Þjóðviljinn - 29.11.1956, Page 2

Þjóðviljinn - 29.11.1956, Page 2
2).; 'Ö 1 ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. nóvember 1956 í dag' er fimmtudagurinn 29. nóvember. Saturninus. — 334. dagur ársins. — Tungl í hásuftri kl. 9.54. Árdegisháflæði kl. 3.03. Síðdegisháflæfti. kl. 15.27. Útvarpið í dag' 8.00 Morgunút- varp. — 9.10 Veð- urfregnir. 12.00— 13.15 Hádegisút- varp. 12.50—'14.00 ,4'Á -frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 18.30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperanto. 19 00 Harm- onikulög. 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Frásögn: Á söguslóðum Gamla testamentis- ihs; fimmti hluti (Þórir Þórðar- son dósent). 20.55 Tónlistarkynn- ing: Lög eftir þrjú vestur-íslenzk tónskáld, Sigurð Helgason, Stein- grím Hall og Þórð Sveinbjörns- son. — Flytjendur: Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Þorsteinn Hannesson og Páll Is- ólf;Sson. Fritz Weisshappel leikur undir söngnum og undirbýr þenn- an dagskrárlið. 21.30 Útvarpssag- an: ,,Gerpla“ eftir' Halldór Kiljan- Laxness; 6. (Höftindur les'j. 22.10 Sinfónía nr. '4 í ' Es-dúr (Róm- antíska sinfónían) eftir-Bruckner (Hljómsveitin Philharmonia í Limdúnum leikur; Lovro von Matacic stjórnar). 23.15 Dag- skrárlok. í nýlegri afniæl- isgrein í blaði lesum við þessi einföldu orð: „Þau hjónin hafa afrekað að ala upp 9 mann- vænlég börn. Er sú eign.góð laijn eftir langan vinnutlag“. Að biirn séu eign og laun —' ,jú, það stendur skrifað í einu blaði eig'namannaflokksins á íslandi: Íslendingi á Akuréyri, föstudag- inn 23. nóvember 1956. Þ.vkkbæingar halda spila- og ky.nnikvöld í Edduhúsinu við Lindargötu laug- ardaginn 1. desember, og hefst það kl. 8.30 stundvíslega. Söfnin í hæniim: Bæjarbókasafnið Lessíofan er opin k). 10—12 og 1— 10 alla virka daga, nema laugardaga kl. 10—12 og 1—7: sunnudaga kl. 2—7. — Útláns- deildin er opin alla virka daga kl. 2—10, nema laugardaga kl. 2— 7; sunnudaga k). 5:—7. — Útibúið á Hofsvallagötu 16: opið alla virka daga, nema laugar- daga, kl. 6—7. Útibúið í Efsta- sundi 26: opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 5.30 —7.30. ÞJÓtmiNJASAFNIÐ er opið þriðjudaga, fimmtudags og laugarlaga kl. 1—3 og sunnu- daga kl. 1—4. ÞJÓHSKJALASAFNIÖ é virkum dögum kl. 10-12 og 14 19 e.h. NÁTTÚRUGRIFASAFNIÖ. k'l. 13.30—15 á sunnudögum, 14—lí 6, þriðjudögum og fimmtudögum. LANOSBÓKASAFNIÖ kl. 10—12, .13—19 og 20—22 alls virka daga nema laugardaga kl 10—12 og 13—19. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR ér opið sunnudaga og miðviku- daga kl. 13.30 til 15.30. LESTRARFÉLAG KVENNA Grundarstíg 10. Bókaútlán: mánu daga miðvikudaga og föstudaga kl. 4-6 og 8-9. Nýir félagar eru lnnrit.aðir á sama tíma. TÆKNI8ÓKASAFNIO í Iðnskðlanum: nýja ert.opið. mánú- daga, miðvikudaga og ■ föstudaga Næturvarzla er í Reykjavíkurapóteki, sími 1760. Millilandaflug': ' MUlilandáílufYél- iííiSmfáxiísf vænt- ártregúr ' tiF Reýkja- víkur kl. 18.00 í kvöld frá Hamborg, Kaupmanna- höfn og Ósló. MillilandaflugvélJn Gullfaxi fer til Glasgow kl. 8,30: í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, .Kópaskers, Pátreksfjarðar og' Vestmanna- eyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isa- fjarðar, Kirkjubæjai-klausturs og Vestmannáey.ia. •' . : : Hekla er væntanlég kl. 17.00— 19.00 frá New. Yorltr ler- eftir skamma viðdvöl áleiðis til Staf- angurs, Kaupmannahafnar og. Hamborgar. Kvenfélag HaIlgTÍlnskÍi4cjir Saumafundur verður 'haldinn Blönduhlíð 10, i, hæð, í kvöld, fimmtudaginn 29. hóvémbér, og hefst kl. 8.30 stundvíslega. " F ull veldisfagnað heldur Rangæingafélagið 'í Reykjavík föstudaginn 30. nóv- ember í Tjarnarkaffi. Þar flyt- uy , Helgi Særjýjindsson' ritstjóri ræðu, Baldur og Konni skemmta, og Haukur Mortheng syngur með hljómsveitinni. J STJÖRNUBÍÖ: Á seinni árum hefur hin nýja raunsæisstefna veiþð á stöð- ugú undánhaldi í ítalsln’i kvikmyndaframleiðslu, o g í- Æ talskar kvikmyndir líkjast nú æ meir hinum bandahísku að efnisvali og meðferð. Þár hefur margt hjálpazt að, þó sennilega mest að ríkisstyrkuh til kvikmyndaframleiðenda hefur verið skorinn niður þar í landi. Hugmyndin að ,,Tökubarninu“ er svo sem nógu. góð; það verða nefnilega aldrei gerðar of margar kvikmyndir til að sýna, að börn eiga jafnmikinn rétt á sér, hvernig sem þau hafa komið undir. En á hinn hóginn hefur ekki verið unn- ið úr efninu.af nægum rösk leik og skerpu. Og sé þetta önnur kvikmyndin, sem: Mog- uy hefur gert út af sama efni, hvernig var þú.. hin fýrri ? Um leikendur er fátirað segja nema þeir reyna að bjarga því, sem bjargað vérður. raun réttri ber yngsti leikand- inn kvikmyndina uppi og ger- ir það að verkum, að manni leiðist ekki alltaf jáfnmikið. If. E. Ríkisskip Hekla fór frá Reykjavík í gær- kvöld vestur um land í hring- ferð. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Þyrill er norð- anlands. Oddur fer frá Reykja- vík í dag til Húnaflóa-, Skaga- fjarðar- ogú Eyjafjarðarhafna. Skaftfellingur á að fara frá Reykjavik á morgun til Vest- mannaeyja. Baldur fer frá Reykjavík í dag' til Snæfellsness og Hvammsfjarðar. Einiskip Brúarfoss kom til Re.vkjavíkur á mánudaginn frá Hamborg. Dettifoss fer frá Reykjavík á morgun til Siglufjarðar, Akureyr- ar og ísafjarðar. Fjallfoss kom til Hamborgar á sunnudaginn; fer þaðan til Antverpfen, Rótter- dam og Reykj^víkur. Goðafoss fór frá Reykjavík í fyrradag til Rotterdarrí) Riga og Hamborg- ar. Gullfoss fór fra Reykjavík í fyrradag áleiðis til Þórshafnar í Færeyjum, Leith, Hamborgar og Kaupmannahafnar. Lagarfoss mun fara á morgun frá Reykja- vík áleiðis til New York. Reykja- foss fór frá ísafirði í gær til Súgandafjarðar, Siglufjarðar, Ak- ureyrar og Húsavíkur. Tröllafoss fer frá New York 3.—4. desem- ber áleiðis til Reykjavíkur. Tungufoss er í Gautaborg; fer þaðan til Gravarna, Gautaborgar, Kaupmannahafnar, Hull og Reyk.javíkur. Drangajökull lest- aði í Ilamborg í gær til Reykja- víkur. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell er í Reykjavík. Arn- arfell fór 24. þm frá Eskifirði áleiðis til Patras og Piraeus. .Tök- ulfell fer í dag frá Gautaborg til Leningrad og Kotka. Dísarfell fór í gær frá Valkom til Óskars- hafnar, Stettin og Rostock. Litla- fell er í olíuflutningum í Faxa- flóa. Helgafell fór í gær frá Stettin áleiðis til Reyðarfjarðar og Akureyrar. Hamrafell fór um Bospórus 26. þm á leið tiL Reykjavíkur. Blaðamannafélag Islands Fundur í dag kl. 3 að Hótel Borg. Samningar. Garðs apótek er opið daglega frá kl. 9 árdegis- til kl. 20 síðdegis, nema á laug- ardögum kl. 9—16 og sunnu- dögum kl. 13—16. v s I \ i % i:' s s i, GESTUR PALSSON: Hans Vögqur I dag, á rnorgun og laugar- daginn birtum viS hér á síðunni sögu Gests Páls- sonar: Hans Vögg; og vonum við að mörgum þyki gott að rifja upp ky-nni sín af þessu meist- araverki — jieir sem ekki lesa liana í fyrsfca sinn í þessari útgáf u ( !). Hans Vöggur hafði verið vatnskarl í' Reykjavík nær því svo lengi, sem menn mundu eftir. Og jafnlengi hafði hann raulkð sömu vís- uná með safflá" vísnalaginu fyrir' munní sér, þegar hann vár buinn áð þósta vatnið upp í föturhar úr póstinum í Að- alstræti og vár kominn á stað. Hann gekk raulandi 'upp allt strætið. Og hvar sem menn hittu Hans Vögg á férð með föturnar sínar, raulaði' hann alltaf með sama lagi þessa vísu: Vöggur karlinn vátnar borg, Vögg þó flestir gleyma; enga gleði, enga sorg á hans líf að geyma. Það er eigi gott áð vita, hvort vísan var gerð um Hans Vögg eða hún var gamall húsgang- ur. Hitt var víst, að hún átti ósköp vel við Hans; hann var kallaður Vöggur af því hann vaggaði dálítið út á hliðarnar, kannske reyndar til að hvíla hendurnar á víxl, undir vatns- fötunum, því liann var orðinn gamall og farinn. Hans hafði aldrei verið fríður sýnum, jafnvel ekki í æslcu sinni, og ekki fríkkaði hann með aldrinum eins og að lík- DAGSKRÁ Alþingis 1956 fimmtud.aginn 29. nóv kl. 1.30 e.h. Efrideild 1. Embættisbústaðir héraðsdýra- lækna, frumv. — 2. umr. '2- Skipakaup og fleira, frumv. ,— Frh. .1. umræðu. ... Neðrideild 1. Verðlag og kaUpgjald, frumv. — 2. umræða. 2. Vegalög, frumv. —.1. umræða. SVN Hvaö ertu að sprikla út í loftiö? Reyndu aö halda þér í bátinn, ef þú vilt bjarga lífinu! Mér er alveg sama um lífiö, ég er aö hugsa um brenni- víniö. indum lætur. Nú var hanti kominn yfir fimmtugt, var langleitur og toginleitur, ólið- legur í vexti og orðinn lq.timi 1 herðum, eins og flestir vatnskarlar verða, af því að líta alltaf riiður fyrir sig, t'il þess að gá að, hvort ekki hellist úr fötunum. Og með aldrinum var göngulag hans orðið hið sama, hvort hann, hélt á vatnsfötunum eða ekki; -: þegar hann gekk í kirkjuna á sunnudögum — en það gerði hann alltaf — þá gekk hann lotinn í herðum, álútur og hélt frá sér handleggjun- um, eins og hann bæri vatns- fötur í báðum höndum. Hans hafði verið rauðhærður í æsku, en nú var hárið. orðið grátt, og af því Hans var ekki vanur að greiða sér á . hverjum degi, þá hékk hárið í hrokknum, rauðgrá'um drusl- um niður á enni og niður fyr- ir augun. Miklum skeggvexti hafði Hans aldrei átt að fagna, enda rækti hann ekki skegg sitt mjög; vangaskegg hafði hann aldrei fengið, en á hök- unni og efri vörinni héngu skeggtoppar, sem nú voru orðnir hvítir. Hans var vanur að klippa dálítið af þeim, þeg- ar honum þóttu þeir vera of langir. Hans gamii var ein- kennilegur að mörgu leyti; hann átti aldrei illt við nokk- urn mann og lifði sáttur við allan heiminn, en þar með er líka allt sagt, sem hægt var að segja um sambúð hans við mennina. Hann hafði aldrei átt nokkurn vin eða trúnaðar- mann, svo menn vissu, og <S> aldrei verið við ástir kennd- ur. lEiginlega tók enginn lifandi maður eftir Hans. Vinnukonurnar í húsum þeim, sem Hans bar vatn til, skoð- uðu Hans eins og nokkurs konar lægri veru, sem ekki væri orðum eyðandi við; þær , köstuðu til hans matarbita eftir skipun húsmóðurinnar. Hans tók við, þakkaði fyrir. og borðaði þegjandi. Hús- bændurnir borguðu honum vatnsburðinn á vissum tímum. Svo var öllum hans viðskipt- um við heiminn lokið — 'að undanteknum hestum og götu- strákum. Engum datt í hug, að vert væri að reyna til að kynnast honum, þekkja hann eða þíða burtu klakann, sem frosinn var utan um þessa vatns- karls-sál, eins og föturnar hans á vetrardegi. Nei, það datt engum í hug, sízt af öll- um Hans sjálfum; vaninn var orðinn eðli hans. En liefði nokkur mátt líta inn í sál hans, mundi hann að líkind- um hafa komizt að raun um, að hún fyrir innan klakann var orðin eins kreppt af valtnsburðinum og hendurnar hans. Framhald á morgun. mrnmmammmmmíiémmmi immmZam'méÍMmmmmmmmmrnm'élmmmmmmmmimltwiimmmmmmmmmBmmmt ■ r{UGj{ na9.rr/*i ao .‘jbniöi’. vdi'ía i uioms mmrnmmmmmm»mmmmmmmmmmmmémmmpmmmmkmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi A'lm úViyo: •uiítJihbii w. .w^niftywjí.i jjcrœíyjjbircjarliYii} /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.