Þjóðviljinn - 20.10.1956, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN
(7
Þá má að visu benda á, að
Alþingi ber nú að kjósa nýja
landskjörstjóm. Það ber að
gera þegar eftir hverjar al-
mennar alþingiskosningar og
það mun vera eitt fyrsta
verk, sem liggur fyrir þessu
þingi, þegar það tekur nú
loks tíl starfa. En ný lands-
kjörstjóm er ekki kosin til
þess að fjalla um kosningar,
sem þegar hafa farið fram.
Hún er kosin til þess að fjalla
um þær kosningar, sem fara
fram hér á eftir. Og ég get
ekki með neinu móti séð, að
nýkosin landskjörstjórn gæti
fjallað um úthlutun uppbót-
arþingsæta í síðustu kosning-
bréfa eigi að hafa að lög-
um, en ekki getur vérið vafi
á því, að þar beri að fara að
núgildandi kosningalögum,
enda í þeim ákvæði um það,
hvað gera skuli, ef kosning
þingmanns er ógilt af ein-
hverjum ástæðum. En það er
mín skoðun, að það sé ekki
úthlutun uppbótarsætanna í
sjálfu sér, sem sé varhuga-
verð, eða misfellur í því sam-
bandi, heldur séu það fram-
boðslistar flokkanna, sem mis-
fellur voru á, en þeir voru
grundvöllur, sem lagður var
fyrir kjósendur í kosningun-
um. M. a. fjallaði landskjör-
stjórn um meinta galla á
það, ef það væri niðurstaðan,
að nýjar almennar kosningar
ættu að fara fram innan mán-
aðar? Eg veit, að þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, sem bera
skyn á þetta mál, vita vel,
að það er ekkert áhlaupaverk
að setja ákvæði í kosninga-
lög, sem komi með öllu í veg
fyrir alla misnotkun með
kosningabandalögum, einkum
meðan núverandi ákvæði
stjórnarskrárinnar eru í gildi.
Það má minna á, að þing-
menn Sjálfstæðisflokksins
voru að því er virtist alveg
á móti því fyrir tveimur ár-
um rúmlega, að löggjöf yrði
sett um kosningabandalög.
FINNBOGI RÚTUR VALDIMARSSON:
KTORBRÉFAMÁL1Ð
um, sem hún var alls ekki
kosin til þess að stjórna eða
hafa eftirlit með. Eg hlýt því
að komast að þeirri niður-
stöðu, að ef hin umdeildu
fjögur kjörbréf væru ógilt,
þá væri það líklegast, ef ekki
alveg víst, að Mn fjögur upp-
foótarþingsæti yrðu að standa
auð og óskipuð út þetta kjör-
tímabil. Sjálfstæðismenn geta
sagt sína skoðun á því, hvort
þeim þyki líklegt, að hæsta-
réttardómari Jón Ásbjörns-
son og lögfræðingar Fram-
sóknarflokksins skipti nú um
skoðun og. úthluti þessum
fjórum þingsætum eftir öðr-
um reglum heldur en þeir
telja réttar.
Að vísu má benda á það,
að Alþingi getur breytt kosn-
ingalögunum, sett inn í þau
ákvæði um kosningabandalög,
t. d. bannað það, að einn eða
fleirí flokkar geri með sér
alger kosningabandalög eins
og Alþýðuflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn gerðu
fyrir síðustu kosningar, eða
að þegar flokkar gera með
sér slík alger kosningabanda-
lög, þá beri að viðhafa þá
reglu við úthlutun uppbótar-
þingsæta að leggja saman at-
kvæðatölur flokkanna og út-
hluta síðan uppbótarþingsæt-
um samkvæmt því, eða jafn-
vel að í slíku tilfelli væri
þeim skylt að hafa aðeins
einn landslista í kjöri. Allt
þetta er hugsanlegt. En það
hygg ég að allir viðurkenni,
að slíkar breytingar á kosn-
ingaiögum eða ný kosninga-
lög, sem sett yrðu nú, gætu
ekki verkað aftur fyrir sig
og haft áhrif til ógildingar
á úrskurði landskjörstjórnar
frá 28. maí 1956. Það er því
mín niðurstaða, að með ógild-
ingu kjörbréfanna einni sam-
an geti Alþingi ekkert áunn-
ið. Með því ráði, að Alþingi
aðeins ógilti kjörbréfin, gæti
það komið í ljós, að það hefði
ekki fullt og óskorað vald í
þessu máli og Alþingi sýndi
þá vanmátt sinn og jafnvel
gerði sig hlægilegt.
f Eg veit nú ekki að hvaða
r niðurstöðu lögfræðingar Sjálf-
1 stæðisflokksins komast um
þ"ð ?fni. hvr>ða pf'^’ðmgar ó-
giidlng hinna umdeildu kjör-
framboðslista í tveimur kjör-
dæmum, lista Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík og á lista
Framsóknarflokksins í Árnes-
sýslu. Formaður landskjör-
stjórnar, Jón Ásbjörnsson,
gerði tillögu um það, að þess-
ir framboðslistar væru ekki
teknir til greina óbreyttir, en
sú tillaga var felld, og réði
þar úrslitum atkvæði fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, hæsta-
réttarlögmannsins Einars
Baldvins Guðmundssonar.
Varð því skoðun hæstaréttar-
dómarans undir í því máli,
og framboðslistarnir í þessum
kjördæmum, þar sem kosið er
hlutfallskosningu, teknir til
greina óbreyttir. Eg hefði
talið, að ef kæra lægi fyrir
um þetta atriði, þá væri ekki
vafi á hvernig með skyldi
fara. Það yrði að kjósa upp í
þessum kjördæmum. >En það
er mjög nærri mér að hall-
ast að því að ef ógilda heri
kjörbréf hinna landskjörnu
þingmanna sé það vegna mis-
fellna, sem voru á landslist-
um Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins, og þykir
mér líklegast, að ef fallizt
yrði á þá skoðun, væri ekki
nema ein lausn til, samkvæmt
ákvæðum gildandi kosninga-
laga, en það væri að láta nýj-
ar kosningar fara fram. Sýn-
ist mér þá að líklegt væri að
þær ættu að fara fram eftir
ákvæðum, að mig minnir,
135. greinar kosningalaganna,
innan mánaðar frá því að ó-
gilding kjörbréfanna ætti sér
stað. En þá kemur spurning,
sem að mínu viti heggur
nokkuð nærri kjarna málsins:
Hvernig ætti þá að tryggja
það, að sömu misfellur gætu
ekki átt sér stað aftur í
þeim kosningum, sem færu
fram eftir svo skamman
tíma samkvæmt ákvæðum
kosningalaga? Eg get ekki
betur séð en að það hljóti
að vera aðalatriði þessa máls
af hálfu þeirra, sem telja að
misfellur hafi verið á síðustu
kosningum vegna kosninga-
bandalags Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins og úr-
skurðar landskjörstjórnar um
það, að slíkar misfellur geti
ekUt endttHelíið sig. En
livernig ætti. að tyrirbyggja
A. m. k. man ég það, að þeir
réðust af miklu offorsi á móti
frumvarpi, sem kom fram hér
á Alþingi um kosningabanda-
lög. En þó að Sjálfstæðis-
flokkurinn leggi nú mikla á-
herzlu á þær misfellur, sem
voru í síðustu kosningum, þá
er ég ekki alveg viss um að
hann sé reiðubúinn til þess
að setja breytingar á kosn-
því er snertir úthlutun upp-
bótarsæta, án þess að hafa
slík kosningabandalög alger,
meira að segja án þess að
láta nokkuð yfir því, að um
nokkurt kosningabandalag sé
að ræða. Þetta er staðreynd
og verður staðreynd meðan
núgildandi stjórnarskrá er í
gildi eg ákvæði hennar og
kosningalaga um uppbótar-
sætin óbreytt.
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa ekki enn séð
neitt athugavert við kosn-
ingabandalag Sjálfstæðis-
flokksins og Bændaflokksins
og ég vil nú bæta við Naz-
ista 1937. Þeir sjá þess vegna
væntaniega ekkert athugavert
við nein kosningabandalög,
sem eru gerð í þeim tilgangi
að ná meiri hluta hér á AI-
þingi, þó að ekki standi meiri
hluti kjósenda á bak við. En
það er í mínum augum höf-
uðatriði þessa máls, og skipu-
lag þessara mála. Eða hef ég
ef til vill Sjálfstæðisflokkinn
fyrir rangri sök í þessu efni?
Viðurkennir Sjálfstæðisflokk-
urinn nú, að það eigi að
ganga svo frá kosningalögum,
að útilokað sé að flokkur eða
flokkar, sem ekki hafa meiri
hluta kjósenda á bak við sig,
geti fengið meiri liluta á Al-
þingi og þar með óskoraðan
rétt til þess að stjórna land-
inu? Eg spyr þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins: Er Sjálfstæð-
isflokkurinn reiðubúinn til
þess að setja nú í dag kosn-
r
Síðari hluti af ræðu Finnboga
Rúts Valdimarssonar á Alþingi
V.
ingalögum, setja ný kosn-
ingalög, sem fyrirbyggi með
öllu, að hægt sé að koma við
nokkurri misnotkun í kosn-
ingum með kosningabandalög-
um.
1 öllum málflutningi sínum
um þetta mál hefur hann
lagt höfuðáherzlu á það at-
riði, að kosningabandalag Al-
þýðuflokksins og Framsókn-
arflokksins í vor hafi verið
algert. Því til samanburðar
tekur hann svo kosninga-
bandalag Sjálfstæðisflokksins
og Bændaflokksins 1937, sem
bent hefur verið á, og telur
að það hafi verið fullkom-
lega löglegt af þeirri einni
ástæðu, að það var ekki al-
gert í öllum kjördæmum
landsins. M. ö. o. mér virðist
að Sjálfstæðisflokkurinn sé
aðeins á móti því að flokkar
geti gert með sér alger kosn-
ingabandalög. Nú held ég að
öllum sé það alveg ljóst, að
það var engin nauðsyn fyrir
Alþýðuflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn í síðustu
kosningum að hafa kosninga-
bandalag sitt algert, meira
að segja mætti fremur segja,
að það hafi verið alveg ó-
þarfi, og ég hygg að for-
ustumenn þessara flokka sjái
það nú. Þeir hefðu getað náð
sama árangri, sömu misnotk-
un á kosningalögunum, þó að
þeir hefðu alls ekki haft
kosningabandalag sitt algert,
og jafnvel meiri árangri.
Eg veit að nú sjá allir að
það er hægt að gera kösn-
ingabandalög í þeim tilganui
að hafa ranglega liag af, að
ingalög og gera þær breyt-
ingar um leið á stjórnarskrá,
sem vitanlega gætu ekki
gengið í gildi jafn snemma og
kosningalög, að útilokað sé
að einn flokkur eða flokkar
geti fengið óskoraðan meiri
hluta á Alþingi, ef þeir hafa
ekki á bak við sig meiri hluta
kjósenda ?
Þetta er spurningin. Þetta
er aðalatriði máisins. Og ég
býð eftir svari þingmanna
Sjálfstæðisflokksins um
þetta atriði.
Það hefur verið rætt mikið,
með og móti, um úrskurð
landskjörstjórnar. Eg get nú
ekki séð að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafi í raun og
veru lagt neina höfuðáherzlu
á það að færa óyggjandi rök
fyrir því að úrskurðurinn sé
rangur, en ég vil segja í
stuttu máli mína skoðun á
því, hvers vegna hann er
rangur.
Eg vil játa það, að frá
hreinu þröngu lögfræðilegu
sjónarmiði, er úrskurðurinn
studdur mjög sterkum rökum
af hæstaréttardómara Jóni
Ásbjörnssyni, í greinargerð
hans, en það er mín skoðun
að það megi ekki beita
þrengsta lögfræðilegum skiln-
ingi, þegar um er að ræða
þýðingarmestu stjórnskipun-
armál, eins og þetta.
Eg vil benda á, að í Banda-
ríkjunum, því landi, sem talið
er mikið lýðræðisland, í því
landi í heiminum, þar sem
skrífuð stjórnarskrá er mest
í he’ðri höfð og álitinn he'g-
ur dómur, syo mjög að sum-
um þykir það liggja nærri
nokkurs konar afguðadýrkun,
þar er dómstóll til þess að
skera úr um hvað sé stjórn-
skipunarlög og hvað ekki. Sá
dómstóll hefur haft géysi-
mikla þýðingu í pólitísku lífi
Bandaríkjanna, en því hefur
verið lýst yfir margsinnis af
mjcg virtum og viðurkennd-
um dómendum í þessum
æðstarétti Bandaríkjanna, að
þegar þeir kveði upp úrskurði
sína um stjórnskipunaratriði
þar, þá hafi þeir það sér í
húga sem meginreglu, hvað
stjórnarskrárgjafinn, jafnvel
menn, sem lifðu fyrir alit að
200 árum, hefðu hugsáð um
það tilfelli, sem dómstóllinn
er spurður um. Það er auð-
vitað regla um alla lögskýr-
ingu að leita að því, hvað'
fyrir löggjafanum vakti.
Það væri hægt að fjalla
eins um stjórnarskrá okkar
að þessu leyti og ákvæðin í
henni um uppbótarsætin, sem
voru stofnuð með stjórnar-
skrárbreytingum og kosninga-
lögum, sem gengið var frá á
Alþingi 1933. Það er hægt að
grennslast eftir um það, hvað
fyrir löggjafanum vakti. >Eg
tel, að í umræðu hér á Al-
þingi um þessi atriði megi
finna ummæli, er sýni, að lög-
gjafinn hafi með sto'nun upp-
bótarsætanna ekki aðeins haft
í huga jöfnun milli þ:ng-
flokka, heldur það höfuðat-
riði að tryggja að meiri hluti
á Alþingi væri jafnan í sem
fyllstu samræmi við meiri
hluta þjóðarinnar, ekki aðeins
að þingmannatala flokka hér
á Alþingi væri, eins og segir
í stjórnarskránni, í sem
fyllstu samræmi við atkvEeða-
tölu þeirra, heldur miklu
fremur hitt að meiri hlutinn
hér á Alþingi væri ekki í ó-
samræmi við meiri hluta kjós-
enda.
Eg vil benda á, að það má
finna ummæli eftir tvo menn,
sem áttu sæti í þeim nefnd-
um sem undirbjuggu stjórn-
arskrá og kosningalög 1933,
sam sýna þetta. Eg vil þar
til nefna fjármálaráðherra,
Eystein Jónsson og VOraund
Jónsson, sem átti sæti í
landskjörstjórn, og hefur átt
það held ég alla tíð ’ síðan
núverandi skipun uppbótar-
sæta var tekin upp Báðir
þessir menn létu orð fr"a á
þá leið í umræðum um stjórn-
arskrá og kosningalög, sér-
staklega uppbótarsætin, að
þau væru til þess sett að
tryggja, að meiri hluti á Al-
þingi væri jafnan í sem
fyllstu samræmi við meiri
hluta þjóðarinnar. tírskurðuT
meiri liluta landskjörstjórnar
er að mínu áliti rangur, vegna
þess eins að hann gat ieitt
til þess að Alþingi íslendinga
yrði svo skipað vegna úthlut-
unar uppbótarþingsætanna, að
meiri hluti á Alþingi væri í
engu samræmi við meiri hiuta
þjóðarinnar, að meiri hlnta á
Alþingi hefðu tveir flokkar,
þeir flokkar sem kosn’nga-
bandalagið gerðu, sem ekki
liefðu ef til vill nema þriðjung
kjósenda að baki sér. Það er
frá þessu sjónarmiði, sem ég
tel úrskurðinn rangan.
Þessi árangur í kosningun-
um hefði verið í fullri and-
stæðu við yfirlýstan tilgang
stjórnarskrárgjafans, og tii-
Framhald á. §. síðu