Þjóðviljinn - 26.11.1956, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (l£
49. dagur
að vera varxur við leiðindakarla eins og' mig, og þér
skuluð ekki halda, að þér getið skipað mér burtu
eins og hverjum öðrum, sem hefur verið svo óharn-
ingusamur að eiga konu, er þér hafið lagzt með —“
„Þér eruð snarbrjálaöur, maður. Eg bauð konunni
yðar til hádegisverðar einungis vegna þess, að hún er
geðþekk kona og vann þar að auki hjá mér í gamla
daga. Vei’sti giæpúrinn, sem hún éf sek um, er sá aö
taka 1 höndina á mér. Hættið þessum sviviröingum um
hana og gerið ekki sjáTfán|;yÖur a'^iífii^ Þfð er yður fyr-
ir beztu.“
„Eg vissi, að þér mynduö hafa einhverjar mála-
myndar skýringar á takteinum. En ég er ekki eins mik-
ill heimskingi og þiö Martha haldiö. Eg er mjög hygg-
inn maður, herra Childs .... og ég ætla aö láta ydur
kenna á kænsku minni næstu klukkutímana .... þér
skuluð fá að hugsa, eins og ég hef gert ....“ Hann
þreif í jakkaermi Kens og hélt henni með heljartaki.
Rödd hans hækkaði, svo að hún nálgaöist köll.
„Eg hef heyrt sagt frá yðin’ árum saman, og ég hef
viöbjóð á yður! Þér eruð kvennaflagari af versta tagi!“
Hann sneri máli sínu til May Holst. „Þér hafiö ef til
vill gott af aö vita það, frú. Þaö er honum að kenna,
að konan mín er oröin skækja, og það-er T------“
„Nú er1 nóg komið!“ Ken Childs setti glasiö á .gólf-
iö og losaði sig úr greip Agnews meö eldsnöggu, átaki.
Hann var fljótur á fætur og í næstu andrá hafði hann
gefið eiginmanni Mörthu vel útilátinn löðrung. Þeir
tókust á góða stund í rökkvuðum ganginum, blésu
og másuöu og hrintu livort öðrum á sætisbríkurnar.,
En leikurinn var fljótlega skakkaður. José Locota, sem
var lítlll maöur en þreklegur, kom á vettvang. Stuttir,
gildvaxnir handleggir hans héldu bardagamönnunum
föstum, svo að þeir náðu ekki hvor til annars, en horfð-
ust í augu, illilegir á svip.
„Eruð þið orðnir vitlausir, báðir tveir? Hættið þessum
siagsmálum!“
Nú komu þeir Milo Buck og Howard Rice til hjálpar;
Milo tók um handlegg Agnews, en Howard greip föstu
taki um handlegginn á Ken.
„Hann er með byssu!“ hrópaði Locota. „Eg fann
fyrir henni! Hann er brjálaöur!“
Spalding kom hlaupandi eftir ganginum.
„Hvað í ósköpunum gengur hér á?“
Hún fékk aldrei neitt svar. Varla hafði hún sleppt
oröinu, er ógurlegur hávaði kvað við, eins og fjölda-
margir loftborar væru að vinnu samtímis. Spalding féll
á gólfið. Mennirnir fimxn í ganginum köstuðust niður
í sætin, er vélin tók snögga sveiflu til hægri. Silfur-
borðbúnaður og diskar hrundu úr skápnum hjá skenki-
borðinu með glamri og brothljóöi. Clara Joseph æpti
upp yfir sig.
En hávaöinn hætti jafn skyndilega og hann byrjaöi,
og það varð hræðileg þögn. Þá leit Sally McKee út um
gluggann viö hlið sér og rak upp skelfingaróp.
„Vængurinn ....! Það er kviknað í flugvélinni!“
Sullivan var að drepa í sígarettu í öskubakkanum við
hlið sér, þegar hann fann hnykkinn, og um leið leitaði
vinstri væng’urinn niöur á við, svo að sjálfstýritækin
hömuðust við að rétta hann aftur.
„Það er hreyfill nr. eitt! “ hx'ópaði Sullivan. XJm leið
og hann laut niður til að minnka benzíngjöfina kvikn-
aöi á rauðu viðvörunarljósinu og brunabjallan hringdi.
Allt mælaborðið virtist leika á reiðiskjálfi. Rauðgulum
bjai'ma sló á gluggann rétt hjá Sullivan, svo aö bjart
vai'Ö á flugþiljunum.
„Guð minn góður hjálpi mér, það er kviknað í!“
veinaði Hobie örvæntingarfullur.
Sullivan trúði vai’la því, sem hann sá. „Jú .... ja-há
.. það er hreyfill nr. eitt ....“ Hann færði sig ósjálf-
rátt, og meö einu snöggu handtaki lokaði hann fyrir
benzínrennsliö til hreyfilsiirs jafnframt því sem hann
ýtti á nauðbeitarhnappinn fyrir ofan sig, til þess að
breyta skrúfustjórninni.
„Settu slökkvidæluna í gang,“ sagði Dan. „Já ..
svona, fljótur nú, Hobie!“
Hobie teygði sig fram fyrir Sullivan og opnaði kjör-
lokann að hreyfli m'. eitt. Hann gaf sér ekki tíma til
að hugsa um, hvers vegna Sullivan hafði ekki gert þetta
sjálfur, þar eð þaö lá miklu beinna við. Svo opnaöi
hann fyrir kolsýrustreymi inn í hreyfilinn.
„Sendu skeyti! Láttu San Francisco vita!“ skipaði
Sullivan. Rödd hans varö eðlileg sem snöggvast og þó
var í henni einhver hi’eimur, sem bar vott um taugaó-
styrk. Hann leit með hálfum huga út um gluggann
aftur, og Dan lagði andlitiö að rúðunni fast við hlið
hans. í bjarmanum frá eldinum sýndust andlit þeirra
beggja koparlituð, eins og myndir á gömlum peningum.
„Skrúfan! Hún er gersamlega horfin!“ Það dró aft-
ur úr rödd Sullivans, eins og hann tryði ekki sínurn
eigin augum.
„Og hreyfillinn hangir um það bil tíu gráður niður
á við. Hann er laus frá festigrindunum!“
Þeir héldu niðri í sér andanum, og þegar þeir hugs-
uðu um benzíniö í vænggeymunum, urðu þeir næsturn
stífir af skelfingu. Þaö yröu aöeins fáein augnablik —
annað hvort yrði eldurinn slökktur eða vængurinn
springa í tætlur.
benzíngjöfinni að hinum hréyflunum þremur og ýtti
stjórnstönginni fram á við, svo að vélin stefndi niöur í
krappri dýfu. Hvæsið í loftræstikerfinu varð að háum
blæstri. Fallhraöinn var um þaö bil tvö þúsund fet á
mínútu, og lofthraöinn nálgaðist tvöhundruö og
tuttugu.
Hvort sem það var vegna kolsýruvökvans eða- krappr-
ar dýfu vélarinnar og aukins hraða, þá slokknaði eld-
urinn í hreyflinum von bráðar. Skyndilega tóku farþeg-
ar og áhöfn eftir því, að það varð aftur myrkt fyrir
utan og flugvélin hélzt enn á lofti þrátt fyrir allt.
„Guði sé lof . ...“ tautaði Leonard.
Súllivan færði stjórnstöngina rólega aftur á bak og
rétti jafnvægisstýriö. Andardráttur hans varö eðlilegur
á ný.
„Þaö er slokknað," sagði hann hikandi. „Eg held, aö
við þurfum ekki aö óttast frekari íkviknun.“
®
j 1
11
Það ó að skola súlfasópu
vandlega af
Það er auðvelt að þvo upp úr
súlfasápu, og enn auðveldara
ef ekki er þurrkað, heldur höfð
grind,. sem borðbúnaðurinn
þorrnar í. Margar húsmæður
fara svona að, og sé þeim sagt,
að betra sé að þurrka, svara
þær því, að þá virðist ekki mik-
ið gagn að súlfasápunni, því
ekki þorrni borðbúnaðurinn af
sjálfu sér, ef hann sé skolaður
úr miður heitu vatni. Qg hví
skyldi þurfa að skola. súlfasáp-
una af, ef það er satt, sem sagt
er, að hún sé skaðlaus ?
Svo segir Möllenbach yfir-
læknir í dönsku heilbrigðis-
málastjórninni i viðtali:
— Súlfasápa er ágæt til upp-
þvotta vegna þess að hún lækk-
ar yfirborðsspennu vatns, og
flýtir því fyrir. En sjáifsagt er
að skola með hreinu vatni,
ekki sízt vegna þess, að mörg-
um hættir við að setja allt of
mikla sápu út í vatnið. Ef þveg-
ið er upp úr heitu vatni, má
láta sér nægja kalt vatn til að
skola úr, borðbúnaðuiinn þorrn-
ar fyrir því, sumpart vegna
þess að ylurinn á honum eftir
þvottinn úr heita vatninu rýkur
ekki alveg burt þótt skolað sé
úr köldu.
Það er almennt álitið að
súlfasápur séu skaðlausar. En
þó held ég að ekki sé hollt að
borða að staðaldri af diskum,
sem drefjar af súlfasápu sitja
á; tilbúin efnasambönd eru
ekki til þess að sulla þeim sam-
an við matinn.
— Geta hlotizt veikindi af
því að ekki sé skolað?
— Það' er sjaldgæft, en til er
fólk, sem hefur ofnæmi fyrir
súlfasápu, svo að það fær af
henni útbrot, og eins geta menn
fengið magakvef af henni. Eng-
inn veit enn hverju langvinn
áhrif geta valdið, en rétt er að
fara gætilega, og skola vel.
— Er það algengt að exem
hljótist af súlfasápu?
— Fólk, sem hefur ofnæmi
fyrir súlfasápu, þjáist oftast af
ofnæmi fyrir ýmsu öðru, svo
sem ýmsum snyrti- og fegrun-
arlyfjum.
— Samkvæmt þessu er ekki
neitt sérstaklega varhugavert
að nota súlfasápu?
— Nei, en því aðeins að
borðbúnaðurinn sé skolaður úr
hreinu vatni og ekki látin meiri
sápa út í en þörf gerist.
, Lokafundur
ASÍ-þingsins
Framhald af 1. siðu.
arkaupstaðar og Jón FriS-i
bjömsson, Fram Sauðárkróki,
Varamenn voru kjörnir Gunnar
Jóhannsson formaður Þróttar á
Siglufirði og Þorgerður Þórðar-
dóttir formaðúr Verkakvenna-
félagsins Von á Húsavík.
Austurland
Úr Austfirðingaf jórðungi vora
kjörnir: Ásbjörn Karlsson á
Djúpavogi og Alfreð Guðnason
Eskifirði. Varamenn þeirra:
Sigfinnur Karlsson Neskaups-
stað og Benedikt Þorsteinssoa
á Höfn í Hornafirði.
Vesturland
Or Vestfirðingafjórðungi voru
kjörnir: Albert Kristjánsson á
Súðavik og Ágúst Vigiússon,
Bolungavík. Varamenn þeirra:
Páll Sólmundsson, Bolungavík
og Pétur Pétursson ísafirði.
Suður-suðvesturland
Af Suður-suðvesturlandi vorii
kjörnir: Sigurður Stefánsson
Vestmannaeyjum og Herdís Ói-
afsdóttir á Akranesi. Varamena
þeirra: B jörgvin Sigui’ðssom
Stokkseyri og Maron Björnsson
Sandgerði.
Allir fulltrúar landsfjórðung-
anna voru kjörnir í einu hljóði.
Sidpuiags- og lagamál
Þá voru kosnir í miliiþinga-
nefnd í skipulags- og lagamál-
um þeir Eðvarð Sigurðsson,
Snorri, Jóns§pn„ Tryggvi Helga-
son, Jón Sigurðsson og Eggert
Þorsteinsson. Var nefndin ein-
róma kjörin.
Þingslit
Að loknu kjöri stjórnar og end-
urskoðenda þakkaði þingfoi’set-
inn, Sigurður Stefánsson, ræðu-
mönnum og þingfulltrúum gott
samstarf og gaf þvínæst hinum
nýendui’lxjörna forseta, Hanni-
bal Valdimarssyni, orðið.
Hannibal þakkaði það ti’aust
að vera einróma endurkjcrinn
forseti. Jafnframt kvaðst hann
hanna að minnihlutinn skyldi
ekki hafa þegið boð meirihlut-
ans um fulltrúa í sambands-
stjórn. Hann kvað þetta þing
hafa gengið betur og unnið bet-
ur og greiðar en allmörg und-
anfarandi þing. Kvaðst hann
fullviss að allir þingfulltrúar
gætu sameinazt í óskinni um
heill íslenzkra alþýðusamtaka,
og lýsti þingi slitið.
umsieeu^
sí amuuauxaKsm
Minningaikoi’tlii er* ttt söIe
1 ekrifstofn Sósíalistaflokks-
lns, Tjarnargötn 20: afgreiðsla *
ÞjóSviljans; Rókabúö Kron; \
BókabúA Máls og menningar. 1
Skólavörðustíg 21; og i Bóka-
verzlun Þorvaldar Bjarnason-
ar t Hafnarfiríi
Útgefandl: Samelnlngarfloklcur alþýSu — SóstaHstaflokkurlnn. — Ritst.tðrar: MagnOs KJartanssos
(&b.). SlBUröur auðmundsson. - Préttarltstlórl: Jón Btamason. — BJoÖamenn: Ásmundur Slgur.
_ tónsson. B.iarnl Benedlktsson, Quömundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson -
óuglvstngasUórl: Jónstelnn Haraldsson. — Rltstjórn. afgretösla. auglýstngar, prentsmtöja: Skólavöröustfg 18. — Sfml 7500 (I
■ ■^8^32ftarverð ^r- 25 á mánuSl 1 Reykjavík ok náKrennl; kr. 22 aunarsstaðar. — LausasöluverS kr. 1. — Prentsm<SJ»
v>jooVliJftns h.i.