Þjóðviljinn - 24.07.1956, Page 4

Þjóðviljinn - 24.07.1956, Page 4
ti rfy — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 24. júli 1956 ÞlÓÐVlLIINN Útgefandi: Mameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn Stjórn yinstri flokkanna ' ‘llinstri flokkarnir hafa bor- ið gæfu til þess að taka höndura saman um myndun ríkisstjórnar. Þeir framkvæma })ar með vilja alþýðustétt- anna um allt land, sem með sívaxandi krafti og skilningi liafa krafizt einingar vinn- andi stéttanna og stjórnmála- eamtaka þeirra. Það er eng- «m efa bundið að alþýðan um allt land fagnar því að þessi Stjórnarmyndun hefur tekizt f ftg óskar hinni nýju ríkis- etjórn góðs gengis og heilla- ríkra starfa í þágu lands og ! lýðs. I V T^essi stjórnarmyndun er til- *■ raun vinstri flokkanna, sem nýkomnir eru út úr harðri og heitri kosningabar- áttu, til þess að stjóma landi voru saman með heill hins vinnandi manns og frelsi og framfarir þjóðarinnar fyrir augum. Og sú tilraun má ekki mistakast. Alþýða lands- ins og samtök hennar, fag- 1 Jeg og pólitísk, þurfa að standa vörð um þessa stjórn og stefnu hennar, tryggja fulla framkvæmd á þeim góðu málefnum, sem hún ætlar sér að framkvæma, verja 'hana og varðveita fyrir þeim árás- um hinna auðugu og voldugu, sem hún kann að eiga í vænd- 1 um, og leiðbeina henni, ef þess gerist þörf, svo aldrei megi slitna þau tengsl, er 1 tengja hana við fólkið. En frá vinnandi stéttunum hefur ' hún allt sitt vald og á gagn- Ikvæmu trausti, stjómarinnar og fólksins, byggjast allir möguleikar hennar til þess að vinna þau verk, sem alþýð- unni og íslandi er svo brýn þörf á. Qtefnuyfirlýsing stjórnarinn- ^ ar verður birt á morgun í blaðinu og þá rædd. En hitt er vert að muna, að vinstri stjórn er aðeins byrjunin á því verki, sem vinna. skal. : Vinstri pólitík verður aðeins 'framkvæmd með þrotlausu og 1 heilu starfi stjórnar og al- ! þýðu í sameiningu. í Cjtjórnarmyndun þessi mark- | ar straumhvörf í sögu ís- ! lenzkra stjórnmála. Sú sundr- | ung, sem amerískt auðvald ! með afskiptum sínum af ís- ' lenzkri pólitík síðasta áratug ! hefur reynt að skapa, hefur ' beðið hnekki. Þeir flokkar, ! sem byggja fylgi sitt á vinn- andi stéttum landsins, hafa tekið höndum saman um rík- isstjóm, þrátt fyrir allt, sem ! gert hefur verið til að gera sem mest úr þeim mun. ■fTin djarfa einingarstefna, sem Alþýðusamband Is- lands hóf að beita sér fyrir á stjórnmálasviðinu, hefur leitt til þéss áfanga, sem vinstri öflin á Islandi óskuðu eftir: myndunar vinstri stjórnar, er styðst við samtök fólksins og vill móta stefnu eina og framkvæma hana í Bem nánastri samvinnu við þau. Stofnun Alþýðubanda- lagsins að fmmkvæði Alþýðu- sambandsins, — hin trausta eining, sem skapaðist milli Sósíalistaflokksins og vinstri Alþýðuflokksmanna, — og sigur Alþýðubandalagsins í þingkosningunum, sem gerði Alþýðubandalagið að næst- stærsta flokki landsins, — hafa nú sýnt sig að vera hin- ar giftusamlegustu ráðstafan- ir, er íslenzk alþýða hefur gert til þess að skapa sér einingu og áhrif á ríkisvald- ið. Ojálfstæðisflokkurinn er nú ^ í fyrsta sinn um langan tíma utan ríkisstjórnar. Veld- ur þvi hin skefjalausa frekja er voldugustu foringjar hans hafa sýnt í því að sölsa undir sig auð og völd og nota rík- isvaldið í þágu einokunar- klíku sinnar, og svo sá sí- aukni fjandskapur í garð ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar, er einkennt hefur valdamestu forastumenn flokksins og málgögn hans í svo ríkum mæli að nálgazt hefur á ný nazistaáróður fyrri ára. Mun slík heiftarstefna óhjákvæmi- lega einangra hvem þann, er henni fylgir hjá þjóð eins og vér Islendingar eram. 17n vinstri flokkamir munu ^ ekki beita fylgjendur Sjálf- stæðisflokksins þeim aðferð- um, sem ofstæðismenn Ihalds- ins hafa reynt að gera að siðareglu á Islandi á undan- fömum áram. Það er vilji íslenzkrar al- þýðu að hafa sem bezt sam- starf við þá íslenzka atvinnu rekendur, sem vilja vinna að eflingu íslenzks atvinnulífs. Það er vitanlegt að nú stend- ur fyrir dyram að gera mikið átak til stóraukningar at vinjjuvegunum og þar þurfa allar íslenzkar hendur og hugur þjóðhollra manna að leggjast á eitt, hvar sem menn hafa skipað sér í flokka. Tslenzk alþýða býður vinstri stjórnina velkomna til valda og starfa. Hún væntir mikils af henni, en veit að það eru ýmsir örðugleikar á vegi, sem því aðeinsverður unninn bugur á, að eining alþýðunnar vaxi, gagnkvæmt traust 'þeirra, er nú taka höndum saman, eflist og vinnandi stéttimar, vakandi og virkar, aðstoði við að koma stjómar- stefnunni í framkvæmd. Alveg sérstaklega býður al- þýða íslands, — allir þeir sem fylktu sér um Alþýðu- bandalagið í síðustu kosning- um, og þúsundir annarra Is- lendinga, þá Hannibal Valdi- marsson og Lúðvík Jósepsson velkomna til þeirra starfa, sem íslenzk aiþýða nú hefur fengið þeim og óskar þessum ágætu baráttumönnum sínum alls hins bezta í því vanda- sama verki, sem þeim nú hef- ur verið falið að vinna. Bonnstjórnin óttast tiHögur I um fækkun í hernámsliðum oegisr munu oeira nenunai ráðinu gegn slikri fcekkun Fréttir um að Bretland og' Bandaríkin hafi ákveðið að draga úr vigbunaði sínum og fækka í hemámsliðum sínum í Vestur-Þýzkalandi hafa vakiö ugg stjórnarinnar í Bonn og hefur hún í hótunum um að koma í veg fyrir slíkt. I>að var tiikynnt í Bonn á föstudag, að vesturþýzka stjórnin hefði kallað heim sendiherra sína í London og Washington og væri ætlun hennar að ræða við þá um fréttir sem borizt hafa til Þýzkalands um að Bretland og Bandaríkin hafi í hyggju að fækka í herjum sínum og flytja burt einhvem hluta her- námsliða sinna í V-Þýzkaiandi. Óttast að dregið verði úr hemámi Talsmaður Bonnstjómarinn- ar sagði á föstudag, að Aden- auer forsætisráðherra sé mjög uggandi vegna þessara frétta. Talsmaðurinn benti á, að ekki sé hægt að fækka í hernáms- liðum vesturveldanna í Vestur- Þýzkalandi án samþykkis At- lanzráðsins og hann bætti því við, að vesturþýzka stjórnin myndi beita sér gegn öllum slíkum fyrirætlunum, en full- trúar í ráðinu hafa allir neit- unarvald. Talsmaðurinn sagði ennfrem- ur, að veSturþýzka stjórnin myndi ekki taka í mál, að breytt verði teknum ákvörðun- um um að koma upp 500.000 manna vesturþýzkum her. Aðskilnaður kynþáttanna Atlanzráðið kemur saman & fund í París í dag og er búizt við að fulltrúi Vestur- Þýzkalands muni þar krefjast þess að ekkert verði hróflað við hernámsliðunum í Vestur- Þýzkalandi. Tékknesk sendinefná Framhald af 8. síðu. efla þau viðskiptasambönd. fs- lenzkur fiskur nýtur mikilla vinsælda í Tékkóslóvakíu, en til þess að auka markað fyrir hann þar er mjög nauðsyniegt að kynna hann betur fyrir tékkneskum neytendum, enn.- fremur matbúning hans og fleira þessháttar. Með þetta fyrir augum er einn af með- limum sendinefndarinnar deild- arstjóri í tékkneska matvæla- ráðuneytinu. Kona handtekin fyrir milljónarán Lögreglan í London hefur handtekið konu, sem granuð er um að hafa átt þátt í mesta ráni sem framið hefur verið þar í borg um árabil. 1 síðustu viku var tösku með gimsteinum, sem metnir era á um átta milljónir króna, stolið úr bíl á götu í borginni. Ræninginn, sem var karlmaður, opnaði hurð á bíl sem stöðvast hafði við mmferðaljós og hrifs- aði töskuna af fulltrúa gim- steinasala sem í bílnum var. Ránið var framið þegar um- ferðin er mest og ræningjan- um tókst að hverfa í mann- þröngina á götunni. Lögreglan segir, að ránið beri með sér, að það hafi verið mjög vandlega undirbúið. Sinatra syngur á flokksþingi Dægurlagasöngvarinn Frank Sinatra á að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna við setningar- athöfn flokksþings demókrata í Chicago 13. ágúst. Skipulags- nefnd flokksins hefur átt í löngum samningum við söngv- arann, sem um þessar mundir er að leika í kvikmynd á Spáni. Lömunarveikl í Oiicago Lömunarveikifaraldur geng- ur nú í Chicago. Hafa 194 sjúklingar lamazt, þar af 65 af hundraði börn innan fimm ára aldurs. Bólusetningu við lömunarveiki verður hraðað sem hægt er sökum faraldurs- ins. Earl Long, fylkisstjóri Lous- iana í Bandaríkjunum, hefur undirritað og þar með gert að lögum framvarp sem leggur algert bann við að hvítir menn og svartir taki þátt í íþrótta- keppnum og skemmtunum saman. Bannað er að efna til sam- kvæma, dansleikja, skemmtana eða kappleikja, „þar sem með- al þátttakenda era bæði menn af hvítum og svörtum kyn- stofni," segir í lögunum. Á leikvöngum og þar sem skemmtanir fara fram skulu kynþættirnir sitja hver útaf fyrir sig og séð skal fyrir „að- skildum snyrtiklefum, drykkj- arbrannum og öðrum þægind- um fyrir kynþættina hvorn um sig.“ Dvöl nefndarinnar hér á landi. Auk þess sem tékkneska sendinefndin mun eiga viðræð- ur við fulltrúa ríkisstjórnar- innar, SlS og Sölusambands- ins mun hún ferðast nokkuð um landið og kynna sér stað- háttu og atvinnulíf hér á landi. Nefndannenn munu einn dag fara til sjós á bát frá Akra- nesi, þeir munu fljúga til Siglu- fjarðar og kynna sér þar verk- un síldar. Auk þess munu þeir ferðast til Gullfoss og Geysis. Nokkra eftir að dvöl sendi- nefndarinnar lýkur hér á landi munu hefjast í Reykjavík samningaviðræður um viðskiptl milli Tékkóslóvakíu og Íslands. Formaður samninganefndarinn- ar verður Frantisek Schlégl, sem er einn af meðlimum hinn- ar stjórnskipuðu nefndar. Dönsk þingmannanefnd var á ferð í Sovétríkjunum í sumar í boði Æðsta ráðsins. Hér heilsast þeir Gustav Peder- sen, forseti danska þingsins (til hœgri) og M. P. Tarasoff, forseti neðri deildar Æðsta ráðsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.