Þjóðviljinn - 25.11.1956, Page 11

Þjóðviljinn - 25.11.1956, Page 11
 4S. dagar var einmitt í þeirri sömu ferö, sem Locota hafði misst tvo fingur í akkerisvindunni. Mexikani, aS nafni Chub- asco, hafði haldi'ð skipinu 1 höfninni í La Paz í vikutíma, og það var erfitt hlutskipti að bera aðeins hálfa hleðslu um borð aftur eftir þriggja mánaða erfiðar veiðar. Sal var Azoreyingur, stór vexti, og hann hataöi beitninga- manninn, sem hét Nicholas. Hatur hans stafaði af því, aö Nicholas æpti oft að honum, þegar þeir voru aö draga fiskinn, og endurtók hvað eftir annað, aö tíu ára drengur hlyti að vera duglegri en Sal. Þetta var auðvitað sagt í gamni, enda var Sal allt að því tvegg'ja manna maki að buröum. Stundum sveiflaði Nicholas fiskinum, sem hann var að beita með, yfir höfðinu á Sal og hrópaði: „Það er skömm alð því að eyða góðri beitu fyrir mann, sem er hálfur karlmaður og hálfur kvenmaöur!11 Karlarnir skellihlógu og sögöust fúsir til að gefa eftir allt að fimmtán aflahluti, ef þessi kven- legi helmingur af Sal kæmi í káetuna til þeirra, Áhöfn- in var í góðu skapi, þegar vel veiddist, og þá unnu allir eins og berserkir. En svo kom ördeyða. Tjaran smitaði út á milli þil- farsborðanna í sólskininu, og lífið um borð varð ömui'- legt. Sal gekk fram og aftur langtímum saman og mælti ekki orð frá vörum — en í augum hans var ein- hver brjálæðisglampi, alveg sami svipurinn og á mann- inum, sem gekk þarna eftir ganginum milli sætarað- anna í farþegaklefanum. Einn daginn nam Sal staðar frammi fyrir Nicholas, sem haföi ekki sagt eitt einasta orð. „Viðrinið þitt“, sagði hann, „þú æpir ókvæðisorö um mig, svo allir heyra. Ég ætla aö stúta þér“. Og hann stóð við þa'ð. Áður en nokkur gat stöðvað hann hafði hann rekið ryðgaðan hníf í magann á Nicholas. Hann dó 1 strandvarnarflugvélinni á leiðinni til San Diego. Nú hafði þessi ma'ður með langa nefið farið þrjár feröir fram og aftur um ganginn, gengið hægum óhugn-^ anlegum skrefum alveg eins og Sal. José Locota sá, að hann nam staðar ööru hvoru og starði á manninn, sem sat hjá hláturmildu konunni þrem sætaröðum framar — manninn, sem handlék sígarettumunnstykk- ið sitt eins og stórlaxar einir gera. Kannski sá enginn annar, hverju fram fór. Það var alldimmt í ganginum, eina birtan kom frá lesljósunum fyrir ofan höfuö far- þeganna. Það var nógu bjart til að líta í blað eða drekka vínsopa, en það var of rökkvað til að hægt væri að greina svip manns .... aðeins þeir, sem þekkt höfðu Sal Vetricco gátu þaö. José flutti glasið yfir í heilu höndina og hallaði sér út yfir ganginn. „Finnst yður ekkert skrítið á seyði, hr. Briscoe?" „Flugvélin tók fjandi mikinn kipp rétt áðan. Við höf- um kannski fariö út af „línunni... „Nei, ég á ekki við það. ÞaÖ er þessi maður, sem g'engur fram og aftur um ganginn —“ „Já. Hann fær góða æfingu. Kannski hann haldi, að hann sé á skipsfjöl, og hann ætli sér að fá betri matar- lyst fyrir kvöldveröinn. Fimmtíu sinnum fram og aftur er líklega hér um bil ein míla“. „Hann hefur illt í huga“. „Af hverju haldið þér þaö?“ José klóraði sér í höfðinu. „Ég veit það ekki nákvæm- lega. En ég hef einu sinni séð mann haga sér svona. Og það vissi ekki á neitt gott“. Frank Briscoe studdi sig við sætisbríkina og fór líka að athuga Agnew. Whiskýið hafði deyft verkina í líkama hans og hann skríkti af ánægju. „Hann er eins og grafari, sem misst hefur viðskipta- vin. Hamingjan sanna. Hann er æstur út af einhverju“. Agnew hafði stanzað við sæti Ken Childs og May Holst. Hann stóö gleiður, vígalegur á svip, með kreppta hnefana, og dró þungt andann. Augun virtust ætla út úr höf'ðinu á honum og þunnar varirnar bærðust 1 sífellu. „Þér eruð Ken Childs .... er ekki svó?“ Röddin var skerandi og næstum kvenleg. „Ha? Heitið þér það ekki“. : Ken leit undrandi á hann, svo brösti hann til May Tíolst. og kinkaði kolli. „Jú. Hvað um það? Ég .... ég held, að við höfum --- Sunnudagur 25. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (If ekki sézt áður“. „Nei, við höfum ekki hitzt“. Agnew var farinn aö skjálfa, og hvít froöa myndaðist í munnvikjunum. „Nei .... og það er vegna þess, að enginn ætlaöist til þess af okkur“. „Eg er ekki viss um, að ég sé svo mjög ánægöur yfir að sjá yöur. Hvað get ég annars gert fyrir yður .... herra —?“ „Ég heiti Humphrey Agnew. Kannist þér nokkuð viö þaö nafn?“ Ken Childs hikaði. „Þér eruð þó ekki .... eiginmaöur Mörthu?“ „Jú“. JÓLAFÖT Jólaföt á alla fjölskylduna SAMA LÁGA VERBIÐ | Bókhlöðustíg 9 „Einmitt það ... .“ Ken fálmaði eftir sígarettumunn-1 stykkinu og fann þaö loks í vestisvasanum. „Ég óska yður til hamingju“. „Er þaö allt og sumt, sem þér segiö, Ken Childs? Ekkert annað?“ „Ja .... auðvitað ....“ „Auðvitaö ekki!“ Agnew hrækti út úr sér oröunum. „Sjáið þér til, hr. Agnew. Þessi kona og ég sitjum hér í ró og næöi og erum að spjalla saman yfir einu vín- glasi. Yður liggur augsýnilega eitthvað á hjarta. Ef ég get gert yður einhvern greiða, skulu'ð þér tala við mig eftir kvöldmatinn. Þess vegna bið ég y'ður að aísaka —“ Hann sneri sér aftur að May Holst, sem brosti vand- ræðalega. En Agnew var ekki á því að gera sér þetta að góðu. Hann talaöi hærra og varð enn æstari. „Nei! Þér getiö ekki smellt fingrum og skipað mér í burtu! Viö eigum mai’gt vantalað .... þér getið heldur ekki keypt mig til að fara. Ekki mig, heyrið þér það!“ „Hlustiö á mig, hr. Agnew .... ef það er þá raun- verulega nafn yðar. Ég veit ekki, hvað gengur aö yður, og mér er alveg sama. En ég skipa yöur að hypja yður aftur þangað, sem þér sátuð!“ Ken var oröinn mjög rauður í andliti og sterklegir kjálkar hans skulfu, er hann talaði. Hann hefði stokkiö upp úr sætinu, ef May Holst hefði ekki haldið aftur af honum. „Svona .... svona“, sagði hún góðlátlega. „Maður á þínum aldri, elskan, hefur ekki gott af því aö æsa sig upp. Það er slæmt fyrir hjartað“. „Þessi maður er mér til leiöinda —“ „Svo að ég er yöur til leiðinda, ja-há! Ég efast ekki um það. Ég hlýt að hafa veriö ykkur Mörthu til mikilla leiðinda í Honululu, þegar þið neyttuð allra bragða til þess að þið gætuð fengið að vera ein. En þér hljótiö Komið með drengjaföíin sem fyrst Notað & Nýit, Bókhlöðustíg 9 TIL i......... 1 ■ i • n m « Ódýr telpunærföt ■ '» ■ ■ i TOLEÐO ■ • 1 Fischersund. KVENLEG FEGURÐ Ein er sú bók nýútkomin sem ástæða er til að geta sérstak- lega hér í þættinum, þar sem hún er ætluð konum og ein- göngu konum. Það er bókin „Kvenleg Fegurð“ sem bóka- útgáfan Setberg hefur nýlega sent á markaðinn. Þetta er glæsileg bók að ytra útliti, 200 síður að stærð, brot- ið snoturt og kápan smekkleg. I henni eru fjölmargar teikn- ingar, mjög skemmtilegar, auk margra mynda af glæsikonum, erlendum kvikmyndadísum og okkar útvöldu fegurðardrottn- ingum. Er það mikið kvenna- val. I bók þessari er mikinn fróð- leik að finna í sambandi við fegrun, snyrtingu, mataræði, líkamsþyngd, lagfæringu hör- undsgalla, klæðaburð og lík- amsrækt svo að nokkuð sé nefnt. Eftir lestur hennar er konan þess fullviss að hún get- ur líka orðið fögur og glæsileg ef hún fylgir heilræðum hennar og gefur sér tíma til að leggja rækt við útlit sitt. En það er nú meinið hjá okkur flestum að við höfum aldrei vinninginn í hinu eilífa kapphlaupi við tím- ann og höfum alltof sjaldan tima aflögu til að vinna að feg- urðinni, en ekkert fæst án fyr- irhafnar sem kunnugt er. Þessi ágæta handbók er að mestu byggð á þýzkri bók, „Frau ohne Alter“ eftir Olga Tschechowa og á titilblaði bók- arinnar er auk þess getið fjölda þýzkra sérfræðinga og lækna sem unnu að þýzku útgáfunni. Kaflana til þýðingar valdi frú Ásta Johnsen, fegrunarsérfræð- ingur, og bætti auk þess við nokkrum köflum með sérstöku tilliti til íslenzkra kvenna. Sjálfa þýðinguna gerði Her- steinn Pálsson, og ber hún þess raunar nokkur merki að karl- maður hefur farið þar höndum um, og er það heldur til lýta. En allt um það er þetta hin eigulegasta bók fyrir allar kon- ur og er ástæða til að þakka Setbergi útgáfu hennar. Á.K. Stólfótur Framhald af 5. síðu. torginu, þar sem borgarbúar og borgarstjórinn biðu. Við dynj- andi fagnaðarlæti 30.000 manna hljóp einn stúdentinn inn á torgið og rétti borgarstjóran- um stólfótinn. Borgarstjóri byrjaði strax á hátíðaræðu, en þagnaði í miðri setningu þegar hann varð þess var að hann var orðinn fastur við blauta málninguna á stólfætinum. — Þetta var stúdentunum líkt, varð honum að orði og gekk inn í ráðhúsið til að þvo sér. Bólerótreyja við íþróttaboniíig Nú kemur litla hneppta bólerótreyjan aftur í tízku. Hér er hún höfð með einföldu pilsi og búningurinn ætlaður til í- þróttaiðkana. Það er auðvelt verk að sauma þessa bóleró- treyju. Hún hefur hvorki kraga né uppbrot, og er hneppt með þremur hnöppum aðeins. Það á að hafa með henni prjónatreyju með háum kraga, og á hann að vera mátulegur fyrir hálsmál treyjunnar. Oft eru þessar treyjur hafðar úr dúvetíni eða flaueli. Úteelandl: Samelnlngarflokkur albýBu — Sóslallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús KJartanssoa r (úb.). SigurSur OuSmundsson. — Fréttarltstjðri: Jón BJarnason. — BlaBamenn: Ásmundur Sleur- Jónsson. BJarnl Benedlktsson, QuSmundur Vlgfússon. Ivar H. Jðnsson. Magnús Torfi Ólafsson - Auglýslngastjðrl: Jðnstelnn Haraldsson. - Ritstjðrn, afgreiSsla. auglýsingar. prentsmlBJa: Skólavörðustig 19. - Shní 7500 (1 ttnur). — AekrlftarverS kr. 25 á mánuBi i Reykjavtk og nágrennl: kr. 22 anoarsstaSar. — LausasöluverS kr. X. — Prent»m<«l» t>J48vUians h.í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.