Þjóðviljinn - 10.10.1956, Síða 5
Miðvikudagur 10. október 1056 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Kaupmáttur launa í Póllandi á
að aukast um 30 prós. á 5 árum
Uppkasi að nýrri íimnt ára áætlun hefur
verið lagt fyrir pólska þingið
Uppkast aS nýrri fimm ára áætlun fyrir tímabilið
1956—1960 hefur verið lagt fyrir pólska þingið. Megin-
áherzlan er í uppkastinu lögö á aö bæta lífsskilyrði
alþýðu manna.
Gert er ráð fyrir því, að á
þessum fimm árum aukist kaup-
máttur launa að meðaltali um
30% og einnig er gert róð fyrir
jafnmikilli meðalaukningu á
fekjum bænda.
í formála áætlunaruppkastsins
er sagt, að halda verði áfram
Bnndaríkin bjóða
Sovétríkjunam
samstarf
Bandaríkin hafa boðið Sovét-
rikjunum samstarf um kort-
lagningu hinnar óstöðugu ís-
ihettu á norðurskautssvæðinu,
að sögn bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins. Bandaríkin
leggja til að sovézkar og banda-
rískar flugvélar fljúgi til skipt
is milli Múrmansk og Nome i
lA.laska meðan kortagerðin
Btendur yfir, en ráðgert er að
það verði á tímabilinu marz'
Beptember næsta ár.
að efla viðskiptatengslin við lönd
sósíalismans og ennfremur að
auka og bæta sambandið við
auðvaldsríkin á grundvelli gagn-
kvæms hagnaðar og jafnréttis.
Róstusamt enn
63% aukning stál-
frainleiðslunnar
Gert er ráð fyrir að steinkola-
framleiðslan aukist um 16% á
tímabilinu og á hún að vera orð-
in 110 milljón lestir árið 1960; £ Djm|#ic£Mn
Ætlunin er að stálframleiðslan ■ e UKflSlUli
aukist um 63% og nemi 7,2 millj.
lestum árið 1960. Heildarfram-
leiðsla lándbúnaðarafurða á að
vaxa um fjórðung á tímabilinu.
Þingið mun f jalla um uppkast-
ið í þessum mánuði.
Baneitraðar
nöðrur sleppa
Mikil skelfing hefur gripið
íbúa bæjarins La Rochelle í
Frakklandi. Úr verzlun í bæn-
um sem selur söfnum og dýra-
görðum ýmis dýr, sluppu 11 eit-
urnöðrur úr haldi. Eiturnöðrur
þessar eru af þanvænni högg-
ormaætt. Fjórar þeirra hafa
náðst. Ein hafði skriðið upp
rennu og lagt sig í rúmi. Önnur
hafði hríngað sig upp í potti.
Apotekin í bænum hafa verið
beðin að hafa jafnan til reiðu
móteitur gegn nöðrubitum, með-
an slöngurnar leika lausum hala.
Karlar og konur, vopnuð staf-
prikum, hafa leitað að slöngun-
um í bænum.
Fiugkringla
ó lofti
Yfir bænum Manby í Linc-
oln hire í Englandi sást „flug-
kringla" fyrir nokkru, bæði með
berum augum og í ratsjó. „Flug-
kringlan" var í um 17 þúsund
melra hæð. Hún virtist halda
kyrru fyrir á sama stað um eina
klukkustund, þótt rok væri í
þeirri hæð. Veðurfræðingar hafa
áætlað, að „flugkringlan" hafi
verið um 25 metrar að þver-
móli.
Tvær orustuflugvélar voru
sendar ó loft til að rannsaka fyr-
irbæri þetta. Þegar þær komu
á stað þann, þar sem „fiug-
krii glan'* hafði sézt, var hún
horíin.
Framhald af 1. síðu.
ari New York Times í Póllandi,
Sidney Gruson, símaði blaði sínu
í gær, að búizt væri við, að á
þes, um fundi miðstjórnarinnar
yrði Gomulka aftur tekinn í
hana og hann sennilega kjör-
inn í forsæti hennar.
R iðniieytisfulltrúum
vikið úr störfum
Varsjárútvarpið tilkynnti einn-
ig í gær, að fjórum fulltrúum í
ráðuneyti vélaiðnaðarins hefði
verið vikið úr störfum eða þeim
fengin önnur störf. Aðstoðarráð-
herra vélaiðnaðarins sagði af
sér í síðustu viku og annar var
skipaður í embætti hans í gær.
Það eru einkum embættis-
menn þessa ráðuneytis, sem
hafa verið gagnrýndir fyrir að
hafa daufheyrzt við kröfum
verkamanna í Poznan og fyrir að
hafa þannig átt sinn þátt i að ó-
eirðirnar brutust þar út í júní
s.l.
Engin 1. verðlaun
veitt í Feneyjum
Engin þeirra 14 kvikmynda
sem sýnd var á kvikmyndahá-
tíðinni í Feneyjum í síðasta
mánuði þótti eiga skilið fyrstu
verðlaun, og kpm sú ákvörðun
dómnefndarinnar nokkuð á ó
vart, þar sem í þetta sinn hafði
verið sérstaklega vandað til há-
tíðarinnar og aðeins sýnt úrval
þeirra mynda, sem þangað voru
sendar.
Keppnin um fyrstu verðlaun
in stóð milli japanskrar kvik-
myndar, Biruma no Tategoto
(Burmaharpan) og spænskrar
myndar eftir Bardem, Calle
Major (Aðalstræti), en dómar-
arnir komust að þeirri niður-
stöðu, að hvorug ætti verðlaun-
in skilið.
Borgaraflokkar í
Finnlandi unnu á
Á sunnudag og mánudag
fóru fram bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningar 1 Finnlandi.
Þátttaka var heldur dræm, eins
og búizt hafði verið við. Ekki
urðu miklar breytingar á full-
trúatölu f lokkanna; borgara-
flokkarnir, einkum Bændaflokk-
urinn, unnu á, en Alþýðufylk-
ing kommúnista. og vinstri-
sósíaldemókrata tapaði fylgi.
Róstusamt er enn í Pakistan
og hefur stjórn landsins neyðst
til þess að banna fundahöld í
Dacca, höfuðborg AusturrBen-
gals.
Sambandsstjórnin sem situr í
Karachi ætlar nú í fyrsta sinn
að halda þingfund í Dacca, en
landsfólkið þar hefur óspart
látið í ljós andúð sína á stjórn-
inni og sakar hana um að hafa
ekkert aðhafzt til að ráða bót
á hungursneyð þar.
f fyrradag varð uppþot i
Dacca, og beitti lögreglan tára-
gasi til að tvístra múgnum.
Mynd pessi var tekin á flugvellinum við Belgrad, pegar
peir Krústjoff (til hœgri) og Tító voru að leggja af stað
til Krímskaga. Kona Títós, sem var með í förinni, er
lengst til vinstri á myndinni.
r
1
jýgóslavar og r
Búlgarar semja
Fulltrúar miðstjórnar komm
únistaflokka Júgóslavíu og
Búlgaríu hafa verið á fundi í
Belgrad og varð samkomulag
að taka aftur upp það samband
milli flokkanna, sem slitnaði
þegar júgóslavneska flokknum
var vikið úr Kominform árið
1948.
Júgóslavneska fréttastofan
Jugopress segir, að í ljós hafi
komið að enn sé allmikill á-
greiningur milli flokkanna um
markmið og leiðir, en von sé til
að þeim ágreiningi verði rutt
úr vegi smám saman með sam-
starfi flokkanna í framtíðinni.
Sovétríkin taka
bandarisku boði
Sovétstjórnin hefur þegið boð
frá bandaríska utanríkisráðu
neytinu um að senda menn vest-
ur til Bandaríkjanna til að fylgj-
ast með kosningabaráttuimi fyr-
ir forsetakosningarnar í næsta
mánuði. Sagt er að það hafi
bæði vakið ánægju og undrun í
Washington, að sovétstjórnin
skyldi taka þessu boði, en það
var einnig sent stjórnum Ung-
verjalands, Rúmeníu, Póllands
og Tékkóslóvakíu.
Grikkir og Tyrkir
eigaíerjum
Gríska stjórnin hefur sent
herskip til grísku hafnarborg
arinnar Alexandropolis, skammt
frá tyrknesku landamærunum,
en þar í nágrenninu hefur að
undanfömu komið til árekstra
livað eftir annað milli grískra
fiskiskipa og tyrkneskra varð-
skipa. Varðskipin hafa tekið
nokkra fiskibáta og sakað skip
stjórana um. veiðar í tyrkneskri
landhelgi.
Dulles tekur ekki
tillögur dr. Fawzi
En hafnaði algerlega tillögu Sépiloffs,
sem Popovic lýsti yfir stuðningi við
Foster Dulles, utanríkisráðhérra Bandaríkjanna, gerði
grein fyrir afstöðu stjórnar sinnar til Súezdeilunnar á
fundi Öryggisráðs SÞ í gær og tók hann ekki illa í tillög-
ur, sem dr. Fawzi, utanríkisráðherra Egypta, hafði borið
fram í fyrradag.
Dulles skýrði ráðinu frá því,
að hann myndi greiða atkvæði
með tillögu Breta og Frakka í
deilunni, en þær eru byggðar
á því höfuðatriði, sem Egyptar
hafa alls ekki viljað taka í mál,
að Súezskurðurinn sé settur
undir alþjóðlega stjórn.
En Dulles sagði, að tillaga
Egypta um að, ráðið skipaði
nefnd til að finna lausn á deil-
unni og legði þeirri nefnd
Siarfsreglur og segði fyrir um
þau markmið, sem henni bæri
að stefna að, væri athyglisverð
og í samræmi við vilja þeirra
18 landa, sem sátu síðari Lund-
únaráðstefnuna um Súez.
Hann vísaði hins vegar al-
gerlega á bug tillögu Sépiloffs,
utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, um að slík samninga
nefnd yrði skipuð fulltrúum 6
eða 8 ríkja, sem væru þannig
valin, að ekkert eitt sjónarmið
í deilunni væri alls ráðandi.
Slík nefnd, sagði Dulles, myndi
engu koma tii ieiðar.
Popovic, utanríkisráðherra
Júgóslavíu, hafði haldið ræðu á
undan Dulles og hafði hann
lýst sig algerlega sammála
meginatriðunum í ræðum þeirra
Fawzi og Sépiloffs daginn áð-
ur.
Að lokinni ræðu Dullesar var
ákveðið að haldinn yrði um
kvöldið fundur í ráðinu fyrir
luktum dyrum. Það er fyrsti
leynilegi fundurinn sem hald-
inn er í ráðinu síðan það var
stofnað.
Rannsókn hefst á fornu hand-
riti áður ©kunns guðspjalls
Málvísindamenn hófu í gær rannsókn á fornum hand-
ritum sem fundust fyrir tíu árum á akri í Egyptalandi.
Nokkrir bændur.fundu hand-
rit þessi fyrir tíu árum í
stórri leirkrulcku á akri einum
í Efra-IEgyptalandi. Fræðimenn
sem þau hafa skoðað telja að
þau séu frá því á þriðju eða
fjórðu öld eftir Krist.
Handritin eru á forn-kopt-
ísku, en það mál var talað í
Egyptalandi fyrr á öldum af
kristnum mönnum, en málið er
nú liðið undir lok.
I upphafi handritanna er
sagt að þau hafi að geyma
orð Jesú og hafi Tómas post-
uli skrifað þau eftir honum.
Sagt er, að þau sé ekki að
finna í öðrum guðspjöllum.
Ofbeldisverk
hernámsliSa í
V-Þýzkalandi
Fjórir bandarískir hermenn
réðust fyrir skömmu á fatlaðan
leigubílstjóra í borginni Bamberg
í Vestur-Þýzkalandi. Bílstjórinn,
Rader að nafni, missti báða fæt-
urna í stríðinu.
Bandaríkjamennirnir höfðu
ekki getað komið sér saman um
hvert halda skyldi í vagninum
og þegar bílstjórinn spurði þá
óþolinmóður hvert þeir ætluðu
var hann laminn í höfuðið, Einn
hermannanna greip í stýrið og
stöðvaði vagninn. Bílstjórinn var
rifinn út úr vagninum og þar
sem hann gat ekki flúið á gervi-
limum sínum, hófu þeir að mis-
þyrma honum, þar til hann
missti meðvitund.
Hermennirnir flúðu, en voru
skömmu síðar handsamaðir af
herlögreglu eft'r blóðug áfiog.