Þjóðviljinn - 02.06.1956, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 02.06.1956, Qupperneq 7
.*■£ 'r'.' t Laugardagur 2. júni 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ■ ' ví BJÖRN ÞORSTEINSSON: Reiðir menn í næturstað „Dálítil ferðasaga'\ II. Slóvösk Húsfreyjan í Tékkóslóvakíu Frá Kaupmannahöfn hélt ég þann 18. apríl með flugvél til Praha. Þegar fararskjótann bar yfir Bæheim, brá svo undar- lega við, að hið rauða ríkí var nær alhvítt yfir að líta. Það var kalt í' Höfn, og um morguninn sögðu blöðin þau tíðinni, að samgöngur hefðu teppzt á Borgundarhólmi sök- um fannkomu. Hér suðurfrá var enn kaldara og hráslagalegt og hvergi opinn brumknappur á kvisti, en í görðum á íslandi voru tré óðum að laufgast, - þegar ég fór að heiman, svo undanlegrar náttúru er landið við heimskautsbaug. En þetta var síðasti snjórinn og vorið kom, grundin grænkaði og trén breiddu út krónur sínar að nokkrum dögum liðnum. Á flugstöðinni beið mín öldr- uð kona, fremur stórskorin og þungfær með eins konar ljós- móðurtösku í annarri hendi, en vænan bunka af Svenska Dag- bladet undir hinni. Hún hafði dvalizt langdvölum í Svíþjóð og fagnaði gesti sínum með sömu aiúð og íslenzkar svcita- konur. í huga mér varð hún þegar húsfreyjan í Tékkósló- vakíu, og hún heldur þeirri tign enn þá, þegar ég hripa niður þessar sundurlausu minningar. Ungfrú Vrtisova er starfsmaður við menntamála- ráðuneytið og einhvers konar yfirmaður þeirrar deildar, sem sér um menningarsambönd ríkisins við Norðurlönd. Þegar gestur úr norðri kemur til Praha á flugvöll eða járn- brautarstöð, hvort heldur á nótt eða degi, situr hún þar brúnklædd með tösku sína og Svenska Dagbladet; skorti hann einhvern tíma eitthvað, meðan hann dvelst í landinu, sé hann svangur, þyrstur eða komi að luktum dyrum hjá stórmenni, nægir honum að nefna máttarorðið Vrtisova, þá stendur hún við hlið hans eins og álfkona í ævintýri og greið- ir þegar úr vandræðunum. En þó er húsfreyjan í Tékkó- sióvakíu býsna ólík álfkpnun- um fornu. Hún fræðir mann fljótt á því, að hún telji mann- líf mjög gott á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð, og Tékka hafa af fáu að státa, sem veki furðu Norðurlandamanna. „Við erum vön að sýna útlendingum verksmiðjubæinn Gladnov, menningarhallir og barnaheim- ili, en ég veit ekki af hverju E. t. v. er það tímaeyðsla að fara í slíkar skoðunarferðir“. Hinsvegar fræðir hún mann á því, að 14 söngleikaflokkar séu starfandi i landinu, þar af þrír í Praha, 20 leikhús, f jölmargar sinf óníuhlj ómsveit- ir, um 100 kvikmyndahús, miðaldasöfn séu frábær í borg- inni, en nútímalist sé þar ekki á marga fiska. Hún innir mann ýtarlega eftir því, hverju hann óski helzt að kynnast og býð- ur aðstoð, „en mannlífið verð- ur að skoðast sem milliliða- minnst hér eins og annarsstað- ar“, bætir hún við. Þegar ég kvaddi Tékkó- slóvakíu þann 4. maí og hún fylgdi mér á flugvöllinn, kvaðst hún vonast til þess, að ég hefði séð heilskyggnum augum, að þjóðir í því landi stríddu við ýmsa erfiðleika, „en ég held, að það sé dálítil fram- tíðarsýn í því, sem við gerum. Við vitum, hvert við ætlum, og okkur þokar áleiðis“. Að þessu sinni kvaddi hún mig við dyr Palace Hotel í miðborginni; hér væri mér öll risna frjáls nema ekki væri ætlazt til, að ég drykki mik- ið af áfengi utan máltíða, „en bjór telst ekki áfengi“, bætir hún við eins og ti.1 að afsaka aðvörunina. Umskipti Vrtisova harmaði að þurfa að setja mig niður á þennan stað, af því að þar væri ég einn Vesturlandabúa. ^ Hér bjuggu Egyptar, Austurlanda- menn og Tékkar, en hótel þau, sem sérstaklega voru ætluð vestrænu fólki, voru fullsetin af: rithöfundum, alls konar boðsgestum og erindrekum. Hins vegar kunni ég vistinni vel, af því að ég var hingað kominn til þess að kynnast Tékkum, en hvorki Bretum, Frökkum né Skandinövum. Sumarið 1947 dvaldist ég rúman mánuð í Praha. Þá voru miklir þurrkar og uppskeru- brestur í landinu, matvæli og ýmis varningur af skornum skammti. Nú eru þar allsnægt- ir, og Tékkar eru snillingar í matreiðslu. Strax fyrstu dag- ana fékk ég matarást á Praha, en íróðir menn tjáðu mér, að eitt bezta eldhús í þeirri borg sé í Palace Hotel. Veizlu- kosturinn þar er því vafasöm mynd af matarhæfi alrnenn- ings. En! ég eignaðist brátt nokkra kunningja, þá heimboð þeirra og brauzt óboðinn inn á heimili bæði í Praha og Brat- islava og sannfærðist um, að stúlka í þjóðbúningi menn éta vel þar í landi. Þó er knappt hjá þeim, sem verða að lifa að mestu af ellistyrk, en mér var tjáð, að hann yrði bráðlega hækkaður. Mér reyndist árangurslaust að leita að fátækrahverfum í borgum Bæheims og Slóvakiu; þ)au skarta þar ekki eins og í Englandi, en þar þekki ég mig helzt utan íslands. Batnandi hagur Þegar ég innti verkamenn eftir þvi, hvernig hagur þeirra væri, var svar flestr.a, að þeim vegnaði á svipaðan hátt og fyrir stríð, þegar þeir höfðu fulla atvinnu, en fæstir töldu Sig hafa átt þvi láni að fagna. Af eitthvað um 10 öldruðum verkamönnum, sem ég náði sæmilega tali af, sagðist ein- ungis einn 1 alltaf hafa haft fulla vinnu írá unglingsaldri. Eina muninn á hag sínum nú og áður taldi hann þann, að hann hefði dvalizt um mánað- artíma ókeypis á hressingar- hæli síðastliðið sumar og heil- brigðiseftirlit og hvers konar tryggingar væru miklu full- komnari en áður. Þannig fær 65 ára verkamaður 70% af meðalkaupi síðustu 5 ára í eft- irlaun, ekkjur 75% af launum manns síns, konur taka eftir- laun 55 ára, en eftirlaunin hækka um 4%,. ef fólk sinnir störfum til hærri aldurs en framan greinir. Svör menntamanna og milli- stéttafólks við svipuðum spurn- ingum voru fjölskrúðugri. Ýmsir kennarar töldu t. d„ að laun sín væru lág, miðað við Lœrum í síðustu Alþingiskosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn um allt land 28.738 atkvæði. í sömu kosningum fengu verklýðsflokkarnir báðir sam- tals 24.515 atkvæði. Það vantaði þannig aðeins 4.223 atkvæði um allt land til þess að verklýðsflokkarnir sameinaðir hefðu jafnmikið atkvæðafylgi og Sjálfstæðis- flokkurínn, og það efast eng- inn um að efþeirhefðu staðið tekjur iðnlærðra manna, t. d. námuverkamanna sem hljóta 3500—5000 tékkn. kr. á mán- uði. Einn þeirra sagði mér m. a. þetta ágrip af lífsreynslu sinni á síðustu árum. Hrakningasaga Vorið 1948 (stjórnarskipt- in urðu í febrúar) hugðist hann taka doktorspróf í bók- menntum við háskólann. Þeg- ar að því kom, var honum gert að skyldu að sækja námskeið í marxískri heimspeki. Hann synjaði og stóð í stappi í eitt ár. Þá lét hann undan, lærði heimspekina, lauk doktorspróf- inu og varð aðstoðarkennari við háskólann með 1600 tékkn. króna launum á mánuði. (Með- allaun eru talin um 1300 tékkn. kr.). En marxisminn hafði ekki nein teljandi áhrif á heims- skoðun þessa vinar míns. Við háskólann vegnaði honum ekki meira en bærilega, og hann þóttist komast að raun um, að framavonir ætti hann þar fáar. Eftir tvö ár missti hann stöðuna, sagði að hún hefði alls ekki verið sér framar neitt keppikefli. Nú réðst hann í það að malbika húsþökin í Praha og hlaut fyrir þann starfa 2600 tékkn. kr. á mánuði og gerðist efnaður maður. Heldur þótti honum næðingssamt þar uppi, svo að eftir nokkra mánuði tók hann að leita að nýju fyrir sér við skólakerfi landsins. Von bráðar hlaut hann stöðu við tækniháskóla með 2000 tékkneskra kr. mánaðarkaupi. Tekjumissinn bætir hann sér með þýðingum og ritstörfum, en þessa iðju sína telur hann strangari og meiri launa verða en rjátl á húsþökum Sum- ir opinberir starfsmenn töldu einnig, að hlutur sínn væri fyrir borð borinn miðað við aðrar séttir, en að lokum kom þó ræða flestra þar niður, að efnahagsmálum þokaði þar í landi í rétta átt, því að kaup- máttur launa yxi smám saman. Frá 1948 hafa fimm sinnum orðið verðlækkanir í lantíinu. Fólki kom ekki fyllilega sarnan um það, hve mikilvægar þær hefðu verið; sumir töldu að lúxusvarningur heíði lækkað meira í verði, t. d. sjónvarps- tæki og myndavélar, en brýn- ustu nauðsynjar, en slíkar verðhækkanir væru rr.eira í hag hálaunuðum verkamönn- um en þjóðnýttum lögfræðing- um, sem verða að veita fólki að mestu ókeypis fyrirgreiðslú en taka laun frá ríkinu eins og aðrir háskólagengnir menn með svipaðan námsferil að baki. Reiðir menn Margir úr hópi borgarastctt- ar harma enn forna sæludaga. Ég hef sjaldan séð reiðari menn en þrjá náunga, sem ég hitti eitt sinn á næturstað. Þeir lýstu fyrir mér með átakanleg- um orðum, hvernig þeir hefðu’ orðið öreigar á einni nóttu fyrir nokkrum árum. Þá urðu myntskipti í landinu, og þeir sofnuðu fluggríkir að kvöldi eftir að hafa lesið í Rude Pravo, að engin gjaldmiðils- breyting væri í vændum. En morguninn eftir vöknuðu þeir staurblankir, þvi að pening- arnir þeirra urðu verðlausir um nóttina. Þeir voru svo reiðir út af þessum atburði. að þeir sóru þess dýran eið að trúa aldrei einu orði, sem kommúnisti léti sér urn munn fara. Sem betur fór hafði rætzt úr fjárkröggum þeirra kvöld- ið, sem fundum okkar bar sam- an, svo að við gátum drekkt harmi horfinna íjársjóða í vodka og slívovice lengi nætur, en rússneskur landflótta greifi úr fyrri heimsstyrjöld lék fyrir dansi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er nú liafin — Kosið er hjá hreppsstjórum, sýslu- mönnum eða bæjarfógetum, en í Reykjavík hjá borgarfógeta. (Kjörstaður: Melaskólinn (leikfimisalur) í Reykjavík, Kosning fer daglega fram á virkum dögum frá kl. 10—12 f.h., 2—6 og 8—10 e.h. A sunnud. 2—6). í Kópavogi er kosið í skrifstofu bæjarfógeta daglega kl. 5—7 síðdegis. Kjósendur er dvelja erlendis geta kosið í skrifstofum sendiráða, útsends aðalræðismanns, útsends ræðismanns eða vararæðismanna fslands. Allar upplýsingar um utan- kjörfundaratkvæðagreiðsluna eru veittar í skrifstofu Al- þýðubandalagsins Tjarnargötu 20, símar 7510, 7511, 7513. Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru beðnir að gefa allar upplýsingar um kjósendur sem dvelja fjarri lög- heimilum sínum hvort heldur er innan lands eða utan. Dragið ekki fram á síðustu stundu að greiða atkvæði. nf regifslumri saman hefðu þeir safnað um sig langtum meira fylgi og fyllilega til jafns við íhaldið. Út á atlcvæðamagn sitt fékk íhaldið 21 þingmann. Verklýðsflokkarnir samtals fengu hins vegar aðeins 13 þingmenn út á sín atkvæði — af því að þeir voru sundrað- ir. Þannig tryggði íhaldið sér stjórnarforustuna í landinu — en verklýðsflokkarnir voru báðir í stjórnarandstöðu óg höfðu engin tök á að móta stjórnarstefnuna. Þessar staðreyndir eru for- senda þess að Alþýðubanda- lagið var stofnað. Þar taka Alþýðuflokksmenn og sósíal- istar höndum saman um land allt til þess að tryggja rétt- indi og áhrif alþýðunnar á Al- þingi. Og nú hafa kjósendur það á valdi sínu að tryggja þá samstöðu sem brást í kosningunum 1953. \ I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.