Þjóðviljinn - 15.04.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.04.1956, Blaðsíða 6
8) — ÞJÖÐVTLJINN — Sunnudagnr 15. apríl 1956 ÞlÓÐVlLllNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Óstjórn í algleymingi /Vstjórnin og glundroðinn sem samstjórn íhalds og Framsóknar liefur leitt yfir þjóðina blasir nú við allra augum. Meira að segja mád- gagn Framsóknar, Tíminn, kemst ekki hjá því að viður- kenna í orði hvernig komið er. Skýrir blaðið frá því í leiðara í gær að svo aumt sé ástandið í gjaldeyrismálunum að fjórir bændur austur í Flóa fái ekki flutta inn áburðardreifara vegna þess að gjaldeyrisleyfi séu ófáanleg. Tíminn hefði mátt bæta fleíru við, sem*gef- ur enn fyllri upplýsingar um blessun stjórntrfarsins. Síð- ustu vikur hafa bændur t. d. gengið v úr vertbin í leit að girðingarefni en það er nú ófáanleg vara á Isiandi. Skortnr á efni til húsbygginga gerir sífellt meir vart vjð sig. Er það nú með öllu óþekkt að ekki skorti langtímum sam- an ýmsar þær vörutegundir sem nota þarf við byggingar- starfsemi og veldur það að sjálfsögðu margháttuðum ó- þægindum og beinu tjóni. IT’n á sama tíma og mönnum er meinað að kaupa nauð- svnlegustu áhöld og efnivörur sem eru í beinu sambandi við framleiðsluna og aðrar að- kallandi framkvæmdir í land- inu svigna búðarhillur verzl- ananna í Reykjavík og víðar um land undan þunga hins furðulegasta glysvarnings og óþarfasem fluttur er til lands- ins í stórum stíl fyrir dýr- mætan gjaldeyri. Þeir sem þennan innflutning hafa með höndum raka saman miklum gróða í skjóli þeirrar „fi'jálsu verzlunar" sem postuiar stjórnarfloklcánna hafa prísað sem eitt sitt mesta afrek. En samtímis er skortur á gjafd- eyri til að kaupa áburðardreif- ara,girðingarefni og bygginga- vörur svo fátt eitt sé nefnt. Þannig er stjórnin á inn- flutnings- og gjaldeyrismálun- um i höndum íhalds og Fram- sóknar og þannig er það ,frelsi‘ i reynd sem þessir flokkar hafa fært þjóðinni. að er rétt hjá Tímanum í gær að strand stjórnar- skútunnar verður ekki lengur dulio fyrir þjóðinni en jafn- víst er hitt, að á þessu strandi og öllum undanfara þess bera stjórnarfloklcarnir sameigi?i- lega ábyrgð. Stefna, sjónar- mið og hagsmunir íhaldsins hafa ráðið ferðinni sem farin hefur verið en Framsókn hef- ur verið því innilega sammála i öllum greinum. Það er fyrst þegar óttann við almennt fylg- ishrun setur að forkólfum Framsóknar sem þeir velja þann kost að afneita eigin verkum og þykjast litlu eða engu hafa ráðið um stjórnar- stefnuna. Þeim yfirlýsingum verður áreiðanlega varlega trúað af því fólki sem hefur aðstöðu til að kynna sér vinnubrögðin á stjórnarheimil- inu og þekkir einnig brellur og mánnaiæti foringjanna þeg- ar kosningar eru í nánd. Samheldnin vekur ótta TT'rjáls þjóð birtir í fyrradag * tveggja. ára gamla tO- vitnun í Þjóðviljanum, þar sem gagnrýnd var harðlega framkoma Hannibals Valdi- marssonar í sambandi við stjómarkjör í Dagsbrún. Morgunblaðið tekur svo þessa tilvitnun upp í gær með mik- illi velþóknun, enda verða nú tengslin miíli Sjálfstæðis- flokksins og Þjóðvarnar- flokksins æ greinilegri; það sést varla hnjóðsyrði um í- haldið í Frjálsri þjóð, og Morgunblaðið talar um af- stöðu Þjóðvarnar af stakri vinsemd. Og báðir aðilar þykj- ast nú innilega sammála. um það hversu fráleitt það sé að sósíalistar og Alþýðuflokks- menn vinni saman, þar sem áður hafi oft skörizt í odda. að væri auðvelt verk fyrir þessi vinablöð að halda slíkum tilvitnunum áfram, bæði gagnrýni úr Þjóðviljan- um um Hannibal Valdimarsson og gagnrýni Hannibals um Þjóðviljann og sósíalista. En með þvi undirstrika þau aðeins þá staðreynd að í Alþýðu- bandalaginu hafa verkalýðs- sinnar tekið höndum saman í einJægu samstarfi þótt þá greini á um ýmislegt. Stuðn- ingsmenn bandalagsins hafa á- kveðið að þoka ágreiningsefn- unum til hliðar en leggja á- herzlu á hitt sem sameinar, en það er langtum stórfelldara og mikilvægara. Slík vinnu- brögð hefur alþýða Islands ævinlega kappkostað í verk- föllum, og það er ekki síður brýnt að taka u"p sömu starfshætti i stjórnmálabar- áttunni. að er ánægjuefni að blöð afturhalds og sundrungar skuli leggja sig í líma til að vekja athygli á því að Alþýðu- bandalagið er samtök vinstri manna á mjög breiðum grund- velli; slík samtök hefur al- þýða manna þráð allt frá því að íhaldið mataði krókinn í síðustu alþingiskosningum vegna sundurlyndis vinstri manna, og atburðir þeir sem síðar hafa orðið hafa gert þau langtum brýnni. Þess vegna munu einnig óbreyttir kjós- endur, sem oft hafa deilt innbvrðis, skipa sér hlið við hlið í kosningunum í sumar. Þegar deilur vinstri manna eru í fyrirrúmi fagnar aftur- haldið og aðstoðarmenn þess, en samheldnin vekur ótta. ® m tn m b ■ ■ ■ i ® ■ SKÁKIX Ritstjóri: J' •■■w GUÐMUNDVR ARNLAUGSSON J, « Frá norskum skákmönnum Nú er víða hafinn undirbún- ingur undir alþjóðaskákmótið í Moskvu næsta haust, þau skákmót sem fara fram um þetta leyti verða mælikvarði á það, hverjir verða fyrir val- inu til Rússlandsferðarinnar. Sumstaðar eru þetta skákþing ríkja, svo sem í Danmörku, en þar er skákþingið ávallt haldið um páska og þar vann Bent Larsen yfirburðasigur nú. Hér heima fer skákþing íslands í hönd, það á að hefjast 22. apríl, heldur síðar en lög gera ráð fyrir, en sú seinkun var ákveðin með tilliti til þess að Friðrik Ólafsson og þeir félag- ar, sem nú tefla fyrir hönd ís- lenzkra stúdenta í Uppsölum, geti tekið þátt í því. í bréfi sem ungur íslenzkur stúdent í Osló ritar mér, seg- ir hann þær fréttir að þar sé nýlokið 9 manna skákmóti, er á að skera úr um fjögur efstu sætin i sveit Norðmanna. Um þau tvö sem eftir eru á að berjast síðar. Svo á að sjá um að hópurinn sem fyrir valinu verður fái næga æfingu í sum- ar. Á þessu móti urðu þeir Vestöl og Lindblom efstir með 5 vinn- inga, en svo komu í hnapp Yng- var Barda, Olaf Barda, Svein Johannessen og Tor Störe, all- ir með 4J4 vinning. Fréttamaður minn segist hafa orðið hrifnastur af þeim Sveini og Yngvari —1 „Sveinn er Frið- rik þeirra Norðmanna, ákaflega geðslegur og skemmtilegur strákur. Yngvar er sonur Olafs, sem margir heima kannast við, hann teflir að mér finnst traust og öruggt og ekki ólikt Guð- mundi Pálmasyni . . . Af skák- lífi hér er annars heldur fátt að segja. Norðmenn eru niðri í öldudal og vita það sjálfir, en setja allt sitt traust á hina yngri menn. Almennur styrk- leiki er heldur lágur, en hins- vegar er félagslifið með mikl- um blóma, og býst ég varla við að ísland komi þar til greina með neinn samanburð“. Til á- réttingar þessum síðustu orð- um bréfritarans má geta þess, að íslendingar og Norðmenn hafa átt við sömu örðugleika að etja í félagslífi sínu: fámennið andspænis hinum miklu fjar- lægðum. Þó hefur skáklíf Norð- manna aldrei verið jafn ríg- skorðað við Osló og íslenzkt skáklíf hefur verið við Reykja- vík siðari ár. Og í báðum lönd- unum koma nú fram nýliðar sem miklar vonir eru bundnar við. Svein Johannessen mun vera yngstur þeirra Norðmanna sem nefndir vofu. Hann kom í fyrsta sinn fram utan Nor- egs á heimsmeistaramóti ung- linga í Belgíu í fyrra, og þótt1 hann velti ekki stórbjörgum tókst honum að tefla fallegustu skák mótsins, en sú skák var ■ birt hér í þættinum í fyrra. Hér kemur svo ein skák frá þessu norska móti með skýring- um eftir Olaf Barda, en hann hefur daglegan skákþátt í Dag- bladet. Svein Joluuinessen Yngvar Barda 1. Rgl—f3 d7—<15 2. g2—&3 Rg8—f6 3. Bfl—g2 Bc8—f5 4. 0—0 e7—e6 5. d2—d3 Bf8—e7 6. Rbl—d2 0—0 7. Ddl—cl s 1 I- 8. e2—e4 d5xe4 9. d3xe4 Bf5—h7 10. Del—e2 c7—c6 11. b2—b3 Rb8—c6 12. Bcl—b2 Dd8—c7 13. Hal—cl Hf8—(18 14. li2—h3 Dc7—a5 15. a2—a4 Ha8—c8 16. Rd2—c4 Da5—c7 17. Rf3—d2 a7—a6 18. Ilfl—dl Hd8—d7 19. Kgl—h2 Hc8—d8 20. a4—a5! Hd8—e8 ekki Rxa5 vegna 21. Be5' 21. Bb2—c3 e6—e5 22. Hdl—el Rc6—d4 23. De2—fl Be7—f8 24. Rc4—b6 Hd7—d8 25. Rd2—c4 Dc7—c6 26. f2—f3 Kg8—h8 Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.