Þjóðviljinn - 20.10.1956, Síða 10
z
Ritgerftrnar til Finnlands
Hrólfur á Brekku
Norsk saga í pý&ingu Theódórs Árnasonar
í fymavetur gaf Óska-
stundin lesendum sínum
kost á því að senda lýs-
ingar eða frásagnir af
einhverju úr þjóðlífi okk-
ar, eða lýsingar frá átt-
högunum, sögustöðum,
vinnuháttum o. fl. þess-
háttar. V-ar svo ætlunin
að þýða nokkrar beztu
greinarnar til birtmgar
í finnsku blaði, sem hafði
óskað eftir íslenzku efni
og frétt af Óskastundinni.
Frú Kristín Jónsdóttir
frá Munkaþverá, sem þá
var í Kaupmannahöfn,
hafði milligöngu í mál-
inu.
Óskastundin fékk
margar ritgerðir. Voru
fjórar valdar til þýðing-
ar. Það voru þessar:
1. Grasaferð sumarið
1955 eftir Ástu Alfreðs-
dóttur, 12 ára, Hlíð
Köldukinn.
2. Það sem gerist í
venjulegri gróðrarstöð ár-
lega, eftir Kristján Bene-
"Siktsson, 13 ára, Víði-
Mdý sendir nýlan
vísuhelming
Addý á Berufjárðar-
strönd sendir nú svo-
felldar ljóðlfnúr og biður
um botn.
Brosti heiður himinninn,
hljótt til fjarða og dala.
Svo bætir hún við:
Botninn við þetta á að
vera um það hvað rauf
kyrrðina. Ég vona, að þú
birtir þetta seinasta um
botninn því að hann á að
vera í beinu framhaldi af
fyrripartinum.
V
gerði í Borgarfirði.
3. Rekstrarferð eftir
Margréti Ásólfsdóttur, 13
ára, Ásólfsstöðum í Þjórs-
árdal.
4. Knútur lieimaalning-
ur eftir Baldur Magnús-
son, 12 ára, Reykjavík.
Nú getum við fært
ykkur þau tíðindi, að rit-
gerðirnar eru allar þýdd-
ar og komnar til Finn-
Hver er höfundur-
inn?
Svör frá síðasta blaði:
1. Erindið er upphafs-
erindi að kvæðinu ís-
lenzk tunga eftir Matthí-
as Jochumsson.
2. Vísan er úr kvæðinu
Áfangar eftir Jón Helga-
son.
Ó-málið og P-málið
Framhald af 1. síðu.
að enda orðin með p-i og
leika sér að því, hver
gæti sagt flest orð sam-
fellt með p-endingum, t.
d. Hvaðp hétp hundurp
karlsp semp íp afpdöl-
ump bjóp. — En svo
hvarf þessi leikur eins
skyndilega og hann hófst.
Mörgum þykir gaman að
ýmsum orðaleikjum, enda
má segja að þeir hafi
alltaf verið til. En til-
hneiging í mæltu máli er
sú að stytta orð, af því
koma gælunöfn. Og sum-
um hefur dottið í hug
að búa til tungumál og
nota styttingar til hag- j
ræðis, eins og til dæmis
lands og komnar í hend-
ur ritstjórans, sem ætlar
að birta þær og lét vel
yfir að fá svona lýsingar
frá ísiandi, En jafnframt
hefur ritstjóranum dottið
í hug að hafia sömu að-
ferð. og við hér, láta
finnsk börn lýsa sinu
landi í því augnamiði að
senda greinar til íslands.
Þær verða vitanlega
sendar til Óskastundar-
innar og hlökkum við til
að fá þær til birtingar.
Kristín frá Munkaþverá
lét ritstjóra Óskastundar-
innar þessar upplýsingar
í té fyrir nokkrum dög-
um, en þá var hún á leið
aftur til vetrardvalar í
Kaupmannahöfn með
manni sínum, sem stund-
ar þar nám. Sjálf hefur-
ur hún einnig stundað
þar nám undanfarið.
Tryggvi og Sigurbjörn
Sveinsson skáld byrjuðu
á. Það byrjaði með því
að þeir gerðu friðarsamn-
ing sín á milli með þvi
að segja: Ertu vinur,
þegar hætta var á útrás
reiðinnar, 'og styttu það
svo í: Ertu v. . . Upp
frá því ætluðu þeir að
hefja nýja tungumálið
með styttingum, t.d. sagði
annar smalanna: Emisla,
það átti að þýða: Eru
mislitu kindumar allar?
En lengra komst víst það
tungumál ekki. — En
sem sagt: Það er gaman
að leika sér með orð og
setningar, en skemmti-
legast er að upp úr hverj-
um leik spretti málþróun,
sem til menningar leiði.
(Framhald).
Menn vakna á ýmsan
hátt. Sumir krakkar gefa
frá sér hljóð, þegar þeir
vakna; aðrir vakna ekki
fyrr en búið er að
rumska við þeim vel og
lengi. Sumir vakna ekki
fyrr en þeir eru komnir
fram á mitt gólf. En
haldir þú, að Hrólfur sé
þannig gerður, þá skjátl-
ast þér hrapallega. Nei,
hann er ekki svona svefn-
þungur. Stóru bláu aug-
un hans voru galopin áð-
ur en foreldrar hans voru
vaknaðir.
Fæðingardaginn hans
fóru þau fyrr á fætur en
vant var og ætluðu að
fara svo hægt, að hann
vaknaði ekki. En Hrólfur
svaf ekki yfir sig. Um
leið og sólin sendi fyrstu
geisla sína inn um glugg-
ann, opnaði drengurinn
augun. En þau urðu
nokkuð stærri en þau
áttu að séc, Því að í rúm-
inu — já, geturðu getið
þér til, hvað í rúminu
lá? — Það voru skíði,
snjósokkar og belgvettl-
ingar!
Pabbi hafði látið skíð-
in hljóðlega sitt hvoru
megin við drenginn, og
ofan á milli skíðanna of-
an á sængina hafði
mamma látið sokkana og
vettlingana.
Hann hafði að vísu oft
fengið margt fallegt „hér
fyrr á árum“, en þetta
— þetta, — það var næst-
um eins og jólin! Hann
neri augun og sá ekkert.
— Svo rak hann upp
gleðihlátur, svo að undir
tók í baðstofunni, þaut
svo fram úr rúminu og
tók skíðin með sér niður
á gólf og reyndi þau á
alla vegu, eins og hann
hafði séð til fullorðinna
manna, er þeir voru að
reyna skíði. Og þetta
gerði hann .allt á skyrt- '
unni, en það myndi
reyndur skíðamaður ekki
hafa gert.
Drengurinn hafði nú að
vísu átt skíði áður, en
það höfðu verið mestu
ræflar. Fyrstu skíðin
hafði hann sjálfur gert
sér úr tunnustöfum. Nei,
þetta var eithvað annað.
Hann þreyttist aldrei á
að skoða þau. Já, og svo
voru sokkarnir og vettl-
ingarnir!
„Klæddu þig nú, og
fáðu þér matarbita; svo
getur þú skoðað þetta
Lengstu íljót í
heimi
1. Missisippi — Miss-
ouri, Bandaríkjunum
6700 km.
2. Níi í Egyptalandi
6500 km.
5. Yangtsekiang í Kína
5100 km.
3
allt á eftir,“ sagði pabbi
hans.
Þegar hann heyrði til
pabba síns, mundi hann
það, að hann átti nokkuð
eftir ógert; og svo hljóp
hann yfir gólfið og tók
í hönd pabba síns og
sagði: „Þakka þér fyrir
skíðin.“ — Og við mömmu
sína sagði hann: „Þakka
þér fyrir sokkana og
vettlingana".
„Njóttu vel, drengur
minn“, sögðu bæði. Frh.
Mynd frá Hörpu
Við birtum hér nýjustu
myndina, sem Harpa
Friðjónsdóttir hefur sent
okkur, Það er ekki inn-
legg í tízkumyndirnar,
sem hún hefur áður verið
góður þátttakandi í. Þetta
er mynd af lítilli stúlku,
scm situr með kisu sína
í kjöltunni og er hugsi.
Ef til vill er hún að
hugsa um ævintýrið, sem
gerist fyrir utan glugg-
ann hennar, eða um ein-
hvern framtíðardraum-
inn. Við þökkum Hörpu
myndina ög sendum
henni þau orð, að það
sem hún minntist á í
bréfinu verður fram-
kvæmt mjög bráðlega.
3. Amazon, Suður-
Ameríku 5300 km.
4. Ob í Síberíu 5200
km.
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. október 1956
K jörbréf amálið
Framhald af 8. síðu
þetta misræmi. í Kópavogi
voru við síðustu kosningar á-
móta margir kjósendur og í
þremur kjördæmum, sem
kjósa þrjá þingmenn. I Kefla-
vík voru einnig ámóta margir
kjósendur eins og í þremur
kjördæmum, sem kjósa aðra
þrjá þingrnenn. Þessir tveir
bæir hafa kjósendatölu á
móts við sex kjördæmi, sem
kjósa sex þingmenn. 1 Gull-
bringu- og Kjósarsýslu allri,
að þessum bæjum meðtöldum
vitanlega, voru ámóta margir
kjósendur við síðustu kosn-
ingar og í 8 kjördæmum, sem
samtals kjósa 10 þingmenn.
I Kópavogi einum bættust við
á rúmlega hálfu öðru ári á-
líka margir kjósendur og allir
kjósendur á Seyðisfirði. 1
Réykjavík, Gullbringu- og
Kjósarsýslu eru ámóta marg-
ir kjósendur og í öllu landinu.
“"ötillbringu- og Kjósarsýslu
og Reykjavík kjósa 9 þing-
menn, kjördæmakosna. Hinn
26 kjö'rdæmin 32 þingmenn.
Misræmið milli héraða er aug-
ljóst. Það er miklu meira nú
heldur en það hefur nokkurn
tíma verið og hefur þó oft
verið mikið. Það er mín skoð-
un að það sé orðið svo mikið
að það verði ekki lengur dreg-
ið að endurskóða kjördæma-
skipun þá sem er bundin í
-? stQárnarskránni. Eg álít að
■ Lþáð'sé einnig augljóst, að eft-
ir að svo hatramar deilur
hafa átt sér stað u'm skiln-
ing gildandi kosningalaga, sé
óhjákvæmilegt að taka kosn-
ingalögin til endurskoðunar.
Eg hef hér lýst þeirri skoð-
un minni, að ógilding þeirra
fjögurra kjörbréfa, sem hér
er deilt um, ein út af fyrir
sig, hafi nauðalitla þýðingu
og sé engin lausn á þeim
stórfelldu vandamálum, sem
hafa slcapazt og eru augljós
hverjum þingmanni, varðandi
þessi mál, skipun kjördæma
og kosningalaga í Iandinu.
Um þau mál skiptir
mestu, að það verði megin-
regla, að Alþingi sé jafnan
svo skipað að meiri hluti þar
hafi á bak við sig meiri liluta
þjóðarinnar. Þessi megin-
regla ein tryggir lýðræði í
Iandinu og getur orðið grund-
völlur þingræðis. Þetta hvort
tveggja, lýðræði með fullu
þingræði, vilja menn hafa.
Því telja allir flokkar sig
fylgandi. Eg hygg, að ef það
kæmi fyrir, að einn flokkur
hefði meiri hluta hér á Al-
þingi, en alls ekki meiri hluta
kjósenda, myndi öðrum flokk-
um þykja þungt að búa undir
því.
En því þá ekki að ganga nú
að endurskoðun stjórnarskrár
og kosningalaga með þessa
meginreglu í huga? Ef Sjálf-
stæðisflokkurinn vildi nú
lýsa því yfir, að hann vilji
ganga að endurskoðun kosn-
ingalaga og stjórnarskrár
með þessa meginreglu að leið-
arstjörnu, þá teldi ég það
mikils virði. Þá gæti það ekkf
komið fyrir eftir slíka endur-
skoðun, sem gat orðið í kosn-
ingunum í sumar, að flokkur
eða flokkar fengju meiri
hluta hér á Alþingi með rúm-
lega þriðjung kjósenda á bak
við sig. En þetta fordæmir
Sjálfstæðisflokkurinn rétti-
lega, að því er mér virðist,
mjög þunglega. Því þá ekki
að halda þeirri stefnu áfram
og lýsa því yfir hér sem
stefnu Sjálfstæðisflokksins í
þessum málum öllum, að hann
vilji þá breýtingu á stjórnar-
skrá og kosningalögum, að
minni hluta flokkur með þjóð-
inni geti ekki fengið meiri
hluta á Alþingi.
Eg álít að vísu, að Alþingi
liafi rétt til þess að hafa
æðsta úrskurðarvald í öllum
málum þjóðarinnar. Eg veit
að vísu, að það vald er tak-
markað af stjórnarskrá okk-
ar, en í samræmi við þetta
álít ég líka, að það eigi að
vera hæstiréttur í þessum
málum. En ég vil búa svo um
þann dóm, sem Alþingi sem
hæstiréttur í þessum málum
kveður nú upp í því deilumáli,
sem liér er til umræðu, að
það verði alveg útilokað, að
l»að freisti nokkurs flokks að
gera það sama og kosninga-
bandalag Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins fyrir
kosningarnar í vor. Þeim ár-
angri tel ég, að verði ekki
náð með því einu að ógilda
hin umdeildu kjörhréf og
langt frá því. Það er mín
skoðun eins og ég hef þegar
ilýst, að það sé engin lausn í
því máli. Þar getur ekkert
dugað nema endurskoðun
kosningalaga og stjórnar-
skrár.
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lesið upp úr
blöðum Alþýðubandalagsins
harðorð ummæli um kosn-
ingabandalag Alþýðuflokksins
og Framsóknarflokksins í
vor, þar á meðal ummæli í
blaði, sem ég hafði ritstjórn
á fyrir kosningarnar. Eg vil
lýsa því yfir, sjálfstæðisþing-
mönnum til ánægju, að ég
stend við það og er enn á
sömu skoðun og ég setti þar
fram. Eg tel það að vísu
enga skömm að skipta um
skoðun, ef menn sjá ný rök.
Eg hef ekki gert það í þessu
máli. Eg álít, að það eigi að
fyrirbyggja, að önnur eins
deila eins og átti sér stað
fyrir kosningarnar í vor um
kosningabandalög, geti átt sér
stað. Eg álít, að það eigi að
fyrirbyggja það með öllu, að
kosningabandalög og flokkar
— þótt þeir hafi ekki nein
kosningabandalög — geti náð
því marki, sem þetta kosn-
ingabandalag Alþýðuflokksins
og Framsóknarflokksins setti
sér, en náði ekki, að ná
meiri hluta hér á Alþingi,
þótt það hafi ekki meiri hluta
kjósenda.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn er
á sömu skoðun, þá fagna ég
því.
En ég vil að síðustu benda
á það, að Alþýðnbandalagið
hefur sem þingflokkur gert
sitt til þess að standa við þá
skoðun, sem það setti fram
fyrir kosningarnar í vor —
að það verði fyrírbyggt, ekki
aðeins að misnotkun kosn-
ingalaganna, eins og þau eru,
eigi sér stað, heldur að þau
verði gerð fullkomnari heldur
en þau eru. Því var það, fyrir
tilstilli Alþýðubandalagsins,
að það ákvæði var sett í
samning núverandi stjórnar-
flokka, að stjórnarskrá og
kosningalög yrðu tekin til
endurskoðunar á starfstíma
þessarar stjórnar, og að
flokkarnir muni vinna saman
að sainkomulagi um þau mál.
Eg hef góða trú á því, að
Alþýðuflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn vilji ganga
að því nauðsynjaverki að end-
urskoða stjórnarskrá og
kosningalög, með það fyrir
augum að bæta þar um, frá
því sem nú er, svo að lýðræði
og þingræði, sem þeir unna
mjög, verði betur tryggt
heldur en nú er.
Það er trú mín, áð menn
sjái það fyrr en seinna, að
enginn græðir til lengdar á
ranglætinu. Eg veit það um
annan þessara flokka, að
hann hefur það á stefnuskrá
sinni, að fullu réttlæti verði
náð í þessum málum. Það er
Alþýðuflokkurinn. Eg veit
ekki til þess, að hann hafi
enn vikið frá því atriði
stefnuskrár sinnar, að landið
eigi helzt allt að vera eitt
kjördæmi og þannig verði
tryggt fullkomlega rétt hlut-
fall milli styrks flokká með-
Framhald á 11. siðu