Þjóðviljinn - 29.11.1956, Side 3

Þjóðviljinn - 29.11.1956, Side 3
 Finvmtudagur 29. nóvtmber 1956 ÞJÓÐVILJINN — (3 .Veðráttan í haust t haust hafa verið hlýindi mikil miðað við árstíma. Snjó- föl hefur varla sézt í byggð og mjög lítið snjóað í fjöll. í októ- ber var vegurinn um Oddsskarð tvívegis ruddur óg var um lít- inn snjó að ræða í bæði skipti. Sleiíarlag á samgöngum Enda þótt bærinn hafi verið í sambandi við akvegakerfið í allt haust, að undanskildum ör- fáum dögum, eru þó samgöngu- málin fyrir neðan allar hellur. Áætlunarferðir voru með öllu félldar niður um mánaðamótin september og október og eru bæjarbúar, sem vonlegt er, mjög óánægðir yfir því. Þetta atferli eykur enn á erfiðleika bæjarbúa til að nota Egils- staðaflugvöll, þar sem þeir komast ekki þangað eða þaðan, jiema taka leigubíl, og ef einn maður er á ferð þýðir það ná- lægt því tvöföldun á fargjald- inu frá Reykjavík. Samgöngur á sjó eru líka alltof stopular. Þó er sýnilegt að Skipaútgerðin gerir sitt bezta, en hefur ekki möguleika til að halda uppi nægilega ör- um samgöngum á meðan Esja er biluð. Sjúkrahúslæknir ráðinn Elías Eyvindsson, sem starf- að hefur sem svæfingalæknir á L-andsspítalanum og auk þess verið aðstoðarlæknir við hand- lækningadeild hans, hefur verið ráðinn ■ yfirlæknir hins nýja sjúkrahúss. Er hann fluttur hingað með fjölskyldu sína og opnaði almenna lækningastofu í gær. Hinsvegar má gera ráð fyrir því, að starfræksla sjúkra- hússins hefjist ekki fyrr en um 'hátíðar, því eftir er að leggja eíðustu hönd á ýmislegt varð- andi bygginguna og undirbún- ing rekstrarins. Flotinn stækkar Nýlega var hleypt af stokk- unum í skipasmíðastöð Drátt- arbrautar h.f., nýjum fiskibáti. Heitir hann Jón Ben og eru einkennisstafir hans NK 71. Báturinn er 24 lestir að stærð með 170 ha Buda-dísilvél. Hann er vel búinn að öryggis- og siglingatækjum, hefur Atlas- Brezkar kvik- mvndir í Tjarnar- tóói á laugardag- inn Brezka sendiráðið efnir til kvikmyndasýningar í Tjarnar- bíói n.k. laugardág kl. 2 síð- degis. Sýndar verða nokkrar stuttar myndir. Ein er frá hin- um frægu Derbyveðreiðum, önn- ur af úrslitaleik bikarkeppn- innar ensku í vor milli knatt- spyrnufélaganna WBA og Preston, þá er mynd frá Farn- borough-flugsýningunni á sl. hausti, tvær stuttar myndir um lax- og silungsveiðar, fyndin teiknimynd og loks mynd af hersýningu. — Aðgangur að kvikmyndasýningu þessari er ókeypis. Fréttnbréf úr Nes kflnpstað dýptarmæli, fisksjá og gúm- björgunarbát. Eigandi bátsins er nýstofnað hlutafélag, sem nefnist Stapi og er Fiskvinnslu- stöð Sammvinnufélags útgerð- armanna aðalhluthafi. Yfir- smiður var Sverrir Gunnarsson, sem einnig teiknaði bátinn. Skipstjóri verður Rafn Einars- son. Báturinn kostaði rúmar 600 þús. kr. I skipasmiðastöð Dráttar- brautar er hafin smíði annars báts af sömu stærð og Jón Ben. Eigendur hans verða Flosi og Hörður Bjarnasynir, sjómenn. Smíði 60 lesta báts er komin á góðan rekspöl hjá þessari sömu skipasmiðastöð. Eigend- ur hans verða Kristinn Mar- teinsson, skipstjóri, Pétur Sig- urðsson stýrimaður og Páll Þorsteinsson verkamaður. Þá er hafin i skipasmíðastöð Marsellusar Bernharðssonar á Isafirði smíði 55 lesta báts fyr- ir feðgana Guðlaug Ásgeirsson stýrimann og Ásgeir Bergsson sjómann. Aíhendingu togarans seinkar Upphaflega átti nýi togarinn að afhendast 1. október, en vegna mistaka við smíði gírs í aðalvél hefur afhendingunni seinkað og mun slcipið ekki af- hendast fyrr en í árslok. Fyrirhuguð bygging gagníræðaskóla Bæjarstjórn áformar að hef ja á næsta ári byggingu gagn- fræðaskóla. Var húsameistari frá húsameistara ríkisins stadd- ur hér fyrir skömmu til að undirbúa teikningar og kostn- aðaráætlanir. Er þeirra von innan fárra vikna. Núverandi húsnæði gagn- fræðaskólans er allsendis ófull- nægjandi fyrir þá starfsemi, sem þar fer fram. ■ Undirbúin bygging síldarverksmiðju Á vegum Samvinnufélags út- gerðarmanna fer nú fram at- hugun á möguleikum til að reisa hér síldarverksmiðju, sem jafnframt á að vera fiskimjöls- verksmiðja, Er nú unnið að teikningum og kostnaðaráætlun verksmiðju, sem unnið geti úr 800—1000 málum síldar á sól- arhring. Samvinnufélagið mun beita sér fyrir byggingu verk- smiðjunnar, annaðhvort reisa hana sjálft, eða gangast fyrir stofnun félagsskapar, er tæki það að sér. Bygging síldaybræðslu hér er brýn nauðsyn, kannski fyrst og fremst vegna þess, að síldar- söltun er afar erfið á meðan ekki er fyrir hendi bræðsla til 8 bœkur nýkomnar út hjó ísofoldarprentsmiðju Nýlega era komnar út 8 bækur frá ísafoldarprent- smiðju, þar á meðal tvö bindi í ritsafni Nonna, sagan Hanna Dóra eftir Stefán Jónsson, og skáldsagan Rauðu regnhlífaxnar eftir Kelvin Lindemann. Hér er um að ræða 7. og 12. bindið í ritsafni Nonna. Hið fyrra segir frá æsku hans i út- löndum og nefnist: Hvemig Nonni varð hamingjusamur, og er það 129 bls. Freysteinn Gunnarsson hefur þýtt bókina, en Halldór Pétursson teiknaði myndir. Hitt bindið nefnist Nonni i Japan, og er framhald þess bindis er út kom í fyrra og segir frá ferð höfundar um- hverfis jörðina. Þetta bindi er 219 bls., þýtt af Freysteini, en Halldór teiknaði nokkrar myndir i það. Saga Stefáns Jónssonar, Hanna Dóra, er 183 bls. í 38 köflum, og er 21. bók höfundar. Þetta ,,er saga lítillar stúlku á aldrinum 12—13 ára“ segir á kápusíðu. Ekki er að efa að sagan er mörgum kostum búin; nafn höfundar er trygging fyr- ir því. Rauðu regnhlífarnar er 173 bls., Hersteinn Pálsson þýddi. Saga þessi vakti mikið umtal i Danmörku fyrir nokkmm ár- um, einkum vegna þess að menn voni nokkum veginn á einu máli um ágæti sögunnar, en höfundur leyndi nafn: sínu; og voru margir nefndir scm lík- legir höfundar. Þá hefur Eirík- ur Hreinn Finnbogason þýtt eina af hinum fjölmörgu frá- sögnum af Ugluspegli. Utgáfa ísafoldarprentsmiðju á frásögn- unum er 106 bls. prýdd nokkr- um teikningum. Lesendur Þjóð- viljans eru góðvinir Ugluspeg- ils síðan við birtum myndasög- una um hann. Þá er sagan Hafdis og Heið- ar, eftir Hugrúnu. Hún er 127 bls.; er þetta 2. bindið um þau og nefnist í undirfyrirsögn Haf- dis finnur hamingjuna. Loks er Draugaskipið.og önn- ur ævintýri úr ævintýrum Hauffs, með teikningum eftir þýzkan teiknara. Þessi bók er 150 bls., en þýðanda er ekki getið. Ennfremur sagan Árni og Berit, eftir Anton Mohr, og segir frá ævintýraför um Afr- íku. Stefán Jónsson námsstjóri þýddi söguna, sem er 247 bls. með nokkmm teikningum. Sósíalistar í Reykjavík Unsamlega komið í skrif- stofu Sósíalistafélagsins i Tjarnargötu 20 og greiðið félagsgjöld ykkar. að taka við ósöltunarhæfri sild og síld, sem ekki verður komizt yfir að salta. Fiskimjölsverk- smiðjan hér er líka fulllítil. Þess er og að gæta, að árlega nú um langt árabil hefur verið tilfinnanlegur skortur síldar- verksmiðja á Austurlandi og gæti 1000 mála verksmiðja hér og fyrirhuguð stækkun bræðsl- unnar á Seyðisfirði bætt þar mjög úr skák. Fólksílótti úr Mjóafirði Á undanförnum árum liefur fólki fækkað mjög i Mjóafirði. Fyrir fjórum árum munu hafa verið yfir 160 manns búsettir í Mjóafirði, en um næstu áramót verða þeir varla yfir 50. Er ekki annað sýnna en að Mjóa- fjörður muni á skömmum tíma eyðast að mannabyggð. Stór- býlið Fjörður fór alveg í eyði í haust. Fólkið hefur ýmist flutt hingað til bæjarins eða suður. Um mannfjölda í í Neskaupstað Héðan úr bænum hefur á und- anförnum árUm líka flutt margt manna og fólksfjöldi árum sam- an staðið í stað þrátt fyrir all- mikinn- innflutning fólks og verulegan mismun fæddra og dáinna. Árið 1955 fluttust héð- an um 100 manns, en um 80 fluttu hingað. I ár er líklegt að héðan flytjist yfir 60 manns, en rúmlega 50 hingað. Mismun- ur lifandi fæddra og látinna er óvanalega lítill, þar sem óvenju- margt fólk hefur látizt. Hafa 15 manns dáið það sem af er árinu, flest gamalt fólk, og er það rúmlega 1% íbúanna. Það má því ætla að mannfjöldi standi enn nokkurn veginn í stað. Hinsvegar má sjá þess nokkur merki, að meira jafn- vægi sé að komast á í þessum efnum. íþróttavöllur I haust hefur verið unnið að áframhaldandi framkvæmdum við íþróttavöll. Er nú verið að ljúka við þann áfanga, sem ætl- að var að ná á þessu ári. AU- mikið verk, einkum snyddu- hleðsla, er þó eftir, en vonir standa til að hægt verði að ljúka verkinu að fullu á næsta --------------------------- Flugmenn njóti sama réttar og sjómenn Á 25. þingi Alþýðusambands íslands var eftirfarandi álykt- un samþykkt: „Tuttugasta og fimmta þing Alþýðusambands fslands skorar á ríkisstjqrnina að beita sér fyr- ir því, að áhafnir flugvéla i millilandaflugi njóti sömu gjald- eyrisfríðinda og farmenn kaup- skipaflotans, þ.e. 30% af laun- um“. ári og gjörbreytist þá til battt- aðar aðstaða æskulýðsins til að stunda útiíþróttir. Óleyst et hinsvegar það verkefni, að skapa inniíþróttum sambærileg skilyrði. ■ I: Félagsheimili N Þessa dagana er verið að ljúka þeim byggingarfram- kvæmdum, sem áformaðar von* á þessu ári. Er þá búið að steypa upp eina hæð og loft f það. Mun það sem búið er hafa kostað fast að hálfri milljón króna. — Á næsta ári er mark- ið að koma byggingunni undir þak. Ekki hefur enn verið á- ætlað hvað það muni kosta, en ekki er ósennilegt að það verðí kringum 800 þús. kr. Endurvarpsstöð í Norðfirði Eins og kunnugt er, eru út- varpshlustunarskilyrði á Aust* urlandi oft mjög slæm á haust- in og vetrum, vegna truflana erlendra stöðva. Nokkuð er þetta þó misjafnt og fer sýni- lega eftir veðri. Þegar hlust- unarskilyrði almennt eru verst, njótum við íslenzka útvarpsins bezt. Þetta kann að hljóma sem öfugmæli, en við höfum tekið ^ramhald á 8. síðu. Öruggan samastað fyrir söguleg gögn verkalýðssam- takanna Alþýðusambandsþingið sam- þykkti einróma eftirfarandi: „Þingið samþykkir að skora á sambandsstjórn að hlutast til um að komið verði upp sem allra fyrst öruggum samastað fyrir söguleg gögn verkalýðssamtak- anna, svo sem fundargerðarbæk- ur félaga, blöð, bréf, kjarasamn- inga o.þ.u.l., ekki aðeins í þeim tilgangi að tryggja sem bezt varðveizlu sögulegra verðmæta, heldur einnig til þess að þeir sem leita þurfa sögulegra heim- ilda í þessum plöggum eigi greið- an aðgang að þeim“. Flutningsmenn tillögunnar voru þeir nafnarnir Jón Rafnsson og Jón Sigurðsson. Framkvæmd jafn- réttisákvæða verði rannsakað Á 25. þingi Alþýðusambanda Islands var eftirfarandi álykt- un samþykkt: „Tuttugasta og fimmta þing Alþýðusambands íslands skorar á ríkisstjórnina að láta rannsaka hvernig jafnréttisákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna ríkisins eru fram- kvæmd, og láta fram fara endur- skoðun á þeim störfum hjá ríki og bæjarfélögum, sem hingað til hafa verið vanmetin til launa með tilliti til þess að þau hafa verið talin kvennastörf, svo sem störf ljósmæðra, talsímakvenna, hjúkrunarkvenna, vélritara o.fl. Þingið væntir þess, að atliugun þessi verði framkvæmd aí kon- um og körlum og leitað áli's Al- þýðusambands íslands, Kven- réttindafélags íslands og Earida- lags starfsmanna ríkis o: bæja með val kvenna í nefndina'

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.