Þjóðviljinn - 10.10.1956, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. október 1056
ÞAÐ var fyrst í fyrri
heimsstyrjoldinni
sem. konan fékk fast-
mótaðan svip í kvik-
myndunum og þá fyrst
og fremst í bandarísk-
um myndum, einkum
þeim sem Griffith leik-
stjóri gerði og Lillian
Gish lék í. í þá daga
þurftu konur helzt að
líkjast smáfuglum, þær
áttu að vera skælandi
og aumkunarverð fórn-
arlömb hai'ðneskjulegra
lífshátta, konur sem
annað hvort fóru í
hundana eða öðluðust
frelsi fyrir náð hins
sterka og stælta vernd-
ara, karlmannsins.
Einnig mátti finna
stú.lkuna sem unnust-
inn í stórborginni sveik
í tryggðum eða hina
hjálparvona dóttur auð-
borgarans í París á
dögum frönsku bylting-
arinnar; persónan var
reyndar alltaf 'sjálfri
sér lík. En hversvegna
varð hún að vera
svona ? Örlaði þarna
enn á draumi liinna
kvenmannslausu frum-
byggja og kúreka Ame-
ríku um konuna sem
litla viðkvæma lífveru,
Kmm í kvikmyndum
Ein af hinum mörgu,
ungu kvikmyndaleikkon-
um ítaia, Eisa Martinelli.
eftiræti sem ætti allt
sitt undir afli þeirra og
vopnfimi ? Eða var
þetta bandarísk útgáfa
t af yfirstéttarkonunni í
Evrópu á Viktoríutím-
anum ? Má vera að
stríðið hafi átt einhvem
þátt í þeim fádæma vin-
sældum sem þessi kven-
gerð naut á sínum tíma
og einna greinilegast
kom fram í því er Mary
Pickford var kölluð
„Eftirlæti heims“.
Nær samtímis skaut
önnur og öllu ótútlegri
kvengerð upp kollinum,
vampíran eða bióðsugan
eins og sumir hafa
nefnt hana, en hún
náði geisimiklum vin-
sældum skömmu eftir
1920. Þar var kjöltu-
rakkinn, eftirlætið, orð-
inn að slöngu, hættu-
legri og slóttugri konu,
sem leikur sér að karl-
mönnunum og reitir þá
inn að skyrtunni. Þessi
kvengerð var um skeið
x miklum metum í Ev-
rópu og Ameríku, eins
konar blóðþyrst skurð-
goð á sótthitakenndum
uppgangsárum kapítal-
ismans og táknmynd
hins óstöðuga þjóðfé-
lags og mannfyrirlitn-
ingar. í myndinni Bláa
englinum kemur hún
glöggt fram og þar sýg-
ur hún sál og líf úr
hinum ráðsetta mennta-
skólakennara Emil
Jannings; Marlene Diet-
rich hefur lítið breytt
svip þessarar týpu síð-
an 1929, er fyrrnefnd
kvikmynd var gerð.
Þegar konum var
leyft að líbjast
manneskjum
Á fjórða tugi aldar-
innar, í kjölfar krepp-
unnar miklu, skýtur
nýrri kvengerð upp í
kvikmyndunum eða rétt
ara sagt, þar er eins og
týpumar gömlu víki
fyrir því því sem er
eðlilegt í fari konunn-
ar og þeim náttúrlegt:
þær fara að líkjast
mennskum verum og
hæfa betur umhverfinu
en áður. Hér skulu
nefndar örfáar leikkon-
ur, sem menn minnast
frá þessum tíma.
í þessum hópi eru
Jean Arthur og Claud-
ette Colbert, önnur ljós
yfirlitum en hin dökk,
tveir góðir fulltrúar al-
múgastúlkunnar í stór-
borginni, iðjusamrar og
snarráðrar og hinnar
trygglyndu vinkonu.
Eða Myrna Loy, hin
glaðlynda og ráðagóða
eiginkona, — eftir stríð-
ið sáum við hana í
samskonar hlutverki, er
hún lék í myndinni
Beztu ár ævinnar ámóti
Frederic March konu
flugstjórans sem sneri
heim úr herþjónustunni.
Sjálfstæðari persónu-
leika höfðu þær til að
bera Katherine Hep-
burn og Greta Garbo,
— hin fyrrnefnda er
ein af mikilhæfustu leik-
konum kvikmyndanna,
gædd ríkri kímnigáfu
eins og greinilegast
kom fram í myndinni
Afríkudrottningin, —
þeirrar síðarnefndu
minnast menn enn sakir
fegurðar hennar allt frá
því hún lék í myndinni
Gösta Berlings Saga ár-
ið 1925 fram til 1939,
er myndin Ninotska var
gerð. Blíðlyndar, en þó
í engu líkar eftirlætis-
týpunum gömlu, voru
tvær evrópskar leikkon-
ur Luise Rainer (í
mynd Frank Borzages
Stórborginni og
sem Kínverjinn í
Góðu landi) og Anna-
bella (í mynd René
Clairs 14. júlí). Chaplin,
sem hafði haldið með-
leikara sínum Ednu
Purviance nokkum veg-
inn utan við ríkjandi
tízku, er hann gerði
gamanmyndir sínar um
1920, skóp með Nútím-
anum eitt sígildasta
dæmið um konuna í
kvikmyndunum á fjórða
áratugnum; það var
Paulette Goddard í
hlutverki vinkonu at-
vinnuleysingjans, hin
tötrum klædda flökku-
stelpa úr hafnarhverf-
inu — þar var komin
kona sem stóð karl-
manninum jafnfætis,
lífsglöð, kát og elsku-
leg. Á sama tíma kom
fram í Frakklandi ann-
arskonar kvengerþ og
alger andstæða þeirrar
síðastnefndu, það var
hin einmana og dapur-
lega stúlka með regn-
kápuna og ljósu augun:
Miehele Morgan í Höfn
þokunnar. Hún var eins
og óskiljanlegur þáttur
þess vonleysis og upp-
gjafar sem einkenndi
svo mjög franskar kvik-
myndir áður en heims-
styrjöldin skall á.
„Stjörnur“ dagsins
í dag
Og þá er komið að
Eftirlætl allra á árunum
fyrir og eftir 1920 var
Mary Pickford.
konúmyndinni, sem sjá
má í kvikmyndum síð-
ustu ára.
1 bandarískum og
enskum kvikmyndum er
engu líkara en verið sé
að blása að nýju lífs-
anda í nasir eftirlætis-
gyðju Pickfordtímabils-
ins og koma þar eink-
um við sögu kvenper-
Katherine Hepburn
sónur sem kallast í
Bandaríkjunum „a
blond" — þær eru vel
á sig komnar líkamlega
en stíga ekki í vitið •—
Diana Dors og Marilyn
Monroe hafa lýst þeim
á sýningartjaldinu. Af
allt öðrum toga er hin
dökkhæi'ða, granna og
kvika stúlka: Audrey
Hepbuni (í þessu sam-
bandi má einnig nefna
Brigitte Bardot og
Maggie Mac Namara).
Þó margt megi telja
henni til gildis — eink-
um ef hliðsjón er höfð
af þeim ljóshærðu —
eiga vinsældir hennar
þó rætur að reltja til
æskuþokka hennarfram-
ar öðnx. Yfirstéttatil-
finningin kemur annars
greinilegast fram hjá
Grace Kelly, sem hvað
mest hefur verið aug-
lýst.
Hin eðlilega konu-
mynd er nú á dögum
einna skýrust í mörgum
fi’önskum og itölskum
myndum, þó að gróða-
sjónarmiðið setji mark
sitt á margar þeirra.
Látum við nægja að
lokum að minna á Gina
Lollobrigida í myndinni
Fa,n!anr~g'élff"-Ca;$trtiíó
sýndi á sínum tíma.
Berklavarnadagurinn — Myndarbragur á fram-
kvæmdum S.Í.B.S. — Sláturgerð — Blóðmör,
lifrarpylsa — og svið!
S.L. SUNNUDAG var hinn ár-
legi berklavamadagur, blöð
og merki voru seld á götun-
um til ágóða fyrir starfsemi
S.Í.B.S., og í útvarpinu á laug-
ardagskvöldið var dagskráin
helguð samtökum berklasjúk-
linga. Sennilega gengur
merkjasala S.Í.B.S. betur en
nokkur önnur merkjasala hér,
það hafa fjölmargir það fyrir
reglu að kaupa merki berkla-
varnadagsins á hverju ári^ og
er það vel. Engin samtök hér
hafa sýnt jafnáþreifanlega,
hverju hægt er að áorka, þeg-
ar unnið er í þágu göfugs
roálstaðar með ráðum og dáð
af fyllstu eindrægni og at-
orku. Vinnuheimilið að
Reykjalundi er ekki einasta
nauðsynleg stofnun fyrir
berklasjúklinga, sem fengið
hafa meiri eða minni bata
og geta unnið störf við sitt
hæfi, heldur hefur það einnig
ómetanlega þýðingu fyrir
þjóðina í heild. Og það er
gott til þess að vita, að bæði
opinberir aðiljar og þjóðin
sem heild hafa skilið nauðsyn-
ina á því að „styðja sjúka
til sjálfsbjargar" oglagtþeim
lið í baráttunni gegn „hvíta
dauðanum". Myndarbragurinn
á öllum framkvæmdum S.Í.B.S.
sýnir líka, að því fé, sem lagt
er af mörkum til styrktar
starfsemi sambandsins, er vel
varið, og eiga forráðamenn
S.Í.B.S. miklar þakkir skildar
fyrir ágætt starf.
EN ÞAÐ ER NÆRRI því sama
hvar maður kemur í hús þessa
Framhald á 10. síðu.
NÝJA BÍÓ:
Kyrtillinn
Kvikmyndaframleiðendur í
Hollywood virðast hafa mikið
dálæti á efni frá dögum Krists.
Meðferðin á þessu efni hefur
alltaf verið sú sama: Óheyri-
legur sviðsútbúnaður og mann-
grúi; atriði kristilegs efnis rof-
in af einhverju fjörugra svo
sem kappreiðum eða skilming-
um.
„Kyrtillinn sver sig í ættina.
Leiktjöld og búningar eru gerð
af miklum tilkostnaði en engri
list, og söguhetjumar eru ekki
•annað en Holiywoodleikarar
þrátt fyrir allan umbúnaðinn,
ómögulegt er að láta sér detta
Rómverja eða Gyðinga í hug.
Sagan, sem myndin er gerð
eftir virðist fremur rislág. |
H.S
Frá SjúkrasamEaginu:
Frá og með 1. jan. n.k. hættir Kristbjörn
Tryggvason, læknir, að gegna heimilislæknis-
störfum fyrir Sjúkrasamlagið.
Þess vegna þurfa allir þeir, sem hafa hann
fyrir heimilislækni, að koma í afgi’eiðslu sam-
lagsins, Tryggvagötu 28, með samlagsbækur
sínar, fyrir lok desember mánaðai’, til þess að
velja sér lækni í hans stað.
Skrá yfir samlagslækna þá, sem velja má
um, liggur frammi í samlaginu.
Sjíikrasamlag Reykjavíkur
LYKILLINN
að auknum viðskiptum er
auglýsing i ÞjóðvUjanum.
Stöður yfirhjúkrunarkonu
og aðstoðarhjúkrunarkonu
við sjúkrahús Neskaupstaðar eru lausar
til umsóknar. — Umsóknarfrestur til 1. nóvember 1956.
Umsóknir sendist stjórn Sjúkrahúss
Neskaupstaðar.
8. október 1956
Stjórn Sjúkrahúss Neshanpstaoar
„i