Þjóðviljinn - 10.10.1956, Qupperneq 7
Miðvikudagur 10. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7
¥ a Strada, vegurinn: hvar
byrjar hann? enginn veit
■—, hvar endar hann? hver veit
hvar hann endar.
Þegar ég hitti Fellini í Róm
síðasta sumar spurði hann mig
hvort einhver kvikmynda hans
hefði verið sýnd á Íslandi.
Ég blygðaðist mín fyrir, að
þurfa að neita því. En nú er
sú fyrsta komin hingað: La
Strada á Bæjarbíó.
Ég er sannfærður um að
Fellini er í tölu mestu film-
ara heimsins og hef sjaldan
haft meiri ánægju af að mæla
með kvikmynd heldur en La
Strada.
La Strada er kvikmynd eftir
mikið skáld og þetta skáld
kann svo fullkomlega á tæki
sitt að hvergi riðlast heildin,
rásin truflast aldrei af neinum
mishljómi. Yfir myndinni er
djúp og sorgleg fegurð. Stund-
um er það fegurð þrekksins sem
þjóðskáld eldri kynslóðar Stein-
grímur Thorsteinsson orti um
£ sinni lýrisku og smásmugu-
legu kattþrifni. Hann var að
átelja þá sem gengu framhjá
einhverju og einhverju blómi
til að dásama þrekkínn. En hamn
óraði ekki fyrir því að jafnvel
fyndist fegurð í þrekknum. Það
vissi Stephan G. betur, hann
þekkti „gimstein þann sem gló-
ir í mannsorpinu“. Enda lifir
Stephan G.
Fellini er bæði skáld og mik-
íll kvikmyndasnillingur. En
hann er líka mikil manneskja.
Mannúð hans er djúp og sárs-
aukafull og skyggn.
Fellini fellur ekki í freistni
þá sem felst í einstökum list-
brögðum, þau leiðá hann aldrei
af veginum. Hann beitir tækni
sinni í þjónustu listheildarinn-
ar og skáldsýnarinnar af svo
miklu öryggi að hvergi hrökkva
einstakar mjmdir (shot) í for-
kláraðri og einangraðri fegurð
út úr myndrásinni. Allt þjónar
heildinni.
Vald Fellini yfir leikurunum
er með fádæmum. Enda virð-
ist mér maðurinn sjálfur vera
gæddur afar miklum persónu-
töfrum. (kannski mætti ég
nefna í leiðinni að viðtal við
Fellini kemur í næsta hefti
Birtings sem er verið að
prenta. Þar er kvikmyndafer-
ill Fellini rakinn ofurlítið).
Giulietta Masina sem leikur
Gelsominu er eiginkona Fell-
ini. Aður hafði hún aðeins far-
íð með smáhlutverk svo sem í
Róm ’51 eftir Rossellini (Bæj-
arbíó). En í La Strada kemur
hún öllum heiminum á óvart.
Hin umkomulausa manneskja
hefur eignast nýjan sendifull-
trúa og túlkara, enginn gleymir
Gelsominu. Kannski er aðeins
hægt að leika svona einu sinni
á ævi sinni, kannski er þetta
lífsrullan líkt og fyrir Falc-
onetti í mynd Dreyers um Jó-
hönnu af Örk? Ekki þori ég
að gizka á slíkt. En þvílíkur
leikur sést ekki oft, næstum
aldrei.
Zampano kraftasýningarmað-
ur á torgum, manndýrið er
leikinn af amerískum kvik-
myndaleikara Antony Quinn,
fæsta hefði grunað hann ætti
það til sem hann sýnir þarna,
líklega hefur hann aldrei fyrr
ið sérstaklega fyrir hann. Svo
er þó ekki. Og hinn þriðji að-
alleikarinn er Richard Basehart,
amerískur líka, sem rífur sig
upp úr flatneskjulegri rútínu
í hlutverki II Matto loftfim-
leikatrúðsins. Þetta fólk orkar
svo sterkt á okkur, það geng-
ur inn í okkur og lifir þar.
Sjálfur Chaplin kemur í hug-
ann. Samanburður við hann
myndi drepa flesta, — sjaldn-
ast kæmi hann til greina. En
Gelsomina þolir hann, saman-
burð við þennan yfirskalasnill-
ing filmunnar. Svo mikil er
Masina í leik sínum, svo full-
komin, hún kiknar ekki undir
samanburðinum þótt manni
detti Chaplin í hug.
Hver og einn má skilja La
THOR VILHJÁLMSSON:
fengið tækifæri að sýna leik-
gáfu sína, löngum hefur hann
verið í lítilfjörlegum smáhlut-
verkum. En Fellini er kjamsæ-
ismaður, hann er líka töfrari:
undir stjórn hans leikur
Antony Quinn aflraunatrúðinn
Zampano þannig að manni dett-
ur í hug að hlutverkið sé sam-
II Matto (Ricliard Basehart) leikur á dvergfiðlu sína.
Strada með sínum hætti, ótal
merkingar geta menn dundað
við að lesa úr ýmsum þáttum
myndarinnar, líkingar og ann-
að. En list Fellini er innar,
dýpri öllum einföldum skýr-
ingatilraunum: það er svo mik-
ið af lífinu sjálfu, hvað þýðir
þetta hjá mönnum þegar þeir
eru að tala um lífið sjálft?
List Fellini er margslungin.
Munið þið eftir brúðkaupsþætt-^
inum: variasjónir við sama
tema: Brúðkaup. Zampano með
hrottaskap sinn og kvenskass-
ið seiga og grófa sem étur eins
og hross svo það er sem mað-
ur finni hvernig tennurnar
merja fæðuna líkt og stálhvoft-
ar. Og svo Gelsomina og fávit-
inn einangraði hvernig þau
mætast á einu eterísku augna-
bliki: þar er sálin, hjá þessum
tveimur vanvitugu verum. En
hitt fólkið eins og skepnur
allt í kring. Veltist eins og
dýr um vellina.
Önnur variasjón við tema:
trúðleikararnir og áhrif þeirra
á Gelsominu. Fyrsta (Vivace):
þegar hljóðfæraleikararnir þrír
koma gangandi í röð og blésu
fáránlegar trillur og hrifu
Gelsominu með sér, hún skokk-
ar valsandi á eftir þeim, hug-
fangin. Annað (Largo): kirkju-
Giulietta
Masina sem
Gelsomina
ög
Anthony Quinn
í hlutverld
Zampano.
irnár sem líða hægt og þung-
lámalega fyrir hin kyrru heill-
uðu; andlit manngrúans og í
baksýn hjólhestaauglýsingar á
húsveggjum og viva il papa.
Og trm hrifst Gelsomina. Þriðja:
línudansarinn yfir höfði borg-
arniúgans að kvöldi, hann sit-
ur við borð sitt og étur spag-
etti meðan fingurgómar ljós-
kastaranna þreifa á honum —
Zampano sýnir lýðmn afl sitt.
og enn heillast Gelsomina. Eru
þetta hugleiðingar um hina
auðteknu bráð? og er það bara
Gelsomina? eða við öll? mann-
! eskjan í umkomuleysi sínu.
Stundum er myndin svo hríf-
andi að það er eins og hlusta
á músik eftir Corelli, maður
óskar því linni ekki. Myndatak-
an hefur aldrei neinn sýndar-
mennskublæ en býr yfir varan-
legri fegurð, samofin efninu
og verður ekki frá því greind.
Svo sem þegar Gelsomina sit-
ur í hvítri birtu vetrarins und-
ir vegg, skaflar í baksýn, hún
situr í skugganum og yljar sér
við þá fölu geisla sólar sem
falla alls ekki á hana. Þetta
er saga Gelsominu. Og þetta er
tækni Fellini fínleg og við-
kvæm, höfðar - til næmustu
tauga. Þessi kvikmynd hvarflar
milli misturveraldar draumsins
og naktasta og hlífðarlausasta
veruleika. í hrottaskap dýrsins
leynist hinn veiki púlssláttur
manneskjunnar sem er svo
brothætt, sem er svo stérk og
er svo veik, svo veik.
Fellini samdi lengi kvik-
myndahandrit fyrir ýmsa höf-
unda og mest fyrir Rossellini.
Það má líka lesa handrit það
sem hann skrifaði sjálfur að
La Strada sem bókmenntir. En
hvergi verður kvikmynd hans
þó of bókmenntaleg, hún er
fyrst og fremst kvikmynd.
Hann hikar heldur ekki við að
breyta frá handritinu að hætti
neorealista.
Þessari kvikmynd lýkur á
því að við sjáum Zampano í
sandinum á strönd hins svarta
sjávar þegar hann verður
manneskja: öskrandi í sandin-
um eins og sært dýr í gildru,
kjökrandi í sandinum: aleihn
maður um nótt. Aleinn.
Saga Álfs Utangarðs, Gróða-
vegurinn, er nýkomin át
í fyrravetur birtist hér í blaðinu framhaldssagan Gróðaveg-
urinn, eftir höfund er dulnefndi sig Á'f Utangarðs. Sagan er
nú nýkomin út lijá Bókaútgáfunni Kiii, og er hún 194 blaðsíður
í allstóru broti.
Fyrir nokkrum árum birti
Þjóðviljinn framhaldssöguna
Bóridann í Bráðagerði; og er ó-
hætt að 'segja að það sé einhver
vinsælasta framhaldssaga sem
blaðið hefur birt. Höfundur
nefndi sig Álf Utangarðs, og er
Gróðavegurinn beint framhald
Bóndans. Margar getgátur voru
þá uppi um það hver höfundur-
inn væri; en hann hefur ekki
enh " gért hið rétta nafn sitt
skrúðgangan með helgimynd- heyfinkuhhúgt, og munu fáir
vita hver hann er.
Aðalpersónurnar í Gróðavegin-
um eru Jón bóndi í Bráðagerði,
Jónsi sonur hans og stúlkan Úr-
súla, sem kom við sögu í síðasta
kafla Bóndans. Fer hún með Jóni
bónda heim í Bráðagerði, trú-
lofast Jónsa syni hans og rýfur
heitin aftur. Þá koma verndarar
vorir mjög við sögu, en þeir
hafa sezt að í Vegleysusveit og
gert sig heimakomna í túninu á
Framhald á 10. síðu