Þjóðviljinn - 03.06.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.06.1956, Blaðsíða 7
- Sunnitdagur 3. júni 1956 — ÞOÓÐVEfaJlNN I suntar gælu sfémenn náð árangri í hags- munabaráttu sinni með kférseðllsvopninu Hafnfirzkur sjómaSur skrifar um k]ar hátasjómanna og nauSsyn á samheldni sjómannanna ísland er harðbýlt land og landsraenn hafa frá byrjun orðið að leggja hart að sér í lífsbaráttunni. Sjómannastéttin hefur frá öndverðu ekki aðeins þurft að berjast gegn hörðum náttúru- öflum, stormum og sjóum, heldur einnig þeim þjóðfélags- öflum, sem staðið hafa móti hverri kjai’abót til sjómanna, hvort heldur hefur verið um að ræða kauphækkun, styttri vinnutíma eða bættan aðbún- að. Lengi voru skipin lítil og stutt hægt að róa, en þó hættu menn lífinu á bátskelj- um til að sækja björg í þjóð- arbúið. Með aukinni tækni hafa bát- arnir verið stækkaðir, en þeim mun fastar hefur sjór- inn verið sóttur og lengra róið. Þar sem langt er róið, eins og heima í Hafnarfirði, ná róðrar nærri saman, og varla er tími til að stíga upp á bryggjuna, áður en lagt er í næsta róður. ★ Verkamenn í landi hafa eft- ir langa baráttu fengið átta stunda vinnudag og togara- sjómenn fengu í vetur lög- boðna tólf stunda hvíld á sól- arhring. Bátasjómenn njóta þó ekki neins lögboðins hvíldartíma og vinnutími þeirra á ver- tíðinni er langur. Á línubát- um er skipzt á að sofa á heimleið og útleið. Ef nokk- uð er að veðri er lítið næði til svefns í veltingi og lát- um, og er þá oft lítil hvíld hjá þreyttum ’mönnum. Á netabátum eru netin dregin myrkranna á milli. Þá er eftir að* gera að fiskinum og koma honum fyrir í skipinu. Þá kemur fyrir að steina þarf niður nýja netatrossu til að hafa tilbúna fyrirmorg- undaginn, því önnur er svo léleg að skipta þarf um. Það sem eftir er af nóttinni skipt- ast skipverjar á um að sofa. Nú mætti ætla að þeir sem sjóinn sækja séu sæmilega launaðir, sá sem héldi það þyrfti að vera meira en lítið ókunnugur kjörum bátasjó- manna. Reyndin er sú að‘ laun sjómanna eru það lág að alltaf er hörgull á mönn- um á sjóinn. Hér í Hafnar- firði eru mörg dæmi til þess að lærðir vélstjórar og skip- stjórnarmenn hafa hætt á sjónum til að gerast bilstjór- ar eða til að snúast í kring- um erlenda dáta suður á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru ékki gamalmenni, eins og ætla mætti, heldur menn rúmlega tvítugir. Á bátunum eru laun stýri- manna, vélstjóra og skip- stjóra frá 1% upp í 2 háseta- hluti. Þegar nú ástandið hjá yfinnönnunum er orðið slikt, að þeir flýja unnvörpum í bílstjórastétt eða jafnvel í hernámsvinnu, hvern undrar þá á að erfitt skuii vera að fá háseta á bátana? ★ íslandi er nauðsyn að á sjóinn veljist eingöngu dug- andi menn og að af þeim sé Kristján Jónsson ávallt nóg, en til þess að svo verði, þarf kaup sjómanna að vera það hátt, að sjómennsk- an sé eftirsóknarvert starf. Landsmenn gera sér yfir- leitt Ijóst, hve lág laun báta- sjómanna eru. Þó reyna blöð útgerðarmanna, Morgunblaðið og fleiri að leyna staðreynd- unum og blekkja almenning með fréttaflutningi sínum. Hafi bátur fiskað vel einn dag, svo að aflahlutur nem- ur t. d. 500-1000 kr., er frétt- in um það birt í margra dálka fyrirsögn, svo að lands- menn geti séð hve mikil laun bátasjómanna séu. Alla hina dagana, aflaleysisdagana, þegar kaup sjómanna er ekki neitt, hefur Morguiiblaðið nógar aðrar fréttir að birta. ★ Hvað er það sem heldur uppi þjóðarbúskapnum ? Það er fyrst og fremst verðmæti það er sjómenn, verkamenn, bændur og aðrir launþegar skapa með vinnu sinni. En hvar lendir þetta verðmæti? Ekki hjá sjómönnum og öðr- um sem skapa þau. Nei, við sjómennirnir, ís- lenzk alþýða, höfum verið nógu hrekklausir til þess að skapa flokkum auðmannanna, íhaldinu, Framsókn og þjón- um þeirra meirihlutaaðstöðu á Alþingi íslendinga. Flokkar þessir hafa notað . aðstöðu sína til að koma málunum þannig fyrir, að auðvaldið mergsýgur framleiðsluna. Gróði olíuhringa, banka, vá- tryggingarfélaga, fiskkaup- manna, fragtskipafélaga og annarra sem ýmist kaupa afla skipanna eða bi’aska. með gjaldeyri þann er framleiðsl- an skapar, skiptir hundruð- um milljóna króna. En út- gerðin tapar og auðvitað er að þeirra dómi ósanngjamt að krefjast þess að gjald- þrota fyrirtæki greiði sjó- mönnum nema rétt til að draga fram lifið. En þrátt fyrir þetta auina ástand útgerðarmanna, sem verið hafa að tapa frá því að þeir byrjuðu að gera út, höfum við sjómenn annað slagið reynt að bæta hag okk- ar gegn sívaxandi dýrtíð auð- stéttarinnar. Á undanförnum árum höfum við þó ávallt ver- ið á eftir verkamönnum í landi með lagfæringar á kjör- um. ★ I nóvember 1953 kom sam- an í Reykjavík sjómannaráð- stefna A.S.f. Var hún skipuð fúlltrúum 20 sjómannafélaga viðsvegar af landinu. Ráð- stefnan gei’ði það að tillögu sinni að krafizt yrði fasts fiskverðs og greiddar kr. 1.30 á kg. til sjómanna. Valin var átta manna samninganefnd sem skipuð var fulltrú- um frá Reykjavík og Hafn- arfirði, Suðurnesjum, Vest- mannaeyjum, Akranesi, Aust- fjöi’ðum, Norðurlandi, Vest- fjörðum og A.S.Í. Þessi nefnd skyldi fjalla um fiskverðs- samninga, að öðru leyti skyldu hin einstöku félög fara með kjaramál sin, enda allmikill munur á kjarasamn- ingum og aðstæðum á hinum ýmsu stöðum. Sjómenn rökstuddu kröfur sínar með þeirri alkunnu staðreynd að kjör þeirra eru svo bágborin og ótrygg að erfitt er að fá menn á bát- ana, ef nokkra viðunandi vinnu er að fá í landi. Hins vegar er fiskverð það sem sjó- mönnum heíur verið greitt langt undir raunverulegu vei’ðmæti. Óhemju fjárhæðir fara í milliliðagróða, en þar við bætist að sjómenn hafa aldrei fengið eyris virði af bátagjaldeyrinum enda þótt sá skattur hafi verið lagður á þjóðina til þess að hækka fiskverð. ★ Verkfall var háð frá 1.-18. janúar 1954. Samið var um 16% hækkun. Verð á þorski liækkaði úr 1.05 í 1.22 á kg. Jafnframt skuldbatt rikis- stjórnin sig til að beita sér fyrir því að slysabætur yrðu tvöfaldaðar. Þetta var mikill sigur fyrir sjómenn, því nú var ákvörðunarréttur sjó- manna um fiskverð viður- kenndur í fyrsta sinn. Hausið 1955 hafði verðlag allt hækkað að mun og kaup- gjald verkalýðsins hafði hækkað um 20% frá því að samið hafði verið um fiskverð. Kaup sjómanna hafði raun- verulega lækkað vegna hækk- unar á ýmsum kostnaðarlið- um sem sjómenn taka þátt í að greiða. Það var því ákveðið að fiskverðsamningi yrði sagt upp þegar hann rynni út í febrúar 1956. Allan janúarmánuð voru bátarnir stöðvaðir vegna deilu útgerðarmanna og ríkis- stjórnarinnar sem lauk eins og jafnan áður með því að hin- ir fátæku útgerðahnenn og fiskkaupmenn hlutu nýja styrki. Okkur sjómönnum óaði við að leggja í vinnustöðvun eftir hina löngu stöðvun út- gerðarinnar. Til þess að komast hjá vinnustöðvun sömdum við um aðeins 6% hækkun. Eða að þorskverðið hækkaði úr kr. 1.22 í 1.30. Við vorum varla staðnir upp frá samningaborðinu þegar hinar nýju álögur ríkis- stjórnar Ihalds og Framsókn- ar voru birtar, síðan skullu verðhækkanir yfir hver af annarri. Heildsalar þurftu ekki að fara í verkfall, því þeir hafa frelsi til að ákveða sjálfir sinn hlut af þjóðartekj- unum. Auðmenn íhalds og Fram- sóknar, með ríkisstjórn sína i broddi fylkingar, hafa ætlað með árásum sínum á lít'skjör alþýðunnar að sanna verka- lýðnum að verkföll borgi sig ekki. En þarna hafa þeir reiknað skakkt dæmið, því verkalýður- inn hefur komizt að raun um að það borgar sig ekki að hafa auðmenn eða þjóna þeirra í ríkisstjórn eða í söl- um alþingis. Sjómenn! Við skulum ekki biða lausnarans, heldur skul- um við leysa okkur sjálfir. Og það er ekki eftir neinu að bíða. Við verðum að styrkja samtök okkar með því að gera þau að raunverulegum og lifandi sjómannafélögum, þar sem við sjálfir störfum að málum okkar. ★ Við þurfum að koma í veg fyrir að félögin verði að stofnunum sem atvinnurek- endur ná smámsaman tangar- haldi á gegnum þjóna sína. Jafnframt þurfum við að efl- ast að pólitískum áhrifum með því að fylkja okkur um Alþýðubandalagið. Þegar kjör verkalýðsins eru orðin svo léleg að þau eru óviðunandi, neyðist hann til að grípa til verkfallsvopns- ins, en það er nærtækasta vopnið sem íslenzkur verka- lýður hefur beitt í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. En við skulum muna að verkfallsaflið er ekki sterk- asta vopn íslenzks verkalýðs. Við eigum annað miklu öfl- ugra vopn sem við höfum ekki notað sem skyldi, en get- ur þó einmitt komið í veg fyrir að grípa þurfi til svo kostnaðarsamrar baráttu sem verkföll eru. Það vopn er atkvæði okkar á kjördegi. ★ Að þessu samstarfi standa sósíalistar, vinstri jafnaðar- menn og aðrir verkalýðssinn- ar. Þótt ekki hafi enn tek- izt víðtækara samstarf mun- um við sjómenn og aðrar vinnandi stéttir ekki láta auð- menn ríldsstjórnarflokkanna og þjóna þeirra halda okkur sundruðum lengur. í komandi kosningum mun- um við fylkja okkur um Al- þýðubandalagið og gera sig- ur þess sem stærstan. Islenzkur verkalýður getur og þarf að koma til valda á íslandi sinni eigin ríkisstjórn, því hún ein allra ríkisstjórna mun starfa með hag hans að leiðarljósi. En til þess að svo megi verða mega vinnandi stéttir landsins engum ljá atkvæði sitt sem ekki hefur sýnt í einu og öllu að hann sé fylgj- andi vinstri stjórn og tafar- lausri brottför hins erlenda hers úr lanöinu. Kristján Jónssou.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.