Þjóðviljinn - 20.10.1956, Blaðsíða 12
Krústjoff og aðrir sovézkir
;ar óvænt til Varsjár
HióÐViymM
Laugardagur 20. október 1956 — 21. árgangur — 240. tölublað
Gomulka var i gœr aftur tekinn i miS-
jórn Sameiningarflokks verkamanna
í>að hefur vakiö mikla athygli, að nokkrir helztu
ráðamenn Sovétríkjanna komu 1 gær í óvænta heimsókn
til Varsjár, þar sem fundur miðstjórnar Sameiningar-
fíokks verkamanna stendur nú yfir.
Það varð fyrst kunnugt um
fjarveru Krústjoífs frá Moskva,
þeg.vr menn veittu því athygli,
að hann var ekki viðstaddur
unc'.irr’tun hins nýja samnings
xrjtil ' Sovétríkjanna og Japans
í Kroml í gær. Sk'mmu síðar
skýrði franska fréttastofan
AF'P frá því, að hann væri
kominn til Varsjár, og enn síð-
ar barst sú fregn frá fréttarit-
ara Reuters í Varsjá, að ýmsir
he'zfu ráðamenn Sovétríkj-
anna liefðu .verið í för með
honum. Voru nefndir aðstoðar-
forsætisráðherrarnir þrír Molo-
tofMikojan og Kaganovitsj
og ■■f rhersliöfðingi Sovétríkj-
ama, Konéf ' marskálkur, sem
einnig er yfirhershöfðingi Var-
sj'.rbandalagsins.
m
framkvæmdastjóri miðstjórnar-
innar og aðstoðarforsætisráð-
herra fyrst eftir stríð, en var
Framhald á 5. síðu
Engin opinber tilkynning var
gefin út um þessa ferð þeirra í
gær og ekkert vitað um erindi
þeirra annað en það, að þeir
fóru strax frá flugvellinum til
aðalstöðva Sameiningarflokks
verkamanna í Varsjá, en mið-
stjórn flokksins kom þar sam-
an á fund í gærmorgun.
Gomulka aftur tekinn
í miðstjórnina
Fyrsta verk miðstjórnarinn-
ar í gær var að samþykkja að
veita fjórum fyrrverandi full-
trúum aftur sæti í henni. Þeim
var á sínum tíma öllum vikið
úr flokknum fyrir svik við
stefnu hans.
Helztur þessara manna er
Wladyslaw Gomulka, sem var
60. og 61.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
Kjarnorku og kvenhylli annað
kvöld, og er það 60. sýning
leiksins. Á miðvikudaginn í
næstu viku er liðið rétt ár frá
frumsýningu hins vinsæla gam-
anleiks, og verður þá 61. sýn-
ing hans í Iðnó. En svo fer
sýningum að fækka.
SEskulýðssendinefndin frá Sovétríkjunum; myndin var
tekin í gær. Frá vinstri: Boris Ponomaréff, Valentina
Javkina, Igor Konstantinoff, Antonína Ratsjkova, Jurij
Kotkoff og Boris Netsjaéff. (Ljósm. Sig. Guð'm).
maima æskulýílssenWnd frá
íjisnmn bni feipl í fyrrad.
licmur í boði Alþjóðasamvirniuitefndar
íslenzkrar æsku
Æskulýössendinefnd frá Sovétríkjanna kom hingað til
Reykjavíkur í fyrradag í boði Alþjóöasamvinnunefndar
íslenzkrar æsku. í nefndiiini eru tvær stúlkur og fjórir
piltar; munu þau dveljast hér á landi um hálfsmánaðar-
skeið.
Sýningu Nínu
að Ijúka
Sýningu Nínu Tryggvadóttur
á glermósaík í sal á 3. hæð
Landsbókasafnsins lýkur kl. 10
annaðkvöld. Sýningin hefur
verið vel sótt, og hafa sýning-
argestir sýnt mikinn áhuga á
þessari listnýung. En nú eru
sem sagt að verða síðustu for-
vöð að sjá sýninguna. Hún er
opin í dag og á morgun kl.
1—10 síðdegis (og hún er í
Safnhúsinu við Hverfisgötu, en
ekki í Listasafninu við Hring-
braut).
Formaðdr sendinefndarinnar er
Borís Netsjaéff, einn af forustu-
mönnum æskulýðssamtaka í
Arkangelsk-héraði. Stúlkurnar
heita Antonina Ratsjkova, kenn-
ari frá Moskva, og Valentina
Javkina, fiskiðnfræðingur
frá Murmansk. Aðrir nefndar-
menn eru Jurij Kotkoff, stærð-
fræðingur við miðskóla í borg-
inni Molotoff í Úral-héraði, Igor
Konstantinoff frá Staiingrad og
Boris Ponomaréff frá Moskva.
Endurgjald
Rússlandsferðar
Rússarnir koma hingað á veg-
um Alþjóðasamvinnunefndar ís-
lenzkrar æsku eins og fyrr seg-
ir, en að henni standa 4 félaga-
samtök: Æskulýðsfylkingin, —
samband ungra sósíalista, Iðn-
nemasamband íslands, Félag rót-
tækra stúdenta og Málfundafé-
lag ungra Dagsbrúnarmanma.
Formaður Alþjóðasamvinnu-
nefndarinnar er Guðmundur
Magnússon verkfræðingur og
kynnti hann hina erlendu gesti
fyrir blaðamönnum í gær. Guð-
mundur sagði að á V. heimsrrtóti
æskunnar í Varsjá í fyrrasum-
ar hefðu farið fram viðræður
milli fulltrúa Alþjóðasamvinnu
nefndarinnar og heildarsamtaka
Framhald á 3. siðu
Hundrað ár í
Vesturheimi
Kvikmyndin
sýnd í Reykjavík
Litkvikmyndin Hundrað ár í
Vesturheimi, er Finnbogi Guð-
mundsson hefur sýnt víða um
land að undanförnu, verður
sýnd í Gamlabiói í Reykjavík í
kvöld og annaðkvöld, kl. 7 bæði
kvöldin. Kvikmyndin f jallar svo
sem kunnugt er um byggðir
íslendinga vestan hafs og var
tekin í tilefni af því að í fyrra
voru liðin hundrað ár frá upp-
hafi vesturferða Islendinga á
19. öld.
Úr vinnustofu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal.
Fjörutíu ár á listamannsbraut
Guðmundur Einarsson opnar í dag sýn-
ingu á málverkum og höggmyndum sínum
í dag kl. 2 e.h. opnar Guðmundur Einarsson frá Miðdal
sýningu í vinnustofu sinni á Skólavörðustíg 43. Sýning
þessi er í tilefni þess að í dag fyrir 40 árum hóf Guð-
mundur listamannsferil sinn.
Á sýningu Guðmundar eru
samtals 37 vatnslitamyndir, nýj-
ar, er ekki hafa verið sýndar
áður, og nokkur ný málverk og
auk eldri mynda eru 5 ný mynd-
höggvaraverk. Eru það högg-
myndin Hafmey, mynd af Páli
Einarssyni, Kristjáni Skagfjörð
og Bjarna Brekkmann, og hin
fimmta er mynd af ísl. haferni,
gerð fyrir Þingeyingafélagið.
Hæsti bátariitn
með 300 tnnnur
Sandgerði. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Hingað komu í dag 11 bátar
með samtals um 960 tunnur.
Hæsti báturinn, Hrönn, fékk
280—300 tunnur, næsthæsti
báturinn '142 tunnur. Afli bát-
anna var þó mjög misjafn, því
einn bátanna fékk aðeins 6
tunnur.
Samningar Sovétríkjanna
og Japans undirritaðir
Samið um stjórnmálasamband, upptöku
Japans í SÞ, heimsendingu stríðsíanga
í gær voru undirritaöir í Moskva samningar sem binda
endi á hiö formlega stríðsástand milli Sovétríkjanna og
Japans, sem ríkt hefur frá lokum síðari heimsstyrjaldar-
innar.
Forsætisráðherrarnir Búlgan-
in og Hatojama undirrit-
uðu sameiginlega tilkynningu
stjórna sinna í Kreml í gær og
er þar lýst yfir, að Sovétríkin
hafi fallizt á að skila Japan aft-
ur tveim Kúrileyja, sem þau
haft á valdi sínu síðan stríði
lauk, þegar formlegur friðar-
samningur milli ríkjanna hafi
verið undirritaður.
Þá hafa Sovétríkin lofað að
senda heim alla þá japanska
hermenn, sem enn afplána refs-
ingar fyrir stríðsglæpi í Sovét-
ríkjunum. Sovétstjórnin heitir
því að styðja aðild Japans að
SÞ og bæði ríkin hafa skuld-
bundið sig til að hlutast á eng-
an hátt til um innanlandsmál
hvors annars. Þá er skýrt frá
Framhald á 5. siðu
Hefur þú útvegað Þjóðviljanum nýja áskrifendur?
Sýning þessi er sem fyrr seg-
ir opnuð í tilefni af 40 ára af-
mæli Guðmundar frá Miðdal á
listamannabrautinni. 19. okt fyr-
ir 40 árum kom hann tiL Reykja-
víkur og kveðst þá hafa verið
með 45 kr. í vasanum og hóf
listnám. Peninganesti þetta fékk
hann, segir hann fyrir teikningu
af togara og út á það hóf hann
teikninám hjá Stefáni Einarssyni
og meðferð lita hjá Þórarni B.
Þorlákssyni, — en þá var eng-
inn myndlistarskóli starfandi í
Reykjavík til þess að taka við
unglingum sem haldnir voru
löngun til þess að tjá sig í lin-
um og litum.
í tilefni af 40 ára afmælinu
hefur Guðmundur látið ljós-
prenta í Lithoprenti 9 radering-
ar er hann gerði á yngri árum
af gömlum bæjum, og uppsátr-
um — að ógleymdri myndinni af
hinum aldna fræðaþul, en eft-
irspurn eftir þessum radering-
um hans hefur yerið mjög mikil.
Sýning Guðmundar er opnuð
sem fyrr segir kl. 2 e.h. í dag í
vinnustofu hans á Skólavörðu-
stíg 43 (inni á lóðinni), hún
verður opnuð án allra hátiðleg-
heita, engir boðsgestir og getur
hver sém vill farið þangað strax
kl. 2 í dag.
Kirkj ufuitdur
liefst í dag
Hinn almenni kirkjufundur
verður settur kl. 2 síðdegis í
dag í húsi KFUM. Að setningar-
athöfninni lokinni flytur Gisli
Sveinsson framsöguerindi sem
hann nefnir: Hver á að kosta
kirkjubyggingar ísl. þjóðkirkj-
unnar? Síðar um daginn flytja
þeir séra Lárus Halldórsson
og dr. med. Árni Árnason fram-
söguerindi um safnaðarstarfsemi
og sálgæzlu. Umræður verða um
bæði þessi mál og þeim vísað til
nefnda. Kl. 9 í kvöld verða ýms
mál rædd.