Þjóðviljinn - 25.11.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.11.1956, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. nóvember 1956 Í þ r © ttir Framhald af 9. síðu. legur til að vinna gull i Mel- bourne. Heimsmet hans er 2,31,2 og er hann i sérflokki. Á flugsundi hefur Bandaríkja- maðurinn Yorzyk synt 200 m á 2,19,0 og Japaninn Ishimoto á 2,19,9, Tumpek hinn ung- verski hefur synt á 2,24,4, og eru þessir Hklegastir til sig- urs. í 100 metra flugsundinu er Japaninn Oyokawa sá eini sem hefur möguleika á að verja tit- il sinn frá Helsingfors (1,05,5). Hann hefur synt þessa vega- lengd á 1,04,3 í ár, en tveir Ástralíumenn hafa þó náð betri tíma, David Thiele (1,03,7) og annar. Heimsmet Bozons er 1,02,1. Kvennasundin í kvennasundunum er Lorra- ine Crapp líklegust til að sigra í fleiru en einu sundi. Dawn Frazer kemur þar næst en báð- ar eru þær ástralskar. Crapp hefur synt 100 m á 1,02,8 og Frazer á 1,03,0. Auk þessara tveggja 18 ára sundkvenna eiga Ástraiíumenn 15 ára stúlku sem synt hefur 100 m á 1,04,3. Loraine Crapp er í sérflokki á 400 m. Hún er eina konan sem hefur synt þá vegalengd undir 5 mín., en hún hefur tímann 4,50,0. Um annað sætið munu þær Frazer og sigurveg- arinn frá Helsingfors, Vslery Gyenge, berjast. Gera má ráð fyrir iað í 200 m bringusundi kvenna sigri Gleðjið hörnin með leikíöngum frá okkur LEIKFÖNG HÖFUM FENGIÐ MIKIÐ tJRVAL AF LEIKFÖNGUM t.d. SÍ.B.S.-KUBBAKASSA , SKIP, BÍLA, BÁTA, SEGLSKÚTUR, ALLSKONAR STOPPUÐ LEIKFÖNG í MJÖG GÓÐU ORVALI BÚSÁHALDADEILD Skólavörðustíg 23 — Sími 1248 segir TRYGGVE LIE, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, afdráttarlaust frá bak- tjaldamakki og hrossakaupum stórþjóðanna um tilveru smáþjóðanna. Lie var maðurinn, sem sá fyrir atburði þá, sem nú hafa gerzt og varaði við þeim. Og í þessari bók sinni varar hann einnig við fleiri atburður og hættum, sem steðja munu að mannkyninu. Ef þér hafið áhuga fyrir hinum áhrifamiklu viðureignum stórveldanna, og síðustu heims- viðburðum getið þér ekki verið án þessarar bókar. Hún opnar yður leiðina inn í völundarhús heimsmálanna, og opinberar leyndardóminn um það, hvern- ig örlög þjóða eru ráðin. Bókaútgáfan HRlMFELL ÖRLAGARÍKIR ATBURÐIR hafa gerzt síðustu vikurnar á vettvangi heimsmálanna og munu enn gerast. Hvað liggur til grundvallar þessum atburðum og hvernig er örlaganet heims- málanna vafið? Hvað gerist að tjaldabaki, þegar stjórnmálamennirnir ákveða örlög smáþjóðanna? Hvernig gerast átökin milli stórþjóðanna? í HINNI STÓRFRÓÐLEGU OG SKEMMTI- LEGU BÓK SINNI SJÖ ÁR í ÞJÓNUSTU FRIÐARINS konur úr Evrópu. Kemur þar fyrst til greina þýzka stúlkan Eva-Maria Ten Elsen sem hef- ur synt 200 m á 2,53,3. Ef hollenzka stúlkan Annie den Haan hefði farið til Melbourne hefði hún haft möguleika með sinar 2,53,8 mín., en Holland tekur ekki þátt í leikjunum að þessu sinni. í stað hennar kem- ur þá belgisk stúlka sem Coll- ette Goosens heitir og hefur synt á 2,55,0.. Líklegasti sigurvegarinn í 100 m flugsundi er Bandaríkja- konan Shelley Mann, hún hefur synt á 1,11.4 mín. Harðasti keppinautur hennar er enginn unglingur, það er ungverska sundkonan Maria Littemorisky og er 30 ára gömul (1,12,4). Eftir að Hollendingar hafa gengið úr Ieik er mikil óvissa um 100 m baksund kvenna. Ensku stúlkurnar Judy Grin- ham og Margareth Edvards hafa e.t.v. mesta möguleika. í 4x100 m boðsundi er sveit Astralíu talin ugglaus með sig- ur. Þetta eru spádómar sérfræð- inganna sem kunnugastir eru þessum afreksmönnum, en þeir geta verið skeikulir. Við bíð- um og sjáum. Sundkeppnin byrjar á mið vikudag. Nemendatónleilcarnir Framhald af 7. síðu legt er að hann hefur fengið góðan efnivið til meðferðar og verður fróðlegt að sjá á næstu nemendatónleikum hans, hvernig til hefur teldzt mót- unin: söngkennslan. Keppni um ólympíusöng Framhald af 6. síðu. verk hans kom fram við úr- slitadóminn. Verk Þórarins hlaut 10 árit- anir hinna 12 manna dómnefnd- ar í úrslitakeppninni. Sigurveg- ari varð Michal Spisak, pólskt tónskáld, búsettur í París, og nemandi Nadiu Boulanger. — Hlaut verk hans 11 atkvæði hinna 12 manna dómnefndar. (Frá Tónskáldafélagi Isl.). ! Gaberdine- skyrtur komnar í miklu úrvali T0LED0 Fischersundi. Langavef 3» — Siml 822t» Fjölbreyit Érval mf •teinhringum. — Póntsendwa Imre Nagy Framhald af 12 síðu. sem þeir hefðu margsinnis látið í ljós ósk um að verða um kyrrt í Ungverjalandi. Júgóslavneska stjórnin hafi gefið þeim kost á að fá griða- stað í Júgóslavíu sem pólitískir flóttamenn, en þeir hafi hafnað því boði og heldur kosið að verða eftir heima, ef þeir fengju tryggingu fyrir því að grið yrðu ekki rofin á þeim. Júgóslavneska stjórnin telur að samningsrof þessi séu aug- ljóst brot gegn reglum alþjóða- réttar og segir, að ekki geti hjá því farið að þau muni hafa neikvæð áhrif á sambúð Júgó- slavíu og Ungverjalands, ef ekki verði þegar úr bætt. Júgóslavneska stjórnin hefur sent sovétstjórninni nær sam- hljóða orðsendingu og farið þess á leit við hana að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að sjá um að griða- samningurinn sé haldinn í einu og öllu. Verkamannaráðið krefst frelsis handa Nagy. Fulltrúar verkamannaráðsins í Búdapest komu saman. á fund í gær til að ræða hvað gera skyldi vegna hvarfs Nagy og félaga hans. Samþykktu þeir að fara þess á leit við stjórn Kadars og sovézku herstjórn- ina að þeir gæfu óvefengjan- lega skýringu á því hvað fyrir þá hefði komið. Þeir sam- þykktu einnig að fara fram á að ráðið fengi að senda nefnd manna á fund Nagy til við- ræðna . við hann og ítrekuðu enn ósk sína um að honum yrði falin stjórnarforysta aft- ur. Ef ekki yrði orðið við þess- um tilmælum, var því hótað, að aftur yrði lýst yfir allsherjar- verkfalli í landinu, en ráðið hvatti verkamenn til að halda áfram vinnu þar til annað yrði ákveðið. Nep Szabadsag kom ekki út. Blað hins endurskipulagða ungverska kommúnistaflokks, Nep Szabadsag, sem jafnframt er aðalmálgagn ungversku stjórnarinnar, kom ekki út í gær. Ástæðan var sögð sú, að starfsmenn blaðsins lögðu nið- ur vinnu í mótmælaskyni við það að hætt var við birtingu greinar einnar í blaðinu. Grein- in var fullsett þegar fyrirmæli bárust frá stjórnan.'öldunum um að hana mætti ekki birta. I grein þessari er sagt að lýst hafi verið yfir stuðningi við gagnrýni Títós, forseta Júgóslavíu, á ráðamenn Sovét- ríkjanna vegna afskipta þeirra af ungverskum málum, en skrifum Pravda af þessu tilefni mótmælt. 3 Skrifstofustarf Opinber skrifstofa óskar eftir ungum manni til skrifstofustarfa nú þegar eða frá næstu áramótum. Eiginhandar umsókn, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 5. desember n.k., merkt „Fast starf 1957“. >■••■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■»■. MBBMaaaaatiinini!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.