Þjóðviljinn - 23.08.1956, Page 1
Lokað fyrir olíuna í Saudi Arabíu ef
Egyptar verða beittir valdi
Vesturveldin geta enga von gert sér um aS fariS verSi
aS tillögum þeirra um lausn Súezdeilunnar
Hugsjónir staðíestar
lciðari á 4. síðte '
Stórtjón í fléði
í Týrotdal
Þyrilvængjur voru í gær nofa
aðar við björgunarstarf í ðajj
einum í Týrol, þar sem miki®
flóð varð i fyrrakvöld, þegaíf
stífla efst í dalnum brast.
Vatnið fossaði niður í dalin@
og reif með sér hús og önnuw
mannvirki. Vitað er um 6 menni
sem hafa drukknað, en margrai
annarra er saknað. Vatnið
sumstaðar tveggja m djúpt ogl
allt samband við aðra hluta Týr->
óls er rofið. Öli uppskera dr la-
bænda fór forgörðum i fióðimi4
Lundúnaráð’stefnunni um Súezdeiluna lýkur að öllum®’
líkindum í dag. Deilan virðist engu nær lausn sinni nú
en fyrir ráðstefnuna, þó er taliö aö hún hafi dregið úr
líkum á því, að vesturveldin, og þá fyrst og fremst Frakk-
land og Bretland, geri alvöru úr hótunum sínum um að
íara með stríði á hendur Egyptum.
Frétzt hefur, að Saud konungur Arabíu ætli sér að
vara Bandaríkin við afleiðingum valdbeitingar og hóta því
að lokað verði fyrir olíu í landi hans, ef tilraun verður
gerð til hennar.
Tveir fundir voru haldnir á
ráðstefnunni í gær. Á þeim fyrri
var enn rætt um þær tvennar
tillögur sem bornar hafa verið
fram til lausnar deilunni, þær
sem vesturveldin báru fram og
studdar eru af miklum meiri-
hluta fulltrúanna — 17 af 22
■— og hinar sem Indland bar
tfram og studdar eru af Sovét-
ríkjunum, Indónesíu og Ceylon.
I tillögum vesturveldanna er
gert ráð fyrir að alþjóðleg
nefnd taki við stjóm skurðar-
ins af hinu þjóðnýtta Súez-
skurðarfélagi, en í indversku
tillögunum að alþjóðleg nefnd
verði hinu egypzka félagi til
ráðuneytis í sambandi við rekst-
ur skurðarins.
Fulltríii Spánar, markgreif-
inn af Santa Cruz, hafði í fyrra-
dag borið fram tillögu um að
skurðinum yrði stjómað af eg-
ypskri nefnd, sem önnur ríki
tækju þátt í, en hún fékk ekki
góðar undirtektir.
Hvemig boðum verði komið
til Egypta
Að umræðum um tillögurnar
loknum var Ijóst að ekki myndi
takast neitt samkomulag um
málamiðlun milli meiiihlutans
og minnihlutans á ráðstefnunni,
og var þá ekki annað eftir en
að ganga frá því, á hvem liátt
stjóm Egyptalands yrði látin
vita um, hvað hefði verið rætt
og ákveðið á ráðstefnunni.
Lloyd, utanríkisráðherra Bret-
lands, lagði til að egypzku
etjóminni yrðu sendar allar
fundargerðir ráðstefnunnar, svo
að hún gæti gert sér sfem bezta
grein fyrir afstöðu fulltrúa
hinna ýmsu landa.
Tillögur höfðu komið fram
fyrr um daginn um skipun
nefndar sem skyldi leggja nið-
urstöðun ráðstefnunnar fyrir
stjórn Egyptalands og hafði
fulltrúi Nýja. Sjálands að sögn
lagt til að í henni ættu sæti full-
trúar frá Bandaríkjunum, Sví-
þjóð, Abessirpu, írans og Ástr-
alíu.
' Minnihlutinn mótmælir
Þessi fimm ríki em öll fylgj-
andi tillögum vesturveldan .a
og mótmælti fulltrúi Sovéti íkj-
anna, Sépiloff utanríkisráð-
herra, því að minnihlutinn væri
sniðgenginn og undir það tóku
aðrir fulltrúar lu ns, utanríkis-
ráðherrar Indlands, Indónesíu
og Ceylons.
Menon, fulltrúi Indlands, fór
fram á, að ráðstefnan yrði
framlengd þangað til í dag,
þar sem hann ætti von á skila-
boðum frá stjórn sinni. Flestir
fulltrúanna höfðu látið í ljós
eindregna ósk um að ljúka ráð-
stefnunni í gær, en fallizt var
á framlenginguna.
Dulles, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði við blaða-
i menn eftir að sú ákvörðun hafði
| verið tekin, að honum myndi
ekki koma á óvart þótt enn
yrði reynt „að draga ráðstefn-
una á langinn" þegar fundur
verður haldinn í dag.
Framhald á 8. síðu
ðttast m bandaríska sprengju-
flugvél með 2ja manna áköfn
Fór frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Prest-
vtkur en kefur ekki fundizt þrátt fyrir mikla leit
Qttazt er um. bandaríska sprengjuflugvél af gerðinni
B 26 sem fór frá Keflavík til Prestvíkur í fyrrinótt og hef-
ur ekki komið fram.
Flugvél þessi var eign franska
flughersins og var verið að flytja
hana til Frakklands, ásamt ann-
arri flugvél af sömu gerð. Lögðu
flugvélamar af stað frá Kefla-
víkurflugvelli kl. 3 í fyrrinótt
og ætluðu að lenda í Prestvík,
en aðeins önnur flugvélin lenti
þar. Til hinnar hefur ekkert
spurzt, þrátt fyrir að margar
flugvélar hafi leitað hennar. í
flugvélinni var tveggja manna
áhöfn.
Eisenhoioer og Nixon
Bnenhower 09 NIx-
Qn verðcs í frctmboði
Stasseti lét í gær af andstöðu siimi gegn
endudramboðl Nixons varaiorseta
Búizt var við, að þing repúblikanaflokksins bandaríska,
sem haldið er í San Francisco, myndi í gærkvöld kjósa
þá Eisehhower og Nixon einróma til að vera í framboði
fyrir flokkinn við forsetakosningarnar í nóvember.
Eisenhower forseti kom til San
%
Francisco í gær, einurn degi fyrr
en til stóð. Strax eftir komuna
þangað veitti hann blaðamönn-
um viðtal og gat þá skýrt þeim
frá því, að Harold Stassen, sem
hefur beitt sér mest gegn því að
Richard Nixon varaforseti yrði
aftur í framboði til þess embætt-
is við kosningamar í haust, hefði
tilkynnt sér, að hann hefði látið
af andstöðu sinni gegn Nixon.
Hordsng býð-
ur sakarupp-
giof
Harding landstjórí Breta á
Kýpur hefur heitið skæruliðum
EOKA griðum ef þeir leggja nið-
ur vopn innan þriggja vikna.
Verður þeim gefinn kostur á að
flytjast til Grikklands og verða
þeim þá gefnar upp allar sakir;
þeir sem kjósa að vera kyrrir á
Kýpur verða hins vegar sóttir
til saka fyrir meiri háttar afbrot.
Nehru heimsækir
Saud konung
Tilkynnt var í Nýju Delhi i
gær að Nehru forsætisráðherra
myndi í næsta mánuði heim-
sækja Saud konung Saudi-Ara-
bíu. Talið er víst að Súezmálið
verði rætt á fundum þeirra.
Stassen hafðj enn í gærmorg-
un verið eindréginn andstæð-
ingur Nixons og hafði þá farið
fram á að mega ávarpa flokks-
þingið í San Francisco, áður en
bornar juúu fram uppástungur
um varaforsetaefni. Stassen eí
sjálfur ekki fulltrúi á þinginu,
og hafði því orðið að biðja um
sérsíakt leýíí til þess að úvarpa
það.
TiJkynning Eisenhovvers forseta
kom því algerlega á óvart, 03
um leið var það víst, að Nixon
mýndi verða fyrir valinu seirí
varaforsetaefni. Eisenhower for-
seti sagðist sjálfur geta sætt sig
við hímn, en hann áliti að þing-
ið ætti eitt að segja til um livesl
yrði fyrir valinu.
Upphaflega var ætlunin a®
kosning frambjóðenda færi írar«|
i dag, en talið var sennilegt a<8
henni yrði lokið í gærkvöldb
þar sem \ekkert annað liggufi
fyrir þinginu.
Vorosjiloff rifjar upp gamlar
minningar í jiinghúsi Finna
Finnsk lýðræðisstjórn nátengd rússn.eskaj
byltingunni, segir þingforseti
Vorosjiloff marskálkur, forseti Sovétríkjanna, kom ft
gær í heimsókn í finnska þingið og var fagnað vel.
Forseti þingsins, Sukselainen,
formaður Bændafloksins, bauð
Vorosjiloff velkominn og sagði
að það væri þingheimi sérstök á-
nægja, að hann skyldi koma í
heimsókn í það hús, sem væri
tákn finnskrar lýðræðisstjómar.
Sukselainen minnti á að Finn-
ar hefðu fengið eigið þing eftir
hina miklu byltingartilraun árið
1905 og finnskt lýðræðisstjórnar-
far væri i nánum tengslum við
hina rússnesku byltingarhreyf-
ingu.
í svarræðu sinni nefndi Vor-
osjiloff, að hann hefði einmitt
komið til Finnlands árið 1905 og
hefði erindi hans verið að kaupa
þar sænsk vopn, sem siðar voru
notuð í byltingunni 1917.
Vorosjiloff heimsótti einnig f
gær Fagerholm forsætisráðherra!
og ræddu þeir um hina síbsúi-
andi sarnbúð ríkjanna tvegja.
Haft er eftir góðum finnsk-
um heimildum, að heimsókní
Vorosjiloffs muni leiða til auk-
inna viðskipta miili Finrí.í.ndsi
og Sovétríkjanna og er be~t. á;
það, að í föruneyti hans er mv
a. Varaksín, pappírs- og trjá-t
vöru iðnaðarráðherra.
Talið er sennilegt að þegar
Vorosjiloff heldur heimciðisi
muni hann hafa með sér boði
handa þeim Búlganin og Krú-
stjoff að heimsækja Finnlandl
þegar þeir koma til Norðurianöéi
á næsta ári.