyrisverðmæt i og hún kostaði NauSsynlegt að framleiSa sem fyrst fleiri áburSartegundir Á aðalfundi Áburöarverksmiðjunnar var pað upplýst að verksmiðjan framleiddi á prem árum jafnmikiö gjald- eyrisverömœti og kostaði að reisa hana. Framleiðsluafköst verksmiðjunnar eru talin hafa á s.l. ári farið 11% fram úr uppgefnum meöalafköstum. Aðalfundurinn sampykkti pá ósk til ríkisstjórnarinnar að veitt yrði á pessu ári fé til viðbótarbygginga svo hœgt sé að framleiöa fosforsýruáburð, blandaðan áburð og kalkáburð. Þá vakti aðalfundurinn einnig „athygli'‘ á pví aö nauð- synlegt vœri að „hefjast nú pegar handa um virkjun Sögsins: Stjórn Áburðarverksmiðjunnar hefur látið Þjóðviljanum í té eftirfarandi upplýsingar: : Áburðarverksmiðjan h.f. hélt aðalfund sinn fyrir órið 1955 í Gufunesi: hinn 10 apríl s.L Fundarstjóri var formaður verk- smiðjustjórnarinnar, Vilhjálmur Þór, og fundarritari Pétur Gunil- ársson tilraunastjóri. Var fundur- in vel sóttur af hluthöfum, og . mætti landbúnaðarráðherra, Steingrímur Steinþórsson fyrir hönd ríkissjóðs. Formaður flutti ýtariega skýrslu stjórnarinnar um störf fyrirtækisins í upphafi fundarins. Skýrði hann frá því, að rekstur verksmiðjunnar hefði gengið vel til þessa. Á fyrstu 9 mánuðum ársins 1954, meðan tilraunarekst- ur verksmiðjunnar stóð yfir, voru afköst hennar um 91% miðað við þau 18.000 smálesta ársafköst, sem skipuleggjendur verksmiðjunnar höfðu gert ráð fyrir, en á fyrsta raunverulega rekstursárinu, sem var árið 1955, voru ársafköstin 18340 smálestir eða rúmlega það, sem verksmiðj- an er gerð fyrir. Eftir ýmsar smálagfæringar sem gerðar voru fyrri hluta ársins 1955, fram- leiddi verksmiðjan 10.000 smá- lestir síðari helming ái-sins, eða um 11% meira en uppgefin með- alafköst. Gat formaður þess, að algeng- ast væri, að það tæki efnaverk- smiðjur nokkur ár að ná fullum afköstum. Hefði því tekizt hér vonum framar með góð afköst, og þakkaði hann það fyrst og fremst 'vel unnu . starfi hins bandaríska verkíræðingafyrir- tækis, sem skipulagði verksmiðj- una, og góðu starfi unnu i fyr- irtækinu sjálfu. Þá skýrði formaður frá þvi, að frá því um síðustu áramót væru engir erlendir menn starfandi við fyrirtækið. Væri það mun fyrr en gert hefði verið ráð fyrir í upphafi, að rekstur fyrirtækisins kæmist að öllu leyti í hendur landsmanna. Þegar hinn þýzki verksmiðjustjóri hefði lótið af störfum um síðastliðin áramót, hefði stjórnin falið þeim verk- fræðingunum Jóhannesi Bjarna- syni og Runólfi Þórðarsyni að annast rekstur verksmiðjunnar. hvorum á sínu sviði og með sömu verkaskiptingu og verið hefði. Bar hann fram þakkir til framkvæmdastjóra, verkfræðinga og allra þeirra starfsmanna, sem með skyldurækni og árvekni hefðu stuðlað að því að ná þeim árangri, sem náðst hefur. Þá skýrði formaður frá því, að verulegur árangur hefði náðst um lagfæringar á kornastærð áburð- arins, bæði með því að minnka ryk í áburðinum og stækka kórn- in, og hefði ekki kornið í íjós nein kekkjun á áburði, þó stað- ið hefði í stæðum i 8 mánuði. Niðurstöður rekstursreikninga ársins 1955 sýna, að þegar fullar lögboðnar afskriftir hafa verið reiknaðar. að upphæð 8,9 mill- jónir króna. nemur reksturshalli 1,9 milljónum króna. Umfram bein rekstursútgjöld hefur rekstur fyrirtækisins þvi skilað um 7 milljónum króna til afskrifta á eignum. Þá skýrði formaður frá því, að áburðarverð það, sem ákveðið hefur verið fyrir árið 1956, kr. 1900.00 smá- lestin, væri miðað við það, að hinn innlendi áburður væri ekki dýrari-^piðað við áburðarinnihald en innfluttur áburður hefði kost- að, og myndi sambærilegt inn- flutningsverð hafa numið um kr. 1920,00 á smálestina. Benti formaður á, að í sam- bandi við rekstursþörf hefði verið áætluð þörf fyrir 125 menn, en sömu störf væru nú fram- kvæmd af 82 mönnum. Hefði verið og væri sýnd full við- leitni til sparnaðar í mannahaldi og á öðrum sviðum, er að rekst- urshagkvæmni lyti. Um þátt verksmiðjunnar í þjóðarbúskapnum skýrði formað- ur svo frá, að í marzlok 1956, eftir 24 mánaða starfsemi, hefði verksmiðjan sparað gjaldeyri, sem annars hefði þurft að nota til innflutnings áburðar, og aflað gjaldeyris með útflutningi, sem næmi um 47 milljónum króna, og ef afköst reyndust óbreytt næsta ár, jafngilti það því, að verksmiðjan hefði sparað og afl- r Gunnar ekki nógu snjall til að sjá það Gamall Reykvíkingur, sem dvalizt hefur erlendis undan- farin ár en fylgist vel með því sem gerist hér heima, sá nýlega i Reykjavíkurblaði að búið væri að mála Pólana og byggja við þá nýjar tröppur. Varð þá manni þessum að orði: „Bölvuð vitleysa var í þeim að gei-a þetta. Þeir áttu bara að girða utanum Pól- ana með hæsnaneti og fá svo nokkrar pútur og láta þær trítla kringum bygging- una, og þá hefði kongurinn bara haldið að þarna væri gamalt hæsnahús, — og hefði þetta orðið miklu ódýr- ará fyrir Reykjavíkurbæ." blönduðum áburði og kalká- burði. Einnig . ræd.di hann um fyrirsjáanleg vandkvæði i rekstri ef ekki yrði skjótt hafizt handa um viðbótar orkuvirkjun. Þakkaði formaður nieðstjórn- endum sérstaklega g'ott samstarf í stjórn verksmiðjunnar. Taldi hann að ekki virtist ástæða, til annars en að ánægja mætti; vera með rekstursafkomu fyrir- tækisins, þó ekki hefði reynzt unnt að greiða hluthöfum arð að þessu sinni. Eftir að ársreikningar höfðu verið lesnir upp og að afstöðn- um umræðum í þvi sambandi, voru þeir samþykktir einróma. Þökkuðu fundarmenn fyrir hina ýtarlegu skýrslu stjórnar- innar óg störf hennar og lýstu á- Framhald á 10. síðu. frþ j. '*jj i— < : að jafnmikils gjaldeyris á 3 ár- um eins og notaður var til fyrir- tækisins vegna uppbyggíngar þess. í skýrslu sinni ræddi formaður um nauðsjm þess að auka at- hafnasvið verksmiðjunnar, og benti á, að stefna bæri að fram- leiðslu á fleiri tegundum áburð- ar, svo sem forfórsýruáburði, Skólabörn Seyðis- f jarðar undirbúa sumarferð sína Seyðisfirði. Frá frétta- í ritara Þjóðviljans. Þessa dagana er skemmtrui i barnaskólanum til ágóða fyrir ferðasjóð þarnaima. Er þetta 25. árið síðan fyrsta skóla- skemmtunin var haldin í þessu skyni. Skólaskemmtanir þessar eru alltaf ákaflega vel sóttar. Börn- in skemmta sjálf, aðallega með söng, upplestri og leikþáttum. Skemmtiferðir skólabarn- anna eru ekki farnar fyrr en komið er fram á sumar og er þá venjulegast farið norður í land, til Akureyrar, um Mývatns- sveit, Kelduhverfi og Hólsfjöll. Stundum hafa ferðir þessar ekki verið farnar nema annað hvort ár, en hver árgangur skólabama hefur átt kost 4 því að taka þátt í henni. Ferðafélag íslands ráðgerir nú 80 ferðir eða fleiri en nokkru sinni áður Látlaus aðsókn að kvikmynd Osvaldar Knudsen Fleiri vildu sjá hina ágætu Homstrandainynd Osvaldar Knudsen í fyrrakvöld en hægt var að koma í Sjálfstæðis- húsið á skemmtifundi Ferðafélags fslands. Hallgrímur Jónasson kennari skýrði frá því að Ferðafé- lag íslands ráðgerði 80 langar eða. stuttar ferðir í suriiar, eða fleiri en nokkru sinni. Svo virðist sem Ferðafélagið megi enn hafa Homstranda- kvikmynd Osvaldar Knudsen sem aðalatriði á skemmtifundi. því Sjálfstæðishúsið var troð- fullt í fyrrakvöld og urðu marg- ir frá að hverfa. Að lokinni sýningu Hom- strandamyndarinnar og mvnda- getrauninni tók Hallgrímur Jónasson kennari til máls. Kvað hann nú líða að sumri og væntanlega langaði marga Rvik - inga til þess að komast úr bæjarrykinu í vor og sumar og sjá sig um í byggðum og ó- byggðum þar sem þeir hefðu ekki komið áður. Skýrði hann frá að nú væri verið að leggja síðustu hönd á ferðaáætlun Ferðáfélagsins í prentsmiðjunni, og myndi hún verða til af- greiðslu í skrifstofunni á Tún- götu 5 eftir helgina. Aðeins ferðir um fsland. Hann kvað ferðimar eingöngu bundnar við Lsla.nd, enda væri tilgangur félagsins að auðvelda mönnum að þekkja sitt eigið land. Félagið tæki ekki þátt í auglýsingasamkeppni, enda. væm ferðirnar ekki farnar i hagnaðarskyni, héldur sem þjónusta: að gefa sem flestum kost á að kynnast landinu, byggðum þess og öræfum. Til flestra landshiuta. Ferðimar skiptast að vanda í tvo aðalþætti, sumarleyfisferð- ir og helgarferðir. Samtals em áætlaðar 80 ferðir, þ.a. 20 er standa frá 2y2 degi til 12 daga. Eru sumarleyfisferðimar um landið þvert og endilangt; byggðir og öræfi. M.a. má nefna 12 daga ferð um Norður- og Austurland, 9 daga ferð um Vesturland, ferð austur í Öræfi, um Skaftafellssýslur endilangar, ferð um miðlandsöræfin, hefst hún 11. ágúst og stendur í 9 daga. Verður farið austur um Fiskivötn, norður um Sprengi- sand og til byggða annaðhvort niður Bárðardal eða austur yf- ir Ódáðaliraun, tU Öskju og Herðubreiðarlinda og niður f Mývatnssveit. Þá er ferð um. Landmannaleið — Fjallabaks- veg nyrðri, en síðasta. langa ferðin hefst 25. ágúst norður Kjalveg og Kúluheiði til Norð- urlands. i 60 helgarferðir. Helgarferðirnar em 60 og standa frá 1 degi til 2VÍ> dag hver. Verður fyrst og fremst farið í nágrenni Reykjavikur, en þó allt vestur til Breiðafjarð- ar, austur undir Eyjafjöll og norður á Kjöl. Ódýrustu ferðirnar. Eins og áður munu ferðir Ferðafélagsins reynast ódýr- ustu ferðirnar, því tjöld verða bæði í löngum og stuttum ferð- um til afnota fyrir þá sem vilja, og er mönnum heimilt að nesta. sig eftir vild, til að spara ferða- kostnað sinn. Þá verður fólki einnig gefinn kostur á að dvelja í sæluhúsum félagsins vikutíma á milli freða, eftir nánara samkomulagi við skrifstofu félagsins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.