Þjóðviljinn - 02.06.1956, Síða 6
0) — ÞJÓÐVn.JINN •
Laíígardagur 2. júiu 1956 ---
ÞlÓÐVILllNN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur álpýOu — Sósialistaflokkurinn
Á að svipta þúsundir manna
raunverulegum kosningarétti?
rpil iþess eru kosningar haldn-
ar að vilji kjósenda fái not-
ið sín á þingi. Almenningur í
Sandinu á að velja sér umboðs-
snenn til þess að fara með
stjórn landsmálanna, og full-
trúarnir eiga auðvitað að
skiptast í sama hlutfalli og
íkjósendur. Annars eru kosn-
íngar ranglátar og gefa ekki
rétta mynd af vilja þjóðarinn-
®r.
f
að er nú æðsta hugsjón
Hræðslubandalagsins að
þessar undirstöðureglur heið-
(arlegra kosninga séu þverbrotn
ar. Þetta bandalag vill ekki að
þingmenn skintist í réttu hlut-
falli við vilja þjóðarinnar,
heldur ætlast það til þess að
E.Umargir þingmenn séu neydd-
ir upp á þióðina, þótt hún
vilji hvorki heyra þá né sjá
í kosningunum. Þúsundir
’manna sem hafa fuila ótrú á
Hræðslubandalaginu eiga samt
að fá skikkaða sem fulltrúa
sína menn eins og Gylfa Þ.
Gíslason, Emil Jónsson og Guð
mund í. Guðmundsson. Þessir
herrar eiga að vera, eins konar
,,konungkjörnir“ þingmenn á
íslandi!
Og Hræðslubandalagið vill
ekki aðeins brengla kosn-
ingaúrslitin, það lýsir því sem
íhugsjón sinni að gerfalsa þau.
Það er yfirlýstur tilgangur
þessa bandalags að ná meiri-
hluta á þingi, þótt fylgi þess
rsé ekki þriðiungur þjóðarinnar.
Allir vita að vísu að það mark
er fréieitt, en þa ð skiptir ekki
rnáli í þessu sambandi: söm er
huesjón Hræðslubandalagsins.
Það vill með öðrum orðum að
ca. 30% þjóðarinnar fari með
öll VQ]d meirihluta á þingi, en
70% þjóðarinnar verði að lúta
kjörum minnihluta. Það þýðir
með öðrum orðiun að dæma
40% þjóðarinnar úr leik, svipta
tvo menn af hverjum fimm
rétt til að hafa áhrif á gang
landsmálanna.
essi stefna Hræðslubanda-
lagsins er í rauninni aftur-
hvarf til liðinna tíma. Það er
ekki langt síðan almennur
kosningaréttur var tekinn í
lög á íslandi, en áður var það
aðeins forréttindastótt sem
mátti greiða atkvæði og velja
þingmenn. Forsprakkar Fram-
sóknar og embættismenn Al-
þýðuflokksins vilja nú tryggja
sér þessi fornu forréttindi;
þeir vilja fá að ráða, hvað svo
sem fólkinu í landinu sýnist.
■f rauninni er þessi stefna
gjaldþrotayfirlýsing flokk-
anna beggja, sem þó ern ! upp-
hafi sprottnir upp úr alþýðu-
hreyfingum í sveit og bæ —
leiðtogar þeirra eru hættir að
þjóna almenningi í landinu og
farnir að líta á sig sem sjálf-
skipaða húsbændur. En þetta
er ekki aðeins gjaldþrotayfir-
lýsing heldur er stefnan ósvíf-
in móðgun við kjósendur í
landinu. Fyrr má nú vera
dólgsskapur en að hafa það að
yfiriýstri stefnu að sviota þús-
undir kjósenda mannréttind-
um, meina þeim sjálfum að
velja fulltrúa sína á þingi.
Þeir menn sem draga slíkan
fána að húni hafa undarlegar
skoðanir á afstöðu íslenzks a.1-
mennings til lýðræðis og mann-
réttinda, og þeir munu fá að
sannreyna í sumar að þær
skoðanir eru herfilega rangar.
Alþýðan og „aðilarnir”
Fyrir nokkrum dögiun birtu
íhaldsblöðin áskorun til al-
mennings um að leggja fé í
kosningasjóð Sjálfstæðisflokks
ins. Áskorunin var með mikl-
um leikarasvip, en niðurlags-
orð hennar voru athyglisvei'ð.
Þau voru á þessa. leið: „Síðar
mun nefndin væntanlega hafa
nánara samband við þá aðsla
sern ætla iná að tald beiðni
Siennar vinsamlega.“
efndin reiknar þannig ekki
með neinum almennum
undirtektum, enda kemur það
ekki að sök — hún veit um
„aðila“ sem ósparir verða á fé.
Og enginn er í efa um hverjir
„aðilarnir“ eru; það eru menn-
Irnir sem hafa gróða af starf-
semi Sjálfstæðisfloklcsins: at-
vinnurekendur, heildsalar, olíu-
kóngar, fjármálamenn, her-
mangarar. Sjálfstæðisflokkur-
ínn er tæki þeirra, og þeir láta
þetta gróðafyrirtæki sitt ekki
skorta rekstrarfé. Og ekki
\ þefur hernámsliðið farið dult
með það að það hafi fullan hug
á að taka hverri beiðni Sjálf-
stæðisflokksins vinsamlega í
sambandi við kosningarnar í
sumar.
A lþýðubandalagið hefur enga
fjársterka ,,aðila“ sem
standa straum af kosningabar-
áttu þess. Einnig efnahagslega
styðst það við samtök fólks-
ins gegn valdi auðmanna og
braskara; samstaðan á öllum
sviðum er það bjarg sembanda
lagið grundvallast á. Það hef-
ur þegar sýnt sig að alþýða
manna er fús til að leggja fram
sinn skerf til að greiða þann
kostnað sem óhjákvæmilegur
er í kosningabaráttunni, og
svo mun enn verða í þeirri
sóknarlotu sem framundan er.
Framlögin verða að vísu
smærri en þau sem hinir for-
ríku ,,aði!ar“ Sjálfstæðisflokks
ins leggja af 'mörkum, en þau
verða stórum fleiri og þeim
fylgir sá hugur sem marg- j
faldar verðgildi peninganna. j
Hræðslnbandalags-lýðræði
Forkólfar Hræðslubandalags-
ins klifa á því seint og snemma
að ekki verði unnið með þing-
flokki vinstri sinnaðrar al-
þýðu eftir kosningar. Og þegar
spurt er hvers vegna, er svarið
ævagömul meiningarlaus
tugga: „Þeir hafa dæmt sig úr
leik“.
Aldrei er gerð tilraun til að
skýra við hvað sé átt með
slíku. Það er líkast síendur-
teknu fábjánastagli — þar til
einn af smölum þeirra taldist
finna þýðingu slagorðsins og
sagði að merking þess væri
sú, að fulltrúar vinstri sinn-
aðrar alþýðu vanvirtu lýðræð-
ið. Þetta er önnur staðleysu-
fullyrðingin, jafn haldlaus og
hin fyrri.
En það er ekki úr vegi að
bregða örlitlu ljósi yfir
hræðslubandalags lýðræðið og
lýðræðisást. Allra nýj.asta
dæmið er líka skýrast og
táknrænast. Tilraunin til að
svíkjast að baki sjálfra lýð-
ræðisreglna stjómarskrárinn-
ar, svíkja sér út þingfylgi
móti anda og bókstaf lýðræðis-
skipulagsins. Aldrei hefur það
ef til vill komið betur í ljós,
hversu blekkingagalið um lýð-
ræði freyðir létt um varir
hræðslubandalagsforkólfanna,
meðan fláttskapurinn leitast
við af öllum mætti að misbeita
lýðræðisforminu í eiginhags-
munaskyni, móti rétti og lög-
um, móti fólkinu í landinu.
Eysteinn og Gylfi finna sjálfa
sig hangandi i bláþræði blekk-
inganna. Það er þeirra von. En
hér er af meiru að taka.
Hvernig framfylgja þeir lög-
um hins lýðræðislega þjóðskipu-
lags Islendinga? Þeir brjóta
lögin, þegar þeir þora og finnst
hag'ur í. Jafnvel sjálfa stjórn-
arskrána, sem þeir hafa svarið
hollustueiða. Þeir framlengdu
— ásamt íhaldjnu — á sínum
tíma sín eigin þingmannsum-
boð, þvert ofan í skýr ákvæði
stjórnarskrárinnar. Þeir köll-
uðu herinn inn í landið 1951
með hreinu stjórnarskrárbroti.
Þetta eru aðeins tvö dæmi
af mörgum. „Lýðræði“ þessara
manna er lýðræði lögbrjótanna
og falsaranna, sem svíkja það
og misnota í hvert sinn og
liagsmunir þeirra — stundar-
hagsmunir — eru í veði.
Tvisvar hafa Framsóknar-
forkólfarnir opinberlega svik-
ið -sína kjósendur. Gengið til
ko'sninga, nýhlaupnir úr sam-
stjórn með íhaldinu og allt í
einu yfirlýstir andstæðingar
þess, rét.t á meðan þeir voru að
blekkja kjósendur um innræti
sitt, til þess svo að skríða í
íhaldsbælið strax og þeim leik
var lokið í það skiptið. Þetta
lýðræðisbragð þótti takast svo
vel í tvö skipti, að nú er sami
r-
þraðurinn tekinn upp a ný, í
þriðja sinn.
í stað þess að segja kjós-
endum sannleikann er logið
að þeim. Þeir falsa mál og
staðreyndir, þar sem á að fara
með rétt mál. Þeir blekkja þar
sem á að leiðbeina. þeir villa
um, þar sem á að upplýsa. Þeir
beita hótunum þar sem rétt-
læti á að gilda. Þeirra lýðræði
er ekki það lýðræði sem heið-
arlegt fólk í landinu heiðrar og
virðir, heldur hinna simplu
valdabraskara, Suður-Ameríku-
pólitík, sem Tíminn þykist ann-
ars svo sárhpeykslaður á.
Albýðuflokkurinn hefur þózt
vera í harðri stjórnarandstöðu,
áfellzt m. a. þunglega álög-
umar miklu á s.l. vetri, for-
dæmt ríkisstjórn framsóknar
og íhalds, jafnvel greitt at-
kvæði með vantrausti á núver-
andi stjórn, En svo allt í einu
gengur hægri klíkan til svo al-
gers fylgilags við annan hinna
illræmdu stjórnarflokka, að
ekkert ber á milli, heldur er
lýst yfir að í kosningunum séu
þessir tveir flokkar í algeru
bandalagi, og eftir kosningar
verði þeir einn þingflokkur og
ætli sér að stjórna landinu
saman, og það án þess að
framsókn, hinín illræmdi á-
níðsluflokkur á öllum vinnandi
mönnum í landinu, hafi á
minnsta hátt, hvað þá meira,
greint á við íhaldið í atvinnu-
og efnahagsmálum landsmanna.
Með öðrum orðum: Framsókn,
hinn blekkjandi svikaflokkur
gagnvart allri alþýðu íslands,
að réttum dómi Gylfa og Har-
alds, meðan hann sat í stjórn
með íhaldinu, er allt í einu
orðinn hinn ágætasti sam-
starfsflokkur, ef hægri klíka
Alþýðuflokksins fær að skríða
upp í ráðherrastólana með
honum. Þá skiptir engu þótt
Eysteinn og Rannveig og sálu-
félag þeirra sé nákvæmlega ó-
breytt í skoðunum gagnvart
lífshagsmunamálum alþýðunn-
ar í landi — og boði „óvin-
sæíar“ aðgerðir eftir kosning-
ar.
Það hefur lengi verið vitað
um Harald Guðmundsson, að
hann er allra manna latastur
og værukærastur alveg á sama
hátt og Gylfi er kunnur að
efasemdum um það í hvorn
fótinn muni óhætt að stíga. Nú
hafa þeir kumpánar dregið af
sér slenið. Haraldur hefur
vaknað upp til smáferða út á
landsbyggðina til þess fyrst
og fremst að biðja flokksbræð-
ur sína, ef einhverjir væru, að
kjósa nú lið álögumeistarans
mikla. Og Gylfi hefur tekið í
sig kjark og hyggst nú standa
báðum fötum í jötu Eysteins,
með fuglahræðuna sér til
hægri handar og hið fræga
og vel haldna kjörorð um bar-
áttuna fnóti allri fjárplógs-
starfsemi.
Finnst þér, íslenzlt alþýða,
ekki fulltrúarnir geðugir?
j Si'álkci éskosf
tii símavörzlu í bæjarskrifstofunum, Austurstr. 16.
Laun samkvæmt XIII. flokki launasamþykkt-
• ar bæjarins.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf
I skulu sendar í Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur-
1 bæjar, Hafnarstræti 20, eigi síðar en þriðjudaginn
■ 5. þ. m.
j Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík.
1. júní 1956.
Ncmðnngaruppboð
m
sem auglýst var í 33., 34. og 35. tbl. Lögbirtinga-
biaðsins 1956 á v/s íslendingi, R.E. 73, þinglesin . \
eign Kristjáns Guðlaugssonar o. fl., fer fram eftir |
kröfu Fiskveiðasjóðs íslands við skipið, þar sem það 1
liggur við Ægisgarð, fimmtudaginn 7. júní 1956 :
kl. 2V2 síðdegis. 5
Borgarfógetinn í Reykjavík . 5
'í
fæst í næstu bókabúð og öilum blaðsöluturnum.
Naupsð békina me§ bsnmgagelratiniu!!!.
FJÖLVlS