Þjóðviljinn - 19.07.1956, Síða 3
Fimmtudagur 19. júli 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (^|
Spora lék bezta leilc sinn og
Suðvesturland 2:0
Leikurinn hafði - ekki staðið
nerna um 15 sek. þegar mark
Slv. var í slíkri hættu að aðeins
guð og lukkan gátu bjargað, og
það skeði í það sinn. Knöttur-
inn gekk milli fimm manna með
hraða og allt inn á markteig og
munaði minnstu að mark yrði.
Allur fyrri hálfleikur var að
kalla má ein samfelld sóknar-
íota á mark Svl., en skotin voru
ekki hin sterka hlið Spora. Oft
skall hurð nærri hælum. Þetta
félag frá Lúxemborg gat sýnt
þessu ljði okkar, sem næstum
má kalla landslið, hvernig á að
leika knattspyrnu. Þeir höfðu
yfirburði á öllum sviðum leiks-
ins. Þeir höfðu meiri leikni,
meiri skilning á samleik, og
sýndu hann svo í framkvæmd
að unun var á að horfa. Hefðu
skotin verið af sömu gerð hefðu
mörkin eins getað orðið mörg.
Það var rétt við og við að
Svl. liðið gerði áhlaup en flest
Voru tilviljanakennd eða þá að
það voru framtakssamnir ein-
Staklingar sem tóku sig til og
ætiuðu að gera einir það sem
þurfti.
Eina hættulega áhlaupið sem
Svl. gerði var þegar Ríkarður
var kominn einn innfyrir nokk-
uð til hliðar en missti knött-
inn of langt frá sér og náði
honum ekki fyrr en nærri út við
endamörk og skaut þaðan, en
markið var lítið og markmað'ur-
inn varði. Á 40. mín fékk Svl.
aukaspyrnu við vítateig; Ríkarð-
ur spyrnti til Donna, sem vand-
aði sig ekki og skaut lint fram-
hjá.
Á öðrum stundarfjórðungi
leiksins héldu Sporamenn uppi
látlausri sókn og sætti mikilli
furðu að ekki skyldi koma mark
en knötturinn fór aldrei í netið.
Það er ekki fyrr en á 44. mín.
leiksins sem þeim tekst að skora.
Vinstri útherji tók horn sem
miðherjinn skallaði í mark mjög
fallega, enda óáreittur af varn-
armönnum.
Síðari hálfleikur var miklu
Námskeið í
frjálsíþróttum
Frjálsíþróttadeild KR geng'st
nú fyrir námskeiði í frjálsum í-
þróttum fyrir unglinga og stend-
ur það til 4. ágúst. Námskeiðið
er bæði fyrr stúlkur og pilta;
fyrir stúlkur frá 12 ára aldri, en
pilta frá 14 ára aldri, og allt til
tvítugsaldurs. Kennari er Bene-
dikt Jakobsson, þjálfari frjáls-
íþróttamanna KR um árabil, en
undir hans handleiðslu hafa í-
þróttamenn eins og Svavar
Markússon, Kristleifur Guð-
björnsson, Friðrik Guðmundsson,
Þórður Sigurðsson, Pétur Rögn-
valdsson, Jón Pétursson, Guðjón
Guðmundsson og Guðmundur
Hermannsson náð árangri sín-
um, en þessir menn eru allir í
íslenzka landsliðinu. Kennsla fer
fram á íþróttavellinum á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstu-
dögum kl. 6 fyrir stúlkur og á
þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 6 fyrir pilta og auk þess á
laugardögum kl. 2 fyrir pilta á
íþróttasvæði KR við Kaplaskjóls-
veg.
jafnari en sá fyrri, en samt
áttu Sporamenn betri leik. Á 10.
mín. fá Sponamenn innvarp á
móts við rnark og fær vinstri
innherjinn skallað í þverslá.
Hann fékk knöttinn fyrir fætur
sínar aftur og skaut í netið.
Svl. átti tíðari áhlaup í þess-
um hálfleik án þess þó að skapa
opin tækifæri. Rikarður var eitt
sinn kominn í sæmilegt færi en
hitti illa. Donni átti líka eitt gott
skot sem fór „hárnákvæmt“ fyrir
ofan.
Lið Svl. olli vonbrigðum í leik
þessum. Þeir réðu ekki við leik-
tækni móthérjanna og gátu tap-
að með mun meiri markafjölda.
Þegar þess er gætt að hér er um
að ræða félag frá ekki stærra
eða fjölmennara landi en Lúx-
emborg er og hinsvegar næstum
landslið' okkar hlýtur öllum að
vera ljóst að þetta er ekki allt
í lagi. Það er einhversstaðar blá-
þráður í vefnum.
Þetta er því alvarlegra sem
við erum komnir með í alþjóð-
legar keppnir og höfum ákveðið
að keppa við sumar beztu knatt-
Framhald á 6. síðu
A ÍÞRÓTTSR
HtTSTJÖRI: FRlMANN HELCASOI*
Sporamenn sigruðu Akureyr-
inga 4:2 í skemmtilegum leik
É*Mii
Rússinn Igor Kasjkaroff setti nýlega nýtt sovézkt met í
hástökki, stökk 2,06 metra. Myndin var tekin, þegar Kasj-
karoff setti metið á móti í borginni Naltjik í Kákasus.
Akureyri 16. júlí.
Vt.Iur var mjög hagstætt er
leikur Spora og Akureyringa
hófst s.l. laugardag. Það virtist
koma nokkuð flatt upp á Spora-
menn, er Akureyringar skoruðu
þegar tæpar 2 mín. voru liðnar
frá leiksbyrjun. Var það eftir
góða og skemmtilega uppbygg-
ingu Akureyringa. Á 15. mínútu
jöfnuðu Sporamenn. Sóknar-
lotur skiptust á allan hálfleik-
inn og fengu bæði liðin góð
tækifæri sem nýttust ekki.
í byrjun síðari hálfleiks virt-
ust Sporamenn hafa fullan hug
i á að ná leiknum á sitt vald, en
allt kom fyrir ekki. Akureyring-
ar gáfu sig hvergi, og urðu fyrri
til að skora. Stóðu nú leikar 2
mörk gegn 1. En stuttu síðar
skoruðu Sporamenn — mjög lag-
lega. Fór nú að færast fjör í
leikinn og brá fyrir hörku, en
ekki þó veruiegri. Þriðja mark
Spora var gert úr vítaspyrnu,
algerlega óverjandi.
Er hér var komið færðist
! meiri harka í leikinn og einum
Sporamanna var vísað af vellin-
um — réttilega, þar sem fram-
| j koma hans var vítaverð. Mark-
maður Spora varð að yfirgefa
völlinn vegna meiðsla, einnig
einn liðsmaður Akureyringa.
Fjórða markið má teljast sjálfs-
rnark, þar sem einn leikmanna
Ak. skallaði knöttinn, sem
breytti um stefnu og' fór óverj-
andi í horn.
Um yfirburðasigur Spora er
vart hægt að tala, og eftir tæki-
færum hefði jafntefli verið sann-
gjarnast. Þó hin verulega opnu
tækfæri væru fleiri hjá Spora-
mönnum, áttu Akureyringar
einnig góða möguleika sem komú
eftir fallega og góða uppbygg-
ingu — sérstaklega í fyrri hálf-
leik.
Eitt var sérstaklega slænit
hjá Akureyringum, en það var
að þeir létu Sporamenn fá o£
mikinn umhugsunarfrest, er þeír
komu að vitateig — aðallega i
síðari hálfleik. Á miðjunni var
leikurinn mjög jafn og skemmti-
legur af beggja hálfu — stuttar
og nákvæmar sendingar.
Sumir Sporamanna virtust vera
nokkuð örir á skapsmunum.
Mörk Akureyringa skoruðu
Tryggvi Georgsson og Jakob
Jakobsson.
Dómari var Rafn Hjaltalín og
kom hann frá þessum leik sem
einn af betri dómurum okkar. —•
Hafi þeir menn svo þakkir fyr-
ir sem komu því til leiðar að
Sporamenn komu til Akureyrar,
Áhorfendur voru margir.
— O —
Væri ekki ráð að láta hið fyr-
irhugaða landslið leika tvo leiki
á Akureyri um helgi, — annam
við pressulið og hinn við Aki.r-
eyringa? Ef einhver þróttur er í
liðum þá væri þetta góð æfing
— og það á grasvelli. Ættu ekki
f orráðamenn knattspymum ála
að taka þetta til athugunar?
Örfuss.
★ f dag er fimmtudagurinn 19.
júlí. Justina. — 182. dagur ársins.
Hefst 14. vika sumars. Árdegishá-
llæði kl. 3.57. Síðdegisháílæöi kl.
16.24.
Fimmtudagur 19. júlí
y
Flastir liðir eins
og venjulega. Kl.
19.30 Tónleikar: —
Danslög. pl. 20.30
Lögin okkar. —
Högni Torfason stjórnar þættin-
um. 21.30 Útvarpssagan: Gullbik-
arinn eftir John Steinbeck: VIII.
Hannes Sigfússon). 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. Kvæði kvöldsins.
22.10 Heimilisfang: Allstaðar og
hvergl, saga eftlr Simenon; XII.
(Jón Sigurbjörnsson). 22.30 Sin-
fóniskir tónleikar pl : Sinfónía
nr. 3 í E-dúr op. 23 ©ftir Hugo
Alfvén (Hljómsveit tónlistarfé-
lagsins í Stokkhólmi leikur: höf-
undurinn stjórnar). 23 00 Dag-
skrárlok.
GENGISSKRANING :
1 Sterlingspund 45.70
1 Bandarikjadollar . 16.32
1 Kanadadollar 16.70
100 danskar krónui '36.30
100 norslcar króniu 228:50
100 sænskar krónir . . 215.50
100 finnsk mörk 7 09
1.000 franskir frankai (6.63
100 belgiskir íránkar ... 32.90
100 svissneskir 'tanka' .. 376 00
100 gyllini . '1 10
100 tékkneska krómi" -. - 26.67
100 vestur þýzk örk .. 9130
.000 lírur '6 02
100 gullkrónur 738.95 ■ . kr
Gullverð isl kt
Danslagakeppni
Stjórn SKT hefur beðið Þjóð-
viljann að minna á, að nótna-
liandrit í dægurlagasamkeppn-
ina verða að hafa borizt fyrir
1. ágúst n.k. Vegna breytinga
á fyrirkomulagi pósthólfanna í
Reykjavík er númer pósthólfs
keppninnar nú 88 í stað 501 áð-
ur. Utanáskriftin verður því
framvegis: — Danslagakeppni
SKT 1956, pósthólf 88, Reykja'
vík.
.4 fJTBRF.JÐlÐ rjf 4
* <* ÞJÓDVILJANN r>' *
Félaffslseiraili *FR
Félagsheimili Æ.F.R í Tjarn-
argötu 20 er opið á hverju
kvöldi frá kl. 8-11 30 nema
laugardaga og sunnudaga, þá
er það opið frá kl 2-11.30
Næturvarzla
er í Lyfjabúðinnj
7911.
Iðunni, simi
S k i p a f á : i r
Eimsklpafélag islands h f.
Brúarfoss fór frá Rotterdam 17.
þm tii Hull og Rvíkur. Dettifoss
var væntanlegur tii Hafnarfjarð-
ar í gærkvöld frá Siglufirði. Fjall-
foss fór frá Vestmannaeyjum 17.
þm til Aberdeen, Hull, Rotter-
dam og Hamborgar. Goðafoss fór
frá Rvik í gærkvöld ti’ Rostock,
Bremen og Hamborgar. Gullfoss
fór frá Leith 16. þm. væntanleg-
ur til Rvíkur sl. nótt, skipið kem-
ur að bryggju um kl. 8.30. Lag-
arfoss kom til Rvíkur 15. þm
frá Gautaborg. Reykjafoss kom
til Rvikur 12. þm frá Hull. Trölla-
foss fór frá Rvík 13. þm til N.Y.
Tungufoss fór frá Flekkefjord -17.
þm til Raufarhafnar.
Sldpadeild SÍS
Hvassafell fór frá Rostock 17.
þm áleiðis til íslands. Arnarfell
er í Genoa. Jökulfell er í Ham-
borg. Dísarfeil er í Rostock. Litla-
fell er í olíuflutningum í Faxa-
flóa. Helgafell er í Vasa.
Skipaiitgerð rikisins
Hekla er í K-höfn á leið til
Gautaborgar. Esja er á Austfj- á
suðurleið. Herðubreið fer frá R-
vík kl. 21 í kvöld austur um
land í hringferð. Skjaldbreið fer
frá Rvík á morgun til Breiða-
fjarðar og Vestfjarða. Þyrill er á
leið til Rotterdam. Skaftfellingur
fór frá Rvik í gærkvöld til Vest-
mannaeyja.
Millilandaflug
Edda er væntan-
leg klukkan 19 frá
Hamborg, Kaup-
mannahöfn og
Bergen; fer héðan kl. 20.30 til N.
Y. — Saga er væntanleg kl. 9 frá
N.Y.; fer kl. 10.30 til Oslóar og'
Lúxemborgar. — Sólfaxi er vænt-
anlegur til Rvikur kl. 17.45 í dag
frá Hamborg og Kaupmannahöfn.
Flugvélin fer til Glasgow og Lon-
don kl. 8 í fyrramálið. — Gullfaxi
fer til Oslóar og Kaupmannahc fn<
ar kl. 11 í fyrramálið.
Innanlandsflug
1 dag er ráðgert að fljúga til Ak-»
ureyrar 3 ferðir, Egilsstaða, l.:a-
fjarðax, Kópaskers, Patreksfjarð-
ar, Sauðárkróks og Vestmanne-
eyja 2 ferðir. — Á morgun er ráð-
gert að fljúga til Akureyrar 3
ferðir, Egilsstaða, Fagurhólsmýr-*
ar, Flateyrar, Hólmavíkur, Ho: :a-
fjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjar-t
klausturs, Vestmannaeyja 2 fe ðiu
og Þingeyrar.
Júní-hefti Sann
vinnunnar hef-
ur borizt. A£
efni má -nefna:!
Samvinnuf é-
lögin og jafnvægið í byggi' ura
iandsins, Ferðafélög Islendinga,
erlendis, eftir Ásbjörn Magnússor*
forstjóra, Glóðafeykir, Félagstíð-
indi kaupfélaganna í Skagafirðid
Heimsókn í vefstofu Karó ;n«
Guðmundsdóttur, Vertu sælþ
herra gentlemaður, smásaga eftir
Stefán M. Gunnarsson, Kaupftlag;
Súgfirðinga, Upphaf Skálholtsstóla
eftir Sigurbj. Eina.rsson, Geð-t
vonzkuhjal um málspjöll og nú-
tíma skáldskap eftir Sigurð Jtns-
son frá Brún, framhaldssaga’j
tízkufréttir o. m. fl. — Þá ht iui?
Tímarit Xðnaðarinanna, 2. hefti 29-
árg., einnig horizt. Þar ritar H ilH
björn Halldórsson greinina Prcat-*
listin er göfug mennt. Einnig erul
birtar fréttir af iðnaðarfélöguíd
úti á landi a fl.