Þjóðviljinn - 23.08.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1956, Blaðsíða 4
•IJ ÞJÓÐVIL.TINN — Fimmtudagur 23. ágúst 1956 Þióoviliinn ÚtgefandL’ í Wameiningarflokkur alpýOu — SósíaMstaflokkurlnn I—-------------------------z> Hugsjónir [ K’FTIR að b.vggingar íbúðar- I ^ húsnæðis voru gorðar ó- ' háðar leyfum hafa ýmsir mátt- ! arstólpar þjóðfélagsins orðið / gagntekiiir af áhuga á því að I ötrýma húsnæðisskorti í I Reykjavík. Hafa þeir ráðizt I [ mikil stórhýsi undir íbúðir og f íýmsir ekki horft í að velja f þehn stað þar sem lóðir eru f dýrastar í Reykajvík og ein- f Sætt var talið að upp myndu f sisa verzlunarhallir og gróða- f ínannaskrifstofur. Af þessum f íórnfúsu hugsjónamönnum [ Sná t.d. nefna Sigurð Jónasson, [ Sorstjóra Tóbakseinkasölu rík- I Isins, sem á tvö þess háttar f Ibúðarstórhýsi í smíðum, Ás- f fbjörn Ólafsson heildsala og [ jýmsa fleiri. Mikilvirkasti og í Ikunnasti þátttakandinn j f þessum þjóðþiifastörfum er f þó fjármálamannafélagið Ár- f Vakur, sem á Morgunblaðið. f |»að hefur sem kunnugt er f ráðizt í mesta og hæsta stór- f Ihýsi bæjarins, og eru allar efri ■ hæðir hússins teiknaðar og byggðar sem ibúðarhúsnæði. Hefur Árvakur fengið í lið með sér ýmsa merka aðila til þess að unnt væri að gera mikið 'átak í baráttunni gegn hús- íiæðisbölinu; má þar t.d. nefna SlF sem seldi heila niðursuðu- verksmiðju og hætti við að Ikaupa fiskflutningaskip til þess eins að auka húsakost Reykvíkinga, og einnig hefur Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna lagt sitt af mörkum. Sýnir iþetta bezt. hvilík þjóð- þrifafyrirtæki þau samtök eru og hversu annt þau Iáta sér um afkomu óbreyttra borgara í landinu. Eni þessi vinnu- brögð sannarlega ánægjuleg og mjög til fyrirmyndar, og tilhlökkunarefni er það þegar Morgunblaðshöllin verður full-< gerð og opnuð upp á gátt fyrir fjölskyldur sem orðið hafa að hírast í óhæfum foröggum allt of lengi. Þá mun sannast í verki í hversu nán- um tengslum Morgunblaðið stendur við fólkið í bænum. í | ■JW'ú er þess ek’d að dyljast að A ’ ýmsir illkvittnir menn hafa haldið þvi fram að það væri ekki göfug hugsjón sem vekti ! fyrir hinum árvöku eigendum Morgunblaðsins og öðrum slíkum, heldur væru þeir að fara í kringum lög og fremja ’ svik. Enda þótt þeir þættust vera að byggja íbúðir, til þess að hagnýta sér frjálsræði til slíkra bygginga, ætluðu þeir sannarlega ekki að hleypa neinum húsnæðisleysingja inn til sín, heldur nota íbúðirnar undir verzlunarhúsnæði og skrifstofusali gróðamanna. Þarna væri sem sé verið að ræna þjóðina byggingarefni og fjármunum á fölskum for- , sendum; það væri ekki verið að draga úr húsnæðisskortin- um heldur auka hann. Enda þótt Morgunblaðið byggði eina 1 ihæðina af annarri úr bygging- arefni sem ætlað væri til í- staðfestar búða myndi enginn braggabúi fá þar skjól yfir höfuðið. T/’KKI er að efa að hinum fjársterku hugsjónamönn- um hafa gramizt þessar get- sakir mjög og einatt haft yfir það spakmæli að laun heims- ins séu vanþakklæti. Þeir munu þvi hafa orðið fyrstir manna til að fagna. því að Hannibal Valdimarason fé- lagsmálaráðherra hefur nú kveðið þessa tortrj'ggni niður I eitt skipti fyrir öll. Hefur hann með séretökum bráða- birgðalögum staðfest frum- kvæði Árvakurs h.f. og ann- arra slíkra; verk þeirra skulu standa óhögguð; íbúðirnar sem þeir sáu fyrir sér og létu teikna á pappír skulu verða að veruleika og fyllast af á- nægðum fjölskyldum. Er sannarlega mjög til fyrir- myndar þegar ný lög eru í svo algeru samræmi við óskir og þarfir. allra aðila sem þau ihafa snertingu við. HAFI einhver verið í vaf a um að eigendur Morgun- blaðshallarinnar myndu fagna því að hugsjónir þeirra hafa fengið svo eftirminnilega stað- festingu, vitraðist honum all- ur sannleikurinn í gær. Þá birti Morgunblaðið — mál- gagn hinnar hörðu stjórnar- andstöðu — fréttatilkynning- una. athugasemdalaust. Að sjálfsögðu samræmist það ekki hinni landskunnu hörku Sig- urðar Bjarnasonar að lýsa á- nægju yfir gerðum andstæð- inganna, en sú staðreynd að haim finnur ekkert athugavert við þær sýnir bezt að ósvikið þakklæti fyllir hvern afkima sálarinnar. > 1 11 1 " "" Eini íslenzki þátt- takandinn í nor- rænu unglinga- móti Hinn 25. og 26. þ.m. fer fram í Hilieröd í Danmörku Unglinga- sundmeistaramót Norðurlanda. Eini þáttakandinn á þessu móti frá íslandi verður Ágústa Þor- steinsdóttir í sunddeild Ái-manns. Einnig fer á mótið Emst F. Backmann sundþjálfari hjá Ár- manni. Fararstjóri verður Erlingur Pálsson formaður SSÍ. Ætlar hann að sitja sundþing Norð- urlanda sem háð verður í Kaup- mannahöfn 24. þ.m. og verður þar m.a. gengið frá keppnis- reglum fyrir hæstu samnorrænu sundkeppni sem ákveðið er að fari fram sumariö 1957. Stjórnarkreppan í Hollandi, sem staðið hefur síðan kosning- ar fóru þar fram í sumar, er enn óleyst, f gær gafst van de Kieft fyrrverandi fjármálaráðherra upp á stjómarmyndun. Hinningarorð um Hallstein Sigurðsson Hallsteinn Sígurðsson er fæddur í Brúnavík í Borgar- firði eystra 7. nóv. 1887. For- eldrar hans voru Guðríður Jónsdóttir frá Breiðuvík í Borgarfirði og Sigurður Steinsson, Sigurðssonar Jóns- sonar prests Brynjólfssonar á Eiðum, sem hin yngri Njarð- vikur-ætt er talin frá. Þegar Sigurður og Guðríð- ur byrjuðu búskap í Brúna- vik var fjórbýli þar. Oft mun hafa verið þröngt til húsa og skortur á nauðsynjum þar sem 20 börn léku á gólfi. Þar fæddust 10 börn þeirra Sigurðar og Guðríðar og var Hallsteinn næst eltzur, en alls áttu þau 13 börn. Þegar Hallsteinn var 14 ára fluttu foreldrar hans að Þrándarstöðum í Borgarfirði og mátti þá segja að hann tæki við búsfoi’ráðum við alla útivinnu, því faðir hans stund- aði sjó á sumrum. Hópurinn var stór og hann þurfti að miðla hjálp sinni á báðar hendur. Heyskapur var erfið- ur, reytingur tvist og bast í fjöllum uppi. Mörgum stærri og sterkari var það dul hvað heyskapurinn gekk vel hjá hinum unga manni og ekki hávaxnari. Þrátt fyrir fátækt og sjálf- sagt vöntun á þeim mörgu vitamínum sem nú til dags eru gleypt úr glösum og túb- um, gekk Hallsteinn alltaf glaður og reifur til starfs með systkin sín að liðveiziu. Slcapið var hert af sigur- vissu og kappi, örðugleikamir aldrei skoðaðir 1 smásjá, held- ur skoraðir á hólm með hug og hönd að vopni. Þessir eiginleikar gengu eins og rauður þráður gegn- um allt hans lif. Til hinzte dags var hann alltaf að færa í haginn fyrir aðra ,hvað sem hag hans sjálfs leið. Á Borgarfirði, Fáskrúðs- firði og síðan í Reykjavík stundaði hann allskonar störf, við landbúnað, verzlun, bygg- ingarvinnu og fiskvinnu. Að hverju sem hann vann, var hann sjálfkjörinn í fyrstu víglínu; hver sem húsbónd- inn var, kom hann fljótt auga á dugnað hans og starfshæfni og setti hann verkstjóra, um- sjónar- eða eftirlitsmann, en hann stakk ekki höndum í vasana fyrir því. Allir trúðu Hallsteini, jafnt þeir sem settu hann yfir og hinir, sem hann var settur yfir. Sumum þótti hann alltof kappsamur við vinnu. Eg heyrði eitt sinn einn vinnufé- laga hans segja við hann: „Þú ert undarlegur maður, Hallí, þú hatar kúgun og auðsöfnun og alla þá spillingu, sem þessu fylgir, en samt vinnur þú í einum spretti fyrir atvinnu- rekandann, svo hann geti sem mest grætt á þér.“ Það geri ég fyrir mig, kunn- ingi, sagði Hallsteinn, maður á alltaf að vinna vel, fyrir hvern sem maður vinnur. skilir þú lélegu verki, svíkur þú sjálfan þig meira en þann sem þú vinnur fyrir. Hallsteinn var gleðimaður, skemmtinn og félagslyndur svo af bar, greindur vel og bókamaður, Menntun hlaut hann ekki utan barna- og unglingaskóla, en það nám varð hann að stunda með bú- skapnum og stóð þó ekki öðr- um að baki. Frá bamsesku til síðustu ára, sem hann hafði heilsu, var hann allstaðar með í gleð- skap og félagssamtökum og jafnt tmgir sem gamlir úr vina- og frændliðinu, spurðu ef hann var ekki mættur: „Kemur ekki Halli.“ Strax og Hallsteinn kynnt- ist sósíalisma gekk hann hon- um á hönd af lífi og sál. Hann hafði séð nóg af skorti og um- komuleysi og hann vildi leysa það af hólmi svo hver fengi að HaHsteiim Siguðrsson njóta arðsins af vinnu sinni. Alltaf \'ar hann boðinn og bú- inn að starfa fyrir þetta mál- efni innan flokksins og utan. Sami áhuginn ríkti í málefn- um félags hans, Dagsbrúnar, sem hann vann mikið að eftir að hann fluttist hingað suður. Eg tel mér það mikla per- sónulega. hamingju að liafa þekkt Hallstein alla ævi og fylgzt með störfum hans. Sumir gætu haldið að þetta væri aðeins lof um dáinn mann, en þeir sem til þekkja vita að svo er ekki, Hallsteinn var einstakur maður, einn af þeim fáu sem maður kynnist á langri ævi, sem lýsandi mennsku. En hversvegna komst hann þá ekki hærra? mundi einhver spyrja, en þeirrí spurningu verður að svara með annarri, við hvað er miðað? Hallsteinn vann hörðum höndum alla ævi og hafði það sem kallað er til hnífs og skeiðar. Hvað hefur þá unn- izt? Það vita þeir einir esm slcilja, að til þess að blómleg- ur gróður vaxi, þarf að sá frækornum og hlúa að þeim. Margir töldu Hallstein ekki á réttrí hillu, hann hefði átt að eiga meira, þræla minna, geta veitt sér eitthvað af dá- semdum þessa lífs, sem kallað er. Jú vissulega er það talc- markið að krefjast mikils af þessu lífi — en lífið krefst líka mikils af okkur. Eg held að Hallsteinn hafi verið á réttri liillu og hafi vitað það sjálfur. Hann veitti sér þann mun- að sem marga skortir, að lifa eftir sínu eigin eðli og upp- skera þakklæti og virðingu samferðamannanna. Eg hefi áður bent á, að félagslyndi hans og samhugur náði svo langt, að honiun fannst sjálf- sagt að leggja allstaðar höná að þar sem hann vissi að hjálp vantaði. Þetta var óspart notað, alltaf var hann að hjálpa ein- hverjum til að byggja; þvf hann var allra manna þjálf- aðastur í þeim störfum. Þessar gjafir hans áttu ekk- ert skylt við gjafir vopnasal- ans til örkumla hermanna, á- fengissala til bindindisstarf- semi, eðá yfirieitt við þá, sem sitja ýfir hlut annarra, en vilja svo sletta. í hungraða einum skammti til að friða sína sjálfselsku samvizku. Hallsteinn hafði- óvenjulega mannheill þegar tekið er til- lit til þess, að hann slakaðí aldrei á sannfæringu siimu. Skapið var heitt og lundin ör og í kappræðum var ein- urðin leiftrandi. Þó vissi ég aldrei til að slíkt ylli vinslit- um, því menn þekktu dreng- lund hans og vissu að maður- inn stóð á bak við orð sín og gerðir. Hallsteinn var ókvæntur alla ævi, en eignaðist eina dóttur, Guðríði að nafni. Hjá Framh. á 2. síðn grr- Hallsteinn Sigurðsson verkamaður Langholtsvegi 35 verður til moldar borinn I dag. Við fráfall hans á íslenzk verkalýðshreyfing á bak að sjá traustum og ágætum liðs- manni, sem reiðubúinn var til hvers þess starfs er henni mátti að gagni verða og hon- um var fært að inna af hendi. Þessi glaðværi og skemmti- legi félagi er okkur, sem eftir erum, horfinn og eftir er að- eins minningin um einkar dug- legan og ósérhlífinn mann. gæddan ríkum skilningi á vandamál samtíðar sinnar; fullan áhuga og umbótavið- leitni. Við samstarfsmenn hans á félagsmálasviðinu þökkum honum samstarfið og votturo. syrgjandi ættmennum hans innilega samúð okkar, og per- sónulega þakka ég honum vel- vild hans og greiðasemi við mig. Ólafur Ágúst Örnólfsson, Þú ert genginn gamli vinur; — garpsfjör einnig dvín. —• Það verður alltaf gott og gam- an | og gagn að minnast þín Hittist ávallt hress og traust- ur, hafðir spaug á vör, : með heilindi sem hjarl að baki hvar sem gerðir för, Ekki þurfti lengri leitir ef lið til þín var sótt; brást það ei, þú brást við kvabbi ' bæði vel og fljótt. I i Máist seint úr muna þinna | minningin um, að i með alþýðunni upp hlóðst vígl og þú varðir það. i 1 Og þig kveðja aldinn þulínn ætti hugarrökk öldin sem þú ævistarfið eftir lætur. Þökk. Helgi Hósea$so«» i ,trésm« ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.