Þjóðviljinn - 03.06.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.06.1956, Blaðsíða 12
Ætla þeir aS aka hilunum héSan westurU Hvöðvujinn Sunnudagur 3. júní 1956 21. árgangur 123. tölublað Thorsararnir og Jón Axel sýna enn sameiginlega umhyggju sína fyrir sjómönnum Sendu togaraua út degi fyrir sjótnannadaginn! Á fimmtudaginn var skipað hér upp skotfærum til bandaríska hersins — sem ætlar að láta það í veðri^ vaka að fram að kosningum að liann sé að fara. Þegar skotfærauppsldpuninni var lokið kom skipið inn í höfn- ina og á föstudaginn var skipað upp úr því mörgum tugum lúxusbíla. — Þannig er brottför hersins í verki. Hvenær het'ur það þekkzt að brottflytjandi her drægi að sér skotfæri, byggingarefni, vistir og lúxusbíla, — eða ætla liðsforingjarnir kannske að aka í þéssum bílum „westur“ til Amer- íkul! í dag munu máttarstólpar þjóðfélagsins tala liátt um ást sína á sjómönnum, um- hyggju sína fyrir þeim og kjörum þeirra. M. a. mun ÓI- afur Thors — maðurinn sein er að semja af þjóðinni land- helgisréttindin — halda, ræðu af svölum Alþingisluissins. En umhyggjan birtist á sér- kennilegan hátt og í mörgum myndum: Þannig sendu thorsararnir togara sinn Egil Skallagríms- son á veiðar í t'yrradag — Það verður að rífa niður ímynduð járntjöld sem standa gengi alþyðunuar fyrir þrifum Það var grunntónninn í máli ræðumanna Alþýðubandalagsins á ijöl- sóttum og ágætum fundi sem hjildinn var á Eyrarbakka í fyrrakvöld rúmurn sólarhringi fyrir sjó- mannadaginn — til þess að tryggja það að sjómennirir væru ekki í landi þann eina dag sem jieim á að vera helg- aður. Og sama dag sendi Jón Axel Pétursson togara bæjarútgerð- arinnar, Haliveigu Fróðadótt- ur, á veiðar. Hann gat auð- vátað ekki sýnt sjómönnum minni umliyggju en thors- ararnir, enda hefur hann verið jæirra liandgengnasti tnaður að undanförnu og unnið ötul- lega með jieim að því að semja af tslendingum land- helgisréttíndin og veita Bret- um undanjiágur í ísleuzkri landlielgi. Samkeppnin ógnar Bretum Alþýóubandalagiö efndi til opinbers kjósendafundar á Eyrarbakka í fyrrakvöld; framsögu höfðu Hannibal Valdi- marsson, Ester Kláusdóttir, Eövarð Sigurösson, Alfreö Gíslason og Björgvin Sigurösson. Fundurinn stóð frá kl. 9 til 2.30 í fyrrinótt, og var mjög fjölmennur; sóttu hann um 140 manns, og var máli framsögumanna ágætlega tekið. Á fundinum töluð'u menn úr öllum flokkum, nema Sjálfstæöisflokknum, og voru umræður hinar fjörugustu. Dagskrá Sjó- mannadagsins Kl. ib.OO Kappróður og sund í Reykjavíku rhöf n. Kl. 13.45 Útihátíðahöld við Austurvöll. Kl. 14.00 Minn/t drukknaðra sjómanna. 2. Ávörp flutt. 3. Afhending afreks verðlauna og heiðursmerkja. Kvöldskemmtanir fyrir sjómenn í Sjálfstæðis- húsinu og Tjarnarkaffi. Dansleikir: í Breiðfirðingabúð, Iðnó, Ing- ólfskaffi, Silfurtunglinu og Þórskaffi. í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið íslandsklukkuna í síðasta sinn á þessu starfsári, og er það jafnframt 25. sýning hennar á leikárinu. Hinum erlendu fulltrúum á leikhúsþinginu, sem hefst síðdegis í dag, er boðið á sýninguna, en hún hefst kl. 19.00. Annaðkvöld er þeim boðið að sjá Kátu ekkj- una. Hannibal Valdimarsson talaði fyrstur. Rakti hann m.a. aðdrag- andann að stofnun Alþýðu- bandalagsins, skýrði hvernig Alþýðuflokkurinn hefði skorizt úr leik, ræddi stefnuskrá Al- þýðuba.ndalagsins og nauðsyn- ina á sameiningu alþýðunnar. — I síðari ræðu sagði liann þau orð um járntjöldin, sem héldu alþýðustéttunum sundruðum, sem vitnað er til í fyrirsögn. Al- þýðan öll á sameiginlegra hags- muna að gæta; sú kenning að Alþýðuflokkurinn og Sósialista- flokkurinn geti ekki unnið sam- an er eitt þeiri-a já.mtjalda í- myndunarinnar sem reist hef- ur verið; annað járntjald er sú kenning a.ð hagsmunir bænda og vei'kamanna séu andstæðir. Al- þýðan á að sameinast í stórum flokki gegn íhaldinu; að öðrum kosti nær hún* aldrei fullum rétti sínum. Ræða Hannibals var löng og málefnaleg og fékk ágætustu undirtektir; væri ástæða að rekja hana nánar ef meira rúm gæfist. Næst hélt frú Ester Kláus- dóttir stutta ræðu, prýði- lega samda og fallega flutta; og lýsti einkum vonbrigðum sínum með þróun mála í flokki sínum, Alþýðuflokknum; því gengi hún nú til liðs Alþýðu- bandalagið. Alfreð Gíslason sagði að hugleysið væri ríkt pólitískt einkenni á foringjum Alþýðu- flokksins; en hugleysi gerði menn afturhaldssama og stefnu- la.usa;. því væri nú svo komið í Aiþýðuflokknum sem raun bæri vitni. Ræddi síða.n skaðsemi milliflokka, sem ækju jafnan seglum eftir því hvernig vind- urinn blési hverju sinni. Ljós ræða, áreitnislaus og rökvísleg. Eðvarð Sigurðsson sagði: Við sem vinnum saman í Alþýðu- bandalaginu erum ósammála um margt, en við látum ekki hags- muni fólksms gjalda þess. Við höfum tekið höndum saman um að bera málefni alþýðunnar fram til sigurs, en látum hitt liggja i þagnargilTIi sem skilur okkui- persónulega. Þvinæst ræddi hann öngþveitiö í efna- hagsmálunum eftir margra ára samstjórn íhalds og Framsókn- ar, sem báðir flokkarnir ættu sok á; þá hefði ekki greint á um úrræði í þeim málum, og væri einkennilegt að sjá Al- þýðuflokkinn ganga nú til skil- yrðislauss samstarfs við annan strandflokkinn. Var ræða Eð- varðs, sem jafnan, skipuleg og skýr og röksamleg. Björgvin Sigurðsson ræddi spillinguna sem þróazt hefur í þjóðfélaginu að undanförnu. Vék síðan að stefnuskrá Al- þýðusambandsins og stofnun Alþýðubandalagsins. Vinnandi fólk í sveit og við sjó er sam- herjar, sagði hann. „Dettj ann- ar, þá hallast hinn.“ Ræddi síð- an hin sérstöku áhugamál kaup túnanna í Árnessýslu. Eg hef ekki fyrr heyrt Björgvin Sig- urðsson flytja ræðu; en hann er auðheyranlega óvenjusnjall ræðumaður, skapmikill og fylg- inn sér. Að loknum framsöguræðum tók til máis Vigfús Jónsson, 2. maður á lista Framsóknar í Ár- nessýslu. Hann hafði því miður Framhald á 8. síðu. Landhelgin Framhald af 1. síðu. vetur. Þar lágu fyrir fjölmarg- ar tillögur um stækkun land- helgissvæða víða um land, og framkvæmd þeirra va.r eitt brýnasta hagsmunamál þjóðar- innar allrar. Stjórnarflokkarnir framkvæmdu hins vegar fyrir- mæli Breta og hunzuðu tillög- urnar allar með svofelldri yfir- lýsingu: „Þar sem reglur um landhelgi ha.fa að frumkvæði íslands ver- ið til meðferðar hjá Sameinuðu þjóðunum undanfarið samhliða reglum'um úthöf, telur Alþingi ekld æskilegl að taka ákvarðan- ir varðandi útfærslu friðunar- Iinunnar, fyrr en lokið er alls- herjarþinginu á þessu ári og tími hefur unnizt til a.ð athuga það sem þar kann að koma fram. Alþingi tekur því fvrir næsta mál á dagskrá." N* Svo ákaflega var málið sótt að jafnvel þingmenn sem sjálfir KOSNINGARNAR UTANKJÖRFTJNDARATKVÆÐAGREIÐSLA er nú hafin. Kosið er hjá hreppstjórum, sýslumönniim eða bæjarfógetuin, en í Reykjavik hjá borgarfógeta (Kjörstaður: leikfimi- salur Melaskólans). Kosning hér fer daglega fram á virkum dögum kl. 10—12, 14—18 og 20—22, á sunnii- dögum kl. 14—18. I Kópavogi er daglega kosið á skrií- stofu bæjarfógeta kl. 17—19. K<)NNIINAR-IIEFTI —Þeir stuðningsmenn Alþýðubaiidalagsins sem hafa undir höndum könnunarhefti ern beðnir að vinna í þeim og skila þeim sem fyrst. SlMAR ALÞÝDUBANDALAGSINS eru 6563 og 80832 í skrif- stofunni Hafnarstræti 8 og 7510, 7511 og 7513 á skrif- stofunni í Tjamargötu 20. Edén forsætisráðherra Bret- lands, sagði í ræðu í Norwich í fyrradag, að það sem nú ógn- aði tilveru Breta væri ekki stríðshætta heldur samkeppnin á heimsmarkaðinum. Það er mesta firra. segði Ed- en, að halda að núverandi stjórnendur Sovétríkjanna geti ekki tekið upp aðra stefnu en fyrirrennarar þeirra. Brezka stjórnin mun miða sínar athafn- ir við að svo sé. höfðu flutt tillögur um stækk- un landhelginnar voru látnir standa. að yfirlýsingnnni! Um þetta er kosið. Með þessu plaggi var opnuð leið til endanlegra. samninga. við brezku útgerðarmennina, og þeir hafa þá einnig verið gerðir í laumi. Morgunblaðið sjálft hefur skýrt svo frá að eiiginn ágreiningur hafi verið milli brezkra og íslenzki’a iitgerðar- manna á síðasta fundi þeirra, enda er nú unnið af kappi að því að gróðaviðskipti thorsar- anna geti hafizt þegar eftir kosningar. En það er heðið fram yfir kosningar vegna þess að þær ráða úrslitum. Þar er m.a. um það spurt hvort þjóðiri sé satnþykk því að ís- lenzk landré-ttindi séri boðin föl fyrir' gróðahagnmuni thorsætt- arinnar. Ef íhaldið heldur vöid- um sínum verður sólcn Islend- inga í landhelgismálum stöðvuð og hopað frá rétti þjóðarinnar. Sendið fromlög ykkar í kosningasióðinn fii skrifsfofunnar Hafnsrsfrœfi S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.