Þjóðviljinn - 15.04.1956, Side 11

Þjóðviljinn - 15.04.1956, Side 11
Sunnudagur 15. apríl 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 NEVIL SHUTE: LANDSÝN 63. dagar. í tundurduflahylkjunum til aö skjóta upp ef skotið væri á þá á dýpi. Ég veit ekki hvaö hann heitir, en hann var af björgunarskipi“. „Ég skil“. Ungfrú Hancock þagði andartak. Umhverfis þær var ys og þys, þéttsetinn bar klukkan níu að kvöldi. Sam- talið hafði haft áhrif á hana; stúlkan var ekki að fara meö fleipur. Áreiðanlega vissi hún miklu meira en ætl- azt var til að óbreyttur borgari vissi á stríðstímum. Ef til vill kæmi í ljós að þetta væri allt ímyndun; á hinn bóginn var hugsanlegt að eitthvað væri til í þessu. Ung- frú Hancock hafði séð réttarskjölin og komið þeim fyrir í spjaldskrá; hún mundi ekkert eftir neinu um annan kafbát né því aö föt væru höfð í tundurdufla- hylkjum. Henni var vel kunnugt um hve Caranx-slysið hafði valdið mikilli andúð milli ofþreyttra manna. Ef hægt væri að sýna fram á að möguleikar væni á að Caranx hefði veriö sökkt á annan hátt en talið haföi verið, yrði þaö mikill ávinningur og til bóta fyrir allt samstarf. „Hvað heitið þér?“ sagði hún að lokum. „Móna Stevens“. „Heyrið þér“, sagði liðsforinginn. „Við getimi ekki taláö um þetta hérna. Hvenær getið þér komið í hús flotastjórnarinnar á morgun?“ Móna sagði: „Ég er að vinna. hérna frá tólf til tvö og^ svo aftur frá sex til tíu, ungfrú Hancock. Ég gæti komiö hvenær sem væri á milli“. Hin sagði: „Ég hætti að vinna um nón. Gætuö' þér komið til mín þá, yið hliðardyrnar í húsi flotastjórnar- innar. Vörðurinn sýnir yður skrifstofuna“. Barstúlkan leit vandræðalega á hana. „Afsakiö — klukkan hvað sögöuð þér?“ „Klukkan þrjú eftir hádegi. Komiö inn um aðalhlið- ið; ég skal segja vörðunum að von sé á yöur. Þér verðið að skrifa nafnið yðar þar“. „Gott og vel, ungfrú Hancock. Ég kem“. „Og þaö er ekki vert að hafa orð á þessu“. „Ég skal ekki gera þaö“. Móna tók upp bakkann og fór aftur inn í barinn. Liðsforinginn fór aftur til vinkvenna sinna. Önnur þeirra sagði: „Þið röbbuðuð kumpánlega saman. Hvað var eiginlega á seyði?“ Ungfi’ú Hancock þagði andartak. Svo sagði hún: „Hún hefur fengið hugmynd sem gæti komið að gagni. Þið vitið aö þaö er ekki til nein stofnun sem óbreyttir borgarar geta snúið sér til, þegar þeir fá vitneskju um eitthvað. Þeir vita aldrei við hvern þeir eiga að tala“. „Hvað gerðir þú í málinu?" „Ég sagði henni aö koma í skrifstofuna á morgun“. í tveggja mílna fjarlægð í Haslar sjúkrahúsinu var systir Loring aö koma á vakt. Hún var næturhjúkrun- arkona í húsi B á annarri hæö; á hverju kvöldi klukkan níu tók hún við af systur Mac Kenzie, daghjúkiunar- konunni. Systir Loring fór beint inn á skrifstofuna á fyrstu hæð, fór úr kápunni og hengdi hana á snaga. Þarna var sjúkraborð, hlaðið áhöldum til bióðgjafar. Hún horfði á uppstillinguna, sléttaði hár sitt fyrir fram- an spegilinn, lagfæröi kappann og gekk að skrifboröinu. Þar lá dagbókin, skrifuð stórkarlalegri rithönd systur Mac Kenzie, en sjálf sást hún hvergi. Nætursystirin leit á blaðsíðuna. Allt virtist óbreytt frá því sem það var þegar hún fór, að einu nýju til- felli undanskildu, brunasár og mörg beinbrot. Blóð- gjöfin var sjálfsagt ætluð þeim sjúklingi. í skýrslunni stóð aö sjúklingnum hefði verið gefið stryknin, minnsti skammtur klukkan átta fjörutíu — fyrir tuttugu mín- útum. Hratt fótatak heyrðist fyrir utan. Systir Mac Kenzie kom inn í skrifstofuna og nætm'systirin sá samstundis að hún var bálreiö. Munnurinn á henni var eins og mjótt strik; það voru rauðir dílar í háum kinnbeinum hennar. „Gott kvöld, systir“, sagði Loring. „Ég sé aó það er kominn nýr sjúklingur“. „Rétt er það“, sagði skozka systirin ólmidarlega. Hin konan leit forvitnislega á hana. „Hver er það?“ „Ungur flugmaður úr hernum. Hefur sjálfsagt hagaö sér eins og glanni“. „Slæmur?“ „Já, slæmur er hann. Og aö mínu áliti gerir doktor Foster allt til þess að honum versni. Ætli hann deyi ekki fyrir sólarupprás“. Nætmsystirin kinkaði kolli með hægð. Hún var ekki óvön slíku. En hún var ekki eins vön því aö daghjúkr- unarkonan hellti sér yfir Foster yfirlækni. „Beinbrot?“ „Ójá — tvö rif og hægri mjöðmin. Ef til vill mjaðmar- grindin, en það er of snemmt að segja mn það. Bruna- sár á báöum höndum og handleggjum. Og auövitað taugaáfall“. Nætm'systirin leit á borðið. „Hvenær á blóögjöfin aö fara fram?“ „Það veit ég ekki — það er bezt aö spyrja Foster yfii'lækni. En ég veit hvenær hún hefði átt aö fara Sveínpokar er góð fermingargjöf. Verð kr. 395.00. TOL EDO Fichersundi Ms. Dronning Aiexandrine Ferð ms. Dronning Alexandrine, sem átti að vera þann 17. apríl frá Reykjavík, fellur niður vegna verkfalls sem verið hefur í Danmörku. Næsta ferð skipsiris er áætluð frá Kaupmnnahöfn 25. apríl via Grænland til Reykjavíkur. Flutningur óskast tilkynntur skrifstofu Sameinaða í Kaup- mannahöfn. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson ú.íqiu'í íímun ■: Stórar töskur aftur ’*r ‘anelfiíiqaiiinBd ogni oé?AiH 1 neti gera þessar stóru hand- töskur innkaupatöskur óþarfar. Hér eru sýndar tvær nýtízku töskur af j essu tagi, og þær eru báðar úr leðri en ekki plasti. Nú virðast leðurtöskur láta meira á sér bera en und- anfarin ár, þegar piasttöskur skyggðu algerlega á þær, en nú er víða erlendis farið að framleiða töskur úr leðri og skinni sem eru ekki dýrari en svo að þær þoln samkeppnina Við plasttöskurnar. nl msæímzýza U V/D' APMA&HÓL Handtöskur eru nú aftur orðnar svo stórar og rúmgóðar, að þær geta að nokkru komið í stað innkaupatösku. Ásamt Faðir okkar og fósturfaðir Tósnas Jónsson fyrrverandi fiskimatsmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. apríl kl. 2. Athöfnin hefst með bæn frá heimili hins látna, Bræðra- borgarstíg 35, ld. 1.15. Athöfninni verður útvai-pað. Sveiiui Tómasson Lovísa Tómasdóttir Jóna Tómasdóttir Haukur Oddsson Oddur Tómasson Þuríður Tómasdóttir Viiiiehnína Tómasdóttir Tómas Óskarsson Að hreirssa kranann Það er auðvelt að fága kran- ana við vaskinn, en þó er oft erfitt að lcomast að þeim að neðanverðu, þar sem gömul sápa hleðst oft upp. Reynið að leggja tusku vætta í ediki yfir fótstallinn og láta hana vera þar x klukkutíma og þá er kraninn orðinn gullhreinn. Hreg- ai'a getur það tæpast verið. þá Losnið þið við skaðlegt eit- ur af heimilinu. Saltsýra hefur eyðilagt mörg baðker, vaska og klósettskálar. í klósettskálina á maður í stað- inn að nota ágæt hreinsiduft sem riú fást keypt. Sé saltsýra notuð á baðkerið eða handvask- inn er það alveg víst að hvort tveggja eyðileggst til frambúð- ar. Emaljeraðir vaskar eyði- leggjast líka sé saltsýra notuð. Hvers vegna nota húsmæður eiginlega saltsýru? Vegna þess að í fljótu bragði virðist salt- sýran lxreinsa vel; það vill oft gleymast að sýran fjarlægir ekki einungis óhreinindi held- ur eyðileggur hún flötinn sem hún snertir og gerir hann hrjúfan, svo að miklu erfiðara verður að lireinsa hann á eftir. Bnrl aieS saltsýmiía Enn eru margar húsmæður sem nota saltsýru, og þó ér hún óþörf og meira að segja skaðleg. Hún á alls ekki heima í húshaldinu, fleygið ílöskunni ef hún stendur í eldhúsinu og . pylsan sem sprakk Það er alltaf jafngremjulegt þegar maður getur ekki einu sinni soðið pylsur án þess þær apringi. En til er ráð við því. Ef pylsui'nar eru settar í sjóð- andi vatn og strax skrúfað niður á minnsta straum springa þær ekki. Eftir íimm mínútna suðu eru pylsurnar soðnar, heilar og stökkar og girnilegar. j Útgetandl: SamelrUngarflokkur alþj-Bu —. Sóslallstaflokkurtnn. — Bltstfárar: Magnús Kjartanssoa íól?). StKurður QuðmunciBson. — Fróttaritstjóri: Jóri Blarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigur- <6nsson. Bjarni Benediktpson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Toríi Ólafson. — A.uglýsingastJórl: Jónsteinn Haraldsson. — Rit«tiórn. afgreiffsla. ftuelýsingar. prentsmiðja: Bkólavfírðustíg 19. — Slmi 7500 (3 Mnur). -•- ^skriftarverö kr. 20 4 mánuði i ReykJavík og nágrcrni; kr. 17 annarastaðar. — Lausasöluverð kr. 1. — **v*íuUj»*>i*~ Móðviljans b.t.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.