Þjóðviljinn - 10.10.1956, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. október 1956
Skal Skorradalur eyddur árfð 1957?
Framhald af 3. síðu
an voru plöntumar fluttar upp
í Skorradalshlíð. Þær dafna þar
vel. Að vísu era þær lágvaxnar
ennþá, enda ekki nema fjög-
urra ára, og vöxturinn eðlileg-
ur. Og þessar litlu plöntur gefa
gott fyrirheit um það sem
koma skal, þegar við þurfum
ekki lengur að vera á þeytingi
um hnöttinn til að safna trjá-
fræi til gróðursetningar í ís-
lenzkri mold.
Bæitdafunisar við
birkield
Það hefur dálítið borið á því
að bændur hafi litið skóg-
ræktina illu auga og að þeir
hafi talið að þar með væri tii-
vist blessaðrar sauðskepnunnar
stefnt í bráðan voða. Sú
hefur þó ekki orðið raunin á í
Skorradalnum, heldur hefur
sambýlið verið hið ákjósanleg-
asta milli gömlu fjárbændanna
í dalnum og hinna nýju skógar-
bænda á Stálpastöðum, Hákon-
ar og Daníels. Allmargir bænd-
ur höfðu einmitt slegizt í hóp
skógræktarmannanna og skoð-
að reit eftir reit. Síðan var
gengið heim í litla skálann á
Stálpastöðum, bætt birkikubb-
um í eldinn — og síðan settur
fundur.
Það kom í ljós að bændunum
lá alvörumál á hjarta og höfðu
kvatt stjórn Andakílsárvirkjun-
arinnar á sinn fund hér, en
aðeins einn úr henni, Guðmund-
ur á Hvítárbakka, var mættur.
Kjarni umræðnanna virtist
vera þetta: Stjórn virkjunar-
innar hefur ákveðið að byggja
2ja metra háa stíflu fyrir
Skorradalsvatn í því augnamiði
að auka vatnskost virkjunar-
innar.
Hvað geiist?
Hvað gerist annars við þessa
framkvæmd? 1000 ha af Fitja-
engi, sem er við innri enda
vatnsins, eyðilegðust. Á þessu
landi hafa bændur af 7 innstu
bæjunum heyjað meira og
minna. Allar engjar og tún á
Vatnshorni færu undir vatn.
Búskapur þar væri úr sögunni.
Á Stóra-Drageyri, Háafelli,
Haga og Bakkakoti færu allar
engjar undir vatn. Á Grund
eyðilegðust 10 ha af túni og
engjum. Hlíðar dalsins era
brattar og lítt til ræktunar
fallnar ef ræktuðu undirlendi
er sökkt. Eftir yrðu þá aðeins
2 bæir, Fitjar og Sarpur, byggi-
legir við innri enda vatnsins.
Hætt er við að byggð leggðist
því að mestu leyti niður í daln-
um ef hinu takmarkaða undir-
lendi yrði sökkt í vatn. Nú eru
í dalnum 19 bæir.
Átfi að k@ma aftass að
bændum?
Við óskuðum strax að fá
svör við því hvað yrði eyðilagt
af túnum og engjum ef tveggja
metra stífla yrði gerð við vatn-
ið. Við höfum engin svör feng-
ið við því enn, sögðu bændur.
Þeir héldu því fram að það
hefði ekkert átt að tala við þá
um málið, — fyrr heldur en
eftir að löndum þeirra hefði
verið sakkt í vatnið.
Hvað vinnst? — Hvað
tapast?
Hvað vinnst? Á því eru tald-
ar litlar horfur að hægt sé að
stækka virkjunina með þessari
stíflu. Og er þá ekki hægt með
álíka miklum tilkostnaði, eða
jafnvel minni, að tryggja virkj-
uninni vatnsmiðlun með öðrum
hætti? spyrja bændur. Færðu
þeir rök að því að undirbún-
ingur málsins virðist mjög laus
í reipunum og byggður á at-
hugunum eins manns. Drógu
þeir í efa að allar leiðir í mál-
inu hefðu verið athugaðar.
Það virðist augljóst að bætur
til bændanna fyrir að leggja
byggð þeirra í eyði hlýtur að
kosta milljónir eða milljóna-
tugi. Og það þarf að gera
meira en sletta í þá skaðabót-
um. Það þarf að sjá þeim fyrir
landi og lifibrauði annarstað-
ar. Kváðust þeir telja það und-
arleg vinnubrögð að eyðileggja
rælituð lönd á sama tíma og
ríkið væri með ærnum tilkostn-
aði að basla við að koma upp
nýbýlum.
Er það nawðsyRlegt?
Krafa bændanna virðist
naumast geta verið hógværari:
Þeir vilja rækilega rannsókn á
því hvort ekki sé unnt að
tryggja virkjuninni nægilegt
vatn, með svipuðum, eða jafn-
vel minni tilkostnaði en eyð-
ingu byggðarinnar. Fyrr en að
slíkri rækilegri rannsókn lok-
inni verði engin ákvörðun tek-
in um stíflubyggingu.
„Við eigum enga ósk heitari
en að fá að lifa hér áfram í
friði og sátt við alla menn, lifa
áfram í dalnum okkar. — Við
eigum þenna dal“, sagði Hösk-
uldur á Vatnshorni, og það var
auðséð á svip hinna bændanna
að þar talaði hann fyrir þá alla.
J. B.
mápur — Hattar
Hálsklútar
Framkoma íhaldsíns
Framhald af 6. síðu.
verk. Nei, nú skulum við
sýna þeim að við höfum ekki
gleymt framkomu þeirra við
okkur þegar við stóðum vörð
um hagsmunabaráttu okkar
nótt eítir hóþt í misjöfnum
vetrarveðrum. Nú skulum við
sýna því svarta íhaldi að það
er munað. Það mun aldrei
framar brjóta raðir íslenzks
verkalýðs. Tökum höndum
saman, allir sem einn, í öll-
um verkalýðsfélögum og lát-
um ekki íhaldsmenn koma á
þing Alþýðusambandsins.
Þangað eiga þeir ekkert er-
indi. Allir vinstri sinnaðir
menn 1 röðum verkalýðsfélaga
eiga að mæta og kjósa sína
fulltrúa á þingið og láta 1-
haldið fara sömu sneypuför
og það fór í alþdngiskosning-
unum. Aldrei framar Ihald á
þing, hvorki Alþýðusambands
né þjóðar.
Hörður Gestson.
I Unglingakjólar |
MARKAÐURINN
Hafnarstrœti 5
Álfur Utangarðs
Framhald af 7. síði\
Bráðagerði. Margir skringilegir
atburðir gerast í sögunni, en höf-
undi er mikil alvara undir niðri.
Efni sögunnar skal svo ekki
rakið framar, en lesendur verða
ekki sviknir um góða skemmtun.
Langaveg 3b — Sími 82289
Fjölbreytt irval al
*teinhringnm. — Fóstsendnn
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
freyjurnar á kafi í slátur-
gerð. Sumar láta nægja að
fá eitt eða tvö slátur, og tek-
ur því þá varla að setja neitt
af því í súr; aðrar fá þetta
frá fimm og upp í tíu slátur,
og þær senda bændur sína
eftir sýru inn í Mjólkurstöð
og súrsa megnið af slátrinu
niður í tunnu. Og það er alls
ekki vandalaust að raða kepp-
unum í tunnuna; það verður
nefnilega að raða þeim þannig
að lifrarpylsan sé öðru megin
í tunnunni, en blóðmörinn
hinu megin; sem sé að í
hverju lagi sé sinn helming-
urinn af hvorri tegundinni.
Og svo eru það sviðin. Mikil
lifandis ósköp þykja póstin-
um góð svið, og vafalaust eru
flest ykkar sama sinnis. Og
hjá krökkunum er það eigin-
lega tvöföld hátíð, þegar borð-;
uð era svið, því þegar búið I
er að borða, fá þau bæði
kjálka og leggi, sem þau um-
skapa á svipstundu í kýr og
hesta.
UtaoríkisráS-
Hallgrímur
Helgason
Framhald af 12. síðu
fremstu sérfræðingum Þjóðverja
um germanska tónmennt, próf-
essorarnir Múller Blattau og
Walter Wiora, talið athuganir og
niðurstöður Hallgríms hinar
gagnmerkustu. Þess má geta, að
dr. Hallgrímur hefur fengið til-
boð frá tveim þýzkum forlögum
um útgáfu á doktorsritgerðinni.
Fyrirlestrahald
Þegar dr. Haligrímur Helgason
hafði hlotið doktorsgráðu sína í
Zúrich hóf hann fyrirlestrahald,
fyrst þar í borginni, en síðar í
Vestur-Þýzkalandi; Hollandi,
Austurríki og Austur-Þýzkalandi.
Hefur hann samtals flutt 120 fyr-
irlestra í 100 evrópskum borgum
og oftast talað um íslenzkan al-
þýðukveðskap og söng frá því
á dögum eddukvæðanna og allt
fram til nýrra þjóðlaga. Sérstaka
athygli vöktu á fyrirlestrum
þessum gömlu tvísöngslögin, en
þau skýrði dr. Hallgrímur með
tóndæmum.
Dr. Hallgrímur Helgason hef-
ur á þessu tímabili einnig unn-
ið að tónsmíðum sínum. Hafa
um 40 verka hans verið gefin
út, álíka mörg eru enn í handriti
og mörg í smíðum. Tónverk hans
hafa víða verið flutt, t. d. í út-
varpi í Zúrich, Múnchen, Baden-
Baden og víðar. Þá stjómaði dr.
Hallgrímur árið 1953 tónleikum í
Kaupmannahöfn, þar sem ein-
göngu voru flutt verk eftir hann.
Framhald af 12. síðu.
hópi þeirra ríkja, sem ekkf
hafa þar fasta fulltrúa, svo og
í fjárhags- og félagsmálaráðinu
um þrjú sæti.
I umræðum um störf innan
sérstofnana Sameinuðu þjóð-
anna var lögð áherzla á það,
hversu mikils-virði það væri, að
Norðurlönd hefðu með sér
náið samstarf, einltúm við und-
irbúning funda í stofnunum
þessum.
Þá voru ennfremur rædd mál,
sem varða fund Norðurlanda-
ráðs í Helsingfors í febrúar
1957.
Að boði finnsku ríkisstjórn-
arinnar verður næsti fundur ut-
anríkisráðherra Norðurlanda
haldinn í Helsingfors í april
1957“.
Svíar færðust áður undan.
Öryggisráðið er skipað 11
fulltrúum, 5 fastafulltrúum
stórveldanna, Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands, Sovét-
ríkjanna og Kína (en fyrir það
síðast nefnda situr enn í ráð-
inu fulltrúi Formósustjórnar-
innar), og 6 fulltrúum sem
kosnir eru á allsherjarþinginu,
til tveggja ára í senn, þrír á
hverju þingi.
Kosið er eftir sérstökum regl-
um sem eiga að tryggja að
fulltrúum sé sem jafnast skipt
á hina ýmsu hluta heims og
hafa smáríkin í Vestur-Evrópu,
hin svonefndu Oslóríki, átt kost
á einum fulltrúa. Árið 1955 var
röðin komin að Svíum, en þeir
færðust þá undan að taka sæti
í ráðinu, og voru Belgir kosnir
til þess í þeirra stað. Norður-
lönd munu nú beita sér fyrir
með samþykki Svía, að þeir
taki sæti í ráðinu.
Fjölgunin í Öryggisráðinu.
Önnur ákvörðun utanríkis-
ráðherrafundarins er að Norð-
urlönd beiti sér fyrir að fjölg-
að verði um tvo fulltrúa í Ör-
yggisráðinu, þannig að kjörnix’
fulltrúar verði nú 8 i stað 6.
Norðurlönd munu þannig leggj-
ast gegn tillögum sem fram
hafa komið um að fjölgað yrði
um a.m.k. 4 fulltrúa í ráðinxi
og að nokkur hluti annarra.
fulltrúa en stórveldanna fimm
verði ekki kjörinn, heldur fái
ákveðin riki þá til skiptis. Það
eru einkum ríki Suður-Ameríku
sem hafa látið í ljós ósk um
slíka tilhögun, en þau telja að
heimsálfa þeirra hafi ekki átt
þá fulltrúatölu í ráðinu, sem
henni ber samkvæmt stærð og
fólksfjölda.
Það myndi vafalaust verða
erfitt að koma á slíkri breyt-
ingu á skipan Öryggisráðsins,
þar sem til hennar þarf breyt-
ingu á sáttmála Sameinuðu
þjóðanna, og sú bi’eyting er
bundin því skilyrði, að öll
stórveldin fimm séu sammála
um hana.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■;
XX X
NfiNKIN
\R~ZSi
KHRKI
Júlíana drofitning
Framhald af 12. síðu.
kreppa hefur nú verið í Hol-
landi á fimmta mánuð. Það læt-
ur einnig orð falla á þá leið,
að óviðfelldið sé, að maður
drottningar, Bernhard prins,
skuli ekki standa við hlið henn-
ar nú, en hann hefur tekið sér
ferð á hendur til landeigna
sinna í Tanganyika í Afríku.