Þjóðviljinn - 26.10.1956, Page 12
Bamavemdardagurmn er á morgun lllftPWI H^i N
bá cæImæs- !?Ariiaí70T«Hay|pla(rsíS fp fil Istarfa við kennslu afbrigðilegra Wr
Þá saísiar Barnaverndariélagið íé til
margháffaðrar starísemi sinnar
Barnaverndardagurinn er á morgun, fyrsta vetrardag,
og selja þá barnaverndarfélögin, en þau eru 10 talsins á
landinu, bók og merki til ágóða fyrir barnaverndarstarf-
semi.
Dr. Matthías Jónasson, aðal-
forgöngumaður þessa starfs,
sagði í viðtali við biaðamenn í
gær að barnaverndarfélögin
reyndu á hverjum stað að hrinda
í framkvæmd þvi sem mest að-
kallandi væri, en vegna fjár-
skorts félaganna yrðu fram-
kvæmdiinar oft ekki í hlutfaþi
við verkefnin eða þörfina.
V
í
Skálatúnsheimilið
Earnaverndarféiagið á Akur-
evri kom þannig á fót leikskóla,
er bað starfrækti s.l. vetur. Var
mikil aðsókn að honum og verð-
ur beirri starfsemi haldið áfram. I
A ýmsum öðrum stöðum beita
félögin sér fyrir gerð leikvalla
og gæzlu barna. Reykjavíkur-
félagið hefur ekki talið brýnasta
þörf hér að styrkja dagheimili,
en bað hefur styrkt barnaheimili
það er templarar hafa komið á
fót í Skálatúni. Heimili þetta er
fyrir vanþroska börn. Hefur
barnaverndarfélagið lagt til rúm-
föt, ennfremur húsgögn í dag-
stofu barnanna, svo og kostað
til náms forstöðukonu heimilis-
ins, Guðrúnu Hermannsdóttur.
Hefur félagið þannig lagt til
Skilatúnsheimilisins um 100 þús.
kr.
Að finna efnilegt
ungt fólk
Dr. Matthías kvað Reykjavík-
urféiagið einkum hafa lagt á-
herzlu á það að finna efnilegt
ungt fólk, sem þó hefði nokkra
reynslu í uppeldismálum og fá
það til að læra einhverja
kennsluaðferð sem þörf er á við
afbrigðileg börn. *Hefur félagið
styrkt þá til slíks náms. Nokkr-
ir þeirra eru komnir heim frá
námi og hafa tekið til starfa.
Einn þeirra er Björn Gestsson,
er nú hefur tekið við stjórn fá-
vitahælisins í Kópavogi. Hann
nam í Danmörku og Sviss. Þá er
annar kennari, Magnús Magnús-
son nýkommn heim frá tveggja
ára námi erlendis og tekinn til
starfa við kennslu afbrigðilegra
barna. Ennfremur Björn Guð-
mundsson, talkennari, er kennir
málblestum bömum.
Félagið hefur einnig styrkt til
náms Guðrúnu Jónsdóttur sem
nú er að læra störf heimilisráðu-
nauts í Svíþjóð.
Hver vill gefa sig fram?
Við höfum mikinn hug á að fá
efnilegan kennara til að læra að
kenna orðblindum börnum, þ. e.
börnum sem gengur illa að læra
lestur vegna þess að þau sjá orð-
myndirnar allt öðru vísi en aðr-
ir, en slík börn geta verið flug-
gáfuð og eðlileg að öðru leyti.
sagði dr. Matthías Jónasson í
gær.
Föstudagur 26. október 1956 — 21. árgangur — 245. tölublað
Tryggt verði að skipasmíðastöov-
arnar hafi ávallt næg verkefni
IÖnþingið hélt áfram í gær og gerði samþykktir um
innflutning vélbáta og bátavéla, einnig um húsnæöis-
þörf iðnaöarins.
Allsherjarnefnd fór á fund
þeirra ráðherranna Gylfa Þ.
Gíslasonar, Eysteins Jónssonar
og Lúðvíks Jósefssonar og
flutti fyrir þeim helztu vanda-
mál skipasmíðaiðnaðarins, og
eftir að hafa hlustað á vilja
þeirra um að þessi mál mættu
ekki lengur við svo búið standa
og þau myndu verða leyst á
þessu þingi, um leið og efna-
hagsmálin yrðu leyst í heild,
leggur aílsherjarnefnd til eft-
irfarandi:
„18. Iðnþing íslendinga sam-
þykkir að fela Landssambands-
stjórn að vera vel á verði um
þessi mál og koma á framfæri
við ríkisstjóm, Alþingi og inn-
flutningsyfirvöld eftirfarandi
atriðum:
Loftleiðir h.f. hefja Bret-
landsflug að
nýju
Sl. laugardag 20. þ.m., hófu Loftleiöir aö nýju áætlun-
arflugferöir milli Skotlands og íslands, og lenti fyrsta
flugvél félagsins á Renfrew-flugvellinum, sem er í ná-
grenni Glasgow, laust fyrir kl. 3 sl. laugardag.
I flugvél þessari, sem kom
frá Stafangri var stjórn Loft-
leiða og nokkrir starfsmenn
félagsins, en fyrir á flugvellin-
um voru um 100 gestir, sem
boðið hafði verið í þessu til-
efni. Sigurður Helgason vara-
fcrmaður stjórnar Loftleiða
hafði orð fyrir íslendingunum
en af hálfu heimamanna töl-
uðu þeir Sir Patric Dollan og
Allan Maclean, borgarstjóri í|
Paisley. Báðir fögnuðu þeirj
hinum nýju áætlunarflugferð- j
um Loftleiða og töldu einkumí
þýðingarmikið, að með þeimí
yrði farþegum geíinn kostur á
ódýrum og hentugum ferðum
milli Renfrew og New York.
Eftir rúmlega tveggja stunda
viðdvöl var haldið til Reykja-
víkhr og var hvert sæti skip-
að í flugvélinni.
Fyrsta ferðin héðan frá
Reykjavík til Glasgow var far-
in í gær, og eftirleiðis mun
áætlunarferðum til og frá
Glasgow haldið uppi á sömu
dögum, frá Glasgow til Reykja-
víkur á laugardögum, en til
Glasgow frá Reykjavík á
1. Innflutningur vélbáta
verði ekki leyfður örar en
það, að ávallt verði tryggt
að allar skipasmiðastöðv-
ar hafi nægileg verkefni
við nýsmíðar þegar ekki
er viðgerðarvinna.
2. Endurgreiddir verði áfram
allir tollar og söluskattur
og ennfremur bátagjald-
eyrir og framleiðslusjóðs-
gjald af öllu efni, vélum
og tækjum til vélbáta,
sem smíðaðir eru innan-
lands.
3. Sömu endurgreiðslur verði
af vélum til endurnýjun-
ar í eldri vélbáta enda sé
vinnan framkvæmd innan-
lands.
4. Gerðar verði ráðstafanir
til að þær skipasmíða-
stöðvar, sem hafa með
höndum nýsmíði vélbáta,
geti fengið lánsfé, sem
nægi til að ljúka smíðinni
á eigin reikning og stöðv-
arnar fái það fé með sömu
vaxtakjörum og Fisk-
veiðasjóður lánar til fiski-
skipa.“
Síðdegis í gær sátu þingfull-
trúar boð borgarstjórans í
Reykjavik.
Einn Flugbjörgnnarsveitarmaður sést hér æfa sig í að bjarga
slösuðiun manni upp úr klettagjá. Félagar lians draga bæði hann
og hinn slasaða upp, hann gætir þess að kari'an sláist
ekki við bergið. — Sjá 3. síðu.
Norrænn dagur næsta þríðjudag
Það er þriðji norræni kynningardagurinn
AÖ tilhlutun Norrænu félaganna veröur n.k. þriðjudag-
ur hátíölegur haldinn sem norrænn dagur.
Fyrsti „norræni dagurinn“
var haldinn 27. október 1936
og þá ákveðið að halda slíkan
dag fimmta hvert ár, en á
stríðsárunum féll slíkt niður
og var ekki upptekið aftur
fyrr en 1951.
Megintilgangur norræna
dagsins er að vekja og auka
áhuga almennings á Norður-
löndum á víðtæku samstarfi
norrænu frændþjóðanna, og þá
ekki einungis á sviði menning-
armála heldur einnig á sviði
efnahags- og stjórnmála.
Að kvöldi 29. október flytja
þjóðhöfðingjar allra Norður-
landa ávörp í útvarp. Verða
þau flutt samtímis frá útvarps-
stöðvum allra Norðurlandanna.
Á þriðjudagskvöldið tala for-
menn norrænu félaganna í út-
Við Sögu, flugvél Loftleiða, á Renfrew-flug velli 22. þ.m. — Fremst á myndinni sést
Allan Mclean, borgarstjóri í Paisley og sinn til hvorrar handar honum þeir Alfreð
Elíasson framkvœmdastjóri Loftleiða og Kristján Guðlaugsson form. stjórnar þess
vörp landa sinna. — Þess hef-
ur einnig verið óskað að dags-
ins verði minnzt í skólum. Þá
verður einnig gefið út norrænt
frímerki þennan dag. Norræn
tíðindi munu koma út.
Norræna félagið hér efnir
til hátíðahalda í Sjálfstæðis-
húsinu. Þar les danska leik-
konan Ellen Malberg upp Ijóð,
og fleiri frændþjóðamenn munu
væntanlega koma þar fram.
Félagsdeildir Norræna fé-
lagsins hér á landi eru nú 8
talsins og sagði framkv.stj.
þess, Magnús Gíslason, í við-
tali við blaðamenn að undir-
búin væri stofnun deilda á 4
stöðum til viðbótar. Munu
deildir þessar minnast norræna
dagsins, hver á sínum stað.
Var að élöglegum
vaiðum 29 mílur
innan landhslgi
1 fyrrinótt stóð Sæbjörg vb.
Maí GK 48 að ólöglegum drag-
nótaveiðum í Faxaflóa, um 20
mílur innan við fiskveiða.tak-
mörkin. Játaði skipstjórinn
þegar brot sitt. Sæbjörg fylgdi
bátnum til Keflavíkur, þar sem
mál skipstjórans var rannsakað
í gær og dæmt.
Glimuœfing-
ar hafnar
Glímuæfingar Ungmennafélags
Reykjavikur eru nú hafnar og
fara þær fram þriðjudága og
föstudaga i Miðbæjarbarna-
skólanum og hefjast kl. 8 síðdeg-
is. Nýir þátttakendur eru vel-
komnir á æfingarnar, og gefi
þeir sig þá fram á æfingarstað.