Þjóðviljinn - 31.08.1956, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.08.1956, Qupperneq 3
Föstudagur 31. águst 1956 r— ÞJÓÐVILJINN (3 ÍÞ1 RITSTJÚRI: FRÍMANN HELGASON Fyrri dagur Reykjavíkurmótsins: 6 rnenn hlaupa 800 m undir 2 mín útum, nýr „16 metra maður" í kúlu ÍR 46 stig eftir daginn, I(R 21, Ármann 19 Reykjavíkurmeistaramótið í frjálsum íþróttum, byrjaði á miðvikudagskvöld. Veður var ákjósanlegasta, logn og fremur hlýtt í veðri, svo allar aðstæð- ur voru til að góður árangur næðist. Þó ný íslenzk met væru ekki sett, þá verður ekki annað sagt en mjög góður árangur hafi náðst í mörgum greinum og að þessi fyrsti dagur keppn- innar hafi verið viðburðaríkur. 800 m hlaupið var frá upp- hafi mjög skemmtilegt, enda voru þar samankomnir allir beztu hlauparar okkar að Sig- urði Guðnasyni undanteknum sem kaus heldur að hlaupa 5000 m sem voru þetta sama kvöld. Svavar Markússon tók þegar i upphafi forustuna í hlaupinu, en Þórir Þorsteinsson sleppti honum ekki frá sér og bjó sýni- lega yfir því að leggja allt í endasprettinn, enda var hrað- inn mikill, og þar kom að þeg- ar aðeins voru 60—70 m að marki tók Þórir að greikka sporið sem Svavar gerði líka, en hiim ágæti Svavar varð að gefa eftir fyrir Þóri og Itom aðeins 2/10 á eftir í mark. Það skemmtilega skeði að allir sex keppendurnir hlupu undir tveim sek. Slíkt mun aldrei hafa komið fyrir á móti hér fyrr. Haukur Böðvai’sson úr ÍR varð þriðji og mun hann aldrei fyrr hafa hlaupið þessa vega- lengd á stórmóti, enda er hann tiltölulega nýr hlaupari. Þessi árangur hans, 1.57,8, gefur til kynna að þar sé á ferðinni mjög efnilegur hlaupari. Það var líka gaman að sjá Dagbjart Stígsson hlaupa á ágætum tíma, en hann meiddi sig á fæti í vor. Hinir tveir sem hlupu undir tveim mínútum voru: Kristleifur Guðbjörnsson og Sigurður Gíslason sem báðir hlupu á 1,59.4. Guð'mundur Heimannsson var sýnilega vel fyrir kallaður í keppni þessari. Náði hann því að kasta yfir 16 m, en það hefur engum Islendingi tekizt öðrum en Húseby, og fékk Guð- mundur mikið lófaklapp hjá á- horfendum. Skúli Thorarensen varð ann- . ar með 15.19 m kast. Skúla hefur ekki farið nóg fram í sumar, en með góðri æfingu ætti hann að geta nálgazt 16 m áður en mörg ár eru liðin. Húseby er öruggur með sína 15 m og varð þriðji. Köst Guð- mundar voru: 15.34 — 15.97 — 15.26 — 16.15 — 15.19 — 15.57. í 5000 m hlaupinu leit lengi svo út sem metinu yrði hætt. Þeir Sigurður Guðnason og Kristján Jóhannsson „drógu“ hvorn annan áfram, og skiptust lengi vel á um leiða hlaupið. Það var þó Sigurður sem tók meir forustuna er líða tók á hlaupið, en bilið milli þeirra var lítið. Þegar eftir voru um það bil þrjú hundruð metrar greikkaði Sigurður sporið, og fékk Kristján ekki við ráðið, og dró sundur með þeim allt í mark og þó gerði hann góða tilraun til þess að halda í við Sigurð. Endasprettur Sigurðar var mjög góður og það Ieit ekki út fyrir að hann væri líkt því „búinn“, eins og það er kallað, og eins og aðstæður voru og með þeirri keppni sem hann hafði af Kristjáni hefði hann sennilega getað hlaupið undir metinu ef hann hefði byrjað sprettinn fyrr, en það hefði hann bersýnilega þolað. Þriðji maðurinn í keppnmni var Haf- steinn Sveinsson, en hann blandaði sér aldrei inní keppni þeirra Sigurðar og Kristjáns. Gylfi Gunnarsson vann spjót- kastið, og hefur hann þó ekki æft mikið undanfarið. Er á- nægjulegt að sjá íjylfa aftur með í keppni, og er hann lík- legur arftaki Jóels, sem að þessu sinni var ekki meðal keppenda og mun hyggja á hvíld eftir glæsilegan feril sem spjótkastari. Það var líka skemmtilegt að fá langstökk yfir 7 m, en það gerði Vilhjálmur Einarsson, stöklc 7,06, og Einar Frí- mannsson vantaði áðeins 10 cm til þess að ná 7 m. í hástökkinu var keppnin jöfn og hörð og það er ekki fyrr en í síðustu tilraun sem Sig- urði Lárussyni tekst að fara yfir 1.80, en næstu þrír menn voru með 1.75 m. Árangur Hilmars á 200 m var líka athyglisverður og sannar ágæti hans og öryggi sem spretthlaupara, og þó hafði hann ekki harða keppni af næsta manni. Úrslifc í einsfcökum greinum: 400 m hlaup: 1 Daníel Halldórsson IR 58,2 2 Björgvin Hólm 62,1 3 Hjörl. Bergsveinss. Á 64.4 4 Heiðar Georgsson ÍR 64.6 200 m hlaup: 1 Hilmar Þorbjörnsson Á 21,9 2 Daníel Halldórsson ÍR 23.0 3 Tómas Lárusson KR 23.4 800 m hlaup: 1 Þórir Þorsteinsson Á í.54.2 2 Svavar Markússon KR 1.54.4 3 Haukur Böðvarsson ÍR 1.57.8 4 Dagb. Stigsson Á 1.58.8 Langstökk: 1 Vilhjálmur Einarsson ÍR 7.06 2 Einar FrímannssonKR 6.90 3 Helgi Björnsson ÍR 6.56 4 Valbjörn Þorláksson ÍR 6.29 5000 m hlaup: 1 Sig. Guðnason ÍR 15.11.2 2 Kristj. Jóhannsson ÍR 15.18.2 3 Hafsteinn Sveins. KR 16.86.8 Spjótkasfc: 1 Gylfi Gunnarsson ÍR 55.88 2 Björgvin Hólm ÍR 51.98 3 Valbjörn Þorláksson ÍR 51.89 4 Pétur Rögnvaldss. KR 50.62 Kúluvarp: 1 Guðm. Hermannss. KR 16.15 2 Skúli Thorarensen ÍR 15.19 3 Gunnar Huseby KR 15.09 4 Hallgr. Jónsson Á 13.78 Hásfcökk: 1 Sigurður Lárusson Á 1.80 2 Jón Pétursson KR 1.75 3 Heiðar Georgsson ÍR 1.75 4 Vilhj. Einarsson ÍR 1.75 NÍK0MNAR poplinblússur í ýmsum litum. QULLFOjSjS ★ í dag er föstudaguriiui 31. ág- úst. FauJinus. — 244. dagur ársins. — Tungl í hásuðri ki. 9.19. — Ár- degisliáflasði kl. 1.33. Síðdegishá- flæði klukkan 14.16. Föstudagur 3J. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 19.30 Tónleikar: — Harmonikulög. pl. 20.30 Um víða ver- öld. — Ævar Kvaran leikari flyt- ur þáttinn. 20.55 Einleikur á píanó: Snjólaug Sigurðsson leik- ur. a) Intermezzo, Capriccio og Ballata í g-moll eftir Brahms. b) Fantasía op. 49. eftir Chopin. 21.15 Upplestur: Kvæði eftir Jakob Jóhannesson Smára (Kárl Guð- mundsson leikari). 21.30 Islenzk tónlist pl.: Kvartett .í G-dúr eftir Ölaf Þorgrimsson (Útvarpskvart- ettinn leikur). 21.45 NáttúrJegir hlutir (Guðm. Þorláksson). 22.00 Fréttir og veðurfr. Kvæði kvölds- ins. 22.10 Brúðuheimilið, saga eft- i:; »Augpst. Strindberg; III. sögulok (Helgi Hjörvar). 22.30 Létt lög pl.: a) Franskir listamenn syngja og leika. bj Xavier Cugat og hljómsveit hans leika. 23.00 Dag- skrárlok. MilIiXandaflug Hekla er væntan- . leg kl. 9 frá N.Y. Fer Itl. 10.30 til . Osló og Stafang- urs. Saga er væntanleg seint í kvöld frá Lúxemborg og Gauta- boi’g; fer eftir skamma viðdvöi til N.Y. Sólfaxi fer til Glasgow og London kl, 8 í dag. Flugvélin er væntanleg’ aftur til Rvíkur kl. 23.45 í kvöld. Flugvélin fer til Kaupmannaíiafnar og Hamborgar kl. 8.30 í fyrramálið. Innanlandsflug í dag er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar 3 fei’ðir, Egilsstaða, Fag- urhólsmýrar, Flateyrar, Hólmar- víkui’, Hoi'nafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vestmanna- eyja 2 ferðir og Þingeyrar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar 3 ferðir, Blönduóss, Egilsstaða, Isafjarðar, Sauðár- króks, Siglufjarðar, Skógasands, - Vestmannaeyja 2 ferðir og Þórs- hafnai’. Slúpaútgerð í’ikisins. Hekia er í Gautaborg á leið til Kristiansand. Esja er á Vestfjörð- um á suðurleið. Herðubreið fer frá Rvík í dag austur um land til Raufai-hafnar. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Rvíkui'. Þyrill er í Hamborg. Skaftfelling- ur fer fi'á Rvík í kvöld til Vest- mannaeyja. Skipadeild SÍS Hvassafell er í Sölvesborg. Arnar- fell fer í dag frá Helsingl'ors til Stettin. Jökulfell er í Hamborg. Disarfell er í Fraserburgh. Litla- fell er í oliuflutningum í Faxa- 1 flóa. Helgafell fór i gær frá Haugasunds til Faxaflóahafna. Peka fór 29. þm frá Stettin til Sauðárkróks, Ingólfsf jarðar og’ Box-ðeyrar. Eimskip Brúarfoss átti að fara frá Lon.« don í gær áleiðis til Rvikur. Del ti« foss kom til Rvíkur 26. þm frá Hull. Fjallfoss fór frá Rvík sl- mánudag- áleiðis til Hull, Rott' i’« . dam og Hamborgax'. Goðafoss fór frá Rvík i fyrradag áleiðis til Stokkhólms, Riga, Ventspils, Hr. n« ina, Leningrad og K-hafnar. GrlÞI foss kom til Rvíkur í gærmo-g« un frá Leith og Kaupmannahö n, Lagai-foss fór frá N.Y. sJ. méru-. dag áleiðis til Rvíkur. Reyk ;a- foss fór frá Akranesi í fyrraöag. til Isafjarðar, Akureyrar, Hú ••a« víkur og Siglufjarðai'. Tröllaf >s3 fór frá Hamborg sl. mánudag á« leiðis til Rvikur. Tungufoss fór frá Siglufirði í fyrrakvöld áleiðia til Lysekil og Gautaborgar. Frá Vlnnuveltenda- sanibandi Islands Samkvæmt gildandi kaup- og kjarasamningum við verkalý'ðsfélögin hefur Vinnuveitendasamband íslands sent félagsmönnum sínum kaupgjaldskrá yfir tímabiliö 1. september til 30. nóvember, sem gerir ráö fyrir 6 stiga hækkun á kaupgjaldsvísi- tölunni. Vegna kaupbindingarráöstafana ríkis- stjórnarinnar er felast í bráöabii’göalögum útgefn- um 28. þ.m., gengur þessi nýútsenda kaupskrá sambandsins ekki í gildi. Ber félagsmörinum til 31. desember n.k. aö greiða kaup skv. kaupskrá þeirri, er gilti fyrir tímabiliö frá 1. júní til 31. ágúst. Vinnuveitendasambanð íslands Aðstoðarlæknissfaða: Staöa aöstoöarlæknis viö barnadeild Landspítal- ans er laus til umsóknar frá 1. janúar næstkom-' andi. Launakjör samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 1, október næstkomandi. Skzifstofa líkisspítalanna J^jj§{jg95S5S5Sj»*SBSSSSESS3S8SSSSSaSSSSSSaSSSSSSSBBBSSS'SstS2S2S4íia9 í 9HBSSasaSHSlSSSSSBSSSSHSSSÍSS5SSSSS3BS3BS5SBS9S-SÍSasSBSSSS«SSSSSSS*BaaS5aSSaS?SBSSSSS5aaiiaS?SSB5 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.