Þjóðviljinn - 19.07.1956, Side 1
Finimtudagur 19. júlí 1956 — 21. árgangur — 161 tölublað
Alfur flotinn meðfulffermi í gærdag
— löndunarstöðvun á Raufarhöfn
Jafnmikil sild hefur ekkisézt siðan sumariS 1944
Raufai'höfn kl. 11 í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans
Mikil síldveiði hefur verið í dag á öllu Langanes-
grunninu og Langanesdjúpinu eða frá Hraunnestanga
suður á Vopnafjörð. Á þesgu svæði hefur síldin vaðið
í nærri tvo sólarhringa. Stillilogn er á og miðnætursól.
Allur flotinn er á þessu svæöi og hefur fyllt sig, utan eitt
og eitt skip sem oröið hefur fyrir óhöppum. Skipin veiða
svo mikið að þau lenda í vandræðum með aflann sem er
umfram það sem þau taka og veröa að henda honum.
Reyndir sjómenn fullyröa aö svona mikil síld hafi ekki
sézt síðan síldaráriö mikla sumarið 1944.
Fyrstu skipin byrjuðu að
streyma hingað inn kl. 6 í
morgun oíí liefur verið stöðug
löndun í dag' hjá verksmiðj-
unnL Er nú koinið löndunar-
Meirí sðdarsöltun
á Húsavík en
nokkru sinni áðui
Húsavík í gær. Frá
fréttaritara Þjóðviljans.
Hér var búið að salta síld í
15704 tunnur í gærkvöldi. Er
það meiri söltun en nokkru
sinni áður.
stopp, því að allar þrær eru
fullar. Slíkt hefur ekki komið
fyrir að neinu ráði síðan 1944.
Þrærnar taka 32 þúsund mál, en
afköst verksmiðjunnar eru 6
þúsund inál á sólarliring'. Verk-
smiðjurnar hafa nú tekið við
60250 málum í bræðslu miðað
við löndunarstöðvuirina.
Loftskeytastöðin hér á staðn-
um hefur þegar tilkynnt flotan-
um löndunarstoppið og taka
skipin nú stefnu á Siglufjörð.
Skipin eru þó það mikið fermd,
að þau koma hér við til að létta
á sér eftir því sem verksmiðjan
og söltunarstöðvarnar geta tekið
við.
45 þús. tunnur saltaðar.
Söltun sl. sólarhring nam 2
þús. tunnum og er þá heildar-
Sovézkur ballettflokkur kemur
líkleg
a hingað í haust
Ennfremur væntanleg sovézk æskulýðs-
sendinefnd og hverafræðingar
Gera má ráð fyrir að hingaö komi í haust leikdans-
flokkur frá Sovétríkjunum.
Þjóðleikhúsið hefur boðið
hingað til lands sovézkum
ballettflokki og mun nú óhætt
að gera ráð fyrir að flokkur
þessi komi í septembermánuði
þessa árs. í flokknum munu
verða 12 manns og mun hann
hafa nokkrar sýningar í Þjóð-
leikhúsinu. Mun mörgum þykja
mikill fengur í að sjá á ís-
lenzku sviði hinn fræga rúss-
neska leikdans, sem er einn
hinn frægasti í heimi. Mun
þetta vera í fyrsta sinn að svo
stór rússneskur leikdansflokk-
ur kemur hingað til lands, en
áður liafa Islendingar átt kost
á að sjá hér á sviði einstaka
dansara, auk kvikmyndarinnar
af ballettinum Rómeó og Júlía,
sem sýnd var hér fyrir
skömmu.
Þess má geta í þessu sam-
bandi að í Sovétríkjunum hef-
ur íslenzk leikmennt unnið sér
góðan orðstír. Silfurtúnglið eft-
ir Halldór Kiljan Laxness hef-
ur í allan vetur verið á svið-
inu í Moskvu og verið sýnt við
góðar undirtektir. Hafa sýning-
ar verið hálfsmánaðarlega í úti
búi Malí-leikhússins, sem er
eitt frægasta leikhús Sovét-
ríkjanna.
Æskulýðssendineínd, heim-
sókn vísindamanna
I ágúst eða september munu
væntanlegir hingað sovézkir
sérfræðingar sem munu kynna
sér nýtingu hveravatns á ís-
landi. Mun vera ætlun þeirra
að færa sér í nyt reynslu Is-
lendinga í þessu efni, en hverir
fyrirfinnast víða í Sovétríkjun-
um, t.d. í Kákasus og á Kamt-
sjatka. Munu Islendingar vafa-
laust hafa margt fram að
færa nýstárlegt varðandi nýt-
ingu hveravatns. Mun þetta
vera eitt fyrsta skrefið sem
stigið er til þess að auka sam-
starf íslenzkra vísindamanna
og sovézkra.
Þá mun og vera væntanleg
í haust sendinefnd skipuð full-
trúum æskulýðssamtaka í Sov-
vétríkjunum. Nefndin kemur
hingað í boði alþjóðasamvinnu-
nefndar íslenzkrar æsku.
söltunin hér á Raufarhöfn orðin
samtals 45123 tunnur (miðað
við kl. 10 í kvöld). Skiptist
þannig á milli söltunarstöðva:
Hafsilfur 12.146 tunnur
Óskar Halldórsson 9.132
SKOR 7.646
Óðinn 7.438
Norðursild, Valtýr Þorsteins-
son 4.129
Gunnar Halldórsson 3.030
Hólmsteinn Helgason 1.602
Samtals 45.123 tunnur.
Saltendur tunnulausir.
Tveir saltendur, Óðinn og
Gunnar Halldórsson, eru orðnir
tunnulausir og' gengur óðum á
birgðirnar hjá öðrum söltunar-
stöðvum. Tungufoss kemur
morgun með 20 þús. tunnur, og
samkvæmt viðtali við Sigurð
Helgason, fui .rúa Síldarútvegs-
nefndar hér, kemur þetta ekki
mjög að sök.
Liðu út af við síldarkassana.
Það eru óliemju vökur og
e.fiði sem fólk hér leggur á
sig. Voru síldarstúlkur farnar
að líða út af meðvitundar-
lausar við síldarkassana sil.
nótt á einu planinu. Stöðugur
skortur er á fólki.
Við síðasta manntal voru skrá-
settir hér í þorpinu 402 menn
og' síðasta talan yfir aðkomu-
fólk var 1124 samkvæmt viðtali
tali við oddvitann hér, Leif Ei-
ríksson. Af aðkomufólkinu eru
75% konur.
Þessi skip voru m.a. með full-
fermi hér í dag: Gissur hvíti,
Sæljónið, Arnfirðingur, Fróði
GK (1600 mál), Stefnir GK, Ól-
afur Magnússon AK, Bjarni Jó-
hannesson AK. Lentu þessi skip
ekki í löndunarstoppinu.
í Neskaupstað.
Fréttaritarinn á Norðfirði sím-
aði eftirfarandi í gær: Þessi
slcip komu með síld í dag: Björg
NK 300 tunnur, Goðaborg 300
og Hrafnkell 600 tunnur. Gull-
faxi var væntanlegur síðdegis
með fullfermi.
%
Á Siglufirði og Eskifirð.
Frá því í fyrrakvöld til jafn-
lengdar í gær var saltað í um
10 þús. tunnur á Siglufirði og
nemur heildarsöltun þar þá
rúmlega 80 þús. tunnum. Síld-
arverksmiðjur ríkisins á Siglu-
firði hafa tekið við nokkur þús.
málum til bræðslu og Rauðka
hefur einnig fengið nokkuð
magn.
I gær barst fyrsta síldin á
sumrinu til Eskifjarðar; Helgi
frá Hornafirði kom þangað með
600 tunnur, sem voru saltaðar.
Duiles slmr
ur
i
Dulles, utanrikisráðlierra
Bandaríkjanna, sagði frétta-
mönnum í gær að margt
hefði breytzt og mikið skeð
síðan
Bandaríkjastjórn:
bauðst til að greiða nokkuð
af kostnaði við Nílarvirkj-
unina miklu við Aswan í
Egyptalandi.
I fyrradag sagði sendi-
herra Egypta í Washington
að stjórn sín hefði ákveðíð
að þiggja féð sem Banda-
ríkjastjórn bauð.
Stálverb
áhyggjnefiíi}
Eisenhower Bandaríkjafop*
seti ræddi í gær við ýmsa
embættismenn um afleiðiag-
ar verkfalls stáliðnaðar-
manna, sem búið er að
standa í hálfan mánuð. Hafa
750.000 manns misst at-
vinnuna vegna verkfallsins.
I gær ákváðu deiluaðilar að
gera nýja samningatilraun.
Islendingar hafa geflð
öðrum fagurf fordæmi
segii Thorez á þingi Kommúnistaflokks
Frakklands
íslendingar hafa gefið öðrum þjóðum fagurt fordæmí
með því aö vísa bandarísku herliði á brott úr landi sínu,
sagði Maurice Thorez á þingi Kommúnistaflokks Frakk-
lands í gær. i
Þingið hófst í gær í borginni
Le Havre og Thorez flutti að-
alræðuna. Hann vék að for-
dæmi íslendinga þegar hann
ræddi um, hverja nauðsyn bæri
til að Frakkar losuðu sig við
bandariska hersetu.
Frið í Alsír
Thorez sagði, að öllum mætti
nú vera ljóst að stefna ríkis-
stjórnarinnar í Alsír hefði bor-
ið þann árangur einan að blóðs-
úthellingar færu vaxandi.
Kommúnistaflokkurinn krefst
þess að komið sé á vopnahléi í
Alsír, samningar teknir upp við
sjálfstæðishreyfingu Sei'kja og
sérstaða og séreðli Alsír viður-
kennd, sagði Thorez.
VlÖræðufundlr I gær
í fyrradag voru engir viðræðufundir milli
Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins,
hins vegar munu fulltrúar Framsóknar hafa
rætt mjög við Alþýðuflokkinn. í gærmorg-
un var svo fundur fulltrúa Alþýðubandalags
og Framsóknar.
Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur kosið
nefnd til þess að taka þátt í viðræðunum um
stjómarmyndun, og eiga sæti í henni Gylfi
Þ. Gíslason, Emil Jónsson, Guðmundur í. Guð-
mundsson og Aki Jakobsson*
Thorez sagði að kommúnist-
ar væru enn sem fyrr fúsir tU,
að taka upp samstarf við sósí-
MoiMT.ce Thorez
aldemókrata. Slíkt samstarf
væri eina leiðin til að tryggja
Framhald á 6. síðu.
KR vann Spora
Lúxemborgarmeistararnir úr
C. A. Spora háðu síðasta leik
sinn hér á íþróttavellinum £
gærkvöld, kepptu þá við Is-
landsmeistara KR. KR-ingar
sigruðu með tveim mörkum
gegn engu eftir lélegan leik af
beggja hálfu. Voru gestirnir
sýnilega orðnir þreyttir enda
hafa þeir þreytt sex kappleiki
á fáeinum dögum. Einum Lúx-
emborgarmanna var vísað út
af leikvelli.