Þjóðviljinn - 31.08.1956, Qupperneq 8
Met í fólksflutningum Flugfélags íslands:
Yfir 10 þús. farþegar á innisilinds
leiðum Flugfélagsins í ágústmanu
Einn daginn náði farþegatalan 866
Flugfélag' íslands flutti í fyrramorgun 10 þúsundasta
farþegann, sem feröast á innanlandsleiöum félagsins í
ágústmánuði.
Farþeginn var Kristín Jóns-
dóttir, og kom hún til Reykja-
víkur með Gunnfaxa frá Akur-
eyri, þar sem hún hefur dvalið
að undanförnu í sumarleyfi
sínu. Þegar Kristín sté út úr
flugvélinni á Reykjavíkurflug-
velli, var henni færð að gjöf
frá F.í. Helena Rubinstein
snyrtivörutaska til minningar
um ferðina, en auk þess var
henni tilkynnt, að hún ferðað-
ist sem gestur félagsins að
norðan.
Carðaverðlaun í
Hafnarfirði
Fegrunarfélag Hafnartjarðar
hefur veitt hjónunum Margrétu
Auðunsdóttur og Oddi Hannes-
syni Hellisgötu 1 verðlaun fyr
ir fegursta skrúðgarð í bænum
á þessu sumri.
Hverfisviðurkenningu hlutu:
í suðurbæ: garðurinn að
Ölduslóð 10, eigendur hjónin
Guðfinna Pétursdóttir og Jón
Egilsson. I miðbæ: garðurinn
að Urðarstíg 3, eigendur hjón-
in María Albertsdóttir og
Kristinn Magnússon. I vestur-
bæ: garðurinn að Skúlaskeiði
4, eigandi Jón Lárusson.
Olíufélagið hlaut verðlaun'
sem fyrirtæki eru veitt fyrir
snyrtilegt útlit og góða um-
gengni á athafnasvæði.
í dómnefndinni voru Sverrir
Magnússon lyfsali og garð
yrkjumennirnir Theódór Hall-
dórsson og Jónas Sig. .Jónsson.
Þess eru ekki dæmi í sögu
Flugfélags íslands, að flugvél-
ar þess hafi fyrr flutt jafn
marga farþega á innanlands-
leiðum á einum mánuði og nú
í ágúst. Hefur farþegatalan 1
numið hátt á fjórða hundrað
til jafnaðar dag hvern allan
mánuðinn. Hinn 3. ágúst náðu
flutningarnir hámarki sínu, en
þann dag flutti F.í. 866 far-
þega hér innanlands.
HJ6ÐVIUINN
Föstudagur 31. ágiist 1956 — 21. árgangur — 197. tölublað
Sölumíðstöðin er stærsti innflytj-
adi fisks fii Bandarikjanna
Sölumiöstöð hraöfrystihúsanna er stærsti einstaki fisk-
innflytjandinn til Bandaríkjanna, og' veitir það henni góöa
aöstööu í hinni höröu samkeppni á þeim markaði.
Enn ekki nema fjórði hluti til upp í
sölusamninga um frysta síld
Búiö er nú að selja 4300 smálestir af freðsíid af þessa j
árs framleiðslu. Upp í þetta er þó enn aöeins búiö aö
frysta um 1100 smálestir af Faxasíld. Hefui síldarafli
veriö mjög tregur aö undanfömu.
Þeir sem kaupa freðsíldina
eru Pólverjar, 2500 smálestir og
Tékkar, 1800 smálestir. Þeir
fyrrnefndu hafa keypt íslenzka
freðsíld um margra ára skeið.
En í Tékkóslóvakíu er tiltölu-
lega nýr markaður fyrir ís-
lenzka freðsíld. Hófu þeir að
kaupa hana á s.l. ári. Er nú
líklegt að búið sé að tryggja
síldinni þar öruggan markað.
Bæði í Póllandi og Tékkó-
slóvakíu er síldin matreidd
þannigað hún er reykt úr
frostinu.
Þess skal getið að lokum, að
Valur tapaði
Meistaraflokkur Vals hefur
verið í keppnisferð í Þýzka-
landi. Fyrsta leik sínum, er var
í Hamborg, tapaði Valur með
6:4 og leik í neðra Saxlandi
tapaði hann með 10:0. Þriðji og
síðasti leikur Vals í þessari
Þýzkalandsför fer fram í kvöld.
--:----%-------------—
Franskar hersveitir
sendar til Kýpur
Fundurinn á mánudag undirbúínn
í gæi’ komu til Kýpur fyrstu frönsku hersveitirnar sem
Frakkar og Bretar hafa oröiö ásáttir um aö senda þangaö.
Láta Frakkar í veðri vaka að
tilgangurinn með liðsflutningum
þessum sé sá einn að verja
franska hagsmuni ef svo kynni
að fara að ástandið við Súez-
slcurð versni.
Bandaríkin ekki með í ráðum.
Utanríkisráðuneytið i Was-
hington tilkynnti í gær að
bandarísku stjórninni hafi verið
tilkynnt um liðsflutninga þessa,
einungis stuttu áður en opinber
tilkynning var gefin út um þá
Hefur Bandraíkjastjórn tekið
Engar hindranir
Utanríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna tilkynnti í gær að
það muni ekkki hindra að
bandarískir borgarar taki að
sér stöður við Súezskurðinn.
Stefna Bandaríkjanna sé að
halda Súezskurðinum opnum
fyrir sigtingar.
þessu heldur kuldalega. Full-
trúi utanríkisráðuneytis Banda-
ríkjanna neitaði í gær að segja
nokkuð um liðsflutningana, en
ráðuneytið hefur þó skýrt frá
að ihvorki Bretar né Frakkar
hafi ráðfært sig við Bandaríkja-
stjóm um þá.
Viðræður í Kaíró.
Nasser, forseti Egyptalands,
átti í gær 3 fundi með Krishna
Menon, fulltrúa Indlands á
Lundúnaráðstefnunni. Þá fundi
sátu og utanríkisráðerra Eg-
ypta og Alí Sabrí, sem var á-
heyrnarfulltrúi Nassres á Limd-
únaráðstefnunni. Nasser ræddi
og í gær við sendiherra Banda-
ríkjanna í Washington,; Henry
Byroade. Munu þeir hafa rætt
um fund Nassers og fimmríkja-
nefndarinnar á mánudag. Nefnd
in lauk í gær umræðum til und-
irbúnings undir fundinn. Hún
flýgur frá Lundúnum til Kaíró
á sunnudag. ;
líklegt er, að hægt muni að
selja verulegt viðbótannagn af
frystri síld.
Kvikmynd írá íslandi
Framhald af 1. síðu
að þarlendis. Mun þessi þáttur
einn hafa verið góð auglýsing
í Tékkóslóvakíu fyrir íslenzkar
framleiðsluvörur. Má geta þess,
að sjónvarp er nú orðið mjög
útbreitt í Prag og öðrum borg-
um landsins.
Mesta auglýsing íslenzkrar
vöru.
Eftir um 10 daga verður til-
búin til sýningar kvikmynd sú
sem Josef Cepelák tók hér á
landi í ferðinni. Verður það
löng kvikmynd, sem sýnir iand
og þjóð og að sjálfsögðu er þar
lögð áherzla á sjávarútveg ís-
lendinga og framleiösluvörarn-
ar sem þeir selja til Tékkósló-
vakíu.
Kvikmynd þessi verður sýnd
í 500 kvikmyndahúsum víðs-
vegar í Tékkóslóvakíu og er
vafasamt að útflutningsfram-
leiðsla íslendinga hafi nokkni
sinni fengið þvilíka auglýsingu
og kynningu í nokkra við-
skiptalanda sinna.
(Frá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna).
í frétt frá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna segir að aðeins
vanti herzlumarkið til þess að
framleiðsla S.H. verði alþjóðar-
þekkt í Bandaríkjunum. I frétt-
inni segir m.a. eftirfarandi:
T\i> vörumerki.
Framleiðslan S.H. er seld í
Bandaríkjunum undir tveimur
vörumerkjum, „Iceiandic", sem
bvrjað var að nota 1946 og
,,Fresher“, sem sala hófst á
1947. Það er skriístofa S.H. í
Bandaríkjunum, er gengur und-
ir heitinu Coldwater Seafood í
Chrysler-byggingunm í New
York, sem annast dreifingu
fisksins. Hefur félagið birgða-
stöðvar á mörgum stöðum og
hefur sölukerfið sííellt farið
vaxandi á síðustu árum með
fjölgandi viðskiptamönnum.
Mtinu umboðsmenn félagsins nú
vera nálægt 1000. —■ Fyrstu ár-
in gekk salan á framleiðslu
Sölumiðstöðvarinnar fremur
erfiðlega.
Ómerktur fiskkur.
Samtímis sölu á vörumerkt-
um fiski hefur Sölumiðstöðin
árlega flutt út nokkuð af ó-
merktum blokkfiski. Ýmis
bandarísk fiskvinnslu- og fisk-
sölufyrirtæki hafa keypt þenn-
an ómerkta fisk og selt hann
síðan undir sínu nafni. Þessar
sölur hafa komið sér vel hverju
sinni, en vart hefur verið á þær
að treysta, því að kaupendurnir
gátu að sjálfsögðu hvenær sem
var og eftir eigin geðþótta hætt
kaupum á íslenzkum fiski og
snúið sér il Kanada, Noregs eða
Danmerkur. Hefur þessa t.d.
mikið gætt i sambandi við ,,fish-
sticks" iðnaðinn, sein orsakaði
eitt ár stórfelldan útflutning á
blokkfiski' til bandarískra fisk-
vinnsluf j'rirt.æk ja.
Egyptar leita hafnsögumanna
til siglinga á Súezskurði
Egypzka sendiráöiö' í Lundúnum tilkynnti i gær aö þaö
heföi sent blööum þar í borg auglýsingar þar sem leitaö er
eftir hafnsögumönnum við Súezskuröinn.
í mismunandi stærðum.
Sölumiðstöðin sglur flestar
fisktegundir i merktum umbúð-
rnn til Bandaríkjanna. Þar
koma að sjálfsögðu efst á blaði
þorskur, ýsa og karfi. 1 Banda-
ríkjunum er markaður fyrir all-
an þann steinbít, er hér veið-
ist. Einnig er seld þangað hrað-
fryst lúða, stórlúða, humar og
rækjur.
Fiskpakkarnir eru í ýmsum
stærðum. T.d. 15 punda pökk-
um, sem ætlaðir eru fyrir mat-
sölustaði, mötuneyti, sjúkra-
hús o.s.frv. 1 þeim pökkum eru
t.d. flök af stórum þorski. —
Þá koma 5 punda pakkar, sem
ætlaðir em m.á. stórum fjöl-
skyldum og loks 1 punds pakk-
ar, er njóta nú síaukinna vin-
sælda.
Fiskbitasala.
Nýjasta skrefið í sölumálum
S.H. í Bandaríkjunum er, að
hún hefur komið sér upp að-
stöðu í bænum Nanticoke í
Pennsylvaniu til farmleiðslu a
fish-sticks, þ.e. steiktir fisk-
bitar. Framleiðslu þessari
stjórnar Guðni Gunnarsson,
ungur fiskiðnfræðingur, sem
hlotið hefur menntun í Kanda.
Þarna á að vera hægt að fram-
leiða allt upp i 3000 smálestir
af fish-sticks á ári. Enn er
framleiðslan þó ekkí orðin svo
mikil.
Viðræður um loít-
ferðasamning
Síðdegis í gær hófust í Kaup-
mannahöfn viðræður milli full-
trúa Vestur-Þýzkalands og
Danmerkur, Noregs og Svíþjóð-
ar um loftferðasamning milli
landanna. Á fundinum í gær
gerði H.C. Hansen, foi'sætisráð-
herra Dana, grein fyrir sjónar-
miðum Norðurlanda og fulltrú-
ar Noregs og Svíþjóðar fluttu.
ávörp. Samgöngumálaráðherra
Vestur-Þýzkalands, dr. Hans
Seebohm, flutti einnig ræðu.
Auglýsingar sama efnis munu
birtast á næstunni i blöðum í
Svíþjóð, Bandaríkjunum, Frakk
landi, Noregi og fleiri löndum.
1 auglýsingu sem eygypzka
sendiráðið í Lundúnum hefur
birt í blaðinu New York Journ-
al of Commerce segir að hafn-
sögumenn muni fá í kaup allt
að 500 sterlingspund í kaup á
mánuði.
I auglýsingum þéssum er ósk-
að eftir hafnsögumönnum sem
séu yngri en 40 ára, hafi 10 ára
starfsreynslu sem skipstjórnar-
menn og kunni ensku eða
frönsku.
Sendiráð Egypta í iBonn til-
kynnti í gær, að meir en 300
hafnsögumenn frá ýmsum lönd-
um hafi snúið sér til sendiráðs-
ins og sótt um stöður við Súez-
skurðinn. Menn þessir séu frá
AuLsur-Þýzkalandi, Sviþjóð,
Noregi, Frakklandi og Eng-
landi auk Vestur-Þýzkalands. 1
tilkynningu sendiráðsins segir
að margir umsækjendanna séu
roiðubúnir að segja núvernadi
stöðum sínum upp þegar í stað.
Stjórn sambands hafnsögu-
manna í V-Þýzkalandi tilkynnti
í gær að tilhæfulausar væru
fregnir um að hafnsögumenn
sem starfa við Kielarskurðinn
hafi fengið stöður við Súez-
skurðinn.
Egypzka sendiráðið í Moskva
tilkynnti í gær að allmargir
sovézkir hafnsögumenn hafi
gefið sig fram og séu reiðubún-
ir að taka til,-stai'fa við Súez-
skurðinn.
Fundur í
Atlanzráði
Ráð Norður-Atlanzhafs-
bandalagsins kemur saman til
fundar í París næstkomandi
miðvikudag. UtanríkisráðheiTa
Bretlands, Selwyn Lloyd, mun
flytja ráðinu skýrslu um Súez-
málið á fundi þessum, en að-
almálið á dagskrá hans er ein-
mitt það mál. Þess er vænzt að
á þessum fundi muni þau ríki,
er aðild eiga að Norður-Atlanz-
hafsbandalaginu og ekki tóku
þátt í Súezráðstefnunni í Lund-
únum, láta í ljós afstöðu sína tH
súezmálsins á þessum fundi.