Þjóðviljinn - 26.11.1956, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Ltifundur um Egyptaland á Trafalgartorgi
Að dómi sovézks verkfræöings er ha> a'ð nota hátíönt-
ishljóðöldur og háspennustraum til að brjóta hafís.
Verkfærðingurinn Nikolaj
Dolgopoloff að nafni, hefur
gengið frá teikningum af ís-
brjótum, sem ekki mola ísinn
með þunga sínum heldur tækj-
um sem brjóta ísinn fyrir
framan skipið.
Dolgopoloff telur að ís megi
brjóta úr fjarlægð með tvenn-
uin hætti. Annar er að koma
fyrir i stafni skipsins tækjum
sem senda frá sér hljóðöldur
með mikilli tíðni, svonefnd of-
urhijóð, sem ekkert manniegt
eyra fær numið en eru svo öfl-
ugar að þær geta haft áhrif á
föst efni- Reiknað er með því
að 200 til 300 kílóvatta orku
þmrfi til að framleiða hljóð-
öldur sem megni að brjóta ís
á siglingaleiðum.
5000 kílóvött brjóía 5 metra ís
Hin ísbrotsaðferðin er sú að
beina rafstraumi að ísnum úr
4 milijénir
hrótm fyrir
Mindszenty kardínáli, æðsti
maður kaþólsku kirkjunnar í
Ungverjalandi, var leystur úr
haldt iim daginn og hefst nú
við í bandaríska sendiráðinu í
Búdapest. Bandarískir blaða-
menn Itafa reynt að ná sam-
bandi við kardínálann í sendi-
ráðinn og spyrja hann tun
fangavistina, en hann verst
allra frétta. Nú hefur það kvis-
azt að eitt fyrsta verk Mindsz-
entys eftir að hann fékk frelsi
hafi verið að undirrita satnning
við handarískt tímarit um að
selja því einkarétt á birtingu
frásagnar af fangavist sinni
fyrir 250.000 dollara, rúmar
fjórar milljónir króna.
tækjum.á skipsstefninu. Straum
urinn myndi hafa þau áhrif að
ísinn færi að bráðna innanfrá.
Við það myndaðist gufa sem
myndi sprengja íshelluna.
Dogopoloff telur að 5000
kílóvatta .straumur myndi geta
brotið fjögurra til fimm metra
þykkan ís.
Hamt telur að með aðferð-
um þessum verði hægt að opna
sigiingaleiðir um ísi þakinn sjó
mun hraðar en með þeim is-
brjótum sem nú tíðkast.
Bíll úr gleri &
kr. 18.000
Ódjríistí bíll sem nú er á
markaði í Bretlandi nefnist
Uniear og er Msið á homun
úr gleri. Hráeínið er glerþræð-
ir, sem era hitaðir og mótaðir.
Framleiðandinn, S. E. Opper-
man Btd. í Boreham Wooú!, sel-
ur glerbílinn á rúmlega 18.000
krónur á innanlandsma rkaði
Hámarkshraði er 95 km á
klukkustund og henzíneyðsla 10
lítrar á hverjum 170 kilómetr-
um. Frammi í bílnum er sæti
fyrir tvo fullorðna og aftur í
fyrir tvö hörn.
Mmkar plága
i f* i f • i vV>
/ OV/p/OÖ
Villiminkar eru plága víðar
en hér á Islandi, þar á meðal
í Svíþjóð. Undanfarin ár hefur
þeim f jölgað svo ört í Krono-
bergsléni og Jönköpíngsléni að
til vandræða horfir. Óttast
menn að rándýrin eyði að
mestu fiskistofni og fuglalífi á
þessum slóðum, en þar eru
ýmsar helztu fiskiár og fugla-
vötn Svíþjóðar.
Þegar bardagar í Eaypta- \
landi stóöu sem hœs't 'boð- l
aði brezki Verkamanna-
flokkurinn til fundar á
Trafalgartorgi í London
til að mótmæla árásinni á
Egypta. Aðalrœðuna flutti
Aneurin Bevan, sem sagði
að Eden forsœtisráðherra
hefði svívirt Bretland með
athœfi sínu. Myndin sýnir
hluta af manngrúanum
umhverfis Nelsonsúluna á
torginu.
Verið að ná 328 ára gömlu
herskipi af hafsbotni
. Siglutréð af ílaggskipi flota Gústafs
Adolfs þegar komið úr djúpinu
Stjórnendur sænska sjóminjasafnsins þykjast þess nú
fullvissir aö þeir muni aö vori fá 1 safn sitt einstæöan
forngrip, 328 ára gamalt herskip.
Hér er um að ræða freigátuna
Wasa, sem hvolfdi og sökk í
jómfrúferð í ágúst 1628 á 30
metra dýpi í innsiglingunni til
Stokkhólms.
' ííiSkfoÞanÆ# slS!
sænska flotans forst mestoll
Æila að lækisa
Heilbrigðisstofnun SÞ er að
hefja herferð gegn frumskóga-
sárasótt í frönskum og brezk-
um nýlendum í Vestur-Afríku.
Talið er að ellefu milljónir
manna á þessu svæði þjáist af
veikinni, sem gerir flesta far-
lama á nokkrum árum. Frum-
skógasárasótt er auðvelt að
lækna með penisillíni, en ný-
lenduveldin hefur skort vilja til
að gera það átak sem þarf til
að ráða niðurlögum henn-
ar. Sérfræðingar Heilbrigðis-
stofnunarinnar telja að 25
milljónir manna í Afríku séu
haldnar frumskógasárasótt og
takast megi að ná til þeirra
með lækningar á tíu árum.
Vesturþfzka st j ómarandstaðan
fagnar afvopnunartillögum
Stjórnarandstö'öuflokkarnir í Vestur-Þýzkalandi hafa
iýst yfir ánægju með' nýjustu afvopnunartillögur Sovét-
ríkjanna.
Fritz Heine, blaðafulltrúi sós-
íaldemókrataflokksins, lét svo
um mælt, að enginn vafi væri á
að tillögurnar stuðluðu að því
Þrír menn hafa verið dæmdir
í London fyrir að ræna dem-
öntum, 3.450.000 króna virði,
úr bíl á götu í London um há-
bjartan dag. Ránið var framið
í sumar. Ránsmennirnir fengu
tveggja til þriggja ára fang-
elsi.
Einn þeirra sem dæmdir voru
staðhæfði í réttarsainum að
rannsóknarlögregluþjónar frá
Seotland Yard hafi látið höf-
uðpaurana komast undan gegn
600.000 króna mútur.
áhöfnin, á íjórða hundrað
manns, auk kvenna og barna
sem margir höfðu haft ír.eð
sér í jómfrúferðina. Talið er
að vansmíði á skipinu hafi
valdið slysinu.
OTl'ast.
Fynr nokkru datt 'sænékum
áhugamanni um fornminja-
rannsóknir í hug að hægt
myndi að ná flaki Wasa upp.
Hann vann stjórnendur sjó-
minjasafnsins og flotastjórnína
á sitt band og könnunarferðir
kafara bentu til að hann hefði
rétt að mæla.
Fyrir hálfum mánuði var svo
siglutré Wasa lj'ft úr djupinu.
í vor á svo að byrja á að ná
upp skipsskrokknum og því
Sem hann hefur að geyma.
Vitað er að þar er um 40
fallbysstír að ræða og. fra'ði-
menn telja víst að auk þeirra
muni fjöldi annarra merl.ra
muna koma í ljós undir þiljum.
Umræðum um Egyptalandsmál-
Egyptalandsmálið er enn haldið
áfram á allsherjarþingi SÞ.
Lloyd, utanríkisráðherra Bret-
lands hefur frestað heimferð
sinni þess vegna.
að draga úr viðsjám í heimin-
um. Þær væru verðar mjög
vandlegrar athugunar.
Sameining Þýzkalands
Dr. Thomas Dehler, foringi
Frjálsa- lýðræðisflokksins, sem
til skamms tíma stóð að ríkis-
stjórn Adenauers, kvaðst álíta
eftir lauslega athugun, að til-
lögurnar gætu stuðlað að sam-
einingu Þýzkalands.
Öryggissvæði
Sósíaldemóki'atablaðið Nene
Rhein Zeitung lætur í Ijós þá
skoðun að skapast myndi
„nauðsynlegt öryggissvæði" ef
framkvæmd væri tillagan um
að leyfa eftirlit úr lofti á 1600
kílómetra breiðu belti heggja
vegna markalinunnar milli Atl-
anzhafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins.
Blaðið General-Anzeiger í
Bonn, sem að jafnaði fylgir
stjórn Adenauers að málum,
kemst að þeifri niðurstöðu að
tillagan um eftirlit úr lofti yfir
mestum hluta Evrópu sé „at-
hyglisverð tilslökun". Eftirlitið
myndi að dómi blaðsins „tví-
mælalaust nægja til að koma
upp um liðssamdrátt á hugs-
anlegum árásarsvæðum og þar
með hindra að hægt sé að gera
árás að óvöram".
völáint áiisbrts
Olíuskorturinn af völdum
lokunar Súezskurðarins er far-
inn að hafa áhrif á atvinnu-
líf Vestu r-Evrópu.
Frá Vestur-Þýzkalandi berast
fregnir um að fólki í ýmsum
atvinnugreinum hafi verið sagt
upp störfum sökum afleiðinga
árásar Breta og Frakka á Eg-
yptaland, 1 Lloyd bílasmiðjun-
um í Bremen hefur 556 mönn-
um verið sagt upp vinnu vegna
þess að benzínskorturinn hefur
dregið úr eftirspurn eftir híl-
um. í Munchen hefur vélaverk-
smiðja orðið að hætta störfum
vegna þess að samningum um
vélasölu til landa við Miðjarð-
arhafsbotn hefur verið riftað.
Strigaverksmiðjur í Hamborg
skortir hráefni vegna lokunár
Súezskurðar og hefur vinnutími
verið styttur um helming. Ýmis
hráefni hækka í verði, þar á
meðal blý, tin, kopar og zínk.
r
Sé var eUki
Sótarinn Charlie Gilbert í
bandarisku borginni Chicago
hrapaði um daginn niður af 25
metra háum reykháfi og hefði
brotið í sér hvert bein ef lianií
hefði ekki lent í vatnsgeymi,
Hann missti meðvitund við fall-
ið og myndi vafalaust hafa
drukknað ef efsti hlutinn af
reykháfnum hefði ekki hruniö
og brotið botninn á kerinu svo
að vatnið rann úr því. En
hrunið sprengdi gasleiðslu svo
að Gilbert myndi brátt hafa
kafnað hefði brunaliðið ekki
komið á vettvang og náð hon«
um upp úr kerinu.